Vísir - 07.06.1980, Blaðsíða 3

Vísir - 07.06.1980, Blaðsíða 3
iviiwu' vlsm Laugardagur 7. júní 1980. 3 //...svo óskaplegur var ólifnaðurinn á unglingun- um!" Þegar fréttist af mannsöfnuðin- um i dalnum sendi lögreglan þeg- ar nokkurn mannafla á staöinn en einnig þóttu bændur liötækir viB að draga hálfdrukknaBa ungling- ana úr ánni. Tveir lögregluþjón- anna sem sendir voru á staBinn hétu Sveinbjörn Bjarnason og Hjörtur Eliasson. SögBust þeir i Visi aldrei hafa séð annaB eins, „svo óskaplegur var ólifnaBurinn á unglingunum. AstandiB inni i dalnum var ömurlegt. Þarna lágu unglingarnir i hópum ofurölvi og ósjálfbjarga, innan um hvers kyns óþverra. Margir hverjir reyndu að slást og rifa fötin hver utan af öBrum en litiB var um meiri háttar meiBsli vegna þess hve unglingarnir voru máttlausir af ölvun. ÞaB sem unglingarnir virtust hafa lang mest gaman af var aö henda sér I ána, baBa út öllum öngum, slást þar og skvetta hver á annan. Margir hverjir hentu sér i fullum klæöum, meö slifsi og i hvitri skyrtu. Enn aðrir ráfuðu um rifnir og tættir, t.d. sá- um viö suma sem voru búnir að vefja gauðrifnum nærbuxum utan um hálsinn á sér. Fyrsta verk okkar var aö loka söluvagninum, sem stór hópur var Saman kominn utan um. Höföu unglingarnir gert sér leik aö þvi aö grýta hverri ölflösku sem tóm var i vagninn svo gler- brotin dreiföust yfir hópinn... Mikiö var um þjófnaö, stoliö var peningum af mörgum sem sváfu og til marks um þaö hversu langt þetta gekk er hægt aö segja frá einum sem sofnaöi meö skelli- nöBruhjálm en þegar hann vakn- aöi var búiö aö stela hjálminum af honum.” //Hvaða fullorðnir nota sér ístöðuleysi þessa unga fólks til að hagnast á því?" Þeir Sveinbjörn og Hjörtur lýsa siöan umhverfinu i Þjórsárdal. „Skemmdir voru geysilegar, brotnar og óbrotnar öl- og brenni- vinsflöskur lágu út um allt, auk bréfarusls og matarleifa. Skóg- ræktarmerkiö var eyöilagt og náttúrunni mikið spillt. Skemmd- ir voru unnar á bilum, sem voru i nágrenninu, m.a. á bil bóndans i Haga. Viö gætum vel hugsaö okk- ur aö svæöiö liti út svona svipaö og á Krukkusléttu i Laos.” Eftir þessa mergjuöu samlik- ingu lögregluþjónanna — en á Krukkusléttu geisuöu miklir bar- dagar i Vietnamstriöinu — hverfa þeir af vettvangi en viö taka spekúlasjónir og fundahöld kven- félaga og klúbbborgara. Ollum bar saman um að svona lagaö mætti alls ekki endurtaka sig og menn veltu mjög fyrir sér hver ætti sökina. í Visi var fjallaö um þetta mál nokkrum dögum eftir hvitasunnu og hneykslaöur greinarhöfundur spyr hvort ekki sé kominn timi til aö „kanna bet- ur hverjir séu milliliöirnir, hvaða fullorönir nota sér Istööuleysi þessa unga fólks til aö hagnast á þvi?” En unglingarnir létu ekki hafa vit fyrir sér. Áriö eftir lá straumurinn á Hreðavatn um hvitasunnuna og var nú aldeilis sukkað og svallaö einsog þaö heit- ir. I blöðum er talað um aö hernámsástand hafi rikt á Hreöa- vatni þegar unglingar fóru þar hamförum en lögregluþjónn nokkur lét þó hafa eftir sér aö: „Flestir ráfuöu um aögeröarlaus- ir en nokkuö bar samt á slags- málum.” Lýsir þessi setning likastil mæta vel andrúmslofti hátiöa- haldanna. útihátíðahöldin halda áfram — en breyta um svip „Enn svört hvitasunna” sagöi I Visi um hátlöina aö Hreöavatni og aftur belgdust menn upp af hneykslan. Allt kom þó fyrir ekki, útisamkomur af svipuðum toga héldu áfram, ár eftir ár, og ætið meö sama sniöi. Unglingar héldu úr bænum á einhvern afvikinn stað, helltu i sig vini og hugöust vera aö skemmta sér en þó mundu sumir fátt af þeirri skemmtan þegar heim kom. Skemmdir voru gjarnan unnar á ýmist náttúrunni eöa mannvirkj- um og fyrir kom aö talsverö slys Fjórum árum seinna, um hvitasunnuna ’67, voru hugprúöir lögreglu- menn enn á ferli og helltu niöur spillingu úr flöskum.... Góðar eiou (JlYUkVe Matseðill sunnudagsins: Hádegi Úrbeinaður lambahryggur með piparsósu Kvöld Rauðvínslegið lambalæri með hrásalati VeríÖ velkomin HÓTEL LOFTLEIÐIR VeitingabúÖ uröu á fólki. Þó hér aö framan hafi veriö fjölyrt um hvitasunnuhátiöir kom þaö vissulega oftar fyrir aö sam- komur likar þeim spryttu upp meö tilheyrandi drykkju og eftir- farandi hneykslun. Meö þessum brag stóöu unglingasamkundur fram undir 1970 en eftir þaö var reynt aö spyrna viö fótum meö skipulögöum útihátiöahöldum þar sem a.m.k. mætti hafa eftirlit meö unglingunum. Ýmist voru þau kölluö bindindishátiðir eöur ei — flestar eöa allar snerust þó fljótt i sama fariö. En hvers vegna var það sem unglingarnir — sem flestir voru á aldrinum 14-21 árs — sóttu þessar hátiöir? Af framangreindum lýsingum mætti varla ráöa aö menn hafi beinlinis skemmt sér konunglega — eöa hvaö? Visir spuröist fyrir þaö meöal nokk- urra þeirra sem sóttu þessar hátiöir sem hér hafa veriö um- talaöar eöa aörar viölika. r /,Að sleppa fram af sér beislinu/ þar sem enginn sér mann..." Viömælendum VIsis bar saman um aö þörfin til aö sleppa alger- lega fram af sér beislinu hafi ráö- iö mestu. „Maöur gat gert nákvæmlega allt sem manni datt i hug á svona samkomum — hvaö sem þaö var. Þarna voru engir foreldrar, engir sem sáu til manns eöa skiptu sér af manni. Þetta gat maöur ekki gert I bænum. Auðvitað var þaö ekki margt sem maður geröi, ranglaöi um og reyndi aö klára viniö sem maður haföimeð. Þaö var litiö um svefn. Stundum endaöi þetta náttúrlega i vitleysu og maöur mundi stund- um litiö sem ekkert, dó milli þúfna, reis svo upp og hélt áfram að drekka þangaö til maöur sofn- aöi aftur. En eftir á var þetta óskaplega skemmtilegt og maöur liföi á þessu lengi, lengi á eftir. Þaö má kalla þaö sálfræöilega ástæöu fyrir þessum samkomum aö þarna gat maöur látiö allt eftir sér sem ekki var hægt annars staöar, án þess aö hafa nokkrar áhyggjur eöa móral. Sem sagt: frikaö rækilega út!” (Samantekt: — IJ.)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.