Morgunblaðið - 07.02.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.02.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ MÖRGUM höfuðborgarbúum hef- ur væntanlega brugðið í brún að sjá alhvíta jörð og þurfa að skafa af bílnum í gærmorgun. Ekki furða, þar sem vart hefur fest snjó sunnanlands frá því í desem- ber og meðalhitastig í janúar víð- ast hvar langt yfir meðallagi. En það var einkar fallegt gönguveður við Tjörnina þar sem þessi mynd var tekin í gær og umferð fótgangandi allnokkur ef marka má slóðana. Gert er ráð fyrir norðlægri átt á morgun, víða með éljum eða snjókomu og frost verður allt að tíu stig. Morgunblaðið/Ásdís Snjóar í höfuð- borginni FORSETI Alþingis greip til þess ráðs í gær að víta Ögmund Jónasson, formann þingflokks Vinstri hreyfing- arinnar – græns framboðs, fyrir ósæmileg ummæli í sinn garð. At- burðurinn, sem sætir miklum tíðind- um í þingsögunni vegna þess hve vít- ur þingforseta eru fátíðar, varð við umræður um störf þingsins í upphafi þingfundar, en Steingrímur J. Sig- fússon, formaður VG, lýsti þá áhyggj- um af byggðaþróun í landinu. Benti Steingrímur á að 11. desem- ber sl. hefði hafist á Alþingi umræða um byggðamál og Byggðastofnun sem ekki hefði tekist að ljúka. Þegar henni hefði verið frestað hefði a.m.k. 10 manns verið á mælendaskrá, þar á meðal hann sjálfur. Innti hann for- seta Alþingis eða ráðherra byggða- mála eftir því hvenær menn hefðu hugsað sér að halda þessari umræðu áfram og ljúka henni. Greip tvívegis fram í Forseti Alþingis, Halldór Blöndal, lýsti af þessu tilefni samkomulagi sem orðið hefði á fundi sínum með formönnum allra þingflokka um það hvaða mál yrðu tekin fyrir í þessari viku. Hafi orðið um þetta algert sam- komulag, en enginn hefði nefnt að ræða þyrfti þær skýrslur sem ekki hefði tekist að ljúka umræðum um, þ.e. skýrslu um byggðamál og um Ríkisendurskoðun. Sagði forseti sjálfsagt að skoða þetta mál á fundi með þingflokksformönnum um mál næstu viku og áréttaði þetta eftir að Ögmundur Jónasson hafði komið í ræðustól og gagnrýnt að ríkisstjórn- in og stjórn þingsins setti jafnan í for- gang þau mál sem kæmu frá ríkis- stjórninni. Sagði Halldór Blöndal að hann hefði ætíð samráð við formenn þing- flokka um dagskrána um leið og beiðni um slíkt kæmi fram. Gall þá í Ögmundi: „Ekki um stjórnarmálin.“ Hélt forseti þá áfram máli sínu með þeim orðum að hann héldi í sakleysi sínu og sökum þess að hann væri ekki þingreyndur maður, að þingmenn væru svo háttvísir að þeir gripu ekki fram í fyrir forseta þingsins þegar hann væri að tala við þá. Hló þá þing- heimur, enda Halldór með einna mesta þingreynslu að baki. Kallaði Ögmundur hins vegar þá aftur fram í fyrir forseta með orðunum: „Það þekkir hann allavega, háttvísina,“ og þegar komu fram í sal óskir um vítur á hendur þingmanninum. Fór svo að forseti vítti þingmann- inn fyrir ummæli sín, sagði þau „víta- verð“. Er þetta í fyrsta sinn í áratugi sem þingmaður er víttur fyrir um- mæli sín á þingi. Síðast gerðist það, svo vitað sé, árið 1950. Þá vítti Jón Pálmason forseti varaþingmanninn Magnús Kjartansson fyrir meiðandi og óviðurkvæmileg ummæli sem fram komu í nefndaráliti. Fyrstu vítur forseta Alþingis á þingmann í ríflega hálfa öld Ummæli Ögmundar Jón- assonar talin vítaverð FORSETI Alþingis, Halldór Blön- dal, segist hafa talið óhjákvæmilegt að víta Ögmund Jónasson fyrir um- mæli hans á þingfundi í gær. Hann sagði við Morgunblaðið að þingmað- urinn hefði ítrekað gripið fram í fyr- ir sér í forsetastóli. Ögmundur segir Halldór hafa orðið á í messunni en hann muni ekki erfa þetta við hann. „Ég hafði kurteislega áminnt hann um að hafa ekki í frammi framíköll við forseta og þá greip hann aftur fram í fyrir mér með hálfkæringi og það er það sem mér finnst vítavert, að þingmaðurinn skuli endurtaka framíkall við forseta þingsins,“ sagði Halldór. Ástæður vítanna væru þannig hvort tveggja tónninn í um- mælunum og það að grípa þrásinnis fram í fyrir forseta Alþingis. Slíkt hlyti að vera vítavert. „Forseti þingsins verður að geta talað óhindrað úr forsetastóli. Menn geta haft mismunandi skoðanir á því hvort hann hefur rétt fyrir sér eða ekki og til þess hafa þeir réttinn að tala í ræðustól um fundarstjórn forseta.“ Halldór Blöndal, sem tók við emb- ætti forseta Alþingis eftir kosningar 1999, segist ekki hafa átt von á því að til þess kæmi að hann vítti þing- mann. „Það hefur aldrei hvarflað að mér áður. Ég man ekki til þess að gripið hafi verið fram í fyrir forseta Alþingis með þessum hætti.