Morgunblaðið - 06.04.2002, Side 48
MINNINGAR
48 LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Það voru forréttindi
að vera nemandi Sig-
rúnar Guðbrandsdótt-
ur. Hún var kennari af
Guðs náð. Oft hefur
komið til tals hjá okkur nokkrum vin-
konum sem voru nemendur hennar í
barnaskóla hve heppnar við vorum
og við höfum velt fyrir okkur þeim
áhrifum sem Sigrún hefur haft á líf
okkar. Þótt erfitt sé að skilgreina
þau nákvæmlega vitum við að þau
voru mikil og jákvæð.
Á hverjum degi mætti ég í skólann
og vissi að á móti mér tæki brosandi
kona sem alltaf virtist vera í góðu
skapi og trúði alltaf á getu nemenda
sinna. Enda gerði hún ýmsar tilraun-
ir með okkur nemendurna. Við byrj-
uðum til dæmis að læra dönsku á
undan öðrum skólafélögum og vor-
um í bréfaskiptum við dönsk skóla-
börn. Sigrún var alla tíð hugmynda-
rík og áhugasöm um slíkar tilraunir
og ógleymanlegt er þegar við tókum
prófið í náttúrufræði í 12 ára bekk í
glaðasólskini á stéttinni fyrir utan
íbúðarhúsið í Saltvík á Kjalarnesi
eftir að hafa dvalið þar í náttúruskoð-
un og fjöruferð.
Alltaf hlakkaði ég til að fara í skól-
ann og þegar ég lít til baka minnist
ég þess ekki að hafa nokkru sinni
kviðið því. Það hlítur að vera mikið
lán og ég er sannfærð um að þar hafa
hæfileikar og persónuleiki Sigrúnar
haft mikið að segja. Bekkurinn var
mjög stór og fór fjöldinn mest í 33
nemendur að mig minnir. Þrátt fyrir
það hafði Sigrún góðan aga á nem-
endunum, en aldrei fannst mér hún
vera ströng. Hvernig hún fór að
þessu er mér hulin ráðgáta því í
bekknum voru fjölmargir sprækir
einstaklingar og áttu aðrir kennarar
eftir að finna fyrir því þegar við nut-
um ekki lengur handleiðslu Sigrún-
ar. En Sigrúnu tókst með hug-
myndaauðgi og góðmennsku að láta
okkur líða vel og njóta okkar og
byggja auk þess upp vináttu sem
haldist hefur meðal bekkjarfélaga til
dagsins í dag, 34 árum eftir að barna-
skólagöngu lauk.
Eins og gengur og gerist hittast
gamlir bekkjarfélagar af og til. Mér
er minnisstætt eitt skipti fyrir
nokkrum árum þegar við hittumst í
Naustinu og Sigrún borðaði með
okkur. Hún var klædd í upphlut og
sat mitt á meðal gömlu nemenda
sinna, kát og brosandi, eins og við
þekktum hana. Hún fylgdist ótrú-
lega vel með því sem við vorum að
gera og hafði greinilega enn áhuga á
því.
Eftir að ég flutti í sveitina hringdi
hún stundum í mig. Hana langaði
mikið að koma í heimsókn til að
skoða hestana, en því miður varð
aldrei úr því. Ég held að hún hafi allt-
af verið svolítil sveitakona í sér og
sagði okkur oft sögur af því þegar
hún var lítil stúlka í Skagafirðinum.
Síðast hitti ég Sigrúnu í leikhús-
inu. Hún var með nokkrum afkom-
endum sínum að sjá söngleikinn
Bugsy Malone. Satt að segja átti ég
ekki von á að hitta gamla kennarann
minn á níræðisaldri á þessari sýn-
ingu, en þar urðu fagnaðarfundir.
Ekki síst gladdist ég yfir því að geta
kynnt dóttur mína fyrir Sigrúnu
kennara, sem ég hafði svo oft sagt
henni frá.
