Morgunblaðið - 07.02.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.02.2002, Blaðsíða 21
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2002 21 UNNIÐ er að lokafrágangi nýs fé- lagsheimilis að Goðalandi í Fljóts- hlíð en smíði þess hófst um miðjan júní 2001. Forveri þessa nýja húss skemmdist mikið í jarðskjálftunum í júní árið 2000 enda orðið býsna lúið eftir áratuga þjónustu sem íþróttahús skólans að Goðalandi og félagsheimili heimamanna. Nýja húsið sem teiknað er af arkitektunum Hjördísi Sigurgísla- dóttur og Dennis Jóhannssyni er samtals 705 fermetrar að stærð, fjölnotahús sem á að nýtast sem íþróttahús, félagsheimili, fundar- staður o.m.fl. Í húsinu verða mat- og fundarsalur, salur með sviði, búningsherbergi með sturtum, gott eldhús, handavinnu- og smíðastof- ur og skrifstofa. Margir hafa komið að byggingu hússins og má af þeim hópi nefna Svein Sigurðsson sem sá um grunn og fleira sem að und- irstöðum sneri, Límtré annaðist uppsetningu hússins, smiðirnir Hjálmar Ólafsson og Hákon Mar Guðmundsson hafa annast verkið eftir uppsetningu og um rafmagn sér Einar Sigurþórsson. Nú er unnið hörðum höndum við að gera húsið hæft til að hýsa ár- legt þorrablót heimamanna sem haldið verður laugardaginn 23. febrúar n.k., reyndar á þorraþræl því konudagurinn er sunnudaginn 24. febrúar. Allir sem á einhvern hátt tengjast Fljótshlíð eru hvattir til að mæta og njóta vel þess sem upp á verður boðið í nýjum húsa- kynnum. Morgunblaðið/Önundur S. Björnsson Hið nýja félagsheimili í Goðalandi í Fljótshlíð er hið veglegasta hús að allri gerð enda fátt eða ekkert til sparað til að svo mætti verða. Þorri verður blótað- ur í nýju Goðalandi Fjölnotahús rís í Fljótshlíð Breiðabólstaður frá því að fyrsta Bond-myndin, „Dr. No“, var frumsýnd. Framleiðendur á báðum áttum Leifur Dagfinnsson, framleiðslu- stjóri hjá Saga Film, segir að fram- leiðendur myndarinnar séu þessa dagana að vega og meta hvort þess- ar tökur fari fram á Íslandi eða í Alaska en Saga Film er samstarfs- aðili framleiðendanna hér á landi. Aðstæður hérlendis séu á marg- an hátt betri en veðurfarið setji þar strik í reikninginn. Jökulsárlón þurfi að vera ísi lagt og ísinn af til- tekinni lágmarksþykkt til þess að af Á NÆSTU dögum verður ákveðið hvort atriði í næstu James Bond- mynd verði tekin í nágrenni Horna- fjarðar. Gert er ráð fyrir að tökur hefjist í lok febrúar og standi yfir í fjórar vikur og að á annað hundrað manns verði í tökuliðinu. Hér er því um mjög umfangsmikið verkefni að ræða og gífurlegir hagsmunir í húfi fyrir Hornfirðinga því kvikmynda- gerðarmennirnir kæmu til með að kaupa margvíslega þjónustu af heimamönnum. Ferðaþjónustuaðilar í sýslunni myndu fá sem svaraði „auka sum- arvertíð“ um hávetur því búið er að bóka mestalla gistingu í Austur- Skaftafellssýslu. Ekki hefur verið gefið upp hvort Pierce Brosnan, sem leikur Bond, muni koma hing- að til lands. Framleiðendum James Bond myndanna eru hornfirskir stað- hættir ekki ókunnir því árið 1983 var upphafsatriðið í James Bond myndinni „A View to a Kill“, tekið við Jökulsárlón. Það atriði var örfá- ar mínútur að lengd en kostaði að sögn álíka mikið og íslenska kvik- myndin „Hrafninn flýgur“ sem var frumsynd um svipað leyti. Þetta verður tuttugasta myndin um njósnara hennar hátignar og er frumsýning hennar áætluð í nóv- ember þegar fjörutíu ár verða liðin tökum verði. Í Alaska þurfi hins- vegar engar áhyggjur að hafa af veðrinu en þar þurfi að flytja að eða byggja upp alla aðstöðu fyrir töku- liðið og því um töluvert meiri kostn- að að ræða. Aðstandendur myndarinnar komu til Hornafjarðar í janúar til að skoða hugsanlega tökustaði en veðrið setti menn nokkuð út af lag- inu því að á meðan á dvöl þeirra stóð var suðaustan rok og met- úrkoma mældist á Kvískerjum. Menn hafa því eðlilega áhyggjur af veðrinu, því þó svo að Jökulsárlón leggi er ekkert grín að fá hlýinda- kafla í miðju kafi. Hugsanlegar tökur á James Bond-mynd á Hornafirði Mikið í húfi fyrir Hornfirðinga Morgunblaðið/Sigurður Mar Á næstu dögum verður ákveðið hvort atriði í næstu kvikmynd um njósn- arann James Bond verða tekin við Jökulsárlón. Hornafjörður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.