Vísir - 13.06.1980, Blaðsíða 22

Vísir - 13.06.1980, Blaðsíða 22
11.17 VÍSIR Föstudagur 13. júnl 1980 ‘ I • l t r S I Vv V,V "AV 26 Ur pokahorninu ■X>X'X%*X-XvX<’XwXwX'X'K-KvI,jCC,XívivK"i DREGUR „SHORRI" DILK Á EFTnrSÉR Kvikmynd Sjón- varpsins um Snorra Sturlu- son virðist ætla að draga dilk á eftir sér. Þeir Sigurður Sverrir Pálsson og Erlendur Sveinsson sem ráðnir voru I upphafi til þess að gera handrit að myndinni um Snorra á veg- um Sjónvarpsins hafa nú skrif- að stofnuninni og útvarpsráði og telja að brotnir hafi verið á þeim samningar þar sem ekkert samráð hafi veriö haft við þá um breytingar á handritinu og kvikmyndun verksins. Upphaflega mun hafa verið gert ráð fyrir, aö þeir Siguröur og Erlendur stjórnuöu gerð myndarinnar eftir handritinu, sem þeir unnu fyrir Sjónvarpið, en Þráni Bertelssyni dagskrár- geröarmanni hjá stofnuninni var síöan falið að breyta hand- ritinu og hefur hann jafnframt á hendi leikstjórn og stjórn upp- tökuá Snorramyndinni, sem ný- lega er byrjað að kvikmynda. HELGI P. Sprengingin, sem varð á Vikunni I síð- ustu viku, vegna notkunar á myndum og efni úr blaö- inu I kosninga- bækling Alberts Guðmundssonár án samráös við ritstjóra blaös- ins, hefur nú leitt til þess aö Helgi Pétursson ritstjóri ætlar að hverfa úr herbúðum Hilmis. Helgi er meðal umsækjenda um starf fréttamanns á frétta- stofu útvarpsins/ sem auglýst var laust á dögunum og er talið liklegt að hann verði ráðinn I þaö starf vegna langrar reynslu sinnar I blaöamennsku. Hver sest I ritstjórastól Vikunnar I hans staö er enn óvist, en kunn- ugir telja llklegast, að Kristín Halldórsdóttir, sem gegndi rit- stjórastarfi blaðsins á undan Helga, muni koma þangað til starfa aö nýju. Þess má geta að Kristin er kona Jónasar Kristjánssonar, ritstjóra Dag- blaðsins og stjórnarmanns i Hilmi, útgáfufélagi Vikunnar 100 MILLJÓNIR í ELDHÚS HJfl TOLLINUM Mikil sparn- aöarherferö var gerö i tið fjármála- stjórnar Tóm- asar Arnasonar á opinberum stöðum. Tollur- inn fór ekki varhluta af her- ferðinni og að sjálfsögðu var fyrst skorinn sá liður, sem aug- ljóslega var of hár, — yfirvinna tollva rða. Það kom I ljós, aö samhliöa þessu dró verulega úr smygli til iandsins. Fróðir menn telja að sparnaöur i launum til tollvarða nemi 20—25% og aö a.m.k. jafn miklu minna hafi verið náð af smyglvarningi siðan. Nú segja þeir fróðu menn, aö svo mikið hafi sparast að það standi undir kostnaði við inn- réttingu á nýjum sal með nýju og fullkomnu eldhúsi i Tollstöð- inni, til viðbótar þvi sem fyrir var. Þeir sem þessu velta fyrir sér telja að kostnaðurinn við hina nýju innréttingu sé ekki of áætlaöurá annað hundrað millj- ónir núna, en nokkuð vantar á að verkinu sé lokið. Verst þykir þeim að geta ekki með nokkru móti fundið út til hvers eigi aö nota hina nýju aðstöðu. HVAD VERDUR UM NIÐURSUÐU- VERKSMIÐJU K. JÓNSSON & Cö Niðursuðuverk- smiðja K. Jóns- son & Co hf. á Akureyri hefur verið tals- farið. Af ýms- um ástæðum sem ekki þarf tiunda hefur þetta rótgróna og trausta fyrirtæki átt við erfið- leika að etja. Fyrirtækið er 1 einkaeign og eru skráðir hlut- hafar Kristján, Mikael og Jón Arni Jónssynir ásamt Jóni Kristjánssyni. Þeir fyrstnefndu eru bræöur Tryggva Jónssonar, sem rekur niöursuðuverksmiðj- una Ora I Kópavogi. Nú munu eigendurnir hins vegar hafa fullan hug á að selja fyrirtækið, a.m.k. að hluta. Hefur veri rætt við KEA á Akureyri i þvi sambandi, sem hugsanlegan kaupanda og eftir þvl sem best er vitað er enn verið að kanna þá möguleika. Einnig hefur Framkvæmda- ■ sjóði verið boöin aðild að fyrir- ■ tækinu, sem hefur eölilega notið ■ fyrirgreiðslu hjá Fram- | kvæmdastofnuninni viö fram- ■ kvæmdir á liðnum árum. M.a. | fékk verksmiðjan lánaðar 60 m ■ kr. úr Byggðasjóöi til fjárhags- | legrar uppbyggingar eftir " gaffalbitaáfallið. ÞEIR, SEM EKKI HAFA SAFNAÐ PUNKTUM... Mikillar óánægju, gætir nú meöal margra