Vísir - 13.06.1980, Blaðsíða 6

Vísir - 13.06.1980, Blaðsíða 6
VISIR Föstudagur 13. jiinl 1980 6 v KVARTMÍLU- KLÚBBURINN Kvartmílukeppni verður haldin í Kapelluhrauni, laugardaginn 14. júni kl. 2. Keppendur mæti fyrir kl. 12.00. Mörg ný ökutæki skráð til leiks. Stjórnin. Námskeið i uppeldis- og kennslufræðum í samvinnu viö menntamálaráðuneytiö gengst félagsvisinda- deild Háskóla islands fyrir námskeiði i uppeldis- og kennslu- fræðum fyrir háskólamenntaða kennara sem skortir tilskilið próf i þessum gremuin. Fyrsti hluti náinskeiðsins verður 6. — 23. ágúst 1980. Siöan er gert ráð fyrir 4-5 heimaverkefnum, 10 daga námsáfanga i janúar 1981 og allt að 9 vikna lokaáfanga sumarið 1981, ef kennslukraftar fást. Námskeiðið er ætlað kennurum á framhaldsskólastigi eða grunnskólastigi sem luku B.A.-prófi eða ööru sambærilegu eða hærra prófstigi l'rá háskóla eigi siðar en vorið 1978 og hafa kennt aö þvi prófi loknu a.m.k. tvö ár i meira en hálfu starfi við fyrrgreind skólastig. Umsóknir um þátttöku i námskeiöinu skulu sendar skrifstofu félagsvisindadeildar Háskóla islands fyrir 1. júli 1980. Tilskil- in umsóknareyðublöð fást þar og i aðalskrifstofu háskólans og menntamálaráðuneytinu. Háskóli islands Félagsvisindadeild Nauðungaruppboð sem auglýst var i 110. tbl. Lögbirtingablaðs 1979 og 4. og 8. tbl. þess 1980 á hluta i Leifsgötu 6, þingl. eign Böðvars S. Bjarnasonar fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavik, Iðnaöarbanka íslands og Kristins Björnssonar hdl. á eigninni sjálfri mánudag 16. júni 1980 kl. 14.45. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 110. tbl. Lögbirtingablaös 1979 og 4. og 8. tbl. þess 1980 á Laugavegi 22a, þingl. eign Magnúsar Guö- laugssonar o.fl. fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavik á eigninni sjálfri mánudag 16. júni 1980 kl. 14.15. Borgarfógetaembættiö i Reykjavik. BÍL4LEÍ GA Skeifunni 17, Simar 81390 Endurvekjum knattbrautirnar Á árunum milli 1950-1960 hafði unglinganefnd sú er starfaði innan KSÍ forgöngu um að koma á framfæri og kynna knatt- þrautir, sem notiö höföu vinsælda I Noregi að ég held, og jafnvel viðar á Norðurlöndum. Þessum knattþrautum var mjög vel tekiö af félögunum viða um land og ekki siður af litlu strákunum og mátti sjá þá, bæöi á völlum, portum og húsa- sundum við aö æfa sig I að halda bolta á lofti, skjóta i mark eöa skalla. Tekin voru próf I knatt- þrautunum, sem ýmist veittu brons, silfur eða gullmerki, allt eftir vissum reglum, svo og getu þátttakenda. Það þótti mikill heiður á þessum árum aö vinna til viðurkenningar fyrir knatt- þrautir, enda voru strákarnir stundum kallaðir inná völl i hálfleik, þegar t.d. landsleikur var og margir áhorfendur til staöar. Þar stilltu þeir sér upp i sinum félagsbúningi og helstu forráöamenn knattspyrnunnar I landinu komu inná völlinn, hengdu á þá merkið og óskuöu þeim til hamingju. Þetta var stdr stund i lifi strákanna og stundum var meira að segja birt mynd af þeim i blöðunum, sem á þessum árum var ekki litið mál. Þeir drengir sem hvað mesta rækt lögðu við aö æfa knatt- þrautirnar urðu er árin liðu margir hverjir snjöllustu knatt- spymumenn landsins og má i þvi sambandi nefna mörg nöfn. Eg nefni aðeins nafn Þórólfs Beck, en hann varð fyrstur til aö vinna til gullmerkis fyrir knatt- þrautir. Þórólfur varð atvinnu- maður i knattspyrnu, eins og margir muna og hann var afburöamaður i knattleikni og allri