Vísir - 27.06.1980, Page 5

Vísir - 27.06.1980, Page 5
'Umsjdn: Axel j Ammendrup „NATO kom herfor- ingjastjórn- inni aö” Andreas Papandreou. S-Afríka gerir innrás í Angóla: ,j>etta er sttiO” - segja Angólamenn Thatcher: Mesta sigurvlman er farin af henni. - segir papandreou Andreas Papandreou, einn helsti leiðtogi griskra sósialista, sagði I gær að boð Spánverja um að ganga úr NATÖ myndi ekki tryggja frið heimafyrir né hið ný- fengna lýðræði i landinu. „Hvað Grikkjum viðvíkur er NATO ekki aðeins hernaðar- bandalag, heldur er NATO ábyrgt fyrir innrás Tyrkja i Kýpur og herforingjastjórninni. svæöinu drepinn, hús og ökutæki eyöilögð og sprengjum komið fyr- ir á öllum vegum, þannig að búast má við að enn fleiri eigi eftir að falla vegna innrásarinnar. Formaður angólsku sendi- nefndarinnar, Elisio de Figueiredo, sagði i bréfi til öryggisráðsins, að enn væru átta s-afriskar herdeildir i Angóla. „bað eru tilrfiæli stjórnar minnar, að Sameinuðu þjóðirnar bregðist fljótt við aðgerðum S-Afrikumanna og fordæmi þessa heimsvaldasinnuðu aðgerð kyn- þáttahaturs, sem ógnar firði og stöðugleika á svæðinu”, sagði Figueiredo. „Suður-Afrikumenn eru ekki aö undirbúa striö — þetta er striö”. Kampútsea: Tveggja Rauðakposs- manna saknað Herforingjastjórninni var kom- iðá i Grikklandi með Prometheus áætluninni, sem NATO undirbjó. Þegar ég var forsætisráðherra komst ég að þvi, að griska leyni- þjónustan fékk peninga frá Bandarikjunum i gegnum NATO. Papandreou sagöi þetta við spænska blaðamenn, er hann var I stuttri heimsókn á Spáni i boði spænska sósialistaflokksins. öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna var kallað saman I gær að beiðni stjórnar Agnóla vegna inn- rásar herliðs frá S-Afriku. Angólska sendinefndin hjá Sameinuðu þjóðunum sagði, að s-afriskir hermenn hefðu drepið 370 manns og sært um 255, þar af meirihlutinn böm, konur og gam- almenni. Þá var bústofninn á innrásar- Tveggja Rauða kross starfsmanna og tveggja blaðamanna er saknað eftir að þeir nálguðust vietnamska hermenn við landamæri Thai- lands og Kampútseu í gær. Rauða kross mennirnir eru Breti, Robert Ashe, og Frakki, Pierre Perrin. Ekki er nákvæm- lega vitað, hverjir blaðamenn- irnir eru en þó talið að þeir séu v-þýskir. Talsmaður Rauða krossins sagði, að fjórmenningarnir hefðu farið inn i yfirgefnar flótta- mannabúðir nálægt thailenska landamæraþorpinu Nong Chan, en þaðan flúðu um 50 þúsund manns fyrr I þessari viku er ákafir bardagar stóðu þar yfir. Vitni sáu, er fjórmenningarnir nálguðust vietnamska hermenn i þorpinu, en misstu slðan sjónar á þeim, og siðan hefur ekkert heyrst til þeirra. Suður-afriskir hermenn eru sagöir komnir inn f Angóla. ENN MINNKA VINSÆLDIR THATCHERS Margaret Thatcher, forsætisráðherra Breta, reið ekki feitum hesti frá fyrstu aukakosningun- um, sem haldnar voru i Bretlandi eftir að hún komst til valda i þing- kosningunum i mai 1979. Kosið var I Mið-Glasgow kjör- dæminu, og fékk frambjóðandi ihaldsmanna aðeins 707 atkvæði, eða innan við nfu af hundraði greiddra atkvæöa. í kosningunum Ifýrra hlaut frambjóðandi ihalds- manna rúmlega 16%. Frambjóð- andi verkamannaflokksins hélt sæti sinu, fékk um 60% atkvæða, en fékk 72% fyrir ári. Skoski þjóðernisflokkurinn hlaut 26% atkvæða, og skaut þar með stjórnarflokknum niður i þriðja sæti i Mið-Glasgow kjör- dæminu. Stjórnmálaskýrendur telja, að úrslit i þessu kjördæmi geti vart talist marktæk um dvinandi vin- sældir frú Thatcher. Þetta sé fá- mennasta kjördæmi Bretlands, með 19000 kjósendum, en af þeim greiddi aðeins helmingur atkvæði. Steiktu egg á gangstéttlnni Methiti var f Dallas i Texas i gær og komst hitinn upp I 45 gráður á Celsius. Vonast menn til að þetta hafi veriö hámark hitabylgju, sem orðið hefur þremur mönnum að bana hing- að til. Sjúkrabifreiðar voru fullar af ismolum, sem sjúkraliðar báru til manna, sem þjáðust af hitan- um. Sjónvarpsmenn gerðu til- raun með aö steikja egg á gang- stéttum, og tókst það mæta vel. Þá hefur lögreglan kvartaö undan þvi, að aldrei fyrr hafi svo mörgum loftkælingartækj- um verið stolið og er mönnum bent á að gæta tækja sinna sér- lega vel. Sprengia sprakk á kosningalundl Einn maður var drepinn og 38 manns særöust er sprengju- og skotárás var gerð á kosninga- fund vinstri manna I La Paz, höfuðborg Bóliviu i gær. Alfredo Perez, 21 árs gamall, lést þegar handsprengju var kastað að þdsundum stuðnings- manna UDP, vinstri sinnuðum stjórnmálaflokki, sem gengu fylktu liöi um götur La Paz. 28 manns hlutu meðferö á slysa- deild og tiu til viðbótar voru fluttir á sjúkrahús. Vitni sögðust hafa séð menn skjóta á hópinn úr jeppa, skömmu eftir að sprengjan sprakk. Meöal þeirra, sem slösuðust alvarlega, var niu ára gömúl stúlka. Frakkar smíða niiteindasprenglu Frakkar lýstu þvf yfir i gær, að þeir gætu framleitt nifteinda- sprengju hvenær sem væri. Valery Giscard d’Estaing, for- seti, sagöi, að Frakkar myndu eftir tvö til þrjú ár taka ákvörö- d’Estaing: Tökum ákvörðun um nifteindasprengju eftir örfá ár. un um það, hvort þeir fram- leiddu slika sprengju. Nift- eindasprengjur drepa allt kvikt á stóru svæði með geislum, án þess að valda miklum skemmd- um á mannvirkjum. „Við höfum oröiö varir við miklar umræður meðal franskra ráðamanna um mögu- leikann á frekari þróun geisla- virkra vopna, svo yfirlýsingin ætti ekki að koma neinum á óvart”. Rretar sjállum sér nóglr Bretar gætu orðið sjálfum sér nógir I oliuframleiðslu eftir örfá ár. Kemur þar bæði til minnk- andi oliueftirspurn á innan- landsmarkaði og aukin fram- leiðsla Norðursjávaroliu. Bretar framleiddu 19,8 milljón tonn af ollu á timabiUnu febrúar-april I ár, og skortir þar aðeins tvö milljón tonn til að anna innanlandsmarkaði.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.