Vísir - 27.06.1980, Qupperneq 26

Vísir - 27.06.1980, Qupperneq 26
VISIR Föstudagur 27. júnl 1980. ■ (Ur pokahorninu smm lllii Agnar ofkeyrir Flugvél flugmálastjóra er nú keyrO á „leigumótor” og herma fregnir að sú leiga nemi um einni milljón króna. Þannig var, aö i siðasta mánuði var annar mótor vélarinnar ofkeyrður i svokallapri uppkeyrslu þannig að stórkostlegar skemmdir hiutust af og mun viðgerðar- kostnaður nema 15-20 milljón- um króna. Þangaö tii að viðgerð lýkur veröur að notast við „leigum.ót orinn ’ ’. Þess má geta að Agnar Kofoed Hansen flugmálastjóri, var sjálfur undir stýri þegar umrætt atvik átti sér stað. í ...og enn um Agnar Og úr þvi að minnst er á flug- I málastjóra. Hann hefur ekki « enn séð sér fært að mæta á flug- | ráðsfundi frá þvl að nýtt fiugráð H var skipað um áramót og Leifur ■ Magnússon gerður formaður i ■ hans stað. Að sögn kunnugra er þvi ■ ýmist borið við að hann sé er- ■ lendis eða við laxveiðar I ■ Hitará. ■ Augiýsa ■ vlnnustaða- ■ kannanir ■ Sú saga komst á kreik i vik- ■ unni, að kosningaskrifstofa Pét- ■ urs Thorsteinssonar hefði geng- I ist fyrir sjálfstæöri skoöana- ■ könnum, og fylgdi sögunni, að - I útkoman hefði veriö Pétri mun * hagstæöari en niðurstöður i I skoðanakönnunum Visis og 1 Dagbiaðsins. Allt mun þetta I vera úr lausu lofti gripið, en at- hyglisvert er, að stuðningsmenn I Péturs hafa gripið tii þess ráðs, að auglýsa sérstaklega niður- stöður prófkosninga á vinnu- stöðum, sem sýna aukið fylgi Péturs, en sumir staðanna eru állka fjölmennir og meðaiferm- ingarveislur. Vilhjálmur framkvæmda- stjóri Sjáif- stæðis- flokksins? Sigurður Hafstein sem um árabil hefur verið fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins mun láta af þvl starfi i sumar. Engar ákvarðanir munu liggja fyrir um það, hver taki við starfinu, en slikar stöður eru ekki auglýstar, heldur er ráön- ing aö mestu I höndum for- manns og formlega á valdi mið- stjórnar. Sjálfsagt er flokknum nokkur vandi á höndum að finna i starf- ið heppilegan mann, sem hafinn er yfir flokkadrætti, og getur hleypt nýjum krafti I flokks- starf. Fréttir herma að athyglin hafi einkum beinst að Vilhjálmi Vilhjálmssyni, framkvæmda- stjóra SAA, sem lengi var fram- kvæmdastjóri fulltrúaráösins i Reykjavik. Vilhjálmur Vilhjálmsson. Útvarpsráð mæiir með Nelga P. Á fundi sinum I vikunni tók út- varpsráð afstöðu til umsækj- enda um fréttamannsstarf hjá útvarpinu. Umsækjendur voru tveir, Helgi Pétursson fyrrv. ritstjóri Vikunnar og Halldór Halldórsson sem undanfarin ár hefur starfað sem afleysinga- maður hjá fréttastofu útvarps. Otvarpsráð mælti einróma með Helga Péturssyni. Svo sem fram kom I yfirlýs- ingu, sem birt var i Visi I vik- unni frá Sveini Eyjólfssyni, stjórnarformanni Hilmis h.f. út- gáfufélags Vikunnar, var ekki rétt, það, sem nefnt var hér i siðasta Pokahorni, að dóttir hans myndi setjast i ritstjóra- stól Vikunnar eftir Helga. Að sögn Sveins hefur þaö ekki kom- ið til tals. Helgi Pátursson. Stlórnarskránefnd: Endurskoðar Irumtillðgurnar Unnið er nú, á vegum stjórnarskrárnefndar, að breyt- ingum á uppkasti að tillögum til stjórnarskrárbreytinga. Meöal annars er verið að semja nýjan kafla I uppkastið, um kjördæmamálið. Nefndin hefur rætt milli 20 og 30 málaflokka. Upp úr þeim viðræðum, var starfsmanni nefndarinnar falið að gera upp- kast að tillögum. Þetta uppkast var slðan rætt á fundi nefnd- arinnar og athugasemdir geröar við það. Endanlegar tillögur verða sendar þingflokkunum áður en þær verða birtar opinberlega. jrsteinn Pálsson Fðstskoti ■ haráttunni í Þótt huggulegheitasvipur hafi verið yfir kosningabarátt- unni fyrir forsetakosningarnar fram að þessu, með ákveönum uiylantekningum, virðist nú slöustu dagana vera farið að skjóta föstum skotum. Þannig sendir Hersteinn Pálsson ábyrgðarmaöur „29. júnl” blaðs stuðningsmanna Péturs Thorsteinssonar jafn- réttisráði tóninn I gær og segir að framkvæmdastjóri þess hafi átakalaust gengið fram fyrir skjöldu og prédikaö gegn hlut- verki ráösins