Vísir - 07.06.1980, Blaðsíða 17
VISIR Laugardagur 7. júnl 1980.
vtsm Laugardagur 7. júní 1980.
Einhverra hluta vegna tengja menn ógjarnan saman
raunvísindi og sálarrannsóknir. Þær rannsóknir eru oft
settar á bekk meö kukli og fólk sem aö þeim stendur
ýmist taliö auðtrúa> veikgeöja eöa haldið tilfinninga-
hlöönu óraunsæi og í sumum tilfellum óskhyggju. Þaö er
þessvegna athyglisvert aö forseti Sálarrannsóknar-
félags Islands er ööru fremur þekktur fyrir störf sem út-
heimta raunsæi og rökhyggju. Þetta er Guðmundur Ein-
arsson verkfræöingur.
Visir ræddi við Guðmund aö heimili hans á Álftanesi
eitt síödegi í maí, um lífið og tilveruna, andann og efnið
Húsiö hans er byggt inn í hraunið. Hann býöur til stofu
Það eru gluggatjöld dregin til hliöar svo ekkert skyggir á
útsýnið og maður hefur nærri því á tilfinningunni aö
maður sitji í hraunbolla.
„Viltu pönnukökur meö kaffinu?" segir hann og snar-
ast í eldhúsið, nær í rjómapönnukökur, hellir í bollana og
við hefjum spjallið.
Ef maður svarar eins og
kennarinn vill, þá er mað-
ur snjall!
Guömundur er alinn upp viB
Asvallagötuna I næsta nágrenni
viö Einar Kvaran sem var einn af
frumkvöölum sálarrannsókna
hér á landi. Þótti honum mikið
til hans koma?
, „Þaö get ég ekki sagt. Hann var
I mlnum augum bara aldraöur
maöur sem bjó I götunni”, segir
hann. „Þaö var ekki fyrr en siöar
sem ég áttaöi mig á hvaö hann
var sérstakur maður. Samt voru
foreldrar minir bæöi i Sálar-
rannsóknarfélaginu og Guöspeki-
félaginu og rit þessara félaga og
bækur um andleg og dulræn efni
voru i hávegum á heimilinu. Ég
las þær af mikilli athygli þegar
jafnaldrar mfnir gleyptu 1 sig
Manninn meö stálhnefana” (sem
ég las auövitaö lika). Þegar ég
var tólk ára gamall las ég bók
sem haföi mikil áhrif á mig, en
húnheitir „Ósýnileg áhrifaöfl” og
er eftir lækninn Alexander Cann-
on. Þar skýrir höfundur frá þvi
þegar hann var á ferö meö yoga.
Þeir komu aö óbrúuöu stjórfljóti
sem hann sá enga leið til aö kom-
ast yfir. Yoginn baö hann aö vera
rólegan og hann vissi næst af sér
hinumegin viö ána.”
— Trúöiröu þessu?
„Hvaö átti maöur aö halda?
Þarna er á feröinni virtur læknir
Draumar
Þaö eru til mörg afbrigöi af þvi
sem menn kalla dulræn fyrir-
brigöi og eitt af þvf er draumar.
Guömundur segir aö þvl I Brook-
lyn hafi fariö fram miklar
rannsóknir á þvi sviöi og þar sé
búiö aö sanna berdreymi. Einnig
hafi nýlegar rannsóknir sýnt fólk
meö þvi aö láta þaö endurlifa
drauma i vöku (dream
theraphy).
„Ég hitti fyrir skömmu doktor
Jerry Steinberg I Ottawa I
Kanada. Hann hefur þróaö tækni
þar sem hann getur látiö fólk
endurdreyma og rætt viö þaö I
vökuástandi og aöstoöaö þaö viö
aö túlka merkingu draumsins.
Þannig hefur hann aöstoöaö fólk
sem haföi fengiö martraöir og
þjáöist af margskonar hræöslu I
svefni. Sálararannsóknarfélagiö
hefur áhuga á aö frá þennan
mann hingaö og er aö vinna aö
þvi.”
— Hefur þig sjálfan dreymt
merkilega drauma?
„Já, já, mjög oft. Þegar ég var
sjö ára gamall dreymdi mig
endurtekningardraum, það er aö
segja sama drauminn nótt eftir
nótt. Ég skildi þann draum ekki
fyrr en þrjátiu og fimm árum siö-
ar þegar ég var á fyrirlestri I
London um kenningar Edgar
Cayce. Þá rann skyndilega upp
fyrir mér hver merking draums-
ast i samræmi viö aukna þekk-
ingu en trúarbrögöin standa föst.
