Vísir - 21.05.1980, Blaðsíða 15

Vísir - 21.05.1980, Blaðsíða 15
VÍSIR Miðvikudagur 21. mai 1980 í Fóikið látækt en líður ekki skort - segir Guðmundur Jafetsson, sem dvaldi nvlega á Kúbu „Það er greinilega mikil fá- tækt i landinu, þó svo fólkið virðist ekki liða skort”, sagöi Guömundur Jafetsson, vélstjóri á ísnesinu, en hann dvaldist ný- lega á Kúbu. „Þetta var eiginlega eins og aö hverfa 20 ár aftur I timann. Húsin eru flest gömul og ljót, mörg þeirra hreinustu kofar. Þeir fáu bilar, sem sáust, voru 20-25 ára gamlir, nema hvað leigubilarnir voru nýlegir Lada-bilar.” Guömundur er sem fyrr segir vélstjóri á Isnesinu, en það losaöi mjöl á Kúbu og voru skip- verjar i átján daga á eyjunni. „Við kompm fyrst til smá- bæjar sem heitir Puerto Isa- bele. Það tók tólf daga að losa meiri partinn af þessum 4300 tonnum af mjöli, en unniö var á tvlskiptum vöktum frá hálf sjö á morgnana til hálf niu á kvöldin. Siðan vorum við i nokkra daga i Nuevitas.” — Hvernig voru samskiptin við ibúana? „Þetta var vingjarnlegt og fallegt fólk, en skipti sér litið af okkur. Mér fannst það dálitið tortryggiö gagnvart útlend- ingum. Viö fengum að fara i land fjóra tima á dag, frá 18-22 , og einstaka sinnum fengum viö leyfi til aö vera i landi til mið- nættis. Ef við fórum frá borði.urðum við alltaf að gera grein fyrir öll- um verðmætum, úrum, pen- ingum og myndavélum, og var það gert til að koma i veg fyrir svartamarkaðsbrask. Sérstak- lega var fólkiö þó spennt fyrir gallabuxunum og vinnuskyrtun- um. Þetta kemur til af þvi, að litiö var til af vörum og þær skammtaðar i verslunum. Til dæmis voru alltaf biöraðir þegar mjólkin kom i búðir.” — Vildir þú búa á Kúbu? „Nei, það held ég ekki, það er ekkert við að vera þar, að þvi er viröist. En fólkið var vingjarn- legt og ánægt og þvi virtist liða ágætlega, þrátt fyrir nokkra fá- tækt. Þá viröist framtaksleysi einkenna ibúanna. Þó eitthvað færi úrskeiðis, t.d. brotnaöi gluggi, þá hreyfiöi enginn hendi til að lagfæra það”, sagði Guð- mundur. — ATA íbúöargata I Puerto Isabele. Húsin eru Ijót og að hruni komin. Samt er búiöf þeim öllum. (Mynd: Guöm. Jafetsson) 15 OPID KL. 9-9 IAllar skreytingar unnar af fagmönnum. Mmg bllattaSI a.m.k. á kvéldin BI O\lí \M \HH II \l \ \KS| K I I I sinn r.'T, 29. JÚNÍ PÉTUR J. THORSTEINSSON Aðalskrifstofa stuðningsmanna Péturs J. Thorsteinssonar er að Vesturgötu 17/ Reykja- vík. Skrifstofan er opin frá kl. 9-22/ sunnudaga frá kl. 13-19. Símar 28170 og 28171 Á skrifstofunni eru veittar upplýsingar um kjörskrá og allt sem að forsetakosningunum lýtur. Skráning sjálfboðaliða til margvíslegra verk- efna er hafin. ÞAÐ ER VÖRN í SPORTFA TNAÐINUM FRÁ Hefur þú prófað djúpnæringu? Viö ábyrgjumst aö háriö veröur silkimjúkt og glansandi eins falleg og þaö mögulega getur oröiö. Djúpnæringakúrareru nauðsynlegirfyrir háriðsérstaklega þaðsem sett hefur verið permanent í. Bjóðum einnig tískuklippingar, litanir, permanent, Henna litanir og úrval at' hársnyrtivörum. HÁRSKERINN Skúlagötu 54/ simi 28141 RAKARASTOFAN Dalbraut 1, sími 86312 HÁRSNYRTISTOFAN PAPILLA Laugavegi 24 simi 17144

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.