og skorað á fólk að kjósa ákveöinn frambjóðanda, af þvi að um konu sé að ræða. Hersteinn spyr: „Gæti ráðið gengið öllu lengra I að brjóta þau lög, sem þvl er ætlað að starfa eftir?” Ráðið sendi svo frá sér frétt I gærkveldi þar sem sagði aö það hefði ekki rætt um frambjóð- endur til forsetakjörs 1980 á fundum sinum og jafnréttisráð hafi hvorki skoraö á konur né karla að kjósa ákveöinn fram- bjóðanda til forsetakjörs. Framkvæmdastjóri ráðsins, Bergþóra Sigmundsdóttir, mun siðan I dag birta yfirlýsingu þar sem hún segist telja sig hafa fullan rétt til að taka afstöðu I kosningunum sem einstaklingur burt séð frá störfum slnum sem framkvæmdastjóri ráðsins. Mun hún hafa lýst yfir að hún kjósi Vigdisi Finnbogadóttur vegna þess. að hún telji hana hæfasta frambjóðandann en ekki vegna þess að hún sé kona. I I I I I I I I I I I I I I I I I ■ I a i i i i Bergþóra Sigmundsdóttir KOSNINGAHANDBOKIN frá er komin út. Fæst á blaðsölustöðum og bókabúðum um land allt. forsetakjör ......29. júní 1980 rcsnmða handb€>k 30 Sjónarhorn MBH Arni Xgí ÍPP Sigfússon blaöamaöur e skrifar: Sannfæring er ekki söluvara Einu fjöimiðlarnir sem um lengri tima hafa reynt að fylgjast með forseta- framboðsmálum eru hinir sjálfstæðu fjölmiðlar. Kynning á frambjóðendum hefur þó að undanförnu fremur veriö I formi lesenda- bréfa og greina en skýrlegrar úttektar á störfum og persónu forsetaframbjóðenda. Einn þáttur i þessu framlagi, eru skoðanakannanir. Þær hafa orðið til þess, að nú hugleiða menn alvarlega hvort ekki þurfi að setja lög og reglur um þetta fyrirbæri — þvi skoðana- kannanir eru taldar hafa skoðanamótandi áhrif á ein- hverja kjósendur. Visir hefur lagt sinn skerf fram til þess að lyfta aðferðum islenskra skoð- annakannana upp úr lágkúr- unni. Könnunin frá 2. júni var unnin mjög fræðilega og hlaut lof sérfróðra manna. Sú könnun er nú að verða mánaðargömul og margt hefur breyst I framboðs- málum á þeim tima. Könnunin frá þvi nú um helgina var unnin úr sama úrtaki frá reiknistofnun Háskólans, en aöeins var haft samband við þann hóp, sem til náðist siðast, enda markmiðið fyrst og fremst að kanna breytingar á fylgi frambjóö- enda innan þessa tiltekna hóps á þeim tima, sem leiö frá upphafskönnuninni. 1 millitlðinni höfðu kjósendur átt kost á að bera frambjóðendur saman er þeir komu fram samtimis i sjón- varpssal. Mér viröist sú kynn- ing hafa breytt miklu. En þegar sami aðili er spurður hvern hann muni nú kjósa, er ekki óliklegt að álykta, að hann telji sig minni mann fyrir að tilkynna breytta afstöðu. Hann sér liklega fyrir sér Vlsismann, sem hafi allt á hreinu um fyrri afstöðu kjós- andans, brosandi I kampinn yfir Istöðuleysi hans. Auðvitað var könnunin unnin á allt annan hátt og spyrjandi hafði ekki hugmynd um fyrri afstöðu kjósandans. Erfitt getur aftur á móti verið að fá menn til að trúa þvi I hita leiksins og ýmisr vilja fara að öllu með gát. Ég tel þvi ekki óliklegt að ætla, að þetta hafi haft áhrif á þau svör er gefin voru. 3% fleiri neituðu nú að svara en áður og bendir það til sömu niðurstöðu að mlnu mati. Ef þessir þættir eru haföir I huga, álykta ég persdnulega að fylgi frambjóðenda sé nú mun jafnara en slðasta VIsis- könnun sýnir. Sú sveifla sem kemur fram I fylgi eftir kjör- dæmum, sýnir best hvað er að gerast, miklar breytingar eiga sér enn stað á fylgi frambjóð- anda. Það er þvl enginn úr leik. Ég efast ekki um að fram- bjóðendurnir fjórir eru hver um sig gæddir hæfileikum er sóma sér vel i embætti forseta tslands. Þeir kjósendur sem ætla nú * að láta skoöun slna ganga kaupum og sölum vegna hræðslu yfir þvl að ákveðinn frambjóðandi komist ekki að, misskilja hrapallega stöðu kosninganna, taka óbilandi trú á tlmabundnar könnunartölur og selja i raun sannfæringu slna. Viljum við eiga þá minningu um atkvæði okkar til æðsta embættis þjóðarinnar? Verum fremur trú sannfæringu okkar þó hún eigi ekki alltaf samleið með stærstum hluta þjóðar- innar — en hver veit? —AS.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.