“ Málefnaleg ábending Ögmundur Jónasson kvaðst í samtali við Morgunblaðið ekki vilja segja annað en að benda þeim sem vildu fá botn í málið á að kynna sér alla umræðuna. Sagði hann tilefni hennar hafa verið leiðréttingu af sinni hálfu við þau ummæli forseta að samkomulag hefði orðið um hvaða mál skyldu tekin til umræðu. Kvaðst Ögmundur þá hafa talið nauðsynlegt að vekja á því athygli úr sæti sínu að ekki hefði orðið sam- komulag um stjórnarfrumvörp, þar réðu ríkisstjórn og stjórn þingsins málum. „Með þetta í huga þá held ég að menn geti varla komist að annarri niðurstöðu en að forseta hafi orðið á í messunni,“ sagði Ögmundur og kveður ábendingu sína hafa verið fullkomlega málefnalega. Hann kvaðst ekki munu erfa þetta við for- seta og sagði að yrði þetta að for- dæmi hljóti forseti að eiga eftir að gera athugasemdir við ummæli ann- ars hvers þingmanns. „Forseti þingsins verður að geta talað óhindrað“ VALGERÐUR Sverrisdóttir iðnað- ar- og viðskiptaráðherra kynnti rík- isstjórninni í gærmorgun frumvarp til laga um virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal og stækkun Kröfluvirkjunar vegna uppbyggingar stóriðju á Austurlandi. Frumvarpið var kynnt þingflokkum stjórnarflokk- anna síðdegis í gær og samþykkt í þeim báðum. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- ráðherra sagði varla nást að leggja frumvarpið fram á Alþingi í þessari viku þar sem engir þingfundir væru á föstudögum en það yrði gert strax eft- ir helgi. Tilgangur frumvarpsins er að afla lagaheimilda fyrir virkjunarfram- kvæmdum vegna stóriðjufram- kvæmda sem áformað er að ráðast í á næstu árum á Austurlandi. Skv. ákvæðum orkulaga veitir Alþingi leyfi til að reisa og reka virkjanir stærri en 2MW. Í frumvarpinu er lagt til að Alþingi heimili Landsvirkjun að reisa og reka vatnsaflsvirkjun í Fljótsdal, þ.e. Kárahnjúkavirkjun með allt að 750 MW afli og virkja til þess í tveimur áföngum vatnsföllin Jökulsá á Brú og Jökulsá í Fljótsdal. Þá er lagt til að iðnaðarráðherra verði heimilað að veita Landsvirkjun leyfi til að stækka Kröfluvirkjun í allt að 220 MW. Fram kemur í tilkynningu iðnaðar- ráðuneytisins að raforkuþörf álvers í Reyðarfirði sé áætluð 3.850 GW- stundir á ári vegna fyrri áfanga en tæplega 2.000 GW-stundir á ári vegna síðari áfanga. Gert sé ráð fyrir að raf- orkuþörf vegna álversins verði mætt með eftirfarandi framkvæmdum: Fyrri áfangi álvers:  Fyrri áfangi Kárahnjúkavirkjunar, þ.e. virkjun Jökulsár á Brú með gerð Hálslóns og  Fljótsdalslínur 3 og 4. Síðari áfangi álvers:  Síðari áfangi Kárahnjúkavirkjunar, þ.e. virkjun Jökulsár í Fljótsdal ásamt Hraunaveitum,  byggingu Bjarnarflagsvirkjunar  Stækkun Kröfluvirkjunar og  Kröflulína 3. Kárahnjúkavirkjun og stækkun Kröfluvirkjunar rædd í ríkisstjórn Frumvarpið samþykkt í þingflokkum „HÉR hefur áður verið raf- magnslaust og allt upp í viku í einu svo við kippum okkur ekki upp við þetta,“ sagði Sól- veig Jónsdóttir, húsfreyja á Munaðarnesi í Ingólfsfirði, í samtali við Morgunblaðið. Þar um slóðir urðu miklar raf- magnstruflanir um síðustu helgi og var rafmagnslaust í þrjá sólarhringa í Munaðar- nesi og álíka lengi á nokkrum öðrum nálægum bæjum. Sólveig sagði aftakaveður hafa brostið á sl. föstudags- kvöld sem staðið hafi allan laugardaginn og fram á nótt. „Hér var blindbylur með mik- illi veðurhæð og sjógangi og rafmagnið fer út vegna seltu sem sest á spenna og allt slær út,“ segir Sólveig. Auk þess brotnaði staur á einum stað og sagði Sólveig viðgerðarmenn frá Orkubúi Vestfjarða hafa komist til að gera við þegar veðrinu hafði slotað á sunnu- dag. Búið er á um 10 bæjum í Ingólsfirði, Trékyllisvík, Norð- urfirði og víðar nyrst á Strönd- um og segir Sólveig flesta hafa ljósavélar til að bjargast á þeg- ar rafmagnið fer. Á Munaðar- nesi var einnig hægt að kynda upp með rekaviði sem hún sagði að nóg væri af og því hefði ekki væst um íbúa og sagði Sólveig flesta búa við svipaðar aðstæður. Sólveig og maður hennar, Guðmundur G. Jónsson hreppstjóri, eru ein á bænum eftir að börnin eru horfin til annarra starfa. Sagði hún börn á nokkrum bæjanna en íbúa á Ströndum ekki vera marga í allt. Rafmagnslaust í allt að þrjá sólarhringa á Ströndum Ljósavél og vara- kynding taka við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.