Morgunblaðið - 07.02.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.02.2002, Blaðsíða 18
AKUREYRI 18 FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ NÝJA stólalyftan í Hlíðarfjalli verður vígð með formlegum hætti laugardaginn 9. febrúar kl. 10:30 og fer athöfnin fram við drifstöð lyftunnar. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, og Björn Bjarnason íþróttamálaráðherra flytja ávörp. Við sama tækifæri mun lyftunni verða gefið nafn sem valið hefur verið úr 132 tillögum sem bárust í samkeppni sem haldin var í desem- ber sl. Að athöfn lokinni verður boðið til hádegisverðar í Strýtu kl. 12:30. Góður skíða- og brettasnjór er kominn í Hlíðarfjall eftir snjókomu síðustu daga sem reyndar stendur enn yfir og von er á meiri snjó næstu daga, segir í fréttatilkynn- ingu frá Skíðastöðum. Nýja stóla- lyftan vígð á laugardag FJÁRHAGSÁÆTLUN Akureyrar- bæjar fyrir árið 2002 var samþykkt á fundi bæjarstjórnar á þriðjudag. Akureyrarbær er fyrsta sveitarfé- lagið til að leggja fram fullbúna áætl- un sem er að öllu leyti í samræmi við ný reikningsskil sveitarfélaga. Ákvörðun um að fara þá leið varð til þess að áætlunin er seinna á ferðinni en vant er. Á sama tíma og unnið var að gerð fjárhagsáætlunar var unnið að breytingum samkvæmt nýjum reikningsskilum auk þess sem unnið hefur verið að breytingum sem fylgja stofnun Framkvæmdamið- stöðvar og Fasteigna Akureyrar- bæjar. Við afgreiðslu áætlunarinnar var fallið frá tillögum um hækkun á leik- skólagjöldum og gjöldum fyrir skóla- og heimaþjónustu. Þá var gjaldskrá Norðurorku lækkuð um síðustu ára- mót og einnig var álagningarhlutfall fasteignagjalda lækkað. Þetta gerði Akureyrarbær til að leggja sitt af mörkum við að halda aftur af verð- lagshækkunum. Bréf í eigu Framkvæmda- sjóðs verða leyst út á árinu Fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir að heildartekjur Akureyrarbæjar verði 7,2 milljarðar króna. Þar af eru skatttekjur áætlaðar um 3,2 millj- arðar og framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga 350 milljónir króna. Heildargjöld bæjarins verða tæpir 7 milljarðar króna. Útgjöld aðalsjóðs eru um 4,8 milljarðar og munar þar mestu um fræðslu- og uppeldismál, en gjöld vegna þeirra eru rúmir 2 milljarðar króna. Útgjöld til félags- mála eru um 1 milljarður og 1,7 millj- örðum er varið til annarra verkefna innan aðalsjóðs. Gert er ráð fyrir að hagstætt verði að leysa út markaðs- verðbréf í eigu Framkvæmdasjóðs og er framlag sjóðsins áætlað 500 milljónir króna. Eigið fé sjóðsins var í ársbyrjun 2002 um 886 milljónir króna. Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar samþykkt í bæjarstjórn Heildartekjur um 7,2 milljarðar króna „ÉG hlakka til að takast á við þetta verkefni,“ sagði Þorsteinn Bach- mann, nýráðinn leikhússtjóri hjá Leikfélagi Akureyrar. Hann mun hefja störf sem slíkur við hlið Sig- urðar Hróarssonar, núverandi leikhússtjóra, 1. mars næstkom- andi, en taka svo við þegar Sig- urður lætur af stöfum næsta sum- ar. Þorsteinn sagði að Leikfélag Ak- ureyrar stæði vel um þessar mund- ir, listrænt séð og einnig fjárhags- lega, og andrúmsloftið væri mjög gott. „Það skiptir miklu máli að andrúmsloftið sé gott, sérstaklega á stað, þar sem fólk kemur saman til að fá andlega næringu og njóta.