Ég kveð Sigrúnu með þakklæti í
huga fyrir að hafa gefið mér og
mörgum öðrum mikið og gott vega-
nesti út í lífið. Börnum hennar, fjöl-
skyldum þeirra og öðrum vinum Sig-
rúnar sendi ég innilegar
samúðarkveðjur.
Ásdís Haraldsdóttir.
SIGRÚN GUÐ-
BRANDSDÓTTIR
✝ Sigrún Guð-brandsdóttir
fæddist í Viðvík í
Skagafirði 13. júlí
1912. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Skjóli 27. mars síð-
astliðinn og fór útför
hennar fram frá
Langholtskirkju 5.
apríl.
Elsku Sigrún mín.
Aðeins nokkur fátæk-
leg kveðjuorð frá
frænku þinni sem þótti
svo vænt um þig. Þú
hringdir til mín reglu-
lega á meðan heilsan
leyfði og alltaf var gam-
an að fá fallegu jóla-
kortin þín. Þú misstir
Ármann, góða manninn
þinn, langt um aldur
fram og stóðst ein uppi
með fimm börn sem þú
með dugnaði komst öll-
um til mennta. Ég
minnist jólanna á
Hringbraut 39 þegar þið Ármann
genguð kring um jólatréð með allan
barnahópinn. Það var gott að koma
inn úr kuldanum og fá heitt kakó og
vöfflur hjá Sigrúnu frænku. Mér er
ómetanlega dýrmætt að hafa heim-
sótt þig nýlega og ég ætlaði að koma
aftur um páskana, þá var það orðið of
seint. Þú ert alltaf í hjarta mínu,
elsku Sigrún mín.
Ég votta börnum þínum, barna-
börnum, tengdabörnum og öðrum
ástvinum þínum dýpstu samúð.
Hvíl í friði, elsku Sigrún mín.
Þín frænka
Anna Rósa.
Amma varð ekkja árið 1954. Hún
átti þá fimm börn á aldrinum tveggja
til ellefu, og fátt annað. Seinna rifjaði
hún upp skilningsleysið sem ríkti í
garð einstæðrar móður í atvinnuleit
á þessum tíma. „Frú Sigrún,“ sagði
einn skólastjórinn við hana, „það má
vel vera að þér séuð reynslumikil
kennslukona, en ég get ómögulega
ráðið til mín ekkju. Hver á að sjá um
börnin yðar?“ „En hvernig ósköpun-
um átti ég að sjá um börnin mín,“
spurði amma krossbit, „ef ég átti
ekki að fá að sjá fyrir þeim?“
Amma sigraðist á tíðarandanum.
Hún fékk kennslu og sá um börnin
sín. Meira en það, hún kom þeim öll-
um til mennta og manns og keypti
sér fimm herbergja íbúð í Sólheim-
unum. Þetta gerði hún á kennara-
laununum frá Vogaskólanum og með
kvöldvinnunni í Ingólfskaffi. Á sumr-
in vann hún í sveit og var þerna á
olíuskipi. Með Hamrafellinu sigldi
hún til Sikileyjar og Svartahafsins.
Hún sóttist eftir skipsplássinu til að
geta ferðast. Þegar börnin uxu úr
grasi gerðist hún flökkukind, eins og
hún sjálf orðaði það. 65 ára fór hún
um Júgóslavíu í rútu, 69 ára var hún í
bakpokaleiðangri í Egyptalandi og
73 ára á safaríferð um Austur-Afr-
íku. Síðasta langferðin var í Karíba-
hafinu árið 1995. Hún sá fjórar
heimsálfur og hafði lengi áform um
að heimsækja þá fimmtu.
Amma Sigrún var þrekkona. Lífið
var erfiður skóli og prófin þung. En
þessum mótbyr mætti hún af fá-
dæma lagni. Hún bjó yfir þeim fá-
gæta hæfileika að geta skapað sér og
sínum tækifæri og hamingju úr oft
og tíðum litlum eða þungum efnivið.