Ég held aö byltingin sem
óhjákvæmilega hlýtur aö koma
innan þeirra veröi jafnmikil og
þegar kirkjan varö aö viöurkenna
aö jöröin væri hnöttur. Þaö var
mjög erfitt vegna þess aö ef jörö-
in væri kúla, væri himinn llka
undir henni, og þar var búiö aö
ákveöa aö væri helviti.
„En hún viöurkenndi aö hún
heréi rangt fyrir sér I sllku grund-
vallaratriði, hvaö þá meö allt
hitt? Allur svona „absolutismi”
eöa alhæfingar eru algjör hemill
fyrir þroska manna. Skilningur-
inn kemur nefnilega ekki i einu
lagi, heldur er hann byggöur upp
smám saman úr smápörtum eins
og mosaikmynd. Maöur nær ekki
heildarmyndinni fyrr en eftir
langan reynslutíma.”
Vonin er mikill aflgjafi
— Eitthvaö eöa einhver sem
hefur haft mikil áhrif á þig?
„Ótalmargt. Ég læröi véla-
verkfræöi I Bandarikjunum og
vann þar i nokkur ár eftir aö ég
lauk námi. Ég vann meöal annars
sem verkfræöingur viö aöalbygg-
ingu Sameinuöu þjóöanna áriö
1949. Þaö haföi mikil áhrif á mig
aö vinna á mjóum vinnupalli viö
fjörutiu og fimm hæöa skýjakljúf
og yfirvinna lofthræösluna. Eftir
slika reynslu veröa allir hlutir
smáir. Ég starfaði þarna meö
mönnum sem höföu byggt allar
hæstu byggingar heims, til dæmis
bæöi Empire State og Chrysler-
bygginguna. Þaö var ákaflega
eftirminnilegt aö vinna meö þess-
um mönnum og fá skilning á
hvernig svona hlutir eru fram-
kvæmanlegir.
— Hvernig þótti þér aö vera I
Bandarikjunum?
„Ég kunni vel viö mig þar. Þaö
er svo dynamiskt þjóöfélag. Þar
þykir sjálfsagt aö reyna aö kom-
ast áfram og hagnaður er enn
ekki orðinn eitthvaö sem ber aö
fyrirveröa sig fyrir. Hvernig sem
aöstæöur manna eru hafa þeir
alltaf þessa von um aö geta kom-
ist áfram og þaö gerir þetta þjóö-
félag svo lifandi. Þjóöfélag sem
er búiö aö missa vonina er eigin-
lega hálflamaö, þvl vonin er svo
mikil aflgjafi. Þaö eru óskaplegur
baggi á sálinni aö eiga ekki von”
Lifið sjálft skuldar manni ekki neitt. — Það er manns eigið framlag til
þess sem ræður úrslitum.
isins deilist samkostnaöur á færri
aöila, landlegan þýöir minni upp-
skeru og fjarlægöin þýöir aö þaö
sem viö seljum og kaupum kostar
meira. Þess vegna þurfum viö aö
vinna meira en aörar þjóðir.. Sér-
hver einstaklingur veröur aö
leggja meira á sig ef hann ætlar
aö búa viö sömu llfskjör og
nágrannaþjóöirnar. Þetta sjónar-
mið veröur aö hafa i huga þegar
menn eru aö gera kröfur.
Samneyslan hdrlendis er lfka
oröin alltof mikil. Þaö er taliö aö
þjóðfélag sem fer yfir 37% I sam-
kostnaö sé komin á hættulegt stig
en viö erum meö 45%. Þaö veröur
aö endurskoöa grundvöll vel-
feröarþjóöfélagsins þannig aö
einstaklingarnir veröi ábyrgari
fyrir sjálfum sér og leysi sin mál
sjálfir I staö þess aö ætlast til aö
bænda- og fiskimannasamfélag
hafi nánast stokkiö inn i tækniöld-
ina. Fram aö striöi voru vegir hér
lagöir meö haka, skóflu, og hest-
vöguum meöan nágrannaþjóöir
okkar höföu notsö til þess
vélknúin tæki frá aldamótum.
