Morgunblaðið - 07.02.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 07.02.2002, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN 38 FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Prófkjör Prófkjör eru nú fyrirhuguð til undirbúnings sveitarstjórnarkosningum sem fram fara hinn 25. maí næstkomandi. Af því tilefni birtir Morgun- blaðið hér greinar frambjóðenda og stuðningsmanna. Greinarnar eru ennfremur birtar á mbl.is. ÍBÚATALA Kópa- vogs hefur vaxið ár frá ári í mörg undanfarin ár. Gríðarleg uppbygg- ing hefur verið síð- astliðin þrjú kjörtíma- bil. Sem dæmi um það má nefna að samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands hefur Kópa- vogsbúum fjölgað um ríflega 22% á yfirstand- andi kjörtímabili. Íbúaaukningin í Kópa- vogi á þessu kjörtíma- bili er fimm sinnum meiri en í Reykavík. Hér á árum áður þótti gegnumstreymi íbúa einkenna Kópavogsbæ. Fólk kom, stoppaði við um stund, stækkaði eða minnkaði við sig húsnæði og fór ýmist á milli sveitarfélaga eða fluttist um set innan bæjarmarkanna. Þann- ig hafa tölur um brottflutta íbúa verið tiltölulega háar í gegnum tíðina og að sama skapi hafa tölur um nýja íbúa verið ennþá hærri. Kópavogur hefur gjarnan verið bær barnanna, „Vagga börnum og blómum ...“, og svo er enn þann dag í dag. Kópavogur getur með stolti boðið börnum sínum góða leikskóla og grunnskóla, vel mannaða góðum kennurum sem starfa eftir metnaðarfullum skólanámskrám. Ný íbúahverfi kalla á nýja leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og heilsugæslu, góðar samgöngur, versl- anir og þjónustu. Þess- um þörfum byggðarinn- ar mætir bæjarfélagið með háu þjónustustigi í góðum og vel skipu- lögðum hverfum. Skipulagsmál mál málanna? Stundum greinir sveitarstjórnamenn á um það hvort heldur mál málanna í sveitar- stjórn séu skipulags- smálin eða félagsmálin. Mér er spurn: Eru ekki öll sveitarstjórnarmál einhvers konar fé- lagsmál? Eru fé- lagsmálin ekki skipulagsmál? Með bæjarskipulagi er verið að móta framtíðina. Hvernig íbúahverf- in eru staðsett, hvar skólarnir eru í hverfunum, hvernig samgöngukerfið er lagt, hvar er verslunin, þjónustan og iðnaðurinn? Íbúarnir vilja vita að hverju þeir ganga þegar þeir fjár- festa í húsnæði í bænum. Þeir vilja vita í hvernig umhverfi þeir munu búa í næstu framtíð. Þannig varða skipulagsmálin hvern einasta íbúa í bænum. Skólamál eru fjölskyldumál Það skiptir fjölskyldurnar í bæn- um okkar öllu máli að geta treyst á góða menntun barna sinna. Allt frá leikskóla til framhaldsskóla á mennt- Áfram Kópavogur Jóhanna Thorsteinson ÞVÍ miður er það svo í dag, að mörg börn og unglingar geta ekki stundað íþróttir eða aðra tómstundaiðju undir handleiðslu þjálf- ara, þar sem það er einfaldlega of dýrt fyr- ir foreldrana að kosta þau. Ungt fólk, kannski með 2–3 börn og er að byggja yfir sig hús- næði eða leigja á mjög dýrum leigumarkaði, getur einfaldlega ekki borið þennan kostnað til viðbótar. Þá spyr maður sig, hvort íþróttir og önnur tómstundaiðja, sem eru svo mikilvægur þáttur í uppeldi og forvörnum, eigi einungis að vera fyrir þá efnameiri. Styrkur bæjarfélagsins Ég tel að bæjarfélög alls staðar á landinu eigi að taka þátt í þessum kostnaði með því að greiða laun fyrir þá sem taka að sér handleiðslu í þessu miklilvæga upp- eldi. Til dæmis eru laun tónlistarskólakennara í Kópavogi greidd af bæjarfélaginu og er það vel. Flest okkar eiga börn og er ekkert úr vegi að greiða þetta sameiginlega. Aftur á móti er sjálfsagt að fullorðið fólk greiði sjálft kostnað við þá tómstundaiðju sem það velur sér. Ég tel að þetta yrði mjög mikill styrkur fyrir íþrótta- og tómstundaiðkun, þ.e. að bæjarfélagið tæki þátt í leiðbein- endakostnaði. Það er styrkur bæj- arfélagsins, þegar allir hafa sömu tækifæri til að taka þátt í uppbyggj- andi tómstundastarfi. Framtíðin Ég er sannfærð um að bæjarfélög eigi eftir að fara inná þessa braut í auknum mæli og ég veit til þess að einhver eru nú þegar byrjuð á að bjóða börnum frítt í íþróttir sem er af hinu