Hún kunni þá list að njóta hverrar
stundar og að fylla líf sitt innhaldi og
viðburðum. Sólheimarnir stóðu svo
sannarlega undir nafni. Bækurnar,
tónlistin og samræðurnar opnuðu
þar ókunna heima, kveiktu fróðleiks-
þorsta og vöktu nýja sýn. Amma
gætti þess að við misstum ekki af við-
burðum í þjóðlífinu, svo sem hand-
ritakomunni 1971 og kvennafrídeg-
inum 1975. Hún tók okkur með í
fjöruferðir og berjaferðir og sögu-
ferðir og til annarra landshluta og
við heimsóttum ættingja í Englandi
og Danmörku. Á öllum þessum reis-
um hvatti amma okkur óspart til að
spyrja, skoða og nema. Sjálf las hún
kynstrin öll jafnt á íslensku, dönsku
og ensku. Hún hafði sérstakan áhuga
á náttúru- og líffræði, landafræði og
skólamálum. Hún hafði yndi af klass-
ískri músík og leiklist. Amma var
óvenju heilsuhraust, var mikil úti-
vistarkona og stundaði leikfimi og
jóga sér til heilsubótar langt fram á
níræðisaldur.
Amma var gæfukona að því leyti
að hún valdi sér starf sem var henni
hugsjón og lífssýn og leyfði hæfileik-
um hennar að njóta sín. Hún útskrif-
aðist úr Kennaraskólanum árið 1932
og kenndi með stuttum hléum til árs-
ins 1987. Amma leit skólastarf öðrum
augum en tíðkaðist lengi hér á landi
og þótti nóg um fastheldni við gamlar
hugmyndir. Hún var á móti ítroðn-
ingi, skólar áttu að vera vinnustaðir
þar sem nemendur fengju að svala
athafnaþrá sinni og fróðleiksþorsta.
Hópvinna, vettvangsferðir, og tján-
ing voru allt saman kennsluaðferðir
sem hún beitti löngu áður en slíkt
komst í námskrár. Hún var sannfærð
um að góð menntun yki manngildi og
taldi meginhlutverk sitt að vanda til
menntunar allra nemenda sinna svo
þeir fengju að rækta og nýta hæfi-
leika sína. Hún þoldi ekki misrétti og
reyndi að leggja alúð og rækt við
nemendur sem voru að einhverju
leyti eftirbátar samferðafólks síns.
Amma var mikill andstæðingur
einkaskóla og þeirra sem vildu gera
menntun að séreign útvalinna. En
þótt hún væri um margt róttæk of-
buðu henni margar kennsluaðferðir
sem ruddu sér rúms á áttunda ára-
tugnum, einkum vegna þess aga og
stefnuleysis sem einkenndi útfærslu
þeirra.
Amma Sigrún trúði á mátt ein-
staklingsins í þágu samfélagsins.
Hún var jafnaðarkona. Skoðanir
hennar mótuðust í fátækt og örbirgð
kreppuáranna. Söfnun auðs og valds
var eitur í hennar beinum. Hún var
mikil kvenréttindakona. Menntun og
fjárhagslegt sjálfstæði voru að henn-
ar mati undirstaða kvenfrelsis. Hún
hvatti til sjálfsaga og vinnusemi og
ætlaðist til að fólk bæri ábyrgð á eig-
in gjörðum og orðum.
Hún sóttist ekki eftir metorðum
eða sviðsljósi. Hún helgaði sig fjöl-
skyldu og lífsstarfi. Styrkur hennar,
raunsæ bjartsýni og lífsgleði snertu
flesta sem kynntust henni. Sínum
nánustu var hún óbilandi stoð. Hún
var þessi klettur sem í ólgusjó lífsins
veitti okkur í senn skjól og styrk.
Það var einstök gæfa að fá að
ferðast með þér, amma mín.
Blessuð sé minning þín.
Sigrún Ása.
Sagt er að það að umgangast gott
fólk og jafnvel það eitt að horfa á það
sé hollt: styrki ónæmiskerfið. Þetta
er örugglega satt og þannig er ljóst
að Sigrún Guðbrandsdóttir, amma
okkar, hefur stuðlað að bættri heilsu
þjóðarinnar öll þau ár sem hún heiðr-
aði okkur með nærveru sinni.
