Vísir - 13.06.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 13.06.1980, Blaðsíða 8
VÍSIR Föstudagur 13. júnl 1980 Utgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri: DavlS Guömundsson. ■ Ritstiórar: ólafur Ragnarsson og Ellert B. Schram. Ritstiórnarfulltrúar: Bragi Guómundsson, Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaóamenn: Axel Ammendrup, Frlóa Astvaldsdóttir, Halldór Reynlsson, lllugi Jökulsson, Jónlna Michaelsdóttir, Kristín Þorsteinsdóttlr, Magdalena Schram, Páll Magnússon, Sigurjón Valdlmarsson, Sæmundur Guðvlnsson, Þórunn J. Hafstein. Blaöamaöur á Akureyri: Glsli Slgur- geirsson. Iþróttir: Gylfl Krlstjánsson, Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. útlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson og Magnús Olafsson. Auglysinga og sölustjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Siguröur R. Pétursson. Ritstjórn: Slðumúla 14 simi Sóóll 7 línur. Auglýsingar og skrifstofur: Síðumúla 8 símar 86óll og 82260. Afgreiösla: Stakkholti 2-4 sími 86ól 1. Askriftargjald er kr. 5000 á mánuöi innanlands og verö i lausasölu 250 krónur ein- takið. Visirer prentaöur I Blaöaprenti h.f. Siöumúla 14. Rekstrarvandi oo markaosmal Vandi frystiiönaöarins vegna sölutregöu á aöalmörkuöum okkar veröur ekki leystur meö gengisfellingu. t þvl sambandi getur aöeins stóraukin sala á Evrópumarkaöinum eöa nýir markaöir komiö aö gagni. „ Rikisstjórnin mun skoöa þessi mál gaumgæf ilega og ég býst við að það þurfi að skoða vanda frystihúsanna í ýmsu Ijósi". Þetta er eitt hinna sígildu svara, sem ráðherra í ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens hefur gefið blaðamönnum/þegar spurt er um hvað gert verði til þess að bregðast við þeim erfiðleikum, sem við blasa í fiskiðnaðinum þessa stundina. Sá, sem hér átti hlut að máli var Ingvar Gíslason, sem fer þessa daga með sjávar- útvegsmái, á meðan Steingrímur Hermannsson, sjávarútvegsráð- herra, spókar sig í útlöndum. Þeir eru iðnir við að skoða málin ráðherrar þessarar ríkis- stjórnar. Þeir ýta vandamál- unum sífellf á undan sér, en minna er gert til þess að leysa þau. Og svo er enn einu sinni komið upp gamla feimnismálið með gengisfellinguna, það vill helst enginn standa fyrir henni, og forsætisráðherrann lætur hafa eftir sér í fjölmiðlum dag eftir dag, að það sé ekki mál ríkis- stjórnarinnar, heldur Seðlabank- ans að breyta gengisskráning- unni, og hann hafi engar tillögur heyrt frá þeirri stofnun í þá átt. Og Seðlabankastjóri er í útlönd- um. Það er eins og ríkisstjórnin haf i ekki áttað sig á því að gamla hringavitleysan er enn við lýði, almennar verðhækkanir leiða til vísitöluhækkunar almennra launa, fiskverðið er hækkað til samræmis við launahækkanirnar og svo standa spjótin á fisk- vinnslunni, sem ekki getur tekið á sig þessi fjárútlát. Þeir, sem ráðast til stjórnarforystu í land- inu verða að horfast í augu við staðreyndir og bregðast við þeim svo fljótt sem auðið er. í þessu efni er ekki eftir neinu að bíða. Hrikalegar tölur hafa verið nef ndar um áætlað tap f rystihús- anna á ári miðað við núverandi stöðu, allt að 20 til 30 mill- jarðar króna. Stjórnir sölustofn- ana frystiiðnaðarins hafa sent forráðamönnum frystihúsa orð- sendingar um að fara að öllu með gát, og varað þá við að halda áfram rekstri við þessar aðstæður. Að auki er mönnum bent á að undirbúa uppsagnir og rekstrarstöðvun. I raun eru erf iðleikarnir í hrað- f rystiiðnaðinum nú meiri en áður hefur verið vegna þess, að auk kostnaðarhækkananna hér innanlands, sem fyrirtækin virðast ekki geta borið án gengis- fellingar, er við að glíma alvar- lega sölutregðu á helstu mörkuðum þeirra og verðlækk- anir þar á ýmsum f isktegundum. Ástæður sölutregðunnar í Bandaríkjunum virðist mega rekja beinttil versnandi lífskjara þar í landi,atvinnuleysis og verð- bólgu, sem verður til þess að minna selst af fiski, sem hefur verið þar alldýr, heldur en ódýrum