Vísir - 29.05.1980, Blaðsíða 3

Vísir - 29.05.1980, Blaðsíða 3
3 VÍSIR Fimmtudagur 29. mai 1980. Þegar Visismenn komu á staðinn var fólk farið að tygja sig tilheimferðar. Vlsism: G.S. Hvítasunnugieði í Leyningshölum 50 LUKU NAMI UR FJOL- BRAUTASKÓLA SUDURNESJA Fjórða starfsári Fjölbrauta- skóla Suðurnesja lauk með skóla- slitum i Ytri-Njarðvikurkirkju laugardaginn 24. mai. Steindór Júliusson, bæjarstjóri i Keflavik, flutti ávarp, þvinæst var samleikur á fiðlu. Þá flutti skólameistari, Jón Böðvarsson, yfirlit um starfsemi skólans á liðnum vetri. 1 vetur stunduðu 505 nemendur nám i skólanum á haustönn, en 486 á vorönn, auk þess voru 152 við nám i öldungadeildinni. Kennarar voru 42. Nemendur geta brautskráöst tvisvar á ári úr skólanum og að þessu sinni luku 50 námi: 5 vélstjórar, 3 nemar af verslunar- og sicrifstofubraut, 17 iönaðarmenn, tæknibrautarnemi, flugmaður og 23 stúdentar. Síðan voru veitt verðlaun fyrir bestan námsárangur, þá var ösk- ar Jónsson kennari ávarpaður, en hann lætur nú af störfum vegna aldurs. Þvinæst flutti nýstúdent ávarp og loks sleit skólameistari skólanum. — K.Þ. Jón Böðvarsson ávarpar nemendur. - A annað hundrað unglingar sðfnuðust har saman A annað hundrað unglingar söfnuðust saman i Leyningshól- um innst i Eyjafirði um hvita- sunnuhelgina til að gera sér dagamun. Var veruleg ölvun á svæðinu samkvæmt heimildum Visis, sérstaklega aðfaranótt sunnudagsiris. Þó taldi lögregl- an á Akureyri ekki ástæðu til að hafa afskipti af unglingunum. A hvitasunnudag þegar Visis- menn komu i Hólana var fólkið farið að búa sig til heimferðar. Talsvert bar þó á ölvun og mikið var um glerbrot og annan óþrifnað á svæðinu. Upphaflega munu það hafa verið unglingar úr Gagnfræðaskólanum á Akur- eyri, sem söfnuðust þarna sam- an til að fagna próflokum, en þegar fréttist af gleðskapnum bættust fleiri i hópinn. Engin óhöpp urðu, en þó lá við að illa færi þegar eitt tjaldið brann. Samkvæmt upplýsingum Hallgrims Indriðasonar, fram- kvæmdastjóra Skógræktarfé- lags Eyfirðinga, var ekki leyfi fyrir þessu samkomuhaldi i Leyningshólum, en skógræktar- girðingin er undir umsjón félagsins. Hafa Hólarnir verið friðaðir siðan 1938 og eru þar einu náttúrulegu skógarleifarn- ar i Eyjafirði. Sagði Hallgrimur til litils að friða slik svæði ef þeim væri siðan spillt af „ölóð- um unglingum” og stöðugt væri erfiðara að hafa reglu á slikum útivistarsvæðum. Ekki hafði Hallgrimur haft tök á að skoða verksummerki eftir samkomuna, en sam- kvæmt upplýsingum sem hann hafði fengið höfðu unglingarnir þrifið svæðið og skilið við það i þokkalegu ástandi. Keppni i torfæruakstri fer fram austan við Hetiu á Rangárvöllum, iaugardaginn 31. mai kl. 14.00 Bílaumboð sýna nýja bíla á svæðinu HALLI OG LADDISYNA L/STIR SÍNAR Góð skemmtun fyrir alla fjölskylduna Flugbjörgunarsveitin á Hellu Markús Siguröur Jónas Ragnar Frelsi eða einokun? Borgarafundur um sjónvarpskerfi í fjölbýlishús- um. Á rikið að stjórna tómstundum á heimilum fólks? Hótel Borg, laugardag 31. maikl. 2. Framsögumenn: Markús örn Antonsson, útvarpsráðsmaöur og Siguröur G. Ólafsson, útvarpsvirki. Fundarstjóri: dr. Jónas Bjarnason, varaformaður Neytendasamtakanna. Fundarritari: Ragnar Magnússon, frá Félagi farstöðvaeigenda. Undirbúningsnefnd félags um frjálsan útvarpsrekstur. ÞAÐ ER VÖRN í SPORTFA TNAÐINUM FRÁ Ármúla 5 Símar: 82833 & 86020

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.