Vísir - 13.06.1980, Blaðsíða 7

Vísir - 13.06.1980, Blaðsíða 7
„Þlo eruð Englandl alls ekkl tll sðma” - sagðl enskl elnvaldurlnn Ron Greenwood, er nann ávarpaðl snarvltlausa enska áhorlendur á iafnteflisielk Englands og Beigiu I Torlno „Ég get ekki sagt annað en að ég skammaðist min fyrir að vera Eiiglendingur hérna i kvöld vegna framkomu hluta af ensku áhorfendunum” sagði Kevin Keegan eftir leik Englands og Bélgiu i úrslitum Evrópukeppni landsliða i gærkvöldi. ,,Ég veit að 95% af ensku áhorfendunum eru ágætis fólk sem hefur áhuga á að styðja við bakiö á okkur, en af- gangurinn er bara fyllibyttur” sagði Keegan. „Viljið þið gera svo vel að haga ykkur eins og fólk, þið eruð Englandi og enskri knattspyrnu til skammar” sagði enski lands- liðseinvaldurinn Ron Greenwood erhann ávarpaöi ensku áhorfend- urna á leiknum og samskonar skilaboö voru lesin til þeirra belgisku, i kjölfar látanna á áhorfendapöllunum, en til þess að bæla þau niður varð lögreglan aö nota táragas. Við það barst gasiö inn á völlinn og varö að gera hlé á leiknum vegna þess aö leikmenn- irnir voru komnir með gasið i augun og farnir að gráta. Leikur- inn sem hafði verið afbragðsgóð- ur fram aö þessu lognaðist alveg út af við þetta og var litil skemmtun fyrir 7 þúsund áhorfendur. Hann haföi þó farið mjög vel af staö, og á 26. minútu náði England forustunni. Ray Wilkins átti allan heiðurinn af þvi marki, tók boltann laglega yfir tvo varnarmenn og skaut siðan fallegu skoti sem hafnaði i mark- inu. Aðeins þremur minutum siðar jafnaði Belgia meö marki Ceule- mans af stuttu færi og þaö var meira en ensku áhorfendurnir þoldu. Þeir hafa ekki veriö landi sinu til sóma á ttaliu, 35 þeirra teknir i slagsmálum i fyrradag, og svo ólætin i gærkvöldi. Tony Woodcock skoraði reynd- ar annað mark fyrir England á 75, minútu en eftir að hafa ráð- fært sig við linuvörðinn dæmdi dómarinn þaö af vegna rangstööu á Keegan. gk-. Ray Clemens var einn þeirra sem grét I Torino I gærkvöldi, ekki vegna þess að hann fékk á sig mark heldur út af táragasi sem var ætlað ensku áhorfendunum en fór i auga leikmanna ekki siður. ITALIRNIR EKKI SAMIR AN ROSSI Italska landsliöiö i knattspyrnu sem lék sinn fyrsta leik i úrslitum Mettilraun hjá flrthúr Einn fyrsti liðurinn i hátiða- höldum íþróttafélagsins Þórs á Akureyri, sem varð 65 ára á dög- unum, er lyftingamót sem fram fer 1 Glerárskóla og hefst kl. 13.30 á morgun. Þar verður keppt bæði i venju- legum lyftingum og kraftlyfting- um, og ætlar Arthur Bogason að gera atlögu að Evrópumeti sinu i réttstööulyftu. Evrópukeppni landsliða i gær- kvöldi gegn Spánverjum oili áhorfendum sínum miklum von- brigðum. Var greinilegt á öllum leik liðsins að það saknaði Paulo Rossi mjög, en þessi mesti markaskorari landsliðsins und- anfarin ár er sem kunnugt er ný- byrjaður að taka út þriggja ára keppnisbann sitt vegna mútu- málsins fræga sem afhjúpað var á ttaliu á dögunum. Rossi hefur venjulega séð um að ljúka sóknarlotum italska liös- ins meö mörkum, en i gærkvöldi var hann sem sagt ekki til staðar. Fyrir vikiö var sókn Itala mátt- laus, og var það helst að reynd væri markskot af löngu færi á spænska markið. Spænski markvörðurinn Arcon- ada var hinsvegar ekki i miklum vandræöum með að verja þau öll, og það voru Spánverjarnir sem komust næst þvi að skora. Þeir fengu mjög gott færi á 70. minútu er varamaöurinn Juanito skaut þrumuskoti af löngu færi beint úr aukaspyrnu, en boltinn sem small i þverslá italska marksins hentist niður, rétt utan viö marklinuna. Þar sluppu Italir með skrekkinn. Nú hafa öll liðin i keppninni leikið einn leik, og er óhætt aö segja að ekkert þeirra hefur enn sem komið er sýnt neitt umfram önnur. Er þvi ógerningur að spá einhverju fyrir um framhald keppninnar