Vísir - 07.06.1980, Blaðsíða 30

Vísir - 07.06.1980, Blaðsíða 30
VISIR Laugardagur 7. júnl 1980. 30 150 bllastæ&i eru viö Hagkaup á Akureyri. Hagkaup opnar giæsílega verslun á Akureyri Hagkaup hefur opnaö nýja verslun á Akureyri, sem er sú stærsta sinnar tegundar á ein- um gólffleti, alls 1050 fermetrar. I versluninni veröur á boöstölum mikiöúrval af mat- vörum og hreinlætisvörum, auk fatnaöar, búsáhalda, leikfanga, hljömplatna og ýmiskonar annars varnings. Verslunin er nyrst viö Noröurgötu, þar sem áöur var bifreiöaverkstæöiö Baugur. Hefur húsiö veriö stækkaö og endurbyggt samkvæmt hönn- un Haralds V. Haraldssonar, arkitekts. Noröurverk hf. var aöalverktaki viö breyt- ingarnar, Verkfræöistofa Siguröar Thoroddsens sá um verkfræöileg atriöi, Tækni- þjönustan sh. um raflagna- teikningar, Noröurljös um rafmagnsvinnu, Sigurbjörn Sveinsson um plpulagnir, Karl Þórleifsson um kæliteikn- ingar, Oddi hf. um kælilagnii; Gunnar Óskarsson um múrverk og Héöinn Jónasson sá um málningarvinnuna. Ctibússtjóri Hagkaups á Akureyri er Bergljót Pálsdótt- ir en Ómar Kristvinsson er verslunarstjóri. Alls vinna um 30 manns i versluninni. Hraða útgáfu reglugerðar Aö gefnu tilefni vill stjórn Félags bókasafnsfræöinga taka fram, aö fariö hefur veriö þess á leit viö félagsmenn, aö þeir taki ekki aö sér störf á skólasöfnum, nema um árs- ráöningu sé aö ræöa. Hvort sem ráöinn er i starfiö bókasafnsfræöingur meö upp- eldisfræöimenntun eöa kenn- ari meö viöbótarnám I bóka- safnsfræöi hlýtur sama ráön- ingarform aö gilda og hvorir tveggja ráönir af sama aöila, en áöur hafa kennarar á söf- num veriö ráönir af rikinu, en bókasafnsfræöingar af sveitarfélögum. Stjórn félagsins litur svo á, aö hér sé um nýtt starfssviö innan skólanna aö ræöa, sem þarfnist skilgreiningar og þvi sé þaö brýn nauösyn, aö hraöaö veröi útgáfu reglu- geröar um skólasöfn, þar sem m.a. veröi kveöiö á um starfs- liö og starfshætti safnanna. — K.Þ. „Þaö verður ailt briálað f miðbænum” Visir fór á stúfana og spurði nokkra krakka á aldrinum 14—16 ára, hvað þeim fyndist um þá ákvörðun, að engin útiskemmtun yrði þann 17. og i framhaldi af þvi, hvað þau hyggðust gera af sér það kvöld. „Þetta er afturtör,” - sagði bavíð Oddsson Eins og kunnugt er af fréttum VIsis veröa engar útiskemmtanir aö kvöldi 17. júni n.k. I borginni aö ákvöröun Þjóöhátiarnefndar. Af þessu tilefni haföi Visir samband viö nokkra borgarfulltrúa og spuröi þá álits á ákvöröun þess- ari. ,,Ég er á mót þvi aö hafa engar kvöldskemmtanir,” sagöi Davlö Oddsson, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, ,,mér finnst þessi ákvöröun Þjóöhátiöarnefndar röng. Þetta er afturför og ég held að þaö veröi ekkert friðvænlegra I bænum, þó allt verði drepið niður.” „Ég mun láta þaö afskipta- laust, þó ekki veröi útiskemmtun,” sagöi Sigurjón Pétursson, borgarfulltrúi Alþýöu- bandalagsins, „ég skal játa það, aö ég hef stutt að þvl, aö útiskemmtun væri I miöborginni, en hins vegar hefur þaö yfirleitt endaö meö slæmu ástandi þar. Ég veit ekki, hvort þaö veröur neitt betra núna, en mér finnst ástæöa til aö gera þessa tilraun, þvl ástandiö eins og þaö hefur veriö er illþolandi.” „Ég er ekki alveg 100% sáttur viö, aö ekkert veröi um aö vera neins staöar I borginni aö kvöldi 17. júni,” sagöi Björgvin Guömundsson, borgarfulltrúi Alþýðuflokksins, „hins vegar finnst mér aö kvöldskemmtanir og meiri háttar hátlöahöld I miöbænum fram á nótt sé nóg aö hafa á t.d. 5 ára fresti,” sagði Björgvin og bætti við: „minni afstööu valda þær óspektir og þau læti, sem veriö hafa á þessum skemmtunum, þegar unglingarn- ir hafa tekiö miöbæinn meö lát- um.” — K.