Það var við hæfi að amma okkar
skyldi búa í Sólheimum. Hún var
einn magnaðasti sóldýrkandi sem
hægt er að hugsa sér; ekki mátti
hitamælirinn þokast yfir núllið og
sólin rétt stinga sér gegnum skýin
öðruvísi en að hún væri stokkin út á
svalir í sólbað. Hún elskaði líka dýrin
og blómin sem sækja allt sitt til sól-
arinnar – og dýrin streymdu yfir
sjónvarpsskjáinn og blómin fylltu
íbúðina. Sem kennari lýsti hún nem-
endum sínum veginn til viskunnar,
og eins og góðir slíkir var hún líka
alltaf að læra sjálf. Og fyrir okkur
sem áttum hana að var hún sannar-
lega sem sólin; hlý, traust og óbifandi
hvað sem á gekk.
Allar minningar okkar um ömmu
eru umvafðar birtu og í bakgrunn-
inum ómar tónlist og söngur. Gisting
hjá ömmu var alltaf stórviðburður,
þaðan sneri maður vel saddur á sál
og líkama og hlakkaði til næst. Þegar
fjölskylda okkar eða hlutar hennar
voru í reiðileysi hérlendis vegna
flandurs afgangsins um álfur áttum
við heimili í Sólheimunum okkur til
mikillar blessunar.
Þannig á amma Sigrún mikið í
okkur – og við kveðjum hana með
söknuði og djúpu þakklæti fyrir að
hafa kennt okkur svo margt og að
vera heillasólin okkar.
Ármann Halldórsson,
Sigrún Mjöll
Halldórsdóttir, Þorbjörg
Halldórsdóttir.
Þá er enn ein hvunndagshetja Ís-
lands farin. Þær hafa verið margar á
Íslandi ekkjurnar og sjómannsekkj-
urnar sem hafa staðið uppi með mis-
stóra barnahópa og orðið að sjá sér
og sínum farborða eftir að faðirinn
og eiginmaðurinn féllu frá á besta
aldri og það áður en almannabætur
komu til sögunnar. Og þrátt fyrir al-
mannabætur getur róðurinn samt
verið þungur.
En það eru sumar sálir sem ein-
hvern veginn með bjartsýni sinni og
kjarki tekst að komast yfir og í gegn
um hvað það er sem heimurinn býður
þeim upp á.
Sigrún föðursystir er ein af þeim
og hún rétt missti af því að halda upp
á níræðis afmælið sitt. Vantaði bara
nokkra mánuði upp á það.
Þegar ég hugsa um allar bækurn-
ar, sem ég hef verið að lesa um nú-
tíma sálfræði og mannlega hegðun
yfirleitt, geri ég mér grein fyrir að
Sigrún hafði mikið innsæi og nátt-
úrulega framsýni og innsýn í mann-
legt eðli. Sem kennari hef ég heyrt að
hún gaf nemendum sínum vængi
sjálfstrausts í veganesti. Slík gjöf er
nokkuð sem ekki nærri öllum er gef-
ið þótt kennarar séu.
