Vísir - 08.07.1980, Síða 16

Vísir - 08.07.1980, Síða 16
VÍSIR Þriöjudagur 8. júli 1980. Umsjón: Magdalena Schram Svefntafla í sitt hvort eyra Austurbæjarbió: The Goodbye Girl Leikstjóri: Herbert Ross Höfundur handrits: Neil Simon ABalleikarar: Richard Dreyfuss, Masha Mason og Quinn Cummings. Leikari nokkur (Richard Dreyfuss) sem á sér talsveröar framavonir kynnist (fyrir til- stuölan óvæntra atvika eins og tiðkast i gamanmyndum) dans- mey á niðurleið. Dansmærin (Marsha Mason) á 10 ára gamla dóttur og er þar komin þriöja aöalpersóna myndarinnar. Fyrst i stað er dansmeynni og leikaranum flest andsnilið. Þau eru oft atvinnulaus og vinna til skiptis fyrir heimiiinu. Raunar kemur þeim illa saman lengi framan af eða þar til leikarinn er piptur niður og dansmærin er af sinu kveneöli knúin til að veita honum nokkra huggun. Eftir að leikarinn hefur unnið ástir konunnar á dansskónum tekur lukkuhjólið að snúast. Hann fær gullin atvinnutilboð en Einkunn: 5.0 kvikmyndix hún snýr sér af alefli að fegrun heimilisins og þenkir löngum stundum um mublur og vegg- fóður. En þar við er ekki látiö sitja þvi leikarinn er ekki eins og hinir vondu strákarnir sem leyft hafa dansmeynni aö vegg- fóöra hjá sér um tima en sfðan sent henni reisupassann. Oðru nær. Hann gerir hana að föstum tengivagni sinum og leyfir henni aö koma með þó hann þurfi yfir þvera Ameriku vegna atvinnu sinnar. Söguþráðurinn i „The Goodbye Girl” er sem sagt heldur veiklulegur. Kimni Neil Simon er lika einhæf og byggir á endalausri kaldhæöni og ótelj- andi meitluðum tilsvörum. f „The Goodbye Girl” bætir Simon um betur og leggur hluta af harösnúnum linum textans I munn stúlkubarnsins. Fullorð- insleg tiltæki krakka hafa löng- um þótt fyndin og eru það stund- um i „The Goodbye Girl”. Þó „The Goodbye Girl” sé fremur litilsvert verk rifur Richard Dreyfuss myndina upp úr algerri lágkúru með leik sin- um. Dreyfuss hefur hingaö til fengið hlutverk I heldur léttvæg- um kvikmyndum eins og „Jaws”, „American Graffiti” Richard Dreyfuss, ieikari i hlut- verki leikara i „The Goodbye Girl””. og „Close Encounters of/ the Third Kind”, en án efa væri gaman að sjá til hans i bitastæð- um verkum. „The Goodbye Girl” einkenn- ist af góðum leik, lélegum sögu- þræöi og misjöfnum bröndur- um. Sé tekiö tillit til þess að „The Goodbye Girl” þótti I Bandarikjunum með bestu myndum ársins 1977 og vakti óhemju athygli á Richard Dreyfuss er óhætt að segja að hún beri aldurinn með afbrigð- um illa. -SKJ Fvrstu tónleik- arnir heima: Sembal 09 gítar í Norræna húsinu annað kvöld Þóra Johansen semballeikari heldur sina fyrstu opinberu tón- leika á tslandi I Norræna húsinu annað kvöld, miðvikudag kl. 20.30. Þóra er búsett i Hollandi og hefur stundað þar framhaldsnám um margra ára skeið. Hún lauk prófi frá Tónlistarskólanum i Reykjavik 1970 og útskrifaðist frá Sweeiinck Konservatorium 1979. Þóra kennir semballeik við há- „Ástin er króna fallandl gengis" Þessi fyrirsögn er kaflaheiti úr nýrri bók, „Mannlif milli húsa”, ljóð eftir Pétur Lárusson, myndír eftir örn Karlsson. Bókinni er skipt i fjóra ljóðaþætti, Bernska, Verkamannasæla i borginni við Sundin, Þjóðhátiðarsumarið mikla 1974 og Auövitaö veit maður það, svo sem auðvitað, að auðvitað veit maður það, að það er svo sem auðvitað. Fyrsta Ijóð i kaflanum Verkamannasæla við sundin er á þessa leið: Hverjum stimpilklukkan glymur við undirieik sargandi véla, það er spurning dagsins verkamaður. Fljótt fljótt æpir færibandið. Gleymdu ekki að kasta á það von þinni og þrá að þær megi berast styrkum hagfæti út í tómið. Og annaö ljóð úr sama kafla: Astin er dimmur hjúpur næturinnar uns birtir af degi og spyrjandi augu ganga á vit tómlætis. Astin er afborgunarskilmálar og húsaleigustreð Astin er: Eigum við að detta í það eða borga simareikninginn? Ástin er króna fallandi gengis. Bókin er gefin út af Ljósbrá og prentuð i Prentsmiði. Undraiandið á bremur máium Úter komin frá Iceland Review bók um Island á frönsku. Nafn bókarinnar er Isiande, Une iie surprenante dans l’Atiantique Nord, eða Undralandið á Atlants- hafi. Bókin byggist að mestu upp á úrvaii litmynda og skiptist i nokkra meginkafla, t.d. um náttúru landsins, gróður, dýralif og atvinnuvegi. Þessi bók hefur áður komið út á ensku og þýsku frá sama útgef- anda, The Surprising Island of the Atlantic og Die Wunderbare Insel im Atlantischen Ozean. Uppruna- legan texta skrifaði Haraldur J. Hamar en frönsku þýðinguna gerði Gerard Vautey. skóiann i Amsterdam og i tónlist- arskólanum I Utrecht og Beverwijk. A tónleikunum annaö kvöld leikur einnig hollenskur gltarleik- ari, Wim Hoogewerf. Hann lauk Þóra Johansen, sembaileikari Wim Hoogewerf, gitarleikari einleikaraprófi frá Sweelinck Konservatorium á siðasta vori. Hann hefur haldið fjölda tónleika og fengið afbragðs dóma. Þóra og Wim halda einnig tón- leika I næstu viku, þriðjudaginn 15. júli. Fyrri hluti efnisskrárinn- ar bæði kvöldin eru verk eftir Dowland, Sweelinck, Bach, Scarlatti og Boccherini. Eftir hlé er eingöngu samtimatónlist, eftir Dodgson, Bons, Hekster og Þorkel Sigurbjörnsson. Verk Þorkels heitir FIORI og var sam- ið sérstaklega fyrir Þóru og Wim. Þau frumflytja það nú. Ms Ein af myndum Arnar Karlssonar i ljóðabókinni

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.