Morgunblaðið - 06.04.2002, Side 26
NEYTENDUR
26 LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MEISTARINN.IS
Býður
einhver betur?
IKEA er opið: Virka daga kl. 10-18.30
Laugardaga kl. 10-17 Sunnudaga kl. 12-17
GLIMMA
sprittkerti
100stk. í pakka295 kr.
Glimrandi lágt verð
ÍS
LE
NS
KA
A
UG
LÝ
SI
NG
AS
TO
FA
N
EH
F/
SI
A.
IS
IK
E
17
38
4
04
.
20
02
HAUKUR Valdimarsson aðstoðar-
landlæknir segir ástæðu fyrir emb-
ættið að „hafa áhyggjur“ af niður-
stöðu rannsóknar á fjölda auka- og
milliverkana vegna náttúrulyfja, nátt-
úruvara og fæðubótarefna, sem
greint hefur verið frá í Læknablaðinu,
og Morgunblaðið sagði frá í gær.
Haukur segir fjölda lækna sem
orðið hafi varir við fyrrgreindar auka-
verkanir meiri en ætla hefði mátt, en
fram kom að 91 læknir hefði orðið var
við slíkt og að 43 hefðu „hugsanlega“
orðið varir við það sama. Svarendur
voru 410. Í niðurstöðum koma lang-
flest tilvik með aukaverkunum, eða
78, vegna Herbalife, að mati lækna,
og 47 vegna Ginseng, sem bæði flokk-
ast undir náttúruvörur.
Haukur segir landlæknisembættið
eiga samstarf við Lyfjastofnun við af-
greiðslu umsókna um leyfi til inn-
flutnings á náttúruvörum og fæðubót-
arefnum. „Við höfum auðvitað
áhyggjur af þessum niðurstöðum og
munum reyna, eftir sem áður, að upp-
lýsa almenning um virkni þessara
efna þegar það á við og fá það til þess
að taka skynsamlegar ákvarðanir,“
segir hann.
Einnig segir Haukur að reynt hafi
verið að hvetja fólk til þess að láta
lækninn sinn vita ef það er að taka inn
náttúrulyf, náttúruvörur eða fæðu-
bótarefni. „Fólk heldur ef til vill að
læknar séu fordómafullir gagnvart
þessum vörum, en það þarf ekki að
vera. Auk þess er nauðsynlegt fyrir
lækninn að hafa þessa vitneskju, þar
sem tiltekin efni geta haft milliverk-
anir við lyf sem viðkomandi tekur og
jafnvel komið í veg fyrir virkni
þeirra,“ segir hann.
Mikill munur á náttúruvörum
og náttúrulyfjum
Rannveig Gunnarsdóttir, forstjóri
Lyfjastofnunar, segir mikinn greinar-
mun gerðan á náttúruvörum, náttúru-
lyfjum og fæðubótarefnum, en til
stendur að þrengja skilgreininguna á
fæðubótarefnum með tilskipun hjá
Evrópusambandinu. „Skilgreiningin
á náttúruvöru er vara sem unnin er úr
efnum úr náttúrunni en ekki er skil-
greind sem lyf. Náttúrulyf þurfa hins
vegar að gangast undir nákvæma at-
hugun hjá Lyfjastofnun áður en
markaðsleyfi er veitt og þau má selja
sem lyf,“ segir hún.
Bæði lyf og náttúrulyf fá útgefið
svokallað markaðsleyfi eftir að sótt er
um leyfi til þess að markaðssetja lyfið
til stofnunarinnar og með slíkri um-
sókn þurfa að fylgja víðtæk gögn um
alla framleiðslu, framleiðsluaðferðir,
hreinleika, prófanir á innihaldsefnum,
rannsóknir á eituráhrifum og virkni,
segir Rannveig. „Kröfur til umsókna
um markaðsleyfi fyrir náttúrulyf eru
þó ekki jafnmiklar og til annarra
lyfja, til dæmis hvað varðar rann-
sóknir á virkni,“ segir hún.
