Vísir - 01.07.1980, Page 4

Vísir - 01.07.1980, Page 4
VISIR Þriöjudagur X. júli 1980. W.'AW.W.V.W.V.V.W.VAW.V.W.VAVj BÍLASALA TÓMASAR auglýsir OPIÐ KL. 9-22 ALLA DAGA NEMA SUNNUDAGA & Höfum fjöldann allan af stórum og smáum bílum á skrá Vegna mikillar eftirspurnar óskum við eftir öllum ...jundum bíla í á skrá og á staðinn I; r.V.'.VAW.V.W.V.V.’.V.W.V.V.V.'AÍ Leysum út vörur fyrir fyrirtæki, kaupum vöruvíxla. Tilboö sendist augl. Vísis, Síðumúla 8, merkt „Víxlar" Orðsending til fyrrverandi og núverandi íbúa Hvalfjarðarstrandarhrepps Sunnudaginn 6. júli n.k. fer fram vígsla hins nýja félagsheimilis Hvalfjarðarstrandar- hrepps. Vígslan hefst með guðsþjónustu í Hallgrímskirkju i Saurbæ kl. 13:30 og verður síðan fram haldið með hátíðarsamkomu í fé- lagsheimilinu. öllum núverandi og fyrrverandi íbúum Hval- f jarðarstrandarhrepps er boðið að vera við- staddir vígsluna# svo og mökum þeirra. Lóð á Arnarnesi Til sölu er byggingarlóð á mjög góðum stað í Arnarnesi. Tilboð sendist augld. Vísis, Siðu- múla 8 merkt „Góð lóö". GULL - SILFUR Kaupum brotagull og silfur, einnig mynt og minnispeninga úr gulli og silfri. Staðgreiðsla. Opið 10-12 f.h. og 5-6 e.h. Islenskur útflutningur Ármúla 1 Sími 82420 UMBOÐSMAÐUR ÓSKAST í Sandgerði Upplýsingar veitir dreifingastjóri i sima 28383 Potala-höllin i Lhasa. Smiöi hennar hófst á 7. öld e. Kr. Hún er 13 hæöir, yfir 110 metra há og 360 metra löng frá austri til vesturs og veggir 5 metra þykkir. Höllin öll er byggö úr ferningslöguöum steinum. Hún er talin meöal fegurstu og tignarlegustu bygginga veraldar. Breytingar á stjórn- sklpulagl í Tlbet Ekki aö ástæöulausu hefur Tibet veriö kallaö þak heimsins, landsvæöi þetta, sem aö flatar- máli er tólf sinnum stærra en ísland, liggur að meöaltali i um 4000 metra hæð yfir sjávarmáli. Tibet er þvi erfitt land aö lifa i cg feröamenn þar fá oft snert af súrefnisskorti. Þrátt fyrir þetta eru ibúðar þar um 1.750.000 (þar af um 90% af þjóöflokki Tibeta), og er landið þvi aöeins örlitiö strjálbýlla en fsland. Sögulega hefur Tibet lengst af veriö i nánum rikjatengslum viö Kina eöa beinlinis hluti af þvi eins ogt.d. núna. Kína lítur á Tíbet sem annexíu Lengi vel hefur farið tvennum sögum af þvi hvernig ástandið er i Tibet og hversu mikinn rétt kinversk yfirvöld hafa til að fara meö stjórn landsins. And- stæðingar Kina hafa haldið þvi fram aö Tibet hafi veriö sjálfstætt riki undir löglegri stjórn Dalai Lama en Kinverjar hafi lagt þaö undir sig og rekið stjórn landsins frá völdum 1959. Kinverjar hafa hins vegar bent á aö bæöi stjórnvöld i Kina og eins i Tfbet hafa um langan aldur litið á Tibet sem hluta af Kinaveldi þó svo að þaö hafi aö mestu haft stjórn i innanrikismálum. Þessu til viðbótar má nefna að 1951 viöurkenndi Dalai Lama stjórn- ina i Peking og Tibet var þannig „frelsað á friðsaman hátt” eins og Kinverjar orða það. Uppreisn aöalsins i Tibet 1959 gegn Pekingstjórninni var þvi tilraun til aö sundurliöa Kina. Kinversk yfirvöld brugðust skjótt viö, sendu herliö til Tibet og brutu þannig uppreisn aöskilnaöar- sinna á bak aftur. En Dalai Lama og klerkar hans flýöu land og smöluöu með sér um hundrað þúsund löndum sinum i leiöinni. Kínverjar í flestum embættum Þar sem klerkar höföu fariö meö alla stjórnsýslu Tibets og almenningur að mestu ólæs og óskrifandi var Kinverjum mikill vandi á höndum hvernig stjórna skyldi. Til bráðabirgða var þaö ieyst þannig að Han-Kinverjar voru settir i helstu ábyrgöarstöö- ur en jafnframt skyldi þjálfa innfædda Tibetbúa til stjórnsýslustarfa með þvi aö skipa þá i lægri stöður innan stjórnsýslukerfisins. Varla er hægt aö segja að þaö hafi tekist sérstaklega vel þvi að nú, riflega tuttugu árum eftir aö Dalai Lama flýöi land, þá er ekki nema rúmlega helmingur fólks viö stjórnsýslu- og skrifstofustörf i