miðaldra Reykvikinga, sem sótt hafa um lóöir á þeim svæöum, sem fyrir- hugaö er að úthtuta nú alveg á næstunni I horgarlandinu. Astæðan er sú, að fólk, sem búsett hefur verið I Reykjavlk alla tiö og hefur nú hug á að byggja sér nýtt hús I borg- inni, á litla sem enga möguleika á þvl að fá úthlutun samkvæmt punktakerfi þvl, sem gildir við lóðaúthlutanir, — ef þaö er nú að sækja um lóð I fyrsta sinn. Ein leiðin til þess að þessir aö- ilar komi til greina er að þeir hafi sótt um lóöir tvisvar til þrisvar sinnum og alltaf fengiö neitanir, þvl aö með þvl móti safna menn punktum i kerfinu. Er þvi hætt við að borgar- stjórnarmeirihlutinn, sem kom á þessu nýja punktakerfi verði I vandræðum og fái orö I eyra frá ýmsum, sem haldið hafa tryggð við borgina um áratugaskeið, — þegar gengið hefur verið frá út- hlutunum i samræmi viö punktakerfið, og þessir mið- aldra borgarar, sem nú fyrst telja sig hafa bolmagn til þess að ráöast I húsbyggingu, komast að þvl aö þeir hafa ekki átt neina möguleika. ÁSKRDFT ER AUÐVELD! / Ég óska eftir að gerast áskrifandi að Vísi \ \ / I 1® Smurbrauðstofan BJORIMIIMINi Njálsgötu 49 - Simi 15105 OPID KL. 9—9 IAllar skreytingar unnar af fagmönnum. N»g bllaitcoðl a.m.k. á kvoldin BIOMÍ. \M\IIH II \l \ \HS I H I II sim, i_>:!; NYR UMBOÐSMAÐUR á Blönduósi Hjördís Blönd sími 95-4430 Sendu seðilinn til Vísis Síðumúla 8 eða hringdu í síma 86611 og við sjáum um framhaldið. Sjónarnorn Stóru áhuga- málln Þótt við blaðamenn séum stöðugt að skrifa eitthvaö handa ykkur að lesa, kæru lesendur, er okkur ágætlega Ijóst að aöeins fátt af þvl sem við sendum frá okkur hlýtur þá náð að verða lesið af meginþorra ykkar. Samt er alls ekki sama hvað við skrif- um og aðfinnslur við ykkur megum við ekki skrifa, nema I dálk eins og þennan. Þvl er nú um að gera að nota tækifærið. Það er nefnilega þannig, að stundum getur verið töluvert leiðinlegt að uppfylla óskir ykkar. Það er ekki þrauta- laust að horfa uppá hvaða efni þið sýnið mestan áhuga. Lit- um aðeins á fréttaefni siðustu daga. Samningar flestra laun- þega eru lausir og litlar horfur eru á samkomulagi. Forustu- menn frystihúsa landsins hvetja alla frystihúsaeigendur til að stöðva reksturinn og segja upp öllu fólki, sem þýöir að þúsundir manna I landinu verða atvinnulausar. Sömu forustumenn krefjast nýrrar gengisfellingar og segja hana nauðsyn til að komist verði hjá að stöðva atvinnulifiö og þar með er veröbólgan komin á sinn gamla dúndrandi hraða. Forustumenn þjóðar- innar eru bornir þeim sökum að þeir hafi árum saman bruðlað með verðmæti þjóðar- innar af allt öðru en skynsemi og markaðir finnast ekki fyrir helstu framleiðsluvörur okk- ar. Á menningarsviðinu er hér stórviðburður, listahátið, sem sumir segja að sé sú mesta, sem hér hefur verið haldin. Hvað er þaö svo af þessum stóru tiðindum sem þið sýnið mest viðbrögð. Það er lista- hátið, nánar tiltekið eitt ákveðið og óvenjulegt atriði, japanskur dansari, sem dans- ar nakinn, að öðru en einu sárabindi. En þaö er ekki dans hans, sem menn ræöa og meta, heldur hvað sé stórt undir manninum. t næsta sæti að vinsældum kemur hvort réttlætanlegt sé að hætta við sýningu á sjónvarpsmynd, sem kunnugum kemur saman um að sé léleg, á þeirri forsendu að hún getur skaðað rekstur stórs fyrirtækis og haft slæm áhrif á öryggi nokk- urra tuga tslendinga, sem eru við störf á erlendri grund. Þessi tvö efni þekja útsiöur blaðanna dag eftir dag og ekk- ert efni fær meiri almenna umfjöllun, nema ef vera skyldi fréttir af fundum og ferðum forsetaframbjóðenda. Og vel á minnst, forseta- frambjóðendur. Hvað skyldi það vera I fari manna, sem fær þá til að leggja fram mikið fé og vinnu til að tryggja ein- um frambjóðanda starf, eftir að allar yfirlýsingar hniga að þvi að allir, sem völ er á, séu fullkomlega færir um að gegna starfinu? SV

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.