Vísir - 13.06.1980, Blaðsíða 24

Vísir - 13.06.1980, Blaðsíða 24
síminnerðóóll wism Föstudagur 13. júní 1980 Loki segir „Þar sem frystihúsin eru þeg- ar oröin full og framleiöa ekk- ert nema veröbólgu, er alveg eins gott aö loka þeim”, sagöi einn af efnahagssérfræöingum landsins á dögunum. Kannski SH reyni aö selja þessa nýju framieiöslu frystihúsanna úr landi! I 1 i i i I Hf Veörið hérl og har Klukkan sex i morgun: Akureyri skýjaö 10, Bergen skyjaö 12, Helsinki léttskýjað 12, Kaupmannahöfnléttskýjaö 12, Oslósúld8, Reykjaviksúld 8. Klukkan átján [ gær: Chicagoléttskýjað 25, Feneyj- ar léttskýjaö 22, Londonskýj- að21, Las Palmasalskýjað 19, Mallorca heiðskirt 23, Róm heiðskirt 21, Vinléttskyjað 24, Winnipeg skúrir 25. B i I veðurspá dagsins Yfir sunnanverðu Grænlands- hafi er 1005 mb. lægð á hreyf- ingu NA en 1024 mb. hæð suður af Hornafirði. Suöurland til Vestfjaröa: V-gola, skýjað og þokusúld á miðum. Noröurland vestra: Hæg breytileg átt og skýjaö með köflum i dag. Norðurland eystra: Hæg breytileg átt og viða léttskýjað til landsins i dag. Austurland og Austfirðir: Léttskýjað til landsins, en þokubakkar á miðum. Suöausturland: Hægviðri og vfða léttskýjað i dag. Mikill eltingarleikur lögreglu við drukkinn ökumann: lOgreglumenn onu FÚTUM FJÖR AR LAUNAI Uröu að fjarlægja ökumanninn með valdi Lögreglan i Reykja- vik handtók i nótt ölv- aðan ökumann eftir mikinn eltingarleik um götur borgarinnar og er yfir lauk varð að fjarlægja manninn með valdi undan stýri bif- reiðarinnar. Það var um tvö-leytið i nótt sem lögreglunni barst tilkynn- ing um að ölvaður maður á bil væri á plani B.S.l. og er lögregl- an kom á vettvang reyndist þar vera ungur maður á Cort- inubil. Þegar maðurinn varð lögreglunnar var lagði hann á flótta og barst leikurinn vestur Hringbraut og yfir á Sóleyjar- götu þar sem maðurinn ók gegn einstefnuakreinA Lækjargötu ók maðurinn yfir á rauðu ljósi og þaðan barst leikurinn austur i bæ og i N jörvasundi ók sá ölvaði utan i tvo kyrrstæða bila og lenti á lögreglubil sem komið hafði i veg fyrir hann. Þegar blllinn hafði stoppað og lögreglumenn hugðust ganga að bilnum skipti engum togum að maðurinn ók skyndilega af stað og áttu lögreglumennirnir fót- um sinum fjör að launa. Maður- inn var svo loks stöðvaður i Skeiðarvogi og varð að taka hann meö valdi eins og áður segir. — Sv.G. Vfir 20 stlga filli á Akureyri Akureyri var hlýjasti staðurinn á landinu I gær, með yfir 20 stiga hita, sunnangolu og sólskin. Ekta Ak- ureyrarveður, sögðu heimamenn og voru svolitið roggnir meö sig. Þetta kunnu börnin á gæsluvellinum við Noröurbyggð vel aö meta og á myndinni hafa þau brugöið sér i hjóltúr, sennilega á motorhjóli, sem að visu er nokkuð statt. Það er ekki á hverjum degi, aö Grimsstaðir á Fjöllum eru meö hlýjustu stöðum á landinu, en þannig var það i gær, þegar hitinn komst þar mest upp i 19 stig. G.S./Akureyri. Þrátt fyrir ákvðrðun bloðhátíðarnefndar: Kvöldskemmt- un í Laugar- dalshöll 17. Akveðið hefur verið að halda kvöldskemmtun iReykjavik þann 17. júni. Skemmtunin veröur á vegum Listahátiöar og SATT og haldin i Laugardalshöll. Þar koma fram Brimkló, Pálmi Gunnarsson, Utangarösmenn ásamt Bubba Morthens og hljóm- sveitin Chaplin úr Borgarnesi. Aögangseyrir að skemmtuninni er áætlaöur um 4000.00 krónur. — K.Þ. Banaslys 75 ára gömul kona beið bana, er hún varð fyrir bifreið á Kringlu- mýrarbraut viö Sléttuveg laust eftir hádegi I gær. Konan var á gangi meöfram Sléttuvegi og gekk hUn vestur yfir Kringlumýr- arbraut, er hUn varð fyrir sendi- ferðabifreið, sem ók i noröurátt. Ekki er unnt að birta nafn kon- unnar að svo stöddu. Þetta er fjórða banaslysið I um- ferðinni nU á réttri viku en þrjU þeirra hafa orðið i Reykjavfk og eitt i Aðaldal i Þingeyjarsýslu. —Sv.G. Vinningshafi i sumargetrauninni Dregið hefur verið i sumarget- raun Visis, sem birtist 29. mai. Vinningshafi: Rósa Hansen, Hólmgaröi 47, Reykjavik. Vinningur er Garden-vörur fyrir 100.000 kr. Vinningur er frá Gunnari As- geirssyni h/f. „verðið nánast 09 bílverð” 35 smáflugvéiar flutfar inn frá áramútum: „Það hefur ógrynni af smáflug- vélum verið flutt inn nú frá ára- mótuin.en veröiö er nánast sama og bilverö, þvi aö enginn tollur eða söluskattur er greiddur af þeim, sagði Grétar Óskarsson, framkvæmdastjóri Loftferöa- eftirlitsins, I samtali við Visi. Grétar sagði, aö alls heföu 35 smáflugvélar, eins eða tveggja sama hreyfla, verið fluttar inn frá áramótum. Yfirleitt væru þetta notaðar flugvélar, 1-3 ára, og mætti fá tveggja sæta flugvél á allt niöur I 6 milljónir. Algeng tegund t.d. Cessna 172 kostaði um 10 milljónir króna. Algengt væri aö 3-4 menn keyptu vél saman, en margir teldu þetta hagstæða f jár- festingu. Þá sagöi Grétar, að sumir stunduðu þaö að fara til Banda- rikjanna og kaupa þar 3-4 flugvél- ar, fljúga þeim til Norfolk, þar sem þær væru teknar I sundur og fluttar heim með skipum. Inn- flutningur þessi væri vandræða- ræðalaus að öðru leyti en þvi, að ekki væru til næg flugskýli til aö hýsa allan þennan flugvéla- fjölda og gætu skapast vandræði næsta haust, þegar veöur færu að versna og erfitt væri að koma vél- unum I hús. Með þessum nýju vélum mun flugvélaeign landsmanna vera komin upp 1172 flugvélar fyrir ut- an svifflugur. —HR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.