Það er mjög margt sem er hægt að
segja um lífshlaup Sigrúnar Guð-
brandsdóttur en ég er mjög langt í
burtu hér í Adelaide í Ástralíu og hef
mestmegnis aðeins minningarnar til
að deila með lesendum. Minningar
frá því að við fjölskyldan komum frá
Ameríku og fengum inni hjá Sigrúnu
og fimm börnum í lítilli íbúð á Hring-
braut. Man eftir að hún skildi litla sál
sem var allt í einu komin í nýtt um-
hverfi og þurfti að fara í skóla. Hún
fór með mér einn daginn man ég. Ég
var ekkert að velta því fyrir mér þá
sem sjö ára barn eða svo, að Sigrún
ætti ekki mann. Maðurinn hennar,
Ármann Halldórsson, hafði dáið frá
fimm börnum þeirra, en ég hafði afar
litla dómgreind um það þá að hún ein
yrði að sjá um og vinna fyrir fæði og
klæði á öll börnin því sjö ára krakkar
hugleiða slíkt yfirleitt ekki. Það er
ekki í þeirra raunveruleika að hugsa
um slíkt. Þau hafa allt aðra hluti að
hugsa um í byrjun lífsins. En nú öll-
um þessum árum seinna eftir að hafa
komið í ótaldar heimsóknir til hennar
og fjölskyldunnar í gegn um árin, og
eftir að hafa sjálf verið einstæð móðir
í mörg ár, þá hverfur hugurinn til
baka og skoðar raunveruleik hennar
og líf í nýju ljósi. Það er hægt að
rekja margar sögur um seiglu henn-
ar og sjálfsbjargarviðleitni og hæfi-
leika til að snúa vinnu upp í sumarfrí
og vinna í skemmtiferðaskipum sum
sumarfrí til að láta enda ná saman,
en fá svolítið ævintýri út úr því líka.
Láta enda ná saman fjárhagslega og
deila öllum atriðum lífs síns með
börnum sínum sem hefur verið mjög
dýrmætt veganesti og styrkt böndin.
Eitt árið var það síðan hlutverk
foreldra minna að hýsa Sigrúnu og
eitthvað af börnunum í nokkra mán-
uði. Þau bjuggu í einu herbergi í
kjallaranum á tímabili. Listinn yfir
lífsreynsluna og upplifanir er langur
og ekki á mínu færi að gera því skil.
Ég er bara að skrifa fáar línur í þess-
ari fjarlægð til að minnast uppá-
haldsfrænku sem alltaf var sérlega
hlý við mig.
Ég veit líka að hvíldin hefur verið
kærkomin þegar hún kom. Nú þegar
við erum að lifa byrjun nýrrar aldar
fer þeim fækkandi sálunum sem voru
að fæðast og fæddust stuttu eftir síð-
ustu aldamót. Við getum líka spurt
hvort að þeir sem eru að fæðast um
þessi aldamót munu sjá eins miklar
breytingar og hin aldamótakynslóðin
gerði. Það verður framtíðin að skera
úr um.
Matthildur Björnsdóttir.
Adelaide, Ástralíu.
Gengin er Sigrún Guðbrandsdótt-
ir, móðursystir mín, eftir langa og
mikla ævi.
Fyrstu skýru minningar mínar um
Sigrúnu voru þegar hún missti mann
sinn, Ármann Halldórsson, á árinu
1954, frá fimm ungum börnum. Við
þeirri þrekraun brást Sigrún af fá-
dæma dugnaði, eins og allir vita sem
til þekktu. Haft var eftir barni í
Hringbrautarblokkinni að nú syngi
Sigrún ekki framar, en Sigrún hafði
þann góða sið að syngja við heim-
ilisstörfin. Sú varð þó ekki raunin.
Börnin voru hennar auður og Sigrún
horfði fram á veginn með sitt góða
skap að vopni. Þar sem hjartalagið er
gott er rúm fyrir marga. Naut ég
góðs af því, enda heimagangur á
heimilinu árum saman og var ég ekki
ein um það. Oft voru því fleiri en
fimm börn sem sátu við matarborðið
í litla eldhúsinu á Hringbrautinni.
Skýr er minningin þar sem Sigrún
stóð í eldhúsinu og jós matnum á
diskana, en settist sjálf aldrei til
borðs. Söng síðan við uppþvottinn.
Með tímanum urðu mér frekari
mannkostir Sigrúnar æ ljósari. Af
mörgu er að taka. Nefni ég þar rækt-
arsemi, en hún var Sigrúnu eiginleg.
Þrátt fyrir miklar annir við stórt
heimili og kennslustörf hafði hún
tíma fyrir aðra.
Þegar vel gekk samgladdist hún
innilega og fékk ég þar ríkulegan
skerf.
