Morgunblaðið - 28.03.2002, Síða 28

Morgunblaðið - 28.03.2002, Síða 28
LISTIR 28 FIMMTUDAGUR 28. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ PENGUIN Classics-útgáfan í Lundúnum hefur gefið út nýja enska útgáfu af Njáls sögu, sem kemur í stað eldri þýð- ingar Hermanns Pálssonar og Magnúsar Magnússonar sem fyrst kom út hjá Penguin árið 1960. Nýja þýðingin er eftir Ro- bert Cook, prófessor í ensku við Háskóla Íslands, og er þar um að ræða aukna og endur- skoðaða útgáfu þýðingar hans sem fyrst kom út í ritsafninu „The Complete Sagas of Ice- landers“ sem Leifur Eiríksson hf. gaf út árið 1997. Í nýju Penguin-útgáfunni er að finna ítarlegan inngang og fjölda skýringa frá þýðanda. Þá eru í bókinni kort og ætt- artré sem Örnólfur Thorsson hefur útbúið og nafnaskrá sem unnin er af Jóni Torfasyni. Í nýrri þýðingu sinni leitast Cook við að endurskapa stíl Íslendingasagnanna og Njáls sögu, einkum með tilliti til setningaskipanar og orða- forða. Þannig hverfur Cook frá þýðingarlegum áherslum í útgáfu Hermanns Pálssonar og Magnúsar Magnússonar og útgáfu Carl F. Bayerschmidt og Lee M. Hollander frá árinu 1955. Til eru alls fjórar enskar þýðingar á Njáls sögu og var sú fyrsta unnin árið 1861 af George Webbe Dasent. Njáls saga í nýrri Peng- uin-útgáfu LEIKFÉLAG Vestmannaeyja, í samstarfi við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum, frumsýnir í kvöld kl. 20.30 í Leikhúsi Vestmannaeyja leiksýninguna Saumastofan – tísku- hús í leikstjórn Andrésar Sigurvins- sonar. Sýningin er byggð á verki Kjartans Ragnarssonar, Saumastof- unni, sem frumsýnt var hjá Leik- félagi Reykjavíkur árið 1975. Upp- setningin er með nokkuð nýstár- legum hætti og hefur verið aðlöguð leikhópnum en hátt í 40 manns taka þátt í sýningunni. Leikurinn gerist á saumastofu tískuhúss, sem er að hanna klæðnað fyrir Ungfrú Ís- landskeppnina. Leikfélagið hefur lítið starfað und- anfarin ár og og er ætlunin að end- urvekja starfsemina á nýjan leik. Fyrr í vetur stóðu Listaskólinn í Vestmannaeyjum og LV fyrir nám- skeiðum og sóttu það um 100 manns. Stjórnandi var Andrés Sigurvinsson. Næstu sýningar eru á laugardag, mánudag og föstudag og hefjast þær kl. 20.30. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Atriði úr leikritinu Saumastofan – tískuhús sem frumsýnt verður í Vestmannaeyjum í kvöld. Leikfélag Vestmannaeyja hefur starfsemi að nýju TRÚARLEG myndlist er sjaldgæf nú til dags enda er það vissum erf- iðleikum háð að koma beinum trúar- legum boð- skap til skila gegnum myndlist. Hins vegar morar list okkar tíma af óbeinni trúar- legri skírskot- un. Í staðinn fyrir að byggja á ritningunni eins og trúarlist fyrri alda leita listamenn samtímans fremur í hversdagsleg at- vik og fyrirbæri sem vakið geta trúar- lega samkennd. Hjörtur Marteinsson tekur hins vegar tvíbenta afstöðu til málefnisins. List hans er á mörkum þess að teljast háðsk, þó svo að póstmódernískt eðli hennar geri áhorfendum ókleift að skera upp úr um það í öllum tilvikum. Yfirskriftinni – Þeir yðar sem erfiði og þunga eru haldnir – er fylgt úr hlaði með eftirgerð af Ufsa-Kristi þar sem hann stendur innan um tólf þar til gerðar ferðatöskur. Hugmyndina má svo kanna betur í lítilli og skond- inni sögu eftir listamanninn sem prentuð er í sýningarskrá. En hversu fyndin sem verkin í Ás- mundarsal eru – og meðfylgjandi texti er auðvitað sér kapítuli út af fyr- ir sig – þá virð- ist Hjörtur ná mestum ár- angri í þeim verkum sem hann keyrir ekki undir ákveðið hug- myndlægt prógramm. Fínlegt mynstur hans, fagurlega út- færð smíði og fágaðar litasamsetning- ar virðist geta staðið fyllilega fyrir sínu. Það virðist hreinn óþarfi að setja svona list í jafnheftandi samhengi og íroníuna um flakk Ufsa-Krists. Of- túlkunin er reyndar veikasti hlekkur- inn í sýningu Hjartar, sem sannar með óræðari hluta sýningar sinnar að hann er eftirtektarverður listamaður. Í tilefni bænadaganna MYNDLIST Listasafn ASÍ Til 31. mars. Opið þriðjudaga til sunnu- daga frá kl. 14–18. HÖGGMYNDIR HJÖRTUR MARTEINSSON Halldór Björn Runólfsson Frá sýningu Hjartar Marteinssonar í Listasafni ASÍ við Freyjugötu. Súrefnisvörur Karin Herzog Vita-A-Kombi olía

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.