Morgunblaðið - 06.04.2002, Side 32
UMRÆÐAN
32 LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
EKKI datt mér í
hug að gamall bekkj-
arfélagi og góður leik-
félagi til margra ára
mundi bregðast trún-
aði á þann hátt sem
fram kom í fréttaskýr-
ingarþættinum Hér og
nú, á Rás 2, mánu-
dagsmorguninn 25.
mars síðastliðinn en
svo bregðast krosstré
sem önnur tré. Til að
lesendur blaðsins geti
skilið um hvað málið
snýst verð ég að segja
frá aðdraganda þess.
Hinn 18. febrúar
fékk ég tölvupóst frá
þér þar sem þú segir: „Eins og títt
er um frétta/blaðamenn þurfa þeir
oft á ýmsum upplýsingum og leið-
beiningum að halda. Útskýringum
um sérfræðileg mál. Þess vegna
skrifa ég þér nú og bið þig um álit
þitt og útskýringar hafir þú tíma og
nennu… Nýlega fjallaði ég í sjón-
varpi og Speglinum (Rás 1 og Rás
2) um hið fræga M, náttúrulega
dánartíðni þorsks og ræddi við Þór-
ólf Antonsson líffræðing um málið.
Honum þótti undarlegt að Andrew
Rosenberg skyldi nokkuð hiklaust
neita því á fyrirspurnarþinginu að
Kanadamenn fjölluðu í alvöru um
að M gæti verið 0,4 en ekki 0,2.
Spurning: Getur þú lagt mat á
grein A.F Sinclairs: Natural
mortality of cod in the Southern
Gulf og St Lawrence (www.-
idealibrary.com), en hún var lögð
til grundvallar fréttaflutningnum
sem og að Hafró gangi út frá M =
0,2?
Er það þýðingarmikið fyrir
stofnstærð ef sú er raunin að M fari
upp úr öllu valdi ( t.d. 0,3–0,6) og sé
breytilegt? … Ég tek fram að hugs-
anleg svör þín verða ekki notuð op-
inberlega nema með þínu sam-
þykki. Ég er einungis að reyna að
átta mig á hversu mikilsvert þetta
mál er í raun.“
Þar sem ég hafði enga ástæðu til
að rengja tilefni fyrirspurnarinnar
og loforð um trúnað ákvað ég að
senda þér svar mitt í tölvupósti 28.
febrúar. Í tölvupósti 1. mars þakk-
ar þú mér kærlega fyrir greinar-
gott svar á „mannamáli“ en biður
jafnframt um að fá að nota svar
mitt í útvarpi og sjónvarpi og ósk-
aðir jafnframt eftir viðtali. Ég svar-
aði þér um hæl: „Eins og þú veist
þá er fiskveiðistjórnunin og nýting-
arstefnan mjög viðkvæmt mál og
það stendur öðrum sérfræðingum
hér á stofnuninni svo og forstjóra
nær að fjalla um þessi mál. Mér
þætti vænt um að þú vitnaðir ekki í
mig opinberlega um þessi mál.“ Þú
svarar með tölvupósti 4. mars:
„Sæll aftur. Þú getur treyst því að
ég geri ekkert með þetta að þér for-
spurðum, en málið er afar áhuga-
vert um leið og það er viðkvæmt.“
Þar með lauk samskiptum okkar.
Í Hér og nú þann 25. mars fjall-
aðir þú um náttúrulega dánartíðni
og nýtingu fiskistofna. Þú gafst
tóninn með að segja að fiskifræð-
ingar innan Hafrannsóknastofnun-
arinnar séu ekki á einu máli um
ýmis fiskifræðileg grundvallarat-
riði, sem ráðið geti miklu um nýt-
ingu fiskistofna hér við land.
Nokkru síðar í pistlinum sagðir þú:
„Fréttastofan taldi ástæðu til að
bera þessar … undir starfandi sér-
fræðinga Hafrann-
sóknastofnunarinnar.
Lagðar voru spurning-
ar fyrir nokkra þeirra.
