Vísir - 13.05.1980, Page 3

Vísir - 13.05.1980, Page 3
vísm Þriöjudagur 13. mal 1980 3 Ólafur Jóhannesson, utanrlkisráöherra, og Knut Frydenlund, utanrikisráöherra Noregs, rœöa um Jan Mayen-máliö. . . Vlsismynd: GVA Norsku hlöðln um Jan Mayen-samnlngana: Gjðf eða landráð? Frá Jóni E. Guðjónssyni, Osló: Þá þrjá daga, sem samningaviðræður Islands og Noregs stóðu yfir var Jan Mayenmálið mikið á siðum dagblaðanna hér. Nú, þeg- ar úrslitin liggja fyrir, hafa þau látið i ljós álit sitt á samningsupp- kastinu. ■ Stærsta blað Noregs, Aften- ■ posten, segir I aðalleiðara: „Ef | samningur Noregs og tslands er ® skoðaður i ljósi annarra milli- I rikjasamninga, er ljóst að hann er vanskapaður. En i samskipt- g um okkar við ísland verðum við aðsætta okkur við þá staðreynd, | að hið venjulega gildir ekki, og þvi munum við verja þennan g samning, þrátt fyrir agnúa E hans.” — Blaðið bendir á að Islendingar hafi ekki tekið tillit til þess, hversu stórpólitiskt svæði er um að ræða. Norska rikisstjórnin gat ekki tekið þá áhættu, sem fiskveiðideila við íslendinga myndi hafa i för með sér, segir Aftenposten. Tillit til NATO Dagbladet, siðdegisblað i Osló, kemur inn á þetta sama atriði. Undir fyrirsögninni, „Tillit til NATO réði úrslitum fyrir Noreg” segir blaðið, að norska rikisstjórnin hafi verið hrædd um að skaða samvinnuna innan NATO.ef hún neitaði kröf- um Islands siðastliðinn laugar- dag. Einnig óttaðist rikisstjórn- in, að ágreiningur við Island gæti orðið vatn á myllu her- stöðvarandstæðinga. I þvi sam- bandi minnir blaöið á, hvað gerðist i siðasta þorskastriði. Dagblað Verkamannaflokks- ins, Nordlys, I Tromsö, segir á fyrstu siöu, að þrátt fyrir háværa gagnrýni muni bæði sjó- menn og stjórnmálamenn sam- þykkja samningana. Blaðið bendir á, að það séu einkum sjó- menn, sem séu óánægðir með samningana. Þeim sé þó ljóst að samningar séu betri kostur en fiskveiðideila við frændþjóðina i vestri. Ihaldsblaðið Morgenbladet segir þá Frydenlund og Bolle munu eiga erfiða daga við að verja samningana. Blaðið hefur eftir einum fulltrúa sjómanna, að um landráö sé aö ræða og að rikisstjórnin hafi fórnað hags- munum sjávarútvegsins á altari erlends rikis til að koma i veg fyrir millirikjadeilur. „Brothætt” Dagblað Miöflokksins birtir skopteikningu af Frydenlund og Bolle, þar sem þeir rogast með pakka niður stiga Loftleiðavél- ar. Á pakkanum stendur „Brot- hætt”. Undir fyrirsögninni „Vonbrigði sjómanna” skrifar leiðarahöfundur blaðsins: „Það er auðvelt að skilja sjómenn, sem hafa orðið fyrir sárum von- brigðum með Jan Mayen-samn- ingana. Þeir samningar voru þunnur þrettándi”. Næststærsta blaö Noregs, Verdens Gang, bendir á i sinum leiðara, að nú verði ekki auðvelt fyrir Frydenlund að setjast að samningaborði með Kremlverj- um eða Efnahagsbandalaginu. Þeir háu herrar hafi áreiðan- lega fylgst vel með þvi sem geröist siðastliðinn laugardag. Blaðið segir að það sem Island hafi fengið I sinn hlut sé vafa- laust ekki meira en það , sem Norðmenn hafi verið búnir að lofa. Siðan segir: „En það er framkvæmdin, sem gefur ástæðu til umhugsunar. Það er munur á stórvirkri gjöf og skjalfestum réttindum.” MS NÝTT — NÝTT — NÝTT — NÝTT — NÝTT MÁNAÐARIT * + MÁLGAGN MÓTORSPORT ÁHUGAMANNA -¥■ -¥■-¥- -¥- KOMIÐ Á BLAÐSÖLUSTAÐI ÁSKRIFTAR OG AUGLÝSINGASÍMI34351 Kl. 3 — 6 VIRKA DAGA NÝTT — NÝTT — NÝTT — NÝTT — NÝTT 1 TBl. 1 ABG - Apfil.'mai 1980 — Votö kr 1300. MÓTORSPORT Allar Mótorspöfiíffl'einarnar á sama slað Regn- og s/agveðursföt á börn og ung/inga stígvé/, allar stærðir PÓSTSENDUM SAMDÆGURS SJÓBÚÐIN Grandagarði 7 — Reykjavík Sími 16814 — Hésmaslmi 14714 yalnshilunarkerll húsa: ðll eldri tækl skulu í lag fyrir i. júlf Þann 1. júli rennur út frestur til að ljúka lagfæringum eldri vatns- hitunartækja og kerfa svo þau uppfylli kröfur um öryggisbúnað samkvæmt reglugerð er tók gildi árið 1978 fyrir ný tæki. Eftir 1. júli skulu eldri vatnshit- unartæki með rafhitun og kerfi tengd þeim, uppfylla kröfur um öryggisbúnað samkvæmt reglun- um. Notendum og kaupendum vatnshitunartækja með rafhitun skal sérstaklega bent á, að tæki sem hafa verið tekin niður, til dæmis með tilkomu hitaveitu, eru i mörgum tilfellum ekki með til- skildum öryggisbúnaði, að þvi er segir i frétt frá Rafmagnseftirliti og öryggiseftirliti rikisins. Óheimilt er að setja þessi tæki upp að nýju og taka I notkun, nema þau uppfylli kröfur um ör- yggisbúnað. Helstu breytingar frá fyrri reglugerðum eru aö öryggisbún- aður tækjanna var aukinn, ná- kvæmari reglur voru settar um að búnaöur sé merktur framleið- anda og að gerð tækjanna sé próf- uö og viöurkennd af Rafmagns- og öryggiseftirliti rikisins. Einn- ig voru sett ákvæði um reglu- bundnar prófanir á öryggisbún- aði. Nánari upplýsingar fást hjá Rafmagnseftirliti rikisins og öryggiseftirliti rikisins aö Siðu- múla 13 og hjá rafmagnseftirlits- mönnum viðs vegar um landið. ______________ -SG Skuttogarlnn Bjarnl Herjólfsson Góð saia í Þýskaiandl Skutttogarinn Bjarni Herjólfsson frá Stokkseyri fékk ágætt verð fyrir afla sinn i siöustu viku. Sle- ust 153,5 tonn af karfa fyrir 64.5 milljónir. Það þýðir að meðalverð á hverju kilói hafi verið 420 krón- ur.sem er með þokkalegra verði sem fengist hafa á þessari vertið. ÞJH

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.