Morgunblaðið - 06.04.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.04.2002, Blaðsíða 16
ÁRBORGARSVÆÐIÐ 16 LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ SÝSLUMAÐURINN á Selfossi, Ólafur Helgi Kjartansson, er þriðji sýslumaðurinn sem kemur til emb- ættisins frá Vestfjörðum. Ólafur tók við embættinu 1. janúar á þessu ári. Stefán Bjarnason var sýslumaður Árnessýslu 1879 – 1890 og Magnús Torfason 1921 – 1936. Ólafur byrjaði sem fulltrúi sýslumanns á Selfossi í maí 1978 en hafði þar áður verið starfs- maður hjá sýslumanninum á Ísa- firði. Hann var skattstjóri á Vest- fjörðum frá 15. ágúst 1984 til 14. okt 1991. og síðan sýslumaður á Ísafirði frá 15. október 1991. Ólafur segir samfélagið á Suður- landi annarrar gerðar en það sem er á Vestfjörðum. „Ég þekkti þetta samfélag hér áður en ég kom, þar sem ég hafði búið hér áður. Hér á Suðurlandi virðist samfélagið streyma fram sem lygnt fljót en fyrir vestan má líkja því við fossa og flúðir með lygnum hyljum á milli. Það er þó ekki þar með sagt að maður sjái allt sem býr í fljótinu bara með því að horfa á það,“ sagði Ólafur þegar hann var innt- ur eftir muninum á samfélaginu fyrir vestan og því á Suðurlandi. Samfélagið er heillandi „Samfélagið hérna er heillandi að mörgu leyti. Selfoss er þjón- ustukjarni sem sprettur upp úr landbúnaðinum en hann stendur traustum fótum hérna. Svo er þjónustan og afþreyingin farin að skipta meira máli núna. Hér eru 5100 sumarbústaðir sem þýðir að um helgar eiga sér stað þjóðflutn- ingar yfir Hellisheiðina frá höf- uðborgarsvæðinu sem kallar á mikla þjónustu við umferðina og skemmtanir fólks. Um helgar má segja að það sé þéttbýli í sveit- unum hér í Árnessýslu. Þetta þýðir að hagsmunir þessa fólks eru mis- munandi og stór hópur fólks úr öðrum héruðum sækir þjónustu til sýslumannsins á Selfossi. Mér finnst mjög upplífgandi að sjá áhrif Fjölbrautaskólans hér í samfélaginu. Hann tengir saman íbúa Suðurlands. Annað er líka ótrúlegt en það er uppbyggingin hér á svæðinu sem sýnir að Árnes- sýsla er framtíðarbúsetusvæði fólks. Kostirnir af nálægðinni við höfuðborgarsvæðið eru snöggtum meiri en gallarnir. Varðandi starfshætti hjá emb- ættunum þá hafa þeir breyst mikið frá því sem var fyrr á árum með því að sett hafa verið stjórn- sýslulög sem embættismenn verða að halda sig við. Nú þarf að gera allt strax og allt þarf að vera skrif- legt. Í þessu sambandi minnist ég heimspekilegs viðhorfs Páls Hall- grímssonar, fyrrum sýslumanns, gagnvart embættinu og hann rakst sárasjaldan á menn. Hann einfald- aði hlutina og náði því að fara mannlegu leiðina og þá stystu að markinu." Stones-áhuginn er mikill „Já, það er alveg rétt, áhugi minn á Rolling Stones er enn mik- ill,“ segir Ólafur en hann var dóm- ari á söngkeppni Fjölbrauta- skólanema nú fyrir skömmu. „Þessi áhugi á Stones byrjaði hjá mér sem barni í Grafningnum og varð til þess að ég fór að hlusta á erlendar útvarpsstöðvar og komst þannig í snertingu við það sem var að gerast nýjast í tónlistinni. Svo heldur Stones alltaf áfram og ég held líka áfram að hlusta á þá. En ég hef líka áhuga á annarri tónlist og er þeirrar skoðunar að okkur vanti góðan tónleikasal hér fyrir austan Hellisheiði. Núna hlakka ég mjög til sumars- ins hér í Árnessýslu, að njóta þess með fjölskyldunni að rifja upp gömul kynni af landi og fólki,“ sagði Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður á Selfossi. Selfoss Morgunblaðið/Sig. Jóns. Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður utan við sýsluskrifstofuna. ÚTIBÚ Landsbankans í Þorláks- höfn og fiskverkunin Auðbjörg hf. hafa styrkt Grunnskólann í Þor- lákshöfn til kaupa á kennsluefni í ensku ætluðu elstu nemendum skólans. „Ástæða þess að ekki er farin hefðbundin leið í öflun náms- gagna í ensku fyrir skólann er að við teljum að Námsgagnastofnun bjóði ekki upp á besta námsefnið á markaðnum,“ sagði enskukennari skólans, Sigrún Berglind Ragnars- dóttir. Bækurnar sem skólinn notar og hafa verið notaðar síðan haustið 2000 heita REWARD og eru þær samsettar úr margvíslegu lesefni, hlustun, ritunarverkefnum og öðru ítarefni. Reynslan af þessu efni er góð og sagði Sigrún að efnið hent- aði betur kunnáttu og getu nem- enda í ensku í dag en annað efni sem hún hefði kynnt sér. Árangur kemur að vísu ekki endanlega í ljós fyrr en þeir nemendur sem byrjuðu með efnið eru komnir í elsta