Af sérstökum ástæð-
um verður vitnað hér
til svara tveggja fiski-
fræðinga og þeir kall-
aðir A og B og skal
tekið fram að það sem
hér fer á eftir og er
eftir þeim haft er ekki
skoðun eða yfirlýst af-
staða Hafrannsókna-
stofnunarinnar um
fiskifræðileg efni.“
Eftir að hafa rakið
svör fiskifræðinga A
og B klikktir þú út
með að segja: „Hér eru vitanlega á
ferðinni tvær ólíkar túlkanir á þýð-
ingu náttúrulegra affalla í fiski-
stofnunum. Hvað svo sem mismun-
andi skoðunum líður innan
Hafrannsóknastofnunarinnar held-
ur hún einni skoðun á lofti en ekki
mörgum gagnvart stjórnvöldum og
sjávarútveginum. En hver er rétta
skýringin?“
Þessi framsetning þín er til þess
fallin að ala á tortryggni gagnvart
vinnubrögðum stofnunarinnar. Þú
lætur í það skína að óeining ríki um
nýtingarstefnuna innan stofnunar-
innar og að sérfræðingar stofnun-
arinnar þori ekki að koma fram
undir nafni í fjölmiðlaumræðu.
Hver var þessi Fiskifræðingur B
sem var ósammála hinni opinberu
nýtingarstefnu? Svona uppsetning
er vísasta leiðin til að afvegaleiða
umræðuna um þessi mikilvægu
mál.
Úr því sem komið er er best að
upplýsa að Fiskifræðingur B er
undirritaður og Fiskifræðingur A
er Björn Ævarr Steinarsson (hér
upplýst með hans leyfi) sem stýrir
stofnstærðarrannsóknum á þorski.
Ég ætla líka að birta upphaflegt
svar mitt til þín með öllum þeim
fyrirvörum sem ég gerði við um-
rædda niðurstöðu:
„Sæll Jóhann. Fyrirgefðu hvað
svar mitt hefur dregist, en ég hef
haft í mörgu að snúast síðustu
daga. Áratugum saman hefur verið
gengið út frá að náttúrulegur dán-
arstuðull (M) sé u.þ.b. 0,2 hjá
helstu þorskstofnum, þ.e. að 18%
fiska drepist á hverju ári af nátt-
úrulegum orsökum, t.d. vegna af-
ráns, sjúkdóma o.s.frv. Einkum
byggðist þetta á því að bera saman
gögn um heildardánarstuðul (Z)
sem hægt er að mæla og mismikla
sókn og framlengja þetta línulega
samband til þess er sóknin er 0. Ef
gögnin ná aðeins til ára þar sem
sóknin er mikil þá er mikil óvissa í
mati á M. Einnig gefur þessi aðferð
ekki færi á að skoða hvernig M
breytist milli ára.
Því vakti það athygli mína að
heyra fyrirlestur Dr. Michael
Sinclair (forstjóri kanadísku haf-
rannsóknastofnunarinnar) á Haf-
rannsóknastofnuninni 3. apríl 2000
að kanadískar rannsóknir bentu til
þess að stuðullinn M væri breyti-
legur milli ára og hærri en almennt
var álitið. Á síðasta ári rakst ég síð-
an á umrædda grein dr. Allan
Sinclair um þetta efni. Ég ljósritaði
hana í nokkrum eintökum og kom á
framfæri við nokkra af starfs-
bræðrum mínum hér á stofnuninni
sem hafa með þessi mál að gera…
Í Kanada eru þær einstöku að-
stæður að nánast engin veiði á
þorski hefur verið stunduð á helstu
þorskstofnum þeirra og þar með er
M nærri því sama og Z. Togararall
hefur þó verið stundað þar árlega
síðan 1971 sem nægir til að áætla
breytingar í fjölda ákveðinna ár-
ganga frá ári til árs. Umrædd grein
birtist í viðurkenndu vísindatíma-
riti og hefur verið ritrýnd af a.m.k.
tveimur sérfræðingum á þessu
sviði. Það er ákveðinn gæðastimpill
í sjálfu sér. Ég hef ekkert við að-
ferðafræði greinarinnar að athuga
og tel hægt að treysta þessum nið-
urstöðum.
Hins vegar er ekki hægt að yf-
irfæra þessa niðurstöðu á aðra
stofna. T.d. hefur fjöldi sela við
austurströnd Kanada aukist mjög
mikið á seinni árum og ýmislegt
bendir til að minna sé af kjörfæðu
(svo sem loðnu) á þessu hafsvæði
en áður. Vandamálið hér á landi er
að mjög erfitt er að greina á milli
hvaða dauði er fiskveiðidauði og
hvað náttúrulegur dauði, þar sem
Z=M+F, (F er fiskveiðidánarstuð-
ull). Vegna tæknilegra örðugleika
við að mæla M gefa menn sér þá
forsendu í stofnstærðarútreikning-
um að M=0,2.