Þ. Poppunnendur geta kæsl: Clash kemurl - En verður ekkerl af (slensku rokklónleikunum? Síödegis I gær staöfesti örn- ólfur Árnason framkvæmda- stjóri Listahátlöar I samtali viö Vísi aö samningar heföu veriö undirritaöir um hingaökomu bresku nýbylgjuhljómsveitar- innar The Clash og geta popp- unnendur þvl loks dregiö and- ann léttar. Clash, sem er I hópi fremstu hljómsveita á sviöi ný- bylgjurokks, mun halda eina hljómleika hér á landi I nafni Listahátlöar og veröa þeir I Laugardalshöll aö kvöldi laugardagsins 21. júni n.k. SATT, samtök alþýöutón- skálda- og tónlistarmanna, höföu boöist til aö halda hljóm- leika I Laugardalshöll 19. júni þar sem innlendir popparar kæmu fram, en þann dag mun Laugardalshöll hafa veriö bók- uð fyrir popptónleika hátlöar- innar. Boö SATT var háö þvi hvort Clash kæmu eöa ekki, en Jóhann G. Jóhannsson einn stjórnarmanna SATT sagöi I samtali viö VIsi I gær aö nú þegar ljóst væri aö Clash kæmu þyrfti aö skoöa þetta boö nánar og myndi fást úr þvi skorið fljót- lega hvort af Islensku tónleik- unum yröi. A þeim hljómleikum var fyrirhugaö aö fram kæmu Þursaflokkurinn, Brimkló, Mezzoforte, Bubbi Mortens og Utangarösmennirnir, Chaplin og bræöurnir Halli og Laddi. Hljómleikarnir áttu aö vera Listahátiö aö kostnaöarlausu, auk þess sem SATT greiddi upp- setta húsaleigu. Akveöiö svar um þaö hvort þessu boði yröi tekiö haföi ekki verið gefiö áöur en samningar- nir viö Clash voru undirritaöir. — Gsal Nýjar Italskar kartöflur á markaðlnn: Pétur óskarsson, 14 ára: Mér finnst ómögulegt, aö ekkert ball veröi, en ég ætla samtniörl bæ, ég er vanur þvi. Aöalheiöur Steinadóttir, 16 ára: Mér finnst alveg ómögulegt, að ekki veröi ball, en ég býst við, að ég fari niörl bæ fyrir þvi. Það er svo lítið annaö, sem minn aldur getur gert annaö. Pálmi Finnbogason, 16 ára: Ég held, aö allt veröi brjálaö hérna I miöbænum, þó ekki verði ball, svo maöur getur ekki annaö en klkt á þetta. Þóröur Harðarson, 16ára:Þó þaö veröi ekki ball, sem mér finnst asnalegt, ætla ég I bæinn. Þar veröa allir, svo maöur veröur þar. Halla Björk Marteinsdóttir, 14 ára: Mér finnst asnalegt, aö þaö veröi ekkert ball, en ég er ekki búin aö ákveöa, hvaö ég geri. verðið um 40% hærra Nýjar Italskar kartöflur eru þegar komnar I nokkrar verslanir I Reykjavlk og taka þær viö af hollensku kartöflunum sem nú eru á þrotum. Veröiö á nýju kar- töflunum er verulega hærra en á þeim hollensku, kilóiö I 5 kg pok- um kostar 388 kr. á móti 260 kr. og þýöir þaö rlflega 40% hækkun. Aö sögn Jóhanns Jónassonar forstjóra Grænmetisverslunar landbúnaöarins er geymsluþol hollensku kartaflnanna orbib harla litiö auk þess sem þær eru aö veröa búnar. Kvaö hann ekki hafa reynst unnt aö fá ódýrari kartöflur og nefndi aö áöur heföi oft veriö keyptar inn kartöflur frá Itallu. „Ég vona aö verðiö á kar- töflunum lækki þegar llöa tekur á mánuðinn,” sagöi Jóhann, „Þær hafa gert þaö undanfarin ár og þær eru alltaf dýrastar fyrst.”Kartöfluuppskeran hér heima brást aö verullegu leyti I fyrrahaust og voru Islenskar kar- töflur ófáanlegar aö heita mátti strax I febrúar. Áriö þar á undan var þessu ööruvisi fariö, þá dugöi islenska framleiöslan langt fram I ágústmánuö og þurfti aöeins aö flytja inn kartöflur i tvær vikur. Nú þarf aö flytja inn kartöflur I rúmt hálft ár. — Gsal Guörún Helga Arnardóttir, 15 ára: Þó þaö veröi ekki ball, ætla ég niörl bæ. Ég held þaö breyti engu, þótt ekki veröi ball. — K.Þ.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.