Morgunblaðið - 07.02.2002, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 07.02.2002, Blaðsíða 55
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2002 55 Banvænar bólfarir (Sexual Predator) Spennumynd Bandaríkin 2001. Skífan, VHS. Bönnuð innan 16 ára. (85 mín.) Leikstjórn Robert Angelo og Rob Spera. Aðalhlutverk Angie Everhart, Richard Grieco. HEFÐI maður vitað hvurslags dilk Fatal Attraction og Basic Instinct ættu eftir að draga á eftir sér hefði maður kannski ekki verið svo jákvæð- ur í garð þeirra annars frambærilegu erótísku spennutrylla á sínum tíma. Veruleikinn er einfaldlega sá að allt síðan þær myndir slógu í gegn hafa þeir í B-myndaforinni rembst eins og rjúpan við staurinn við að leika sama leikinn – nær alltaf með algjörlega mislukkaðri útkomu. Það virðast í of- análag vera örlög allra leikara á hraðri niðurleið í Hollywood að láta bendla sig við þessa blessuðu „erótísku trylla“. Leggja allt undir, lýsa því yfir að þeir séu tilbúnir að gera hvað sem er fyrir frægðina, LÍKA að koma naktir fram. Hér er það sykursætur og snoppufríður sjarmör sem muna má fífil sinn feg- urri. Það líður örugglega ekki dagur hjá Richard Grieco án þess að hann hugsi til þess örskotstíma er hann var heitasta heitt eftir að hafa heillað stúlkur á öllum aldri með suðrænu út- litli sínu í unglinganjósnamyndinni If Looks Could Kill. En það var fyrir 11 árum og nú, 27 myndum síðar (já, 27 myndum!) tyllir hann sér á botninn, sjúskaður, þybbinn, með hallær- islubba og vitanlega NAKINN. Og maðurinn ekki nema 36 ára gamall. Þar sem þau lágu hvort í annars annars, Grieco og mótleikkona hans, Everhart, berskjölduð og viðkvæm, í ísköldum og tilfinningasljóum gervi- bólförum, frammi fyrir ókunnuga og ólánsama tökuliðinu, hafa þau vafalít- ið velt fyrir sér hvert ferill þeirra væri kominn og hugsað þeim perrum Adr- ian Lyne og Paul Verhoeven þegjandi þörfina. Skarphéðinn Guðmundsson Myndbönd Hættulegar hvatir HALDIN var kontrapunkts- keppni á vegum Ýmis – nemenda- félags Tónlistarskólans í Reykja- vík. Keppnin var í anda Sixten og félaga og fór fram í Tónlistar- skólanum í Reykjavík. Þreytt var keppni í því að þekkja tónverk frá ýmsum tímabilum tónlistar- sögunnar. Þrjú nemendalið kepptu innbyrðis í þremur lotum þar sem í hverri lotu voru fimm ólík tóndæmi. Keppendur voru bæði úr Tónlistarskólanum í Reykjavík og tónlistardeild Listaháskóla Íslands og voru á aldrinum 12–22 ára. Sigurlið nemenda var skipað Tinnu Sigurðardóttur, Bjarna Frímanni Bjarnasyni, Helga Heiðari Stefánssyni og Víkingi Ólafssyni. Það bar síðan skarðan hlut frá borði í viðureign sinni við kennara skólans. Sameinuðu liði nemenda tókst hins vegar með naumindum að sigra lið kennara. Kontra- punktur í Tónlistar- skólanum Morgunblaðið/KristinnKeppnin er í anda Kontrapunkts í Sjónvarpinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.