Veitt hefur verið veitt markaðsleyfi
fyrir 12 náttúrulyf á Íslandi, að Rann-
veigar sögn, og munu 2–4 þeirra vera
á markaði. Greindu læknar frá fjórum
tilvikum um aukaverkanir af völdum
eins þeirra, það er Jóhannesarjurtar,
í fyrrgreindri könnun í Lækna-
blaðinu.
Hvað fæðubótarefni áhrærir, sem
bæði geta innihaldið náttúruvöru og
efni sem búin eru til á rannsókna-
stofu, segir Rannveig á döfinni hjá
Evrópusambandinu að þrengja skil-
greininguna á fæðubótarefnum. „Þá
mætti einvörðungu skilgreina þekkt
vítamín, málmsölt og snefilefni sem
líkamanum eru nauðsynleg sem
fæðubótarefni. Önnur efni sem hing-
að til hafa verið kölluð fæðubótarefni
mætti ekki kalla því nafni án sam-
þykkis vísindanefndar ESB, sem ekki
mun veita slíkt leyfi án þess að vís-
indalegar rannsóknir liggi þar til
grundvallar,“ segir hún.
Rannveig segir Lyfjastofnun hafa
„haft áhyggjur af þessum markaði“
um skeið, eins og tekið er til orða, þar
eð framleiðendur náttúruvara og
fæðubótarefna hiki ekki við að „al-
hæfa um almenna vellíðan í kjölfar
notkunar tiltekinna efna, þótt einung-
is sé byggt á upplifun fáeinna einstak-
linga,“ segir hún.
Einungis farið yfir
innihaldslýsingar
Í rannsókninni benda læknar á
fjölda aukaverkana af völdum Gin-
seng og Herbalife, sem hvorttveggja
teljast náttúruvörur, og segir Rann-
veig náttúruvöru koma til meðferðar
hjá Lyfjastofnun þegar sótt er um
leyfi til innflutnings. „En þá er ein-
ungis farið yfir innihaldslýsingar á
umbúðum og leitað að efnum sem vit-
að er að hafi lyfjaáhrif eða hættuleg
áhrif. Í sumum tegundum Herbalife
er að finna Ma huang, sem inniheldur
efedrín og er skilgreint sem lyf og því
bannað hér. Annað dæmi er Ripped
Fuel, sem einnig getur innihaldið efe-
drín og er því líka bannað hérlendis,“
segir hún.
Engar aðrar kröfur eru gerðar til
fæðubótarefna eða náttúruvöru nema
hvað Lyfjastofnun kannar með skoð-
un áletrun á umbúðir og innihalds-
efni, sem fyrr segir, og gerir athuga-
semdir við áletranir varðandi notkun
ef þörf er á, segir Rannveig ennfrem-
ur.
„Herbalife og Ripped Fuel sem
innihalda efedrín eru ekki heimiluð
sem fæðubótarefni eða almenn vara á
markaði hérlendis. Það myndi þurfa
að sækja um markaðsleyfi sem lyf
fyrir slíka vöru á grundvelli innihalds-
efna,“ segir hún að síðustu.
Læknar kveðast verða varir við fjölda aukaverkana af völdum náttúruvara
Niðurstöður rannsóknar áhyggju-
efni að mati landlæknisembættis
Ný tilskipun um skilgreiningu á
fæðubótarefnum mun vera á
döfinni hjá Evrópusambandinu.
VERÐLAGSEFTIRLIT ASÍ hefur
sent frá sér leiðréttingu á verðkönn-
un á lyfjum í apótekum á höfuðborg-
arsvæðinu, sem greint var frá í
Morgunblaðinu í gær, þar sem fram
kemur að Lyfja sé oftast með hæsta
verð á lyfseðilsskyldum lyfjum til
elli- og örorkulífeyrisþega.