Tibet af tibesku þjóðerni og hlut- falliö veröur enn óhagstæöara eftir þvi sem um æöri stööur er aö ræða. Mikilvæg orsök fyrir þessu hlýtur að vera að þó svo að menntunarástand hafi batnaö þar mjög mikið á undanförnum tveim áratugum þannig aö þar eru nú um áttatiu miðskólar og fjórar æöri menntastofnanir, þá fer kennsla i þeim að miklu leyti fram á kinversku, t.d. fór hvergi fram háskólakennsla i náttúru- visindum á tibesku siðast þegar ég frétti til. Á meðan ég stundaði nám i Pekingháskóla voru þar um tiu nemendur frá Tibet, þar af tveir i minni deild, en það segir nokkuö að eftir að nýnemendur uröu aö gangast undir inntöku- próf i háskólann þá komu engir nýir nemendur frá Tibet. Sér- staklega var ástandið slæmt i menningarbyltingunni þegar ákveðnir leiðtogar af Han-þjóðflokki gengust íyrir þvi aö brenna og eyðileggja trúarleg rit Tibeta og önnur menningar- verömæti. En það er meö þessa kúgun eins og alla aöra kúgun aö i staö þess aö ná fyrirhuguöum árangri, aö uppræta trúarhug- myndir Tibetbúa, þá hafði hún öfug áhrif, styrkti þjóðerniskennd þeirra og jafnvel efldi áhrif Búddhatrúar, meira að segja samnemendur minir i marxiskri heimspeki, sem komnir voru frá Tibet, töldu sig vera Búddhatrú- ar. Tibet var lengi vel lokað erlendum ferðamönnum og þaö var ekki fyrr en fyrir um það bil þremur árum að smám saman var farið að opna mönnum leiðir þangaö. Þáverandi sendiherra Dana i Kina (sem nú er sendi- herra Dana á Islandi), hr Janus A.W. Daludan og kona hans, munu hafa verið einna fyrst Vesturlandabúa til að heimsækja Tibet i sérstöku boði Kinverja. Dalai Lama Valdamenn í eftírlitsför Nú fyrir skömmu fóru þeir Hu Yaobang (aðalritari Kommúnistaflokks Kina) og Wan Li (fyrrverandi flokksritari Anhui-héraös og einn af tiu áhrifamestu flokksleiötogum i Kina) i ,,rannsóknar”-leiðangur til Tibet til að kanna hvort megin- stefnu KFK væri framfylgt þar. Greinilega komust þeir að þeirri niöurstöðu að mikiö skorti þar á, þvi að samkvæmt skýrslu þeirra höföu ýmsir leiðtogar af Han-þjóðflokki notfært sér að- stööu sina til að koma sér upp alls konar sérréttindum og sóað stórum fjárfúlgum i bilifi auk þess sem þeir hefðu algerlega vanrækt embættisskyldur sinar og kynnu oft ekki einu sinni tibesku þrátt fyrir langa dvöl i Tibet. Til að bæta úr þessu ástandi og til að auka sjálfstjórn og velmegun i Tibet gaf miðstjórn KFK út plagg i átta liðum sem leiðsögn að bættri stjórnskipun i Tibet. Þar er meðal annars lagt bann við þvi að setja nýja pólitik i framkvæmd nema Tibetbúar sjálfir hafi gefið samþykki sitt. Stjórnvöldum i Tibet er enn frem- ur gefið leyfi til að fara ekki eftir pólitiskum leiðbeiningum frá Peking sem ella giltu fyrir allt landið. 1 slikum tilvikum skulu tibesk yfirvöld tillkynna fyrir- fram um ákvörðun sina til miðstjórnarinnar i Peking ef um mikilvægar leiöbeiningar er að ræða, en séu leiðbeiningarnar hins vegar almenns eðlis nægir að gefa skýrslu eftir á. Enn fremur er mikil áhersla lögð á i þessu plaggi að Tibetbúar sjálfir skuli menntaðir til að taka við stjórnsýslu landsins (sbr. Pekingdagblaðið 27 mai 1980). Viðræður við Daiai Lama Það er ekki nokkur vafi á að ein af orsökunum fyrir þessum róttæku stjórnar- farsbreytingum i Tibet eru samn- ingaviöræður kinverskra yfir- valda við Dalai Lama um hugsanlega heimför hans til Tibet, en þeim virðist mikið i mun að fá hann til að . .hjalpa við að bæta lifsskilyrði Tibeta. 1 desember siðastliðnum fór t.d. sendinefnd frá Dalai Lama undir forystu eldri bróður hans til Tibet. Það er alls ekki óliklegt að leiðbeining miðstjórnarinnar varðandi Tibet hafi m.a. tekið mið af skilyrðum hins 44 ára gamila Dalai Lama fyrir þvi að hann fari aftur heim til lands sins. Tokio, 15. júní 1980 Ragnar Baldursson.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.