góða. Kópavogur er öflugt bæjarfélag, ört vaxandi og í mótun. Nú er tækifæri til afgerandi forystu í aðbúnaði yngri bæjarbúanna. Það er fjárfesting til framtíðar sem skil- ar okkur bæjarbúum ríkulegum arði í auðugra mannlífi og traustari byggð. Fjárfest í framtíðinni Ásdís Ólafsdóttir Höfundur er varabæjarfulltrúi, formaður umhverfisráðs og sækist eftir kjöri í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Kópavogur Það yrði mjög mikill styrkur fyrir íþrótta- og tómstundaiðkun, segir Ásdís Ólafsdóttir, að bæjarfélagið tæki þátt í leiðbeinendakostnaði. NÚ LÍÐUR senn að sveitarstjórnakosn- ingum og munu Mos- fellingar þá þurfa að velja það fólk sem þeir treysta til að vera við stjórnvölinn næstu fjögur árin. Eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga komst að þeirri nið- urstöðu fyrir stuttu, að fjárhagsstaða bæj- arins væri óviðunandi öfugt við það sem sumir bæjarfulltrúar meirihlutans hafa haldið fram á síðum flokksblaðanna í bæn- um. Margt má betur fara í fjár- málum bæjarins og verður hér á eftir vikið að nokkrum slíkum at- riðum. Aukin verkefni Samskipti ríkis og sveitarfélaga hafa ætíð verið mikil og náin, en á síðustu árum hefur verkefnaflutn- ingur frá ríki til sveitarfélaga auk- ist til muna. Þessa auknu ábyrgð, sem sett hefur verið á herðar sveitarstjórnamanna, sérstaklega á sviði fræðslumála, hefur misvel tekist að höndla. Það er ljóst að þessi málaflokkur er sá mikilvæg- asti enda mikið lagt upp úr því hvarvetna að halda uppi þrótt- miklu skólastarfi. Aftur á móti hafa mörg sveitarfélög, þar á með- al Mosfellsbær, misst sjónar á þeirri útgjaldaaukningu sem fylgt hefur mörgum þessara verkefna. Efla atvinnulíf Ég tel að bærinn hafi farið rangt að í uppbyggingu atvinnulífs og þeim peningum sem settir voru í svokallaðan atvinnuþróunarsjóð hafi ekki verið vel varið. Með sjóðnum var verið að nota skatt- peninga almennings til að styrkja rekstur nýrra fyrirtækja. Ég tel svona áhættufjárfestingu af hálfu sveitarfélags ekki vera í verkahring þess, enda hefur það ekki gefist vel í Reykjavík. Ég tel að ný lítil fyrirtæki, sem vilja hefja starfsemi í Mosfellsbæ og eru ekki í samkeppni við önnur fyrirtæki, geti frekar fengið t.d. tímabundinn afslátt af gjaldskrám bæjar- stofnanna. Markmið bæjarins hlýtur þó að vera að sækja öflug fyrirtæki og stofnanir til að skapa grundvöll fyrir því að ungt menntafólk geti í framtíðinni starf- að í sinni heimabyggð. Forsendan brostin? Ábyrgð og festa hafa ætíð ein- kennt stefnu sjálfstæðismanna í fjármálum. Aftur á móti hefur nú- verandi meirihluta framsóknar- manna og vinstri manna í bæj- arstjórn ekki einungis tekist að grafa undan sterkri stöðu bæjar- sjóðs, sem var hér fyrir rúmum átta árum, heldur einnig forsend- unni fyrir tilurð sveitarfélagsins. Ein sterkasta forsendan fyrir rétt- lætingu sveitarfélaga hefur ætíð verið talin nálægðin við fólkið og þátttaka almennings í málefnum bæjarins. Hvað verður um sveitar- félag sem ekki er lengur hægt að stjórna vegna skulda? Það samein- ast stærri heild, fólkið fjarlægist bæjarfulltrúa og þátttaka almenn- ings minnkar. Við núverandi meiri- hluta verður þá sagt: „Þið gátuð ekki sinnt þeim verkefnum sem þið áttuð að gera og öll þau áhrif sem þið hafið haft hér í bæ er nú að finna við Tjörnina.“ Er þetta það sem Mosfellingar vilja, fjarlægð og lítil áhrif á sitt nánasta umhverfi? Fræðslu með hræðslu Þeir vita, sem fylgst hafa með fréttum síðustu mánuði, að fíkni- efnaheimurinn fer æ harðnandi og æ fleiri unglingar leita aðstoðar á náðir stofnana og samtaka. Bar- áttan gegn fíkniefnadjöflinum hef- ur verið að takmörkuðu leyti háð af hendi sveitarfélaga og segja má að þau hafi setið á hakanum alltof lengi. Segja má að sveitarfélög hafi verið svokallaðir „free-riders“, en það er að þurfa ekki að standa í rekstri meðferðarheimila og telja það sjálfsagt að samtök niðurgreiði meðferð íbúa sveitarfélagsins. Nauðsynlegt er að bærinn taki þátt í baráttunni með markvissu forvarnarstarfi. Forvarnarstarf