bekk. Námsefnið er pantað beint frá Englandi, er nokkuð dýrt og því kemur það sér vel að þessi tvö fyr- irtæki skuli hafa sýnt skólanum þennan velvilja og tekið að sér að fjármagna kaupin í þessi þrjú ár sem það tekur að eignast sett í þrjá elstu bekki skólans. Styrkja Grunn- skólann til bókakaupa Þorlákshöfn Morgunblaðið/ Jón H. Sigurmundsson Sigrún Berglind Ragnarsdóttir enskukennari, Ægir Einarsson Haf- berg, útibússtjóri Landsbankans í Þorlákshöfn, og Einar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Auðbjargar hf. ÚT er komið dreifirit, sem unnið er af Tryggva Þórðarsyni líffræðingi á Rannsóknarsetri Háskólans í Hveragerði, um náttúruperlu Hver- gerðinga – Varmána. Þar segir m.a. að Hvergerðingar standi nú á nokkr- um tímamótum í viðleitni sinni til að draga úr mengun Varmár. Nú er komin fullkomin skólp- hreinsistöð þar sem allt skólp úr skólpveitu Hveragerðis er hreinsað áður en því er veitt í ána. Skólpið er nú hreinsað með lífrænni hreinsun, þar sem örverur eru notaðar til að brjóta niður lífræn efni. Ef eitur og spilliefni berast í skólpið minnkar hreinsivirknin. Til að tryggja há- marksafköst stöðvarinnar þarf virka þátttöku bæjarbúa, þ.e. að draga úr notkun skaðlegra efna og koma í veg fyrir að þau hafni í skólpinu. Þetta er stórt skref í verndun Varmár og líf- ríkis hennar. Í samtali við Guðmund Baldurs- son tæknifræðing bæjarins kemur fram að þetta er liður í umhverfisá- taki bæjarins og Staðardagskrár- verkefnisins. Um leið er verið að minna á Varmána – náttúruperlu bæjarins. Undanfarin ár hefur verið unnið að því að smíða þessa skólp- hreinsistöð og útgáfa dreifiritstins er lokahnykkurinn í þeirri vinnu. Dreifiritinu er einnig ætlað að gera bæjarbúa meðvitaðri um umhverfi sitt og taki þátt í að vernda það með bæjaryfirvöldum. Guðmundur nefndi að í bæklingnum væri m.a. sagt frá notkun þvottaefna, æskilegt væri að fólk notaði þau þvottaefni sem eru umhverfisvæn, því þar fara saman gæði þvottarins og verndun umhverfisins. Verkefnisstjóri Staðardagskrár 21, Kolbrún Þóra Oddsdóttir, segir að búið sé að leggja mikla vinnu í verkefnið sem vonandi verði öðrum leiðarljós um það hvernig við getum öll minnkað slæm áhrif okkar á nátt- úruna. Auk Kolbrúnar eru í fram- kvæmdaráði Staðardagskrár þau Anton Tómasson, Garðar Árnason og Sigfríður Sigurgeirsdóttir. Næstu verkefni framkvæmdaráðs- ins eru m.a. að vera með veiðidag fyrir börn í tengslum við hreyfingu og hreyfingarleysi, bjóða fólki upp á gönguferð um nánasta umhverfi og kynna fjölbreytileika umhverfisins, auka vatnsdrykkju hjá grunnskóla- börnum og upplýsa fólk um flokkun og skil á sorpi með. Verndun Varmár – ný skólphreinsistöð Hveragerði Morgunblaðið/Margret Ísaksdóttir Varmá – náttúruperla staðarins. VELUNNARAR heilsugæslunnar í Þorlákshöfn eru margir og oft á ári eru hennar færðar gjafir. Nú fyrir skömmu komu félagar frá Lands- samtökum hjartasjúklinga og Félagi hjartasjúklinga á Suðurlandi fær- andi hendi. Með í farteskinu var vandað þrek- hjól af Funturi-gerð. Baldur Krist- jánsson, stjórnarformaður heilsu- gæslunnar, tók við gjöfinni úr hendi Vilhjálms B. Vilhjálmssonar, for- manns Landssambands hjartasjúkl- inga. Morgunblaðið/ Jón H. Sigurmundsson Frá vinstri: Sigríður Bergsteinsdóttir, formaður Félags hjartasjúklinga á Suðurlandi, Helgi Hauksson heilsugæslulæknir, Vilhjálmur B. Vil- hjálmsson, formaður Landssambands hjartasjúklinga, Laila Panduro sjúkraþjálfari og Bergdís Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur. Heilsugæsl- unni færð- ar gjafir Þorlákshöfn HALLDÓR Forni myndhöggvari var með málverkasýningu að Stað á Eyr- arbakka yfir páskahátíðina. Forni, eins og hann kallar sig gjarnan, kvaðst hafa verið að fikta við pensla og striga síðast liðin tvö ár og hér var svo árangurinn sýndur. Hann kvaðst hafa leikið sér með ýmis form, en þessar myndir væru af margháttuð- um toga. Athygli sýningargesta vakti hve lif- andi andlit persónanna á ýmsum myndunum væru. Myndirnar virtust falla sýningargestum vel í geð og voru margar þeirra þegar seldar. Högg- myndir Forna og skúlptúrar hafa undanfarin ár verið til ánægju og prýði á ýmsum stöðum á Eyrarbakka. Morgunblaðið/Óskar Magnússon Ein af myndum Halldórs Forna á sýningunni. Hliðarspor á Eyrarbakka Eyrarbakki Samfélagið á Suðurlandi ólíkt því á Vestfjörðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.