Vísir - 14.08.1980, Blaðsíða 5

Vísir - 14.08.1980, Blaðsíða 5
„Umfram allt aö sigra Reagan 1980”, segir Ted Kennedy. Flelri bætast I verkfðllín I Póliandl „Mun vinna aö kiöri Jimmys,” sagðl Tetí Kennedy og skoraðl á flokkssystklnla aö sameinast tll aö slgra Reagan Carter forseti var iltnefndur i nótt frambjóöandi Demókrata- flokksins til næstu forsetakosn- inga i Bandarikjunum, eins og ganga mátti aö visu. Um leið og nafnakallið sýndi, aö Carter var kominn meö nægan fulltrúafjölda á landsþinginu aö baki sér til þess aö hljóta útnefn- ingu, geröi Kennedy öldunga- deildarþingmaöur landsþinginu orö: „Ég mun styöja og vinna aö endurkjöri Jimmy Carter, for- seta. Umfram allt veröum viö aö sigra Ronald Reagan (frambjóö- anda Repúblikana) 1980. — Ég hvet alla demókrata til þess aö leggja hönd á plóginn”. Meöan nafnakalliö stóö yfir, höföu stuöningsmenn Kennedys látiö í ljós tregöu til þess aö láta af fylgi slnu viö hann, þótt hann heföi sjálfur dregiö sig i hlé. Lokatölur uröu þó þær, aö 2.129 fulltrUar studdu Carter, 1.146 studdu Kennedy. — 56 sátu ýmist hjá eöa léöu minni spámönnum atkvæöi sin. Jimmy sat á hótelherbergi sinu á skyrtunni og fylgdist meö nafnakallinu á sjónvarpsskerm- inum. — „Viö viljum Jimmy”, kallaöi þingheimur nær einum rómi, þegar Urslitin réöust. Græn spjöld voru höfö hátt á lofti, og grænum blöörum var slepptá loft I Madison Square Garden, en grænn var kosningalitur Carters. Carter mun taka formlega út- nefningunni meö ræöu, sem hann mun flytja viö þingslitin i kvöld. m-------------► Carter fylgdist meö atkvæöa- talningunni á sjónvarpsskerm- inum i hótelherbergi sfnu, en mun birtast á landsþinginu i kvöld. Þaö vandast heldur fyrir Varjárbúa aö komast til vinnu sinnar, þvf aö leigubilstjórar hafa einnig lagt niöur störf, eins og sporvagna- og strætisvagnastjór- ar. Frést hefur af verkföllum I öör- um borgum Póllands, þótt yfir- völd hafi spáö þvi fyrr i vikunni, aö þaö versta af þessum vinnu- deilum væri aö baki. Verkamenn viösvegar um land- iö hafa frá þvi i byrjun júli meö verkföllum andmælt veröhækk- unum, kjötskorti, lágum launum og aöstööu á vinnustööum. Auk verkfallsins i Varsjá heyr- ist, aö um 1.000 starfsmenn véla- verksmiöju i Wroclaw hafi lagt niöur vinnu í gær og krafist hærri launa. Baömullarverksmiöja i grennd viö fataiönaöarborgina Lodz, mun hafa veriö lömuö frá þvi á mánudag vegna verkfalls. Leigubilstjórar I Varsjá hófu verkfall sitt í gær siödegis, og átti þá margur erfitt meö aö ná heim til sfn frá vinnu. Billy til yfírnevrslu Billy, bróöir Jimmy Carters forseta, kom i morgun til Washington til yfirheyrslu hjá þingnefndinni, sem rannsakar umdeild viöskipti Billys viö yfir- völd Libýu. Yfirheyrslurnarmunu hefjast á morgun, þegar þingnefndin tekur til viö rannsóknina aftur eftir hlé, sem gert var dagana, sem lands- þing demókrata stendur yfir. Blaöamenn veittu Billy fyrir- sát, þegar hann kom til Washing- ton I gær, en fengu ekki togáö upp úr honum orö um máliö. Frestuðu skákinnl Viktor Korchnoi og Lev Polugayevsky frestuöu tólftu einvlgisskákinni, sem tefla átti i gær. Þaö var Polugayevsky, sem óskaöi frestunar. Korchnoi hefur sex vinn- inga gegn fimm og dugar honum jafntefli til sigurs i einviginu. ■ ■■■■■■■■■■■■■■■ Sögðu látt af uppihaldi aðal- glaumgosans Hiö ljúfa lif glaumgosans hefur veriö vörumerki Hugh Hefner, stofnanda og aöalfor- stjóra „playboyfyrirtækisins”, en þaö fyrirtæki malar margar Hefner auglýsti sumt rækilega, en haföi lágt um annað. milljónir dollara á kynþokka- disum og næturlifi. En þótt lifsmáti Hefners væri rækilega auglýstur og umtalaö- ur, var þaö mat hlutafjáryfir- vaida I Washington, aö ekki heföi verið nægilega vel ti- undaöir ýmsir þættir þess til hluthafa I „Palyboy”. Af málsskókn varö þó ekki, en sæst var á, aö fyrirtækiö eftir- leiöis héldi nákvæmari reikninga yfir hlunnindi Hefn- ers og annarra stjórnenda Play- boy. Sérstakt ráö, sem hefur eftir- lit meö hlutafélögum, haföi komist aö raun um, aö á 8 árum (’71-’79) heföu Hefner og fleiri stjórnendur fyrirtækisins notiö hlunninda aö upphæö minnsta kosti tvær milljónir dollara, sem aldrei heföu veriö látnar koma fram á reikningum og ársskýrslu til hluthafa. Auk timaritsins fræga, spilavita, gistihýsa og næturklúbba á fyrirtækiö tvær ibúöarvillur, sem Hefner og fleiri hafa haft til einkaafnota. Lýsingar á inn- réttingum þeirra, sérlega þá Hiö ljúfa lif, sem „Playboy” gerir sér mestan mat úr. svefnherbergjum, minna helst á ævintýri Þúsund og einnar næt- ur. Þar á ofan hefur fyrirtækiö greitt ýmislegt uppihald Hefn- ers, sem er frægur aö ööru en lifa sparlega. Svo viröist, sem fyrirtækiö hafi ekki taliö neina þörf á aö ti- unda þennan „rekstrarkostnaö” I smáatriöum fyrir öörum hlut- Iran gerlr kröfur á Sovét- sljórnlna Sadeq Qotbzadeh, utanrlkisráö- herra Irans, hefur lagt fram viö Sovétstjórnina lista meö kröfum, þar sem kennir margra grasa. 1 löngu bréfi til Andrei Gro- ' myko, starfsbróöur sins, — sem hin opinbera fréttastofa lrans birti i gærkvöldi — fordæmir Qotbzadeh stefnu Sovétrikjanna gagnvart Iran, og likir henni viö stefnu Bandarikjastjórnar. Kraföist hann þess m.a., aö sovéskt herliö yröi kallaö heim frá Afganistan, og aö Moskva léti af stuöningi viö kommúnistaflokk Irans. Segir Qotbzadeh, aö bréf hans sésvar viö ummælum Gromykos (9. júli), þar sem sovéski utan- rikisráöherran kvartaöi undan afstööu Irans dl Kremlstjórnar- innar. — Qotbzadeh segir, aö kröfur hans miöi aö þvl aö bæta sambúö þessara tveggja rikja. Um kröfuna varöandi iranska kommúnista sagöi utanrikisráö- herrann, aö þeir væru „ekkert annaö en fimmtu - herdeildar- menn, sem spilitu sambúö þess- ara tveggja landa”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.