Striöiö viröist hafa skipt sköpum
um framfarir og ágætt dæmi um
þaö er aö þaö voru striösaöilar
sem komu fótum undir flugmál
okkar. Viö fengum allt gefins og
til þess voru notuð hernaöarút-
gjöld annarra þjóöa.
Sem dæmi um óraunsæi ráöa-
manna hér á landi I efnahagsmál-
um, má nefna aö þaö var veriö aö
tala um aö byggja flugvöll á
Alftanesi á sama tima og viö
höföum ekki efni á aö holufylla
malbik á vellinum sem okkur var
gefin þrjátlu árum áöur.
„Ekkert mikilvægara en ad þekkja sjálfan sig
— SEGIR GUÐMUNDUR EINARSSON VERKFRÆÐINGUR OG FORSETI SÁLARRANNSÓKNARFÉLAGS ÍSLANDS f HELGARVIÐTALI
sem hefur rannsakaö manns-
llkamann alla sina ævi. Kaflar úr
þessari bók voru birtir I Eimreiö-
inni og vöktu mikla athygli á sin-
um tlma.
Þegar ég kem i menntaskóla er
mér kennt aö svona hlutir gerist
ekki og ég lokast fyrir þeim I tiu
ár eöa þangaö til ég kynnist fólki
meö dulræna hæfileika og verö
vitni aö hlutum sem ég get ekki
véfengt. Þaö er svo einkennilegt,
aö i menntaskólum eiga menn
fyrst og fremst aö læra utanbókar
og þar er lltiö gert til aö þroska
skapandi hugsun. Ef maður svar-
ar eins og kennarinn vill, þá er
maöur snjall. Þess vegna voru
þaö mikil viöbrigöi aö koma i
háskóla i Bandarfkjunum og
verkfræöi þar var nefnilega lögö
á þaö áhersla hvaö lltiö er vitaö
og fyrst og fremst kennt hvernig
ætti aö leita eftir þekkingu. Fyrir
mér er verkfræöi aöferöarfræöi.
Hvaö sálarrannsóknirnar áhrær-
ir, þá hefur verkfræöin veriö
áhaldiö, „instrumentiö”, til aö
stunda þær. Þaö er ekki vist aö án
hennar heföi ég getaö veriö hlut-
laus rannsakandi. Þetta eru
svona nálgunarvisindi, — tilraun
til aö vera réttu megin viö hiö
rétta. Þaö er ekkert mikilvægara
en aö þekkja sjálfan sig og ef ein-
hver þekkti sjálfan sig allt niöur I
minnstu frumu, þá vissi hann I
raun og veru allt”.
ins var. Maöur breytist allur á sjö
ára fresti og þá hefur hver ein-
asta fruma verið endurnýjuö.
Þessi draumur var „astral-
draumur” sem tengdist þeirri
breytingu”.
Sálarblinda og
andlegt ólæsi
A stól I stofunni eru staflar af
bókum um nýjustu rannsóknir á
hinum ýmsu sviöum sem Guö-
mundur sýnir mér máli slnu til
staöfestingar meöan viö ræöum
saman. Hann segir mér frá til-
raunum meö hugsanaflutning og
fjarsýni.
„Maöur meö dulræna hæfileika
situr meö blokk og teiknar þaö
sem á þeirri stundu ber fyrir augu
annars manns, sem vinnur meö
honum en er staddur einhvers-
staöar úti I bæ. Eitt sinn sagöi
teiknarinn: „A ég ekki bara að
teikna þaö sem hann á eftir að
sjá? — og gerði þaö. Þegar i ljós
kom aö tilraunin haföi heppnast
hrukku rannsóknarmennirnir svo
Það er hægt að vera blindur á sálinni alveg eins og augunum
viö aö þeir þorðu ekki aö segja frá
þvi I tvö ár”, segir Guömundur og
hlær.
Ég spyr hann um falsmiðla sem
flett hafi veriö ofan af.
„Falsmiölar, já. Houdini geröi
talsvert af þvl aö fletta ofan af
þeim viö mikla hrifningu án þess
aö nokkrum dytti i hug, aö
rannsaka hans aöferöir. Þegar
þaö loks var gert, kom i ljós aö
Houdini kom sjálfur meö „sönn-
unargögnin” meö sér þegar hann
var aö afhjúpa „svindliö”.
Svo er annaö, — Þú talar um
falsmiöla. Hefuröu einhverntima
heyrt talaö um falssöngvara?