“ Þorsteinn sagðist taka við góðu búi. Mikil umskipti hefðu orðið í rekstri leikfélagsins á síðustu miss- erum. Staðan hefði ekki verið sér- lega góð, en nú kvæði við annan tón. „Sigurður hefur unnið gott starf fyrir félagið og það stendur nú afar vel,“ sagði Þorsteinn. „Samkomuhúsið er fallegt og þar er góður hljómburður. Þá stendur til að gera á húsinu nauðsynlegar úrbætur sumarið 2003.“ Þorsteinn og kona hans, Laufey Brá Jónsdóttir, gerðust fastráðnir leikarar hjá Leikfélagi Akureyrar síðasta sumar og mun Þorsteinn ljúka þeim samningi. Þau Þor- steinn og Laufey koma fram í tveggja manna leikverki sem frum- sýnt verður í byrjun maí; Saga um pandabirni, sögð af saxófónleikara sem á kærustu í Frankfurt. Þá hafa þau staðið fyrir fjölsóttum leiklist- arnámskeiðum fyrir áramót og verður þráðurinn tekinn upp að nýju nú í næstu viku. Eins hafa þau verið með námskeið í grímugerð og leik- og leiklistarnámskeið í grunnskólum. „Það virðist vera mikill áhugi fyrir leiklist á Ak- ureyri. Hér eru tónlistarskóli og myndlistarskóli, en það hefur vant- að að fólki sé boðið upp á tilsögn í leiklist,“ sagði Þorsteinn. Hann leikstýrir einnig um þessar mundir Leikfélagi Verkmennta- skólans á Akureyri, en það mun frumsýna söngleikinn Rocky Horr- or Picture Show í næsta mánuði. „Það er mikið að gera og það er mjög gaman,“ sagði Þorsteinn. Um þessar mundir leikur hann í Slövum og kvaðst hann vona að fólk fjölmennti á verkið, enda hefði það fengið góða dóma. Hann sagði gott umtal um leikfélagið og hið já- kvæða andrúmsloft sem innan þess ríkti spyrjast vel út og því ekki ólíklegt að fólk lengra að komið myndi í ríkum mæli sækja leik- húsið heim í vetur. Leikhús er fyrir áhorfendur „Leikhúsið er fyrir áhorfendur, því ber skylda til að þjóna þeim og samfélaginu og ég mun hafa það að leiðarljósi þegar ég tek við starfi leikhússtjóra,“ sagði Þorsteinn. Í ljósi þess að Akureyri auglýsti sig sem fjölskylduvænan bæ hefur hann í hyggju að bjóða í framtíð- inni upp á „litlar fallegar barna- sýningar“ eins og hann orðaði það. Þorsteinn Bachmann nýráðinn leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar Leikfélag- ið stendur vel, fjár- hagslega og listrænt Morgunblaðið/Kristján Þorsteinn Bachmann, nýráðinn leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar. SKYGGNIR hf. hefur nú tekið við rekstri tölvukerfa Akureyrarbæjar, en þau eru með þeim stærstu á Norðurlandi. Tölvukerfin eru hýst miðlægt hjá Skyggni í nýjum vélasal fyrirtækisins á Akureyri. Umsýsla með fjarskiptaneti bæjarins er einn- ig hluti samningsins, en í hagræðing- arskyni hafa verið gerðar nokkrar breytingar á fjarskiptarekstrinum. Markmið með samningnum er að hagræða í rekstri upplýsingakerfa Akureyrarbæjar. Flutningur á þjónustunni fór fram nú fyrir skömmu. Skyggnir hefur fjölgað starfsmönnum sínum á Ak- ureyri um tvo vegna samningsins við Akureyrarbæ og útlit fyrir frekari fjölgun á næstunni. Tölvukerfi Akureyrarbæjar Skyggnir tekur við KEPPNI í karlaflokki á Íslands- mótinu í handbolta er að fara af stað á ný eftir þátttöku íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í Svíþjóð. Þar náði ís- lenska landsliðið mjög góðum árangri og minnti enn og aftur á að hand- knattleikur er sú flokkaíþrótt sem við Íslendingar höfum náð lengst í. Fyrsti leikur Þórs í Esso-deildinni á þessu ári verður gegn Gróttu/KR föstudaginn 8. febrúar í Íþróttahöll- inni á Akureyri og hefst kl. 