fyrir unglinga Í stefnuyfirlýsingu Sjálfstæðis- félagsins í Mosfellsbæ fyrir síðustu kosningar var lögð áhersla á for- varnarstarf fyrir unglinga á aldr- inum 16-20 ára. Áróðurinn um skaðsemi vímuefna þarf þó að hefj- ast miklu fyrr ef varanlegur árang- ur á að nást. Til dæmis er hægt að setja á stofn forvarnarnefnd, þar sem fulltrúar foreldra eiga setu sem og fulltrúar stjórnmálaflokka. Það fjármagn, sem þessi nefnd þyrfti til starfsins, væri t.d. hægt að taka frá atvinnuþróunarsjóði þegar við sjálfstæðismenn leggjum þann sjóð niður. Við stefnum að því að stjórna með fólkinu Pétur Berg Matthíasson Mosfellsbær Ábyrgð og festa, segir Pétur Berg Matthías- son, hafa ætíð einkennt stefnu sjálfstæðismanna í fjármálum. Höfundur sækist eftir 3.–6. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ. ÞAÐ er gott að búa í Mosfellsbæ, við eig- um góða skóla, falleg íþróttasvæði og um- hverfi sem sameinar kosti þéttbýlis og dreifbýlis og létt er leiðin til höfuðborgar- innar sem og upp á Skaga og er það vel. Hér hafa margir mætir menn og konur, sem kjörnir hafa verið sem fulltrúar Mosfell- inga í sveitar- og bæj- arstjórnir á liðnum ár- um, lagt gjörva hönd á plóginn og mega nokk- uð vel við una. En framundan eru kosningar og þá velja Mosfellingar enn og aftur sína fulltrúa til setu í bæjarstjórn. Í þeirri bæjarstjórn hef ég áhuga á að vera og hef því gefið kost á mér í prófkjör sjálfstæðismanna hinn 9. febrúar nk. Núverandi meirihluti framsókn- ar- og vinstri manna hefur setið sl. tvö kjörtímbil og stjórnað í krafti miðstýringar sem er í grundvall- aratriðum andstæða þess sem ég sem sjálfstæðismaður stend fyrir. Ég tel að auka eigi svigrúm ein- staklinga til athafna og að kjörnum fulltrúum beri að hafa samráð við bæjarbúa um mál sem snerta þeirra hag. Ég tel að í stað miðstýr- ingar eigi að taka upp stjórnunarhætti sem skila bæjarbúum bættri þjónustu þar sem erindum þeirra er sinnt og svarað, stjórnunarhætti þar sem farið er að lögum og reglum og góð stjórnsýsla er í heiðri höfð. Til þess þurfum við nýjan meirihluta með breyttar áherslur. Ég hef starfað að fræðslumálum lengi og þekki þann málaflokk mæta vel. Ég fagna heildstæðri skólastefnu Mosfellsbæjar heils hugar en óttast að með áframhaldandi miðstýringu verði hún einskis nýtt plagg. Það er ljóst að þróun skólastarfs hvort heldur er í tón-, leik- eða grunn- skóla verður ekki fyrir tilskipanir að ofan, hún sprettur úr innra starfi skólanna með öflugri þátt- töku þeirra sem þar starfa, svo og foreldra. Aðeins þannig er mögu- legt að festa breytingar í sessi. En til þess að svo megi verða er mik- ilvægt að yfirvöld treysti þeim sem verkin eiga að vinna og feli þeim faglegt og fjárhagslegt sjálfstæði til þess. Það gerir núverandi meiri- hluti ekki. Mosfellsbær býður upp á kjör- aðstæður fyrir heilbrigt og hresst fjölskyldufólk og þá sem unna úti- vist og íþróttum og ef vel er á mál- um haldið ættu flestir að geta unað glaðir við sitt. En samhliða þarf að hlúa að þeim sem einhverra hluta vegna geta ekki nýtt sér þessa sér- stöðu bæjarins, þá sem eldri eru og hina sem fötlunar sinnar vegna eiga óhægt um vik. Ekkert bæj- arfélag getur verið þekkt fyrir að sýna metnaðarleysi í málum þeirra, því er þar verðugt verkefni að vinna. Til þess þurfum við nýtt fólk. Ágætu Mosfellingar, ég hef gefið kost á mér í prófkjöri sjálfstæð- ismanna hinn 9. febrúar nk. og óska eftir stuðningi ykkar í 1. sæti. Fái ég til þess umboð mun ég vinna af krafti, festu og heilindum með hagsmuni bæjarbúa og bæjar- félagsins að leiðarljósi. Breytum áherslum, bæt- um vinnubrögð Ragnheiður Ríkharðsdóttir Mosfellsbær Taka á upp stjórn- unarhætti sem skila bæjarbúum bættri þjón- ustu, segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þar sem farið er að lögum og reglum og góð stjórn- sýsla er í heiðri höfð. Höfundur er frambjóðandi í próf- kjöri sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ og sækist eftir 1. sæti listans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.