Vísir - 08.07.1980, Page 22

Vísir - 08.07.1980, Page 22
VÍSLR Þriöjudagur 8. júli 1980. ^Nýr presiur vlgður til Búðardals: saKna tieiiu nottanna Uétt- nvi-„ muf Nýr prestur er kominn heim i 'Búðardal. Heitir hann sr. Friðrik Hjartar, 28 ára gamall, og var vígður s.l. sunnudag í Dómkirkjunni af biskupi islands. Vísir átti stutt spjall viðhann og spurði fyrst hvern- ig hið nýja starf leggðist í hann: „Það leggst afar vel i mig. Að vlsu eru þetta nokkur viðbrigði, þvi preststarfið er óllkt öðrum störfum sem ég hef gegnt hing- að til. En ég held að það verði gaman að takast á við þetta nýja starf.” — A hvern hátt er prestsstarf- ið sérstætt? „Það er sérstætt á þann hátt fyrst og fremst að I þvl felst ilt- breiðsla kristinnar trúar. Siðan er þjónustan við söfnuðinn og hið nána samband sem prestur- inn hefur við fólk af ýmsu tilefni mjög sérstætt fyrir preststarfiö. Þá er ýmislegt I ytra umbún- aði starfsins frábrugöið þvi sem en unga Ragna Hjarvai, sirira Kristrúnu, Frlöriks ^“^“L^sklrn. Visismynd HR- cfi'iikunni unair ssu dóttur slna, Mannlíf eftir Halldór Reynisson og ö n n u HeiBi Oddsdóttur gerist í Öðrum störfum. Þaö er ekki endilega unniö frá nlu til fimm eða á ákveðnum stað. Og vinnuaöstaðan er á heimilinu oftast nær.” — Nú ferðu I Búöardal: Ertu vanur dreifbýlinu? „Já ég er vanur dreifbýlinu og kann vel við mig þar. Ég er fæddur á Flateyri og bjó þar fyrstu ellefu ár ævi minnar og næstu ellefu bjó ég I Borgarnesi. Ég bjó I Reykjavik á námsár- unum og ef það er eitthvað sem ég kem til meö að sakna úr þétt- býlinu þá eru það heitu pottarn- ir 1 sundlaugunum.” — Nú varstu kosinn prestur sama daginn og forsetakosning- arnar fóru fram — varstu einn I kjöri? „Já, ég var einn I kjöri. Annars eyddi ég ekki miklum tima I kosningabaráttuna eða til að kynna mig. Ég predikaöi þó I öllum sóknum, en hins vegar ætla ég að húsvitja söfnuöinn, svo að ég fái að kynnast honum og hann mér I ró og næði.” — Á kirkjan meiri itök i sveit- um en I þéttbýli? „Já ég hygg það vera. Sem þaö var móöir hans, dæmi um þaö vil ég nefna að I tveimur litlum sóknum sem ég þjóna er nýbúið að endurbyggja kirkjur og I þriðju sókninni er nýbyggð kirkja. Hins vegar virðist oft vera erfitt að standa I slikum kirkjubyggingum i þétt- býlinu. Ef taka má þetta sem merki um safnaðarvitund virðist þetta staðfesta meiri Itök kirkjunnar til sveita.” Þess má geta að kona sr. Friðriks er Anna Nllsdóttir og eiga þau tvö börn. Sr. Friðrik sklrði einmitt hið yngra þeirra sama daginn og hann var vlgöur og var það hans fyrsta prests- verk. -HR. „Ég hef einstaka ánægju af þvl aö starfa viö leiguflug og flugkennslu. Tilbreytingin er mikil, þvi aö verkefnin eru sjaldan þau sömu frá einum degi til annars. t gegnum starfiö hittir maöur firnamargt fólk af öllum manngeröum, og kynnist landinu, litbrigöum þess og sibreytilegri lund”. Helgi Jónsson, flugmaður, hefur rekið Flugskóla úti á Reykjavlkurflugveili i sextán ár, og jafnframt stundaö leigu- flug, innanlands eingöngu fram- an af, en slöar jafnt utan lands sem innan. Leiguflugiö milli landa felst aöallega I þvl að flytja varahluti fyrir útgerðar- félög, og þykir þaö nokkuö nýstárlegt, að útgeröin notfæri sér þjónustu leiguvéla til sllkra hluta. Við skruppum út I Flug- skóla og röbbuðum við Helga og aðra sem þar voru fyrir. Halda sig á jöröinni Eiginkona Helga, Jytte Marcher, og sonurinn Jón taka talsverðan þátt I starfsemi Flugskólans. Jytte sér að hluta til um flugkennsluna, en hún lærði aö fljúga hjá Helga fyrir um tlu árum slðan. Einnig kenna viö skólann flugmennirn- ir Gústaf Guðmundsson og Þor- geir Haraldsson, sem báðir hafa starfað fyrir Helga I nokkur ár. Jón sér að miklu leyti um slmavörslu I Flugskólanum og skráningu pantana á leiguvél- um. Jytte sagði, aö þau mæðg- inin héldu sig yfirleitt á jöröinni, en Jón bætti þó við, aö ekki væri það nú alltaf. Stundum fari hann meira að segja með I milli- Iandaflugið, sem Helgi hefur al- mennt yfirumsjón með, og fylg- ist þá með radarnum og vinni önnur tilfallandi viövik. Helgi sagðist fljúga til ýmissa landa I tengslum við starfið, aöallega Grænlands, Noregs, Danmerkur og Færeyja, auk Bretlands, Þýskalands, Hol- lands, Belglu og Spánar. „Vara- hlutaþjónustan