Þaö er hægt aö hafa bæbi mikla
og litla hæfileika á einhverju sviöi
án þess aö manni sé endilega ljóst
sjálfum hvaö maöur er fær um.
Þannig getur til dæmis hver sem
er veriö meö litla sönghæfileika
en trúaö þvi samt i einlægni aö
hann geti sungiö vel.
Sama er aö segja um skilnings-
skortinn — hann getur veriö meö-
fæddur. Þaö er ekki hægt aö vera
blindur á sálinni alveg eins og
augunum. Einhver sagði að það
væri nóg fyrir blindan aö fá ljós
en þaö er augljóslega ekki nóg.
Hann þarf aö fá sjón til aö geta
séö ljósiö. Hjá sumum er ekki
eðlileg starfsemi á báðum helm-
ingum heilans. Þaö er einhver
samgróningur sem orsakar and-
legt ólæsi, rétt eins og sumir eru
heyrnarlausir”. Þaö er eitt sem
er mikilvægt aö gera sér grein
fyrir og þaö er aö fáfræði manns
um lögmáliö, breytir ekki lög-
málinu, þess vegna ber manni aö
kynna sér lögmálin.
Lífið skuldar manni
ekki neitt
— Hvenær fékkstu fyrst það
sem þú kallar áþreifanlega sönn-
un fyrir framhaldsllfi?
„Það var á miöilsfundi hjá Haf-
steini Björnssyni áriö 1958. Þá
kom afi fyrri konu minnar fram
og Hafsteinn umbreyttist þannig
aö allt hans fas og göngulag varö
gamals manns. Þegar hann heils-
aöi mér fann ég glöggt aö litli-
fingur hægri handar var kreppt-
ur. Þegar ég fór aö spyrjast fyrir
um þetta hjá börnum hans könn-
uöust þau ekkert vib þaö nema
yngsta dóttirin. Astæöan til þess
aö hún vissi þetta en ekki þau var
auövitaö sú aö hún var enn I
foreldrahúsum þegar fingur hans
krepptist en þau voru farin aö
heiman.
Þessi sönnun var efnisleg þar
sem likami miðilsins breyttist
vegna áhrifa frá framliðinni
persónu. Þarna var ekki um hug-
læg áhrif aö ræða eöa möguleika
á hugsanaflutningi. Ég veit ekki
til aö nokkur skýring sé til á þessu
fyrirbrigöi önnur en sú aö orku-
einingin „sál” hafi veriö stödd
þarna. Þessi maöur var löngu lát-
inn og ég haföi aldrei hitt hann
Þaö, aö lifiö hafi tilgang og
framhald er i rökrænu samhengi
viö aöra þekkingu sem viö höfum
um manninn og lifiö.
Sálarrannsóknir hafa tilgang og
niöurstööur þeirra eiga aö vera
nytsamar fyrir hvern mann sem
vill lifa innihaldsriku lifi. Lifið
sjálft skuldar manni ekki neitt,
þaö er manns eigið framlag til
þess sem ræður úrslitum”.
Bænin ódýrasta orkan
— Hvað hafa sálarrannsóknir
gert fyrir þig?
„Þær hafa breytt öllu matskerfi
á gæöum lifsins. Maöur tekur
engan gjaldmibil meö sér þegar
maöur kveöur þetta lff, en meö
verkum slnum getur maöur sent
eitthvaö á undan sér. Og svo er
þaö bænin.
Kraftur bænarinnar er raun-
verulegt afl og liklega ódýrasta
orka sem sérhver einstaklingur
gæti notaö ef hann kæröi sig um.
Þaö má likja bæninni viö lýsandi
peru sem settur er skermur á
þannig aö ljósið beinist aö
ákveönum afmörkuöum fleti.”
— Ferö þú reglulega meö bæn-
ir?
„Nei, þaö getég ekki sagt. Ég fer
ekki meö bænir nema ég hafi til-
efni og mér finnst bænir sem eru
lesnar reglulega eins og þula
innantómar og kraftlausar
— Hvað finnst þér mikiivæg-
ast?
„Fólk! Ég hef mikinn áhuga á
fólki yfirleitt og nýt samskipta viö
þaö. Þaö er ekki út i bláinn þetta
meö aö maður sé manns gaman.
Fólk er lika svo skemmtilega
óllkt enda væri þetta alveg steril
tilvera ef allir væru eins. Þaö sem
ég met ööru fremur I fari annarra
er jákvætt hugarfar. Þeim sem
þaö eiga, nýtist líka betur allir
hæfileikar og tækifæri”.