20.00. Heiðursgestir á leiknum verða hjónin Ragna Ingólfsdóttir og Samúel Jó- hannsson en synir þeirra þrír taka all- ir þátt í leiknum, Ingólfur sem liðs- stjóri Þórsliðsins en Atli og Jóhann sem leikmenn í liði Gróttu/KR. Allir eru þeir bræður uppaldir í Þór og Ingólfur og Jóhann urðu Íslands- meistarar með yngri flokkum félags- ins. Þórsarar eru hvattir til að mæta á leikinn og styðja sína menn til sigurs í leiknum, segir í fréttatilkynningu frá handknattleiksdeild Þórs. Bræður munu berjast Þór mætir Gróttu/ KR í úrvalsdeildinni í handbolta ♦ ♦ ♦ KVENFÉLAGIÐ Baldursbrá efnir til stórtónleika í Glerárkirkju laugar- daginn 16. febrúar næstkomandi. Tónleikarnir hefjast kl. 16. Fjöldi tónlistarmanna kemur fram á tónleikunum. Þar má nefna Gosp- elsystur Reykjavíkur undir stjórn Margrétar Pálmadóttur, Kór Glerár- kirkju undir stjórn Hjartar Stein- bergssonar, Óskar Pétursson, Björgu Þórhallsdóttur, Örn Viðar Birgisson, Erlu Þórólfsdóttur, Pálma Gunnars- son, Örnu Valsdóttur, Ingu Eydal og loks hljómsveitina Einn og sjötíu. Kynnir á tónleikunum verður Pétur Þórarinsson, sóknarprestur í Laufási. Forsala aðgöngumiða verður á Glerártorgi dagana 8., 9. og 10. febr- úar. Eftir helgi verður hægt að kaupa miða í versluninni Fold-Önnu í Hafn- arstræti 85 og í Rammagerðinni, Langholti 13. Ágóði tónleikanna rennur til kaupa á steindum glugga í Glerárkirkju. Stórtónleikar í Glerárkirkju VALGERÐUR H. Bjarnadóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, mun skipa fyrsta sæti á lista Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs fyrir sveitarstjórnarkosningar á Ak- ureyri í vor. Hún verður jafnframt bæjarstjóraefni flokksins. „Ég er mjög bjartsýn,“ sagði Val- gerður en hún kvaðst finna fyrir mikl- um stuðningi við hreyfinguna í bæn- um. Hún sagði hópinn sem stæði að Vinstri hreyfingunni á Akureyri væri breiður, fólk kæmi víða að úr sam- félaginu, aldurinn væri breiður og þá væri kynjahlutfallið einnig jafnt. „Ég hef trú því að þessi hópur geti unnið kraftaverk,“ sagði Valgerður. Engar ákvarðanir hafa verið tekn- ar um skipan annarra sæta á listan- um, því verður að sögn Valgerðar haldið opnu lengur. „Ég viðurkenni það fúslega að þetta var erfið ákvörðun. Ég er í starfi sem ég tel mjög mikilvægt og hef ekki verið lengi í. Mér þótti ekki auðvelt að horfa hugsanlega fram á að kveðja það, en ég geng heilshugar til þessa verks,“ sagði Valgerður. Hún taldi flokkinn eiga möguleika á ná inn þremur mönnum í bæjarstjórn. Um 30% bæjarbúa voru tilbúnir til að kjósa flokkinn síðasta haust, sam- kvæmt könnun sem þá var gerð, án þess að framboðslisti né málefni hefðu verið kynnt. „Og ég vona að fólk vilji styðja okkur áfram.“ Valgerður var kosin í bæjarstjórn Akureyrar árið 1982 og sat það kjörtímabil, eða til 1986 fyrir Kvenna- framboðið. Á því kjörtímabili gegndi Valgerður m.a. störfum forseta bæjarstjórnar. Valgerður stýrði nor- ræna jafnréttisverkefninu Brjótum múrana og þá gegndi hún stöðu jafn- réttis- og fræðslufulltrúa Akureyrar- bæjar um nokkurra ára skeið. Að loknu framhaldsnámi stýrði Valgerð- ur Menntasmiðjunni en nú síðast hef- ur hún stjórnað Jafnréttisstofu frá því hún var opnuð fyrir einu og hálfu ári. Valgerður H. Bjarnadóttir í fyrsta sæti Vinstri grænna „Hef trú á að þessi hóp- ur geti gert kraftaverk“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.