Vísir - 21.05.1980, Blaðsíða 3

Vísir - 21.05.1980, Blaðsíða 3
3 VÍSIR Miövikudagur 21. mai 1980 Hæstirétnir: Sýkna í mali rafverktaka „Ekki veröur taliö, aö útgáfa taxta þessara varöi viö þau refsi- ákvæöi, er greinir i ákæruskjali,” segir I dómi Hæstaréttar I máli á- kæruvaldsins gegn stjórnar- mönnum og framkvæmdastjóra Landssambands Islenskra raf- verktaka á þvi timabili sem ákæruskjal tekur yfir. Máliö spannst um taxta á út- seldri tlmavinnu rafvirkja, sem taldir voru hærri en samþykkt verölagsnefndar heimilaöi. Verölagsdómur haföi 29. des. 1978 dæmt hina ákæröu seka, en 13. mai s.l. sýknaöi Hæstiréttur þá af kröfum ákæruvaldsins I máli þessu og leggur allan sakar- kostnaö I héraöi og fyrir Hæsta- rétti á rikissjóö. — SV Skátar með sumaröúðir að Olfljóts- vatni í sumar Sumarbúöir veröa starfræktar aö tJlfljótsvatni nú I sumar eins og undanfarin sumur. Ennfremur veröa þar skátaútiiegur og for- iiigjanámskeiö. Boöiö veröur upp á sumarbúö ir fyrir 7—10 ára krakka og verö- ur þar sérstaklega lögö áhersla á útiveru, jafnt gönguferöir sem náttúruskoöun, sem fþróttir og leiki. Ennfremur handavinnu, ýmis einföld skátastörf og kvöld- vökur. Þá veröa útillfsnámskeiö ætluö 11—14 ára börnum og fá þau þjálfun I ýmsum undirstööuatriö- um Utillfs og feröamennsku. Búiö er jöfnum höndum I skála og tjöldum og boröaö I mötuneyti staöarins, nema I gönguferöum. Um verslunarmannahelgina er svo fyrirhugaö aö halda fjöl- „Kveikjum eld, kveikjum eld, kátt hann brennur”, segir f einum skátasöng. Væntanlega veröa skátasöngvarnir kyrjaöir oft I sumarbúðunum aö Úlfljótsvatni I sumar. skyldumót aö Úlfljótsvatni. Mót þetta er opiö öllum fjölskyldum og dagskrá sniöin fyrir alla ald- ursflokka. Tvö vikunámskeiö fyrir skáta- foringja veröa svo haldin I haust og er innritun fyrir þau á sama staö og I sumarbúöirnar. Innritun I útilifsnámskeiöin og I sumarbúöirnar er þegar hafin og er allar upplýsingar aö fá á skrif- stofu BIS aö Blönduhllö 35, slmi 23190. Fram aö 1. júnl er opiö kl. 9—13, en eftir þann tima kl. 14—18. — HR Finnskum blaðamönnum neitað um lendingarleyfi á Jan Mayen: Finnsku biaöamennirnir Pentti Koskinen (til vinstri) og Jorma Korhonen uröu aö láta sér nægja aö fá lánaöar myndir frá Jan Mayen úr myndasafni Vfsis, eftir aö norsk yfirvöld höföu neitaö þeim um lend- ingarleyfi á eynni. (Visismynd: JA.) .Kann enga skýrlngu á bessu’ - seglr sendiherra Noregs á íslandi „Viö komum til tslands siöastliöinn miövikudag I trausti þess aö viö fengjum leyfi til aö fljúga til Jan Mayen, en á laugardaginn kom neitun frá norska utanrikis- og hermála- ráöuneytinu, án þess aö nokkur skýring væri gefin”, sögöu finnsku blaöamennirnir, Jorma Korhonen og Pentti Koskinen f samtali viö Visi. Þeir félagar starfa viö finnska dagblaöiö Helsingin Sanomat og komu hingaö til lands I þeim til- gangi aö kynna sér deilu íslend- inga og Norömanna vegna Jan Mayen og gera henni skil I blaöi slnu. Aöur en þeir lögöu upp I Is- landsförina höföu þeir fengiö vilyröi fyrir þvl hjá norska sendiráöinu I Helsinki, aö þeir fengju lendingarleyfi á Jan Mayen og I trausti þess komu þeir til landsins. A slöustu stundu, eftir aö þeir höföu tekiö flugvél á leigu, barst þeim sú vitneskja aö norsk yfirvöld heföu sent blaöi þeirra skeyti þess efnis, aö þeir fengju ekki leyfi til lendingar. „Þessi afstaöa norskra yfir- valda er óskiljanleg, en okkur skilst aö máliö heföi horft ööru- vlsi viö ef viö heföum flogiö frá Noregi I norskri flugvél”, sögöu þeir Jorma og Pentti. „Ég hef ekki komiö nálægt þessu máli aö ööru leyti en þvl, aö ég kom þeim skilaboöum norskra yfirvalda áleiöis til Arnarflugs, aö finnsku blaöa- mennirnir heföu ekki heimild til þess aö lenda á Jan Mayen”, sagöi Annemarie Lorentzen, sendiherra Noregs á íslandi, I samtali viö VIsi. „Eg kann engar skýringar á þessari neitun, ég kom einungis boöunum áleiöis”, sagöi Anne- marie. — P.M. nihil SriNE Ljwonei Stúdentabréfahnífurinn úr siffri Magnús E. Baldvinsson sf., Laugavegi 8 — Slmi 22804, KOSTAKJOR Rum meö dynu kr. 467.340.- aðeins kr. 75 þús. - út og kr. 74 þús. - á mánuði Vatns- og vindþéttir ÆFINGARGALLAR LITIR: Bfátt og rautt m Ver< J? hvitum röndum vitum röndum Oátil 14.610.- Postsendum Sportvöruvers/un Ingólfs Óskarssonar Klapparstig 44 - Sími 11783

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.