Morgunblaðið - 06.04.2002, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.04.2002, Blaðsíða 19
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF RISAPOTTUR Það er kominn nýr lo kunartími. Mundu að tippa fyrir kl. 13.00 á laug ardögum! Nýttu þér tölvuval á næsta sölustað eða t ippaðu á Netinu, www.1X2.is - aðeins 1 0 kr. röðin. tt r t l l t l t ti ti , . .i - i r. r i . N O N N I O G M A N N I I Y D D A • N M 0 5 9 2 0 • si a .i s LÆKNIR HJÁ LÆKNALIND • Hágæða læknisþjónusta. • Heimilislækningar fyrir einstaklinga og fjölskyldur á höfuðborgarsvæðinu. • Sjúklingum tryggð þjónusta samdægurs alla virka daga. Engin bið. • Fylgst með heilsufari skjólstæðinga. • Kallað í skoðanir. Allir 45 ára og eldri skoðaðir sérstaklega; teknar blóðprufur; blóðsykur, kólesteról o.fl. Tekið hjartalínurit. Innifalið í þjónustu. • Engin komugjöld. • Öll önnur þjónusta, mæðravernd, ungbarnaeftirlit o.sv.fr. Skráning í síma 520 3600 LÆKNA LINDBæjarlind 12 • 201 KópavogurSími 520 3600 • Fax 520 3610www.laeknalindGuðbjörn Björnsson læknir KAUP á hlutum í Útgerðarfélagi Akureyringa hf. (ÚA) og Skags- trendingi hf. voru samþykkt á hlut- hafafundi Eimskipafélags Íslands á fimmtudag. Jafnframt var heim- iluð útgáfa nýs hlutafjár í félaginu að nafnverði allt að 1.200 milljónir króna, sem verði eingöngu nýtt í skiptum fyrir hlutabréf í framan- greindum félögum. Verði heimildin fullnýtt mun nafnverð hlutafjár í Eimskipafélagsinu aukast úr 3.058 milljónum í 4.258 milljónir. Félagið keypti um miðjan mars 18,81% hlutafjár í ÚA og 9,53% hlutafjár í Skagstrendingi en greitt var fyrir með hlutabréfum í Eimskip. Með þessum kaupum fór eignarhlutur Eimskips í Skags- trendingi í 40,7% og eignarhlutur félagsins í ÚA fór í 55,3% en við það myndast yfirtökuskylda á hlutabréfum annarra hluthafa ÚA. Eimskip mun nú bjóða öðrum hluthöfum ÚA að selja hluti sína í skiptum fyrir hluti í Eimskip. Til- boð verður sent hluthöfum nk. mánudag en gengi hinna nýju hluta í Eimskip er 5,5 krónur. Bréf í ÚA og Skagstrendingi verða keypt á genginu 7,2 og nemur skiptigengi rúmlega 1,3 hlutum í Eimskip á móti einum í hinum fé- lögunum. Frestur til að skipta á hlutabréf- um er til 30. júní nk. en eftir það fellur hlutafjárheimildin niður. Áætlað er að kostnaður við hluta- fjárhækkunina nemi 85 milljónum króna. Hluthafafundur Eimskips Kaupin á ÚA heimiluð HEKLA hf. tapaði rúmum 342 millj- ónum króna á árinu 2001 en árið áður varð hagnaður af rekstri félagsins sem nam ríflega 152 milljónum króna. Afkoman versnar því um nær 495 milljónir króna á milli ára. Tap fyrir skatta nam 434 milljón- um króna samanborið við 239 millj- óna króna hagnað ársins á undan sem þýðir að afkoma fyrir skatta versnar um rúmar 673 milljónir króna. Rekstrartap án afskrifta og fjár- munaliða (EBITDA) nam 26 milljón- um króna en hagnaður af þessum lið nam 338 milljónum árið áður. Rekstrartekjur Heklu drógust saman um 28,3% á milli áranna 2000 og 2001 en rekstrargjöld drógust saman um 25,2%. Veltufé til rekstrar nam 297 milljónum árið 2001 en veltufé frá rekstri nam 195 milljón- um árið 2000. Arðsemi eigin fjár var neikvæð um 