Vísir - 14.08.1980, Blaðsíða 12

Vísir - 14.08.1980, Blaðsíða 12
vtsm Fimmtudagur 14. ágúst 1980 12 vtsm Fimmtudagur 14. ágúst 1980 13 1 Rambað á renn- blauta ferðamenn Bernhard Schneider og Reinhilde Hockauf voru meft myndarlegt vegakort og hugðust fara víöa áöur en ferö þeirra lyki hér. í- * Hann var furöu ásjálegur feröamannahdpurinn, sem hélt til á tjaldsvæði Laugardalsins I hellidembunni á mánudaginn. Tjald viö tjald, gult, grænt, blátt, rautt og rigningin lamdi gras- svörðinn. Hvergi virtist lif aö sjá fyrstþegar Vfsi bar aö garöi, utan feröar eins túrista sem stiklaði störum yfir gegnsósa grasiendi. Fljótlega stytti upp og líf barst yf- ir svæöiö. Menn stigu út úr húsvögnum og höfuö gægöust út um tjaldopin. Vegir og ár hömluðu för „Viö vorum rétt aö koma hing- aö til Reykjavikur og veröum hér á landi i 5 vikur” sagöi Bernhard Schneider, þýskur feröalangur sem hér er ásamt vinkonu sinni Reinhilde Hockauf. „Jú þetta er i fyrsta sinn sem viö komum hingaö. „Veöriö”, „jú veöriö likar okk- ur ekki viö i augnablikinu, rigning Hinir frönsku mótorhjólakappar, brugöu sér út úr tjöldunum þegar snögglega stytti upp. Og ekki stóö þá á franska brosinu. er ekki okkar uppáhald en veöriö var mjög gott á Austurlandi” sagöi Reinhilde. Þetta þýska par kom til lands- ins meö Smyrli og flutti meö sér Volkswagen „rúgbrauð”, búinn ágætis búnaöi. „Viö áttum i dálitlum vandræö- um meö vegina, þeir eru nú ....svona og svona” sagöi Bern- hard Schneider og þótti hann ef- laust sýna mikla kurteisi meö þessum látlausu oröum um veg- ina. Á mótorhjólum um landið „No like raining” sagöi Martin- ello, ungur franskur rafvirki sem tjáði sig örlitiö um islandsmálefni viö blaöamenn VIsis. Þau eru þrjú á ferö, Martinello, Motte- reau, sem er málari og Capmel frönsk vélritunarstúlka. Farar- skjótarnir eru tvö ftölsk mótor- hjól. Þau ætluðu aö fara hringinn og höföu komiö suðurleiöina frá Seyöisfiröi. „Ætli feröin kosti okkur ekki 2000 franka á mann” sagöi Martinello, forsvarsmaöur hóps- ins, en þaö munu vera um 240 þúsund islenskar. Mat höföu þau tekið meö sér aö miklum hluta og svefnstaðurinn var tjald. „Aðeins kennarar hafa efni á að koma til ts- lands.” Allstaöar barst rigningin i tal. Frú Silvia Bates, breskur kenn- ari, var mjög nefmælt og þrútiö nef gaf orsökina vel til kynna. „Viökomum hingaö til landsins fyrir þremur árum, og þó aö undanfariö hafi bara veriö rign- ing, mistur, þoka og kvef, þá vit- um viö aö ísland getur skartað mun betra veðri. Viö bara biöum og vonum” sagöi Silvia. Eigin- maðurinn Owen Bates, sat inni i húsbilnum og geröi viöeigandi at- hugasemdir viö orö konu sinnar. „Dýrtiöin hér er svo mikil aö þaö er ekki nema fyrir breska kenn- ara aö koma hingaö” sagöi Owen og stökk ekki bros á vör, fyrr en hann taldi aö blaöamaöur ætlaöi aö gripa þetta sem rökrétta staö- reynd um laun kennara i Eng- landi. Tveir stálpaöir synir voru i feröinni og höföu tjaldaö viö hliö- ina á móðurstööinni, sérstaklega yfirbyggöum Fólkswagen. „Kostnaöur, viö komum nú meö mikinn mat meö okkur” seg- irSilvia. „Nú verður auövitaö allt vitlaust þegar þeir átta sig á þessu” bætir hún viö. ,,En ætli feröin kosti f jölskylduna meira en 1200 pund” Þaö kostar þvi fjögurra manna breska fjölskyldu, sem tekur mikinn mat með sér aö heiman, um 1,5 milljónir aö feröast á ódýrastan máta um Island. „Likar ísland — ekki veðrið” Fljótiega fór aö rigna aftur og hinum fótgangandi fækkaöi óö- um. Huröum var lokaö og deyföin færöist yfir. Þó spigsporaöi lág- vaxinn, dökkleitur maöur i kring- Texti: Arni Sigfússon Myndir: Bragi Guömundsson. um listivagninn sinn og horföi á tslendinga ljúka viö heyverk á túninu. Sýnilega var þetta eitt af undrum landsins, þvi þarna stóö hann i hellidembu og fylgdist vel meö hverju handtaki. Þarna var Fumal fjölskyldan á feröinni, Italir I húö og hár. Sá er fylgst haföi meö heyverkunum, var fjölskyldufaöirinn, skrifstofu- maöur i Fiatverksmiöjunum. Þau sögöust hafa komið suöur- leiöina og likaði mjög vel viö landiö, en undanfariö haföi veöriö IOíAá :íí:VSH;íi:: hamlaö nokkuö ánægjunni. En það getur nú lika gerst á ttaliu eins og ýmsir tslendingar hafa mátt reyna. Þegar fyrstu vatnsdroparnir höföu náö hörundi Visismanna, þótti timi til brottfarar, minnugir hinnar nefmæltu frú Bates. — ÁS ttalir á ferö I Opel diesel, sem hr. Fumal, lengst til vinstri var mjög stoltur af. Liklega vegna fyrirhyggju i bensfnsparnaöi. Viöhöfum nú reyndar komiö i blööin f Noregi Hka”, sagöi hinn spaugsami fjölskyldufaöir, Owen Bates. • |«s ‘ k'-áX-