sem verður leikin af fullum krafti um helgina. gk-. Haukarnlr mlssa ivo landsliðsmenn: ingimar fer til HG og Andrés tii GiilF Ingimar Haraldsson hand- knattleiksmaður ár Haukum mun í næsta mánuði halda til Danmerkur, þar sem hann mun leggja stund á nám og störf I kóngsins Kaupmannahöfn. Ingimar hefur einnig áhuga á að leika handknattleik þar, og hefur honum ná verið boðið að koma til HG, sem er eitt þekkt- asta 1. deildarliö Dana, og kynna sér aöstæður þar. HG er undir stjórn fyrrverandi lands- liðsfyrirliöa og landsliðsþjálf- ara Dana, Gert Andersen, og hefur hann sýnt mikinn áhuga á að fá Ingimar I hópinn hjá HG. Stórliðið sænska frá Stokk- hólmi, GUIF, hefur einnig sýnt mikinn áhuga á aö fá annan Haukamann til sin. Er það Andrés Kristjánsson, sem Ihug- ar að halda til Sviþjóðar innan skamms til náms. Hefur einn af forráðamönnum GUIF þegar komiö til landsins til að ræða við hann, og talið nokkuð öruggt að Andres fari þangað fái hann skólavist þar. Ekki er nóg með að Haukar missi þá tvo frá félaginu I haust. Þeir taka nefnilega „góðan toll” af kvennaliði Hauka með sér þegar þeir fara. Eru þaö unn- ustur þeirra, Halldóra Mathisen og Sjöfn Hauksdóttir, sem hafa veriö I hópi máttarstólpa 1. deildarliðs kvenna hjá Haukum undanfarin ár. Fara þær einnig utan til náms en ekki er okkur kunnugt um hvort þær ætla að leika handknattleik i Danmörku eða Sviþjóð eins og unnustarnir I vetur. Unnar yfir 2 metra Unnar Vilhjálmsson, 18 ára gamall sonur hins kunna þri- stökkvara Vilhjálms Einarsson- ar, er kominn i hóp bestu há- stökkvara okkar frá upphafi. Unnar vann það afrek á dögun- um að stökkva 2,03 metra á móti sem fram fór á Eiðum, og eru þeir sárafáir Islendingarnir sem hafa stokkið hærra. Bikarkeppní KSÍ: KAEflA ÞðR? 1 gær var dregiö um þaö i aðalstöövum Knattspyrnu- sambands tslands hvaða liö eiga að leika saman i 3. um- ferð Bikarkeppninnar, en þeirri umferö á að vera lokið 18. júni. Aðalleikurinn og sá sem mesta athygli vekur er viðureign Akureyrarliðanna KA og Þórs, tveggja liða sem munu eflaust bæði berjast til sigurs til siðustu minútu. En drátturinn I heild litur þann- ig út Fylkir-Afturelding IBt-Grótta Viðir-VIkingur 01. KS-Tindastóll KA-Þór Huginn-Þróttur N. Sigurvegararnir i þessum leikjum komast i aðalkeppn- ina, en þá mæta liöin úr 1. deild tilleiks. • watson fór holu í liöggi Bandariski golfsnillingur- inn Tom Watson fór holu I höggi I gær en þá hófst Opna bandariska meistaramótiö I golfi á Baltusrol golfvellin- um I Springfield. En afrek hans féll i skugg- ann fyrir stórkostlegum árangri Ray Floyd á fyrri 9 holunum i gær. Hann lék þær á aðeins 30 höggum, og komst þannig I hóp þeirra James McHale, Bob Charles, Arnold Palmer, Ken Venturi og Tom Shaw sem hafa leikiö það áöur, en þetta er met i þessari keppni. I forustunni eftir fyrsta daginn eru þeir Floyd og Jay Haas, báðir á 67 höggum. ek-. MeistarakeppniKSí: Glæslleg verðlaun I boði Meistarakeppni KSt verður ná I sumar og fram- vegis leikin með nýju fyrir- komulagi. Meistaraliðin frá árinu áður, þ.e. tslands- meistarar og Bikarhafar munu leika einn leik á miðju sumri og er keppt um glæsi- legan verðlaunabikar sem KR gaf i minningu um Sigurö Halldórsson, og eru þetta glæsilegustu verðlaun I Islenskri knattspyrnu. Leikurinn fer fram á mið- vikudaginn og það eru IBV og Fram sem eigast við aö þessu sinni. Eftir leikinn mun þvi fyrirliði annars liðs- ins veita verðlaunabikarnum viötöku úr hendi Einars Sæmundssen fyrrum for- manns KR sem er heiöurs- gestur á leiknum. Ýmislegt verður gert til aö auka á stemninguna á vellin- um a miövikudag, þannig leika lið Vals og KR frá 1965 forleik og i hléi keppa Þrótt- ur og Fram I 6. flokki. gk-.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.