Ef M breytist mikið milli ára
gæti það haft verulega mikil áhrif á
nýtingarstefnuna. Þannig væri
æskilegt að veiða minna þegar M
fer lækkandi og meira þegar M fer
hækkandi. Hugsanlega má finna
einhverjar mælanlegar breytur
sem geta gefið vísbendingar um
breytingar á M. Má nefna sem
dæmi árlegan vaxtarhraða, hlut-
fallslega lifrarstærð, holdastuðul
(þyngd/lengd3), tíðni alvarlega sýk-
inga, tíðni sjálfráns og tíðni og
magn kjörfæðu í magasýnum hjá
þorski. Ef mikið er um hægvaxta,
lifrarlítinn, horaðan, sýktan þorsk í
lélegu æti á miðunum gæti það bent
til þess að náttúruleg dánartíðni sé
mikil. Með góðri kveðju, Björn“
Það er tvennt, Jóhann, sem ég vil
nefna við þig að lokum. Í fyrsta lagi
er mér ekki kunnugt um skoðana-
ágreining um nýtingarstefnuna
meðal sérfræðinga Hafrannsókna-
stofnunarinnar. Jafnvel þó svo væri
þá er mat á ástandi þorskstofnsins
árangur af greiningu ótal þátta sem
leiða til ákveðinnar niðurstöðu sem
yfirleitt er óháð persónulegum
skoðunum. Í öðru lagi er mikilvægt
að gera sér grein fyrir því að jafn-
vel þó náttúruleg dánartíðni væri
mun hærri en oftast er gert ráð fyr-
ir, breytir það engu um verndunar-
og nýtingarstefnu íslenska þorsk-
stofnsins eins og ástandi hans er nú
háttað. Um þetta má almenningur
ekki velkjast í vafa.
OPIÐ BRÉF TIL
JÓHANNS HAUKS-
SONAR RÚV
AUSTURLANDI
Björn
Björnsson
Höfundur er sérfræðingur í eldi
sjávardýra.
Mat á ástandi þorsk-
stofnsins er árangur af
greiningu ótal þátta,
segir Björn Björnsson,
sem leiða til ákveðinnar
niðurstöðu sem yfirleitt
er óháð persónulegum
skoðunum.
ÞEGAR þetta er
skrifað, hinn 21. mars,
er undirrituð í háloft-
unum með sólgyllt
landið fyrir neðan sig
og hugurinn dvelur
við þá atburði sem
undanfarið hafa átt
sér stað í leikskóla-
málum á Akureyri.
Héðan er góð yfirsýn
en í ljósi síðustu að-
gerða, sem snúa að
sumarfríum, er margt
sem erfitt er að skilja.
Hvort sem það er
vegna minnar þing-
eysku sauðþrjósku
eða almennrar van-
þekkingar stendur í mér hugtakið
„pólitísk ákvörðun“. Getur hún
verið laus við skynsemi eða sið-
ferðilega ábyrgð?
Það situr í mér vandræðagang-
urinn og vitleysan varðandi sum-
arfrí í leikskólum. Á haustdögum
skrifuðu leikskólastjórar bréf til
skólanefndar og skýrðu frá því að
þeirra vilji og stefna væri að leik-
skólarnir væru lokaðir á meðan
starfsfólk væri í sumarfríum. Það
er reynsla sl. tveggja ára að sum-
artíminn er börnum mjög erfiður,
þau missa frá sér vini sína og fé-
laga, „þeirra fólk“ fer frá þeim, ný
andlit birtast og veröldin verður
hálf skelfileg. Foreldrar hafa
kvartað yfir þessu en staðreyndin
er sú, að það er ekki hægt að
mynda þann stöðugleika yfir sum-
arið svo vel geti farið. Við horfum
til sambærilegra sveitarfélaga á
suðvesturhorninu sem hafa haft
lokað í allt að 5 vikur samfleytt yf-
ir sumarið og má þar nefna
Reykjanesbæ, Kópavog og Hafn-
arfjörð. Það er einnig mikilvægt
fyrir skólastarf að hafa hrein skil á
milli starfsára og að fá allt starfs-
fólk óþreytt til starfa á sama tíma.
Í lok janúar sl. tók bæjarstjórn
þá ákvörðun, af fjárhagslegum
ástæðum, að loka leikskólum Ak-
ureyrar í þrjár vikur í sumar. Þeg-
ar farið var að skipuleggja lokun
og til stóð að leyfa foreldrum að
kjósa um frítímabil færðist skyndi-
legur óróleiki í bæjarstjórn, lík-
lega vegna ótta um að leikskól-
arnir yrðu lokaðir á sama tíma.
Það virðist vera trú bæjarstjórn-
arfulltrúa að það sé hentugt að
geta fært börn á milli leikskóla yf-
ir sumarið. Staðreyndin er sú, að
þótt sá möguleiki hafi verið til
staðar hér á árum áður var hann
nánast aldrei notaður. Skýring:
Þetta er ekki börnum bjóðandi og
það vita foreldrar eins vel og
starfsfólk leikskóla.