22,5% í lok árs 2001 en var jákvæð um 11,9% árið áður. Eiginfjárhlutfall reyndist 25,3% um sl. áramót og lækkaði úr 38,3% á árinu. Veltufjár- hlutfall lækkaði einnig, fór úr 1,18 í 0,94. Í tilkynningu frá félaginu segir að tap ársins megi rekja til heildarsam- dráttar í innflutningi á bifreiðum til landsins sem nam 46,6%, gengisþró- unar íslensku krónunnar, harðnandi samkeppni og samdráttar í þjóð- félaginu á liðnu ári. Gert er ráð fyrir áframhaldandi samdrætti í bílasölu á árinu 2002 og að heildarmarkaðurinn muni dragast saman um 17%. Reikn- að er með að aðhaldsaðgerðir félags- ins muni skila sér að fullu á árinu. Afkoma Heklu versnar mikið GREINING Íslands- banka telur að það sé áleitin spurning hvort ekki sé ákjósanlegast fyrir hluthafa Baugs hf. að félagið leiti leiða til að selja hlut sinn í Arcadia, en Baugur á um 20% hlut í Arcadia sem bókfærður var á um 13 milljarða króna um síðustu áramót, en í fyrradag var markaðsvirði hlutarins um 17,3 milljarðar króna. Þetta kemur fram í Morgunkorni Íslands- banka í gær. Annar kostur að gera nýtt yfirtökutilboð Í fréttatilkynningu með ársupp- gjöri Baugs sagði um fjárfestingu félagsins í Arcadia að miklir fjár- munir væru bundnir í þessari fjár- festingu og stjórnendur Baugs myndu einbeita sér að því að há- marka arð af henni á næstu mán- uðum. Í Morgunkorni Íslandsbanka segir að til að ná þessu markmiði gæti Baugur í fyrsta lagi leitað leiða til að selja hlutinn en markaðsvirði hans í fyrradag var um 17,3 millj- arðar króna. „Þegar Baugur festi kaup á hlutnum kom fram í tilkynningu að hann væri fjármagnaður með út- gáfu hlutabréfa að nafnvirði 463 m.kr. í Baugi á genginu 12,6. Arð- semi þess eiginfjár sem bundið er í fjárfestingunni er þannig um 70% fyr- ir skatta að teknu tilliti til arð- greiðslna og áætl- aðs fjármagns- kostnaðar. Annar kostur í stöðunni væri að gera nýtt yfirtöku- tilboð til annarra hluthafa í Arcadia. Fyrra yfirtökutilboð var á genginu 280-300 pens á hlut en gengi bréfa félagsins í gær var um 320 pens. Þriðji kosturinn væri að halda hlutnum sem byggðist á því að gengishækkun bréfanna stæði undir ávöxtunarkröfu til þess eigin fjár sem bundið er í verkefninu. Í því sambandi verður þó að hafa í huga að eina sjóðstreymi sem Baugur hefur af hlut sínum í Arcadia er í gegnum arðgreiðslur en félagið greiddi samtals út tæplega 4 millj- ónir punda í fyrra. Næsta árs af- borganir langtímaskulda skv. árs- reikningi Baugs eru samtals um 1,8 ma.kr. en veltufé frá rekstri nam um 1 ma.kr. í fyrra. Að því gefnu að arðgreiðslur Arcadia vaxi ekki mik- ið á næstunni er það áleitin spurn- ing hvort fyrsti kosturinn sé ekki sá ákjósanlegasti fyrir hluthafa Baugs,“ segir í Morgunkorni Ís- landsbanka. Greining Íslandsbanka telur ákjósanlegt að Baugur selji hlut sinn í Arcadia Markaðsvirði hlutarins 17,3 milljarðar króna MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2002 19 AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Bossakremið frá Weleda – þú færð ekkert betra Fæst í: Þumalínu, Heilsuhúsinu, Lyfju, Lyf og heilsu og Apótekinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.