kjötafurðum. Birgðageymsiur vestanhafs eru fullar og er ekki búist við að meira af freðfiskafurðum verði flutt út héðan í bráð. Geymslur frystihúsanna hér á landi eru þar að auki um það bil að fyllast, og gæti því komið til framleiðslu- stöðvunar einungis vegna þess, að hvergi verður hægt að koma afurðunum fyrir. Auðsætt virðist því, að sölu- samtök hraðf rystiiðnaðarins verða nú að gera stórátak til þess að koma framleiðslu sinni inn á nýja markaði eða ráðast í herferðir til þess að auka söluna á Evrópumörkuðunum og þá aðallega i Bretlandi. Erlendur Einarsson á aðalfundí SIS: „SAMBANDSMENN ERU BJART- SÝNIR 00 RAUHSÆIR” „Eg held aö þessi staöa Sambandsins núna, skapi hjá okkur bjartsýni á aö mæta erfiöleikunum, sem steöja aö, meö myndarskap,” sagði Erlendur Einarsson forstjóri SIS i spjalli viö Visi i gær, en hann er nú staddur i Bifröst, þar sem aðalfundur SIS er haldinn. ,,Að visu syrtir mjög i álinn með markaði erlendis og sjávarútveginn og sjávaraf- urðirnar, en ég held að staðan hjá okkur nú veröi til þess að viö reynum nú aö taka myndarlega á og viö látum erfiðleikana ekki hafa alltof mikil áhrif á okkur varðandi framtiöina. Viö munum reyna að horfa meira fram i sambandi við atvinnu- uppbyggingu. Viö erum opnir fyrir að taka þátt i framtiðar iönaðarupp- byggingu i landinu. Það er gert ráð fyrir að Samvinnuhreyf- ingin haldi áfram að efla sinn sjávarútveg og sölu sjávar- afurða og það er nú nokkuö ákveðiö að það verður sett upp sérstakt sölufyrirtæki fyrir sjávarafurðir i Bretlandi, sem veröur svipað og fyrirtækið i Bandarikjunum, eign Sam- bandsins og frystihúsanna, sem að þvi standa. Hér urðu miklar umræður i umræðuhópum i gær og unnið verður úr niðurstööum þeirra i dag . Umræöurnar snerust um stefnuskrá fyrir 1982, en þá er •aldarafmæli elsta kaupfélagsins, Kaupfélags Þingeyinga, og þá er Sam- bandið 80 ára. Menn eru bjartsýnir hér á fundinum og hressir, þrátt fyrir skuggana. Kannski er oft nauð- synlegra að geta verið hæfilega bjartsýnn, þegar syrtir i álinn, en þó raunsær,” sagði Erlendur Einarsson að lokum. Heildarvelta SlS nam 107.534 milj. kr. árið 1979 og jókst um 71% frá árinu áður. Brúttó- tekjur jukust um 66.4%, en almenn rekstrargjöld um 62.3%. Best var afkoma Sjvarafurða- deildar ailra deilda SIS. Af veltu Sambandsins var umboðssala 68.591 milj. eða 63.8%. Útfiutn- ingur var 53.716 milj. og hafði aukist um 82% frá fyrra ári. Launagreiðslur hækkuðu um 56.2%, opinber gjöld um 73.2% og vaxtakostnaður um 81.5%. Endanlegur tekjuafgangur á rekstrarreikningi er 465.9 milj. samanborið við 83.6 milj. 1979 . Starfsmenn voru 1814 i árslok og skiptust þannig: Skrifstofu- menn 349, verslunar- og lager menn 235, iðnaðar- og verka- menn 1040, farmenn 135 og aðrir starfsmenn 55. Konur i þessum hópi voru 835 og karlar 979. Félagsmenn i kaupfélögunum voru 41.639. Afkoma kaupfélag- anna er reiknislega heldur góð hjá þeim flestum, en vegna nýrra reglna um uppgjör er óhægt um samanburð við fyrri ár. Erlendur taldi vafasamt aö útkoman væri i raun betri i ár en i fyrra, en þá var hún slæm, og iagði áherslu á að mjög erfitt væri að reka smásöluverslun i dreifbýli um þessar mundir. „Miðað við allar aðstæður, sýnist mér útkoman betri en á horfðist. I svona margþættum rekstri eins og hjá okkur eru auövitað ýmsar greinar, sem eiga i erfiðleikum, en aðrar koma betur út. Flestar deildir Sambandsins komu sæmilega út, en það eru vissir erfiðleikar i Véladeildinni. Það er ákaflega erfitt að átta sig á afkomu kaupfélaganna, vegna nýrra reglna um uppgjör, þannig að verðbreytingtekjur koma inn og miðað við þær verður tekjuafgangur.þegar kaupfélögin eru tekin saman. Þaö er þó fyrst og fremst af öðru en versluninni. Verslunin i dreifbýlinu á afskaplega erfitt uppdráttar og er mjög mikið vandamál. Við ætlum að reyna að taka saman uppgjör eftir gamla laginu til að fá samanburð.” SÍJ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.