Það nýjasta í þessu máli er ný-
gerð samþykkt allra bæjarstjórn-
armanna um að draga til baka þá
ákvörðun að hafa leikskólana lok-
aða í sumar. Þegar þetta gerist er
aðeins vika í að allir foreldrar eigi
að vera búnir að gera grein fyrir
sumarfríum barna sinna, en sam-
kvæmt reglum bæjarins eiga öll
börn að fara í fjögurra vikna frí.
Leikskólastjórar fréttu af þessum
breytingum í fjölmiðlum að kvöldi
19. mars. Þar kom
fram að þetta væri
gert vegna óánægju
foreldra og fyrir-
tækja. Þegar leik-
skólastjórar óskuðu
eftir skýringum var
þeim sagt að hér væri
um að ræða „pólitíska
ákvörðun“.
Á tyllidögum er
leikskólinn mennta-
stofnun, fyrsta skóla-
stigið, leikskóli barns-
ins vegna og með
hagsmuni barnsins í
fyrirrúmi. En í hvers-
dagsleikanum skal
leikskólinn vera þjón-
ustustofnun. Svo virðist sem æði
margir sem koma að þessum mál-
um hafi enn þá gömlu hugmynd að
leikskólar séu fyrst og fremst
gæslustaðir og líti á þá sem fé-
lagslega þjónustu. Leikskólar á Ís-
landi hafa alla tíð heyrt undir
menntamálaráðuneytið og árið
1994 gaf það út lög um leikskóla
þar sem í 1. gr. stendur m.a. orð-
rétt: „Leikskólinn er fyrsta skóla-
stigið í skólakerfinu og er fyrir
börn undir skólaskyldualdri.“
Á mínum tuttugu ára starfsferli
í leikskólum Akureyrar hefur átt
sér stað feikileg þróun og það er
dapurlegt ef rekstraraðilar hafa
ekki þann metnað varðandi þennan
málaflokk að vilja fylgjast með og
vita hvað þar er að gerast.
Leikskólakennarar líta á börnin
sem sína skjólstæðinga og ganga
út frá þeirra hagsmunum í skóla-
starfinu eins lengi og hægt er en
leggja jafnframt áherslu á gott
samstarf við foreldra. Leikskólinn
er viðbót við þeirra uppeldi og for-
eldrar hafa sýnt aukinn skilning á
starfsemi leikskólanna, sérstak-
lega nú hin síðari ár. Í leikskóla
eru börn að læra allan daginn enda
eru börn aldrei móttækilegri fyrir
námi en á þeim aldri. Í leikskóla-
uppeldi felst mikil umönnun og
taka þarf tillit til óska foreldra um
þarfir barnsins. Þetta eru þættir
sem verið er að reyna að mæta í
daglegum samskiptum jafnhliða
því að fylgja reglum rekstaraðila
og faglegum hliðum. Þessir þættir
fara vissulega ekki alltaf saman og
öllu eru takmörk sett. Finna þarf
hinn rétta milliveg, það þurfa að
ríkja hreinar línur og stefnufesta.
Nú er mál að linni þeirri fáfræði
sem ríkt hefur gagnvart eðli leik-
skóla, námskrá leikskóla, stefnu
Félags leikskólakennara og
ákvæðum laga og reglugerða.
Fulltrúar stjórnmálaflokkanna í
bæjarstjórn Akureyrar hafa talað.
Í vor verður kosið til sveitar-
stjórna. Þar sem stærsti hluti
rekstarfjár bæjarins fer í hin fé-
lagslegu mál hlýtur það að vera
forgangsmál hjá þeim sem verða í
framboði að kynna sér vel og á
réttan hátt þá málaflokka sem
falla þar undir. Ég veit upp á hár
hvað ég mun kjósa. Það verður
enginn af gömlu flokkunum og
mikið vildi ég óska að ég fengi að
kjósa oft.
Að síðustu þetta: Lengi býr að
fyrstu gerð er gott máltæki sem á
við alla daga, ekki bara á tyllidög-
um.
Leikskóli,
hvað er það?
Sigrún
Jónsdóttir
Höfundur er leikskólastjóri og situr í
stjórn Félags leikskólakennara.
Börn
Á tyllidögum, segir
Sigrún Jónsdóttir,
er leikskólinn
menntastofnun.
SKOÐUN
PRENTARAR
Ármúla 29 - Rvk. Sími 588 4699
Plastkorta
Vefsíða: www.oba.is