„Mistök starfsmanns Árbæjar-
apóteks gerðu að verkum að rangt
var farið með verð lyfja í apótekinu í
könnun sem birt var í gær. Lyfja er
oftast með hæsta verðið á lyfseðils-
skyldum lyfjum til örorku- og ellilíf-
eyrisþega en ekki Árbæjarapótek,
eins og fram kom í fréttatilkynningu
í gær,“ segir í tilkynningu frá ASÍ.
Laugarnes- og Grafarvogs-
apótek fylgja í kjölfar Lyfju
Á eftir Lyfju eru Laugarnes- og
Grafarvogsapótek næstoftast með
hæsta verð á lyfseðilsskyldum lyfj-
um til elli- og örorkulífeyrisþega,
samkvæmt verðkönnun ASÍ.
Munur á hæsta og lægsta lyfja-
verði til þessa hóps er aldrei minni
en 20% og allt upp í 261%, sam-
kvæmt fyrrgreindri könnun.
Lyfja dýr-
ust fyrir
elli- og ör-
orkulífeyr-
isþega
ÝMUS ehf. flytur inn meðgöngu-
og brjóstagjafahaldara úr bómull
og spandex, Bravado, sem laga sig
að brjóstun-
um og veita
stuðning
þrátt fyrir
formbreyt-
ingar, eins
og hjá
mjólkandi
mæðrum,
eins og seg-
ir í tilkynn-
ingu. Bak-
hlið
haldaranna
er „sportleg og veitir góðan stuðn-
ing og heldur hlírunum á sínum
stað, einnig meðan á gjöf stendur“.
Bravado-haldararnir eru til í þrem-
ur mismunandi gerðum og fjölda
stærða, segir ennfremur í tilkynn-
ingu. Litirnir eru hvítt, svart og
ferskjulitt og mynstrin doppótt,
rósótt og pardus. „Einnig eru til
Bravado meðgöngunærbuxur, bæði
hefðbundnar og með g-streng, sem
og buxur upp fyrir maga,“ segir
ennfremur í tilkynningu.
Bravado-haldararnir fást fyrst
um sinn í versluninni Móðurást við
Auðbrekku 2.
NÝTT
Brjóstagjafa-
haldarar sem
laga sig að
líkamanum
REDKEN hefur sett á markað við-
bót í vörulínu sína sem ætlað er að
hafa róandi og slakandi áhrif á hár
og hársvörð en í tilkynningu frá Hári
ehf. kemur
fram að 40%
fólks segi hár
sitt „þurrt,
gróft og
óstýrlátt“.
Umrædd
vörulína er
seld undir
merkinu True
calm og segir ennfremur í tilkynn-
ingu að efnasamböndin í hinni nýju
vörulínu hafi „róandi, kælandi,
streitulosandi og sefandi áhrif“ á
hársvörð sem ekki er í jafnvægi.
Í línunni er rakagefandi og kæl-
andi sjampó með mentól, hárnæring
sem vinnur gegn álagi á hárið og
fljótandi, rakagefandi áburður sem
borinn er á höfuðleður, gagnaugu og
úlnliði. Á hann að stemma stigu við
„þurrki, ertingu og spennu í hárs-
verðinum“. Áburðurinn nefnist
Quiet zone og ekki þarf að skola hár-
ið á eftir.
True calm vörulínan inniheldur
kamilluolíu, black tea-kjarna, hvei-
tiprótín og rakagefandi olíur úr sedr-
usviði, kóríander, rósmarín og sítrus.
NÝTT
Rakagefandi
nýjungar
fyrir hárið
VÍFILFELL hefur sett á
markað Fanta gosdrykk
með berjabragði, Fanta
Wildberry, sem er þriðja
Fanta bragðtegundin
sem sett er á markað á
Íslandi, samkvæmt
upplýsingum frá Vífil-
felli. Fanta Wildberry
er til í hálfs lítra og
tveggja lítra umbúð-
um. „Fanta Wildberry
er með blönduðu berja-
bragði og hefur fengið
frábærar viðtökur víða
í Evrópu frá því dreif-
ing hófst á síðastliðnu
ári,“ segir ennfremur.
Fanta með
berjabragði
♦ ♦ ♦