við útgeröina situr I fyrirrúmi á þessu flakki Flautuleikarar, slomp- aðlr sjómenn og ráðherrar - meðal farpega í leigullugi Helga Jónssonar Helgi, Jón og Jytte taka öll mikinn þátt f starfsemi Flugskólans og leiguflugsins til útlanda” sagði Helgi. „Það hefur færst glfurlega I aukana að útgerðin fái leiguvélar til að sækja varahluti I staö þess að fá þá senda með áætlunarflugi. Til þess liggja giidar ástæður, þvi að jafnvel þótt flutningskostn- aöurinn sé nokkru meiri með leiguflugi, margborgar sig þeg- ar allt kemur til alls að nota leiguvélar”. „Yfirleitt tekur miklu lengri tima aö fá varahluti með áætl- unarflugi. Sendingin þarf að sjálfsögðu að fara I gegnum toll- afgreiðslu I Reykjavlk, þegar hún kemur með áætlunarflugi, þannig að komi sending til dæmis á föstudegi, er stundum ekki hægt að ná henni út fyrr en á mánudegi. Liggi skipið I höfn úti á landi getum við hins vegar flogið leiguvélinni beint á stað- inn. Það gengur miklu fljótar fyrir sig, þvi að tollafgreiðsla á flugvöllum I dreifbýlinu er skilj- anlega miklu liprari en I Reykjavik”. „Einnig kemur oft fyrir að varahlutir eru pantaöir frá stað, sem islensk flugfélög halda ekki uppi áætlunarflugi til, og verður þvl að flytja þá langar og kró- kóttar leiðir til að koma þeim I vél til Islands. Vill þá oft bregða við, að sendingarnar dveljast langdvölum á einhverjum við- komustað á leiðinni, þegar ekki er hægt að troða þeim meö, vegna þess að farangur farþega fyllir allt flutningsrými. Oft liggja svo skipin lengi I höfn af þessum sökum. Stundum er kannski um að ræða einhverja smábilun, vantar örlitið stykki I spilið og þviumlikt, og þykir mönnum þá vandræðalegt að þurfa að hanga I landi til eilifðar eftir slikum smámunum á meö- an útgerðin tapar stórum fjár- fúlgum. Flugvöllur enginn Ekki eru varahlutirnir einu farþegar Helga I millilandaflug- inu. Hann flýgur ósjaldan til Grænlands, bæði meö menn og póst. Einkum eru þaö Ibúar Scoresby, sem senda honum skeyti, og biðja hann blessaöan aö færa sér póst eöa flytja bæj- arstjórnina og þingmann til fundar I Danmörku, eins og gerðist um daginn. Flugvöllur er enginn I Scoresby, heldur hefjast Ibúar handa eftir aö skeyti hefur veriö sent, og ryðja braut á Isnum til þess að Helgi geti tyllt sér niður. Nýlega flaug Helgi með kana- dlskan ráðherra héðan til Straumsvikur á Grænlandi fyrir kanadiska sendiráðið, hinkraði þar viö eftir herranum I tvo daga og flutti hann síðan á brott aftur. Erfitt aö spila heyrnartaus á flautu" „Auk þessa förum við oft I sjúkraflug og erum alltaf tilbúin til þess”, sagði Helgi. „Hér inn- anlands fljúgum við svo hvert á land, sem menn vilja. Farþeg- arnir eru ákaflega mislitir, allt frá slompuöum sjómönnum, sem nýkomnir eru I land og vilja komast heim meö það sama, og upp i ráöherra. Laxaseiði eru einnig alltlðir gestir hjá okkur.” „I fyrra leituðu til mln aust- urrlskir flautuleikarar, sem nauösynlega þurftu að komast til Færeyja til aö halda þar tón- leika, og vildu forðast að fá hellu fyrir eyrun. Þaö er vist heldur erfitt aö spila heyrnar- laus á flautu, og af ýmsum ástæðum fær maður minni hellu I þessum litlu vélum. Flautu- leikararnir voru I sjöunda himni, þegar kom á leiöarenda brostu út aö eyrum og sögðust vera alveg reiöubúnir aö byrja. Þrýstijöfnunarbúnaður er I vélinni, sem notuð er til milli- landaflugsins, Piper vélinni Navajo, sem gerir þaö aö verk- um, að hún getur flogið hæst I 29.000 feta hæð. Getur hún þvl flogiö hraöar en ella, sérstak- lega I meövindi. Til samanburð- ar má geta þess, að Fokkervél- ar Flugleiða komast hæst I 18.000 feta hæð. Alls eru fjórar vélar notaðar til leiguflugsins og þrjár til kennslunnar. Leigu- vélarnar eru af f jórum mismun- andi stærðum, og geta boriö frá þrem upp I sjö manns. „Þetta hefur allt saman geng- ið mjög þokkalega hjá okkur þegar á heildina er litið.” sagöi Helgi. „Starfiö er talsvert erfitt og bindandi, en að sama skapi áhugavert. í sumar ætlum við hjónin að taka okkur fri I nokkra daga, og fljúga með stelpurnar okkar á skóla I Irlandi. En fyrst verö ég vlst að drlfa mig af stað til Stykkishólms, þvl að ég hef verið beðinn að flytja þangað laxaseiði I dag”. -AHO

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.