Eitt af ráðandi skapgerðarein-
kennum Sigrúnar var þakklæti. Kom
það nær alltaf fram í samtölum okkar
síðar meir á ævi okkar beggja. Þakk-
læti fyrir sín fimm góðu börn og fyrir
allt sem jákvætt var. Ágjafirnar
geymdi hún með sjálfri sér.
Nú er kominn tími til að læra af
lífsafstöðu Sigrúnar og þakka fyrir
sig.
Börnum hennar, tengdabörnum
og afkomendum öllum bið ég bless-
unar.
Þorgerður Benediktsdóttir.
Við lát Sigrúnar Guðbrandsdótt-
ur, mikilhæfrar mannkostakonu,
langar mig til að minnast hennar og
hverfa til baka langt aftur í tímann.
Sigrún réðst til kennslustarfa við
barnaskólann á Patreksfirði haustið
1933, en einmitt þá átti ég að byrja
skólagöngu 10 ára gamall. Ég man
ennþá, þegar þessi unga, fallega og
glæsilega stúlka kom í fyrsta sinn inn
í bekkinn og kynnti sig.
Með henni kom nýr og ferskur
blær inn í kennslustofuna og við nán-
ari kynni við okkur börnin komu í
ljós óvenjulegir eðliskostir þessarar
elskulegu konu. Hún var glaðsinna,
hjartahlý, ljúf og einlæg og hennar
fallega bros smitaði út frá sér.
Sigrún var afburða góður kennari
og ég held það fari ekki milli mála að
hún var elskuð og virt af öllum þeim
fjölda nemenda, sem hún kenndi um
árabil við barnaskólann á Patreks-
firði.
Auk hinna hefðbundnu náms-
greina, sem hún kenndi, stofnaði hún
kór við skólann, stjórnaði honum og
spilaði sjálf undir á orgel. Síðan varð
það fastur liður í skólastarfinu, að á
hverju vori var haldin skólaskemmt-
un sem eingöngu nemendur tóku
þátt í. Allur undirbúningur að þess-
ari skemmtun hvíldi að mestu á herð-
um Sigrúnar. Undir hennar stjórn
söng kór nemenda, þeir lásu upp,
sýndu leikrit og fleira var þar á boð-
stólum.
Bæjarbúar kunnu vel að meta
þetta starf Sigrúnar og fjölmenntu í
samkomuhúsið. Afrakstur þessarar
skemmtunar var settur í sjóð, sem
síðan var ráðstafað til að kosta skóla-
ferðalag þeirra barna, sem luku
fullnaðarprófi. Samfara ljúfri fram-
komu og vingjarnlegu viðmóti var öll
kennsla Sigrúnar fastmótuð og henni
vel stjórnað.
Í stórum hópi nemenda eru ekki
allir samstiga eins og gengur og ég
man sérstaklega eftir einum skóla-
bróður, stórum og kraftmiklum, sem
átti það til að vera óstýrilátur og
baldinn. Þrátt fyrir umburðarlyndi
Sigrúnar átti hún stundum ekki ann-
ars úrkosti en að sýna hörku. Skipti
þá engum togum, þrátt fyrir öfluga
mótspyrnu, að hún keyrði báðar
hendur stráksins aftur fyrir bak,
leiddi hann út á gang og lokaði dyr-
unum. Síðan hélt hún áfram kennsl-
unni. Við börnin umdruðumst kraft
hennar og áræði.
Í barnaskóla mynduðust milli okk-
ar Sigrúnar sterk vinatengsl og ég
held ég hafi engan einstakling, mér
óskyldan, metið meira á barns- og
unglingsárum mínum. Ég er henni
líka ævarandi þakklátur fyrir það að
hún hvatti mig til að halda áfram
námi.
Nú þegar komið er að leiðarlokum
og þessi góða kona er gengin vil ég
þakka henni tryggð hennar og vin-
arþel. Börnum hennar og öðrum ást-
vinum sendi ég hugheilar samúðar-
kveðjur. Blessuð sé minning
Sigrúnar Guðbrandsdóttur.
Þórhallur Arason.