— Hefurður oft gert mistök?
„Engin sem ekki var þörf lexla.
Þaö skeður ekkert i heiminum
fyrir tilviljun og ég tek undir meö
þeim sem sagöi „Eftirlátiö kján-
unum aö biöja um keppni”
Ekki lengur pláss fyrir guð
á litlu skýi
— Ahugamál?
„Þau eru ákaflega margvisleg.
Ég hef mikinn áhuga á liffræöi
fornleifafræöi, sögu, stjörnufræði
og geimvisindum”
Hann dregur upp bók um
nýjustu uppgötvanir I stjörnu-
fræöi og bendir mér á teikn-
ingarnar sem sýna jöröina I réttu
stæröar- og fjarlægðarhlutfalli
við sólkerfið.
„Þegar maöur ser svona mynd-
ir og eins þær sem hafa veriö
teknar úr geimförunum, veröur
maöur aö endurskoöa hugsun
sina um Guö. Þaö er ekki pláss
fyrir hann lengur á einhverju litlu
skýi, þarna uppi hlustandi á fyrir-
greiöslubeiönir héöan af jöröinni.
Heimsmyndin er alltaf aö breyt-
Samneysla hérlendis
of mikil
— Hvað meö islenskt þjóðfélag?
„Islendingar þurfa aö gæta sin
á þvi I dag aö missa ekki frels-
ið úr höndunum á sér. Ef þeir
hætta aö hafa efnahagslegt frelsi
þá hafa þeir glataö hluta af frels-
inu. Svo veröa menn lika aö átta
sig á þvi aö þaö er ekki hægt aö
taka upp erlendar kenningar án
þess aö heimfæra þær upp á
islenskar aöstæöur.
Okkar sérstaöa er fólgin i smæb
þjóöarinnar, landlegu og fjarlægö
frá þeim nágrönnum sem viö eig-
um viöskipti vib. Vegna fámenn-
aörir þaö er aö segja sam-
kostnaðurinn, sjái um þau. Ef viö
gefum okkur, aö þaö sé einn af
hverjum fimm sem þarf á sam-
hjálp aö halda veröa hinir að
leggja hart aö sér til aö þaö sé
hægt. Og ef lagst er á framtaks-
vilja þeirra meö óeölilegri skatt-
lagningu þannig aö þeir missa
ahuga á aö vinna, þá minnkar i
jötu samneyslunnar, þetta er
eins og aö setjast á gæsina
sem verpir gulleggjunum.
Stríðið kom með
framfarirnar
Umskiptin hérlendis uröu mjög
snögg og má segja ab islenskt
Faismiðlar? Hefurðu einhverntima heyrt um falssöngvara?
Svo má nefna merkilegt dæmi
um rangar ákvaröanir eins og
Flugleiðir. Þaö fyrirtæki er stórt
og áhugavekjandi dæmi af þvi
þaö skiptir svo miklu máli fyrir
þjóöina. 1 þessu tilviki brást
einkaframtakið. Þaö stóö sig viö
aö byggja upp fyrirtækiö — þaö
heföi rlkiö aldrei getaö gert — en
þaö sofnaöi á veröinum og tók
ekki eftir, þegar þaö stóö á kross-
götum heldur anaöi áfram f
blindni. Þessvegna fór sem fór.
Engir hafa meiri þörf
fyrir það en við að nýta
hvern þjóðfélagsþegn til
fullnustu
Alvarlegasta vandamál okkar
er veröbólgan” segir Guömund-
ur. „Hluti af veröbólgunni er aö
framleiöni á einstakling er of lltil
til aö standa undir ndverandi
kröfum velferöarþjóöfélagsins.
Þessu dæmi er best lýst meö þvi
aö viö 900% veröbólgu uröu 9%
raunbætur. Einhverjar aivarleg-
ar breytingar þurfa aö veröa ef
ekki á aö enda meö ósköpum.
Engir hafa meiri þörf fyrir þaö
en viö vegna haröbýlis og
fámennis, aö nýta hvern þjóö-
félagsþegn til fullnustu. Og vegna
fæöar sinnar verða íslendingar aö
hlúa að þeim einstaklingum sem
geta skaraö fram úr og hleypa
þeim fram úr” segir Guömundur
Einarsson.