tækni meö knöttinn. Þrátt fyrir þaö, að mikiö gagn væri af þvi að æfa knattþraut- irnar, dvinaði áhuginn fyrir þeim og þær lögðust alveg niöur um langt árabil. Reynt var að endurvekja áhuga fyrir þeim, en með litlum árangri. Ellert Schram, núverandi for- maður KSl, sem á sinum tima óx upp með knattþrautunum, gerði fyrir þrem árum eða svo, ýtarlegar tillögur um málefni yngriknattspyrnumanna okkar, þvi honum var ljóst, eins og svo mörgum öörum, að þar höfðum við ekki unniö sem skyldi og við svo búiö mátti ekki standa. Unglinganefnd KSI undir stjórn Gylfa Þóröarsonar tók aö vinna aö þessum málum i samræmi viö tillögur Ellerts og á sl. ári kom út skemmtilegur bæklingur á vegum nefndar- innar sem inniheldur nýjar knattþrautir tií iökunar innan- húss, reglur um MINI knatt- spyrnu, ýmsa smáleiki i knatt- spymu, svo og gömlu og góðu knattþrautirnar, sem ætlaðar eru til æfinga utanhúss. Þaö er ástæöa til aö minna á þennan bækling, þvlhann er nauösynleg handbók, ef svo má að orði komast, fyrir alla þá sem kenna knattspyrnu. Þá má benda foreldrum þeirra drengja og telpna, sem áhuga hafa á knattspymu, aö þeir gerðu rétt I þvl aö gefa þeim bæklinginn, þvi þar eru æfingarnar mjög vel skýrðar I máli og myndum og það er hægt að æfa knatt- þrautirnar og fara i marga leik- ina, bæði á lóöinni heima, eða á sléttri flöt við sumarbústaðinn, eða nánast hvar sem er. Þjálfun knattmeöferðar er afar timafrek og kostar mikla vir.nu og oft mikla þolinmæöi. En það er mesti misskilningur aö endilega þurfi glæsta velli eöa iþróttasali til æfinga. Þaö er eins og ég hef áöur sagt, hægt að æfa nánast hvar sem er. Um þessar mundir vinnur Unglinganefnd KSI að þvi ásamt þjálfurum landsliðanna, þeim Guðna Kjartanssyni og Lárusi Loftssyni, að kynna bæklinginn og knattþrautimar, þvi þeir munu ferðast á næst- unni til margra staða viösvegar um landið og hafa jafnvel ein- hvern frægan landsliðsmann með sér. Vonandi verður þessari kynningarstarfsemi vel tekið og að félögin taki knatt- þrautir og knattspyrnukennslu fastari tökum en hingaö til. Undanfarna daga hefur getiö að lfta á siöum dagblaöanna, að þrjú knattspyrnufélög, KR, Fram og Vlkingur hafa sett á stofn knattspyrnuskóla. Eftir þvi sem séð verður, hafa félögin vandað til þessa skólahalds og fengið góöa knattspyrnumenn og þjálfara til kennslunnar. Þetta er vissulega fagnaöarefni og vonandi verður framhald á starfseminni, auk þess sem þess er að vænta að önnur félög taki viö sér og stofni til kennslu fyrir okkar yngstu knattspyrnumenn. Þjálfun knattmeðferðar til þess að ná fullkomnun er ærið tlma- frek og lærist það ekki á aldrinum 9-12 ára að ná tökum á undirstööuatriðum knattspyrn- unnar, er hæpið að þaö lærist nokkumtima að nokkru gagni. Viö verðum þvi aö nýta þessi ár mjög vel og á réttan hátt. Á FÖSTUDEG/ Helgi Daníelsson skrifar Kna ttspyrnuskó/i INNRITUN I SÍMA 22195 1980 Alla virka daga frá kl. 15.00 - 17.00 Skölinn er opinn öllum krökkum á aldrinum 7 -12 ára, fæddum á árunum 1968 - 1973 Námskeiðin verða haldin sem hér segir: 16. — 29. júni, fyrir hádegi, eldri flokkur, 16. — 29. júni, eftir hádegi, yngri flokkur, 30. jún. —13. júli, fyrir hádegi, eldri fiokkur, 30. jún. —13. júli, eftir hádegi, yngri flokkur, 14. — 27. júli, fyrir hádegi, eldri flokkur, 28. júl. —10. ág., fyrir hádegi, yngri flokkur, 11. — 24. ág., fyrir hádegi, yngri flokkur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.