Morgunblaðið - 06.04.2002, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2002 59
DAGBÓK
Mörkinni 6, sími 588 5518
Opið laugardag
frá kl. 10-15
Nýjar vörur
Jakkar
Stuttkápur
Hörkápur
Vínilkápur
Regnkápur frá 5.900
15% afsláttur af öllum vörum á
Löngum laugardegi í báðum
verslunum okkar!
Laugavegi 44 og Mjódd
Nú er vor í lofti á Vestfjörðum og bókin
Nokkur kvæði og kitlandi vísur að vestan
eftir Elís Kjaran komin úr prentun
Þetta er fyrsta bókin hans Ella.
Hann er fáum líkur og yrkir um lífið og tilveruna á sinn sérstaka hátt.
Fæst í bókabúðinni þinni.
Vestfirska forlagið,
Hrafnseyri, sími og fax 456 8181, netfang: jons@snerpa.is
Reiki-, heilunar- og sjálfstyrkingarnámskeið
Skráning á námskeið í síma 553 3934 kl. 10–12 virka daga.
Guðrún Óladóttir, reikimeistari.
Hvað fá þátttake
ndur út
úr slíkum námsk
eiðum?
Læra að nýta sér orku til að lækna sig
(meðfæddur eiginleiki hjá öllum)
og/eða koma sér í orkulegt og tilfinningalegt jafnvægi.
Læra að beita hugarorkunni á jákvæðan og uppbyggi-
legan hátt í staðinn fyrir að beita henni til niðurrifs.
Læra að hjálpa öðrum til þess sama.
Lausir einkatímar í heilun og ráðgjöf
Námskeið í Reykjavík
13.-14. apríl 1. stig. Helgarnámskeið
15.-17. apríl 2. stig Kvöldnámskeið
Árnað heilla
1. e4 c6 2. d4 d5 3. e5 Bf5 4.
Bd3 Bxd3 5. Dxd3 e6 6. Re2
Db6 7. O-O c5 8.
c4 Da6 9. b3 Rc6
10. Be3 O-O-O
11. Dc3 dxc4 12.
bxc4 Rh6 13. d5
exd5 14. cxd5
Hxd5 15. Rf4
Hxe5 16. Rd3
Bd6 17. Bxh6
Rd4 18. Dd2
gxh6 19. Rc3
He6 20. a4 Dc4
21. Rb2
Staðan kom
upp í Skákþingi
Íslands, áskor-
endaflokki, sem
fór fram um
páskana. Sigurbjörn
Björnsson (2345) hafði svart
gegn Birgi Berndsen (1800)
. 21...Dxc3! og hvítur gafst
upp enda verður hann manni
undir eftir 22. Dxc3 Re2+.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Svartur á leik.
VILLT skiptingarspil voru
óvenju algeng á nýliðnu Ís-
landsmóti og sáust hreinar
tvílita hendur með tvær
eyður. Í sjöundu umferð
kom upp 8-5 skipting í
spaða og hjarta:
Austur gefur; enginn á
hættu.
Norður
♠ K2
♥ D10
♦ 108765
♣10873
Vestur Austur
♠ 65 ♠ 10
♥ K93 ♥ Á72
♦ ÁG3 ♦ KD942
♣ÁG962 ♣KD54
Suður
♠ ÁDG98743
♥ G8654
♦ – –
♣– –
Á fimm borðum af tíu
fékk suður að spila fjóra
spaða doblaða. Vörnin á að-
eins tvo slagi á ás og kóng í
hjarta, svo það gerir 650 í
NS. Yfirleitt vakti austur á
einum tígli og suður stökk í
fjóra spaða, sem vestur do-
blaði og þar við sat. Á
tveimur borðum spilaði suð-
ur fimm spaða doblaða eftir
að AV höfðu barist upp á
fimmta þrep, en aðeins þrjú
AV-pör treystu sér í
slemmu í láglit. Það eru tólf
slagir bæði í tíglum og lauf-
um, svo það borgaði sig að
selja sig dýrt. Íslandsmeist-
ararnir Hermann Lárusson
og Erlendur Jónsson voru
með spil AV gegn Sverri G.
Kristinssyni og Björgvini
Má Kristinssyni:
Vestur Norður Austur Suður
Erlendur Björgvin Hermann Sverrir
– – – – 1 tígull 4 spaðar
Dobl Pass 5 lauf 5 spaðar
6 lauf Pass Pass 6 spaðar
Dobl Allir pass
Dobl Erlendar á fjórum
spöðum er fyrst og fremst
til sóknar og því þótti Her-
manni sjálfsagt mál að taka
út í fimm lauf. Sverrir gat
ekki gefist upp við svo búið
og reyndi fimm spaða, en
þá teygði Erlendur sig í
sex. Sverrir tók af sér
höggið með því að fórna í
sex spaða, en Íslandsmeist-
ararnir unnu 13 IMPa á
spilinu, því á hinu borðinu
spiluðu Ólafur Lárusson og
Rúnar Magnússon fjóra
spaða doblaða.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
50 ÁRA afmæli. Í daglaugardaginn 6. apríl
er fimmtug Björg Ólafsdótt-
ir, hjúkrunarfræðingur,
Bakkastöðum 157, Reykja-
vík. Hún tekur á móti gest-
um á heimili sínu eftir kl. 17 í
dag.
50 ÁRA AFMÆLI Í daglaugardaginn 6. apríl
er fimmtugur Valþór Hlöð-
versson framkvæmdastjóri
Athygli, Álfatúni 8a, Kópa-
vogi. Hann og eiginkona
hans, Guðrún Gunnarsdótt-
ir, hafa boðið vinum og sam-
starfsfólki til samkomu í til-
efni dagsins frá kl. 17 dag í
Ými, tónlistarhúsi Karlakórs
Reykjavíkur við Skógarhlíð.
LJÓÐABROT
Siglufjörður
Hvernig er þitt létta líf
og ljúfu æsku kynni?
Hvort ertu snauðum hjálp og hlíf
og hamingjunnar inni?
Þá flotinn siglir allur inn
aflaföngum hlaðinn,
er það líflegt, lagsi minn,
að líta yfir staðinn.
Allstaðar er strit og starf
og stærsta þrekraun unnin.
Þeir taka allt, sem taka þarf
og tefla á fremsta hlunninn.
Saman leggja ljósan dag
og langar, dimmar nætur
stritsins börn með bágan hag
og bölsins gröf við fætur.
Hér á fjöldinn húsaskjól,
það heitir síldarbraggar.
Þar er flest, sem örbirgð ól. –
Ekkert niður þaggar
hundraðanna andvörp hljóð,
sem erja hér og kvíða.
Hver telur þá, sem missa móð
og máttinn til að stríða?
- - -
Aðalbjörn Pétursson
MORGUNBLAÐIÐ birtir
tilkynningar um afmæli,
brúðkaup, ættarmót og
fleira lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Tilkynn-
ingar þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara
virka daga og þriggja daga
fyrirvara fyrir sunnudags-
blað. Samþykki afmælis-
barns þarf að fylgja af-
mælistilkynningum
og/eða nafn ábyrgðar-
manns og símanúmer.
Fólk getur hringt í síma
569-1100, sent í bréfsíma
569-1329, eða sent á net-
fangið ritstj @mbl.is.
Einnig er hægt að skrifa :
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík
Með morgunkaffinu
Auðvitað er ég af-
brýðisamur út í fyrri
manninn þinn. Þú
skildir jú við hann.
Ég verð heima í kvöld,
pabbi, svo þú mátt fá
bílinn.
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
HRÚTUR
Afmælisbörn dagsins:
Sú orka sem þú gefur frá þér
er jákvæð og hefur mikil
áhrif á aðra. Þú getur einnig
rutt öllum hindrunum úr
vegi og ferð oftast ekki
troðnar slóðir.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þér býst fasteign á góðu
verði. Þú skalt að minnsta
kosti skoða málið enda oft
hægt að bæta þá aðstöðu
sem fólk býr við.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú ert einstaklega ánægð/
ur í dag og vilt deila tilfinn-
ingum þínum með öðrum
sem þú þekkir.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Stuðningur frá yfirvöldum
eða stórri stofnun kemur
sér að góðum notum í dag.
Þú munt örugglega hagn-
ast á slíkri liðveislu.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Dagurinn hentar vel til
þess að eiga ljúfa stund
með vinum þínum.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú skalt leita ráða hjá öðr-
um um hvaða stefnu þú eig-
ir að taka í lífinu eða hvort
hægt sé að auka möguleika
þína á vinnumarkaði.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þú færð hugmynd að því
hvernig mögulegt er að
treysta fjárhagslega fram-
tíð þína. Aðstoð frá þínum
nánustu kemur að góðum
notum.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Auðlegð þeirra sem þú
þekkir kemur sér að góð-
um notum fyrir þig, ekki
síst hvað atvinnu snertir.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú skalt gera ráðstafanir
til þess að eyða deginum
með þeim sem þér þykir
vænt um.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Sá stuðningur, sem þú ósk-
aðir eftir í starfi, verður að
veruleika, en stuðningur-
inn getur falið í sér ráðstöf-
unarfé eða efni í verkefni.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Njóttu dagsins með öðrum,
hvort sem það er leikur
með börnum, heimsókn til
vina eða afþreying.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þú býrð yfir mikilli orku í
dag sem gerir þér kleift að
koma mörgum hlutum í
verk. Nýttu þennan kraft
til þess að bæta einkalíf
þitt.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Vinátta eða ástarsamband
mun reynast þér hagstætt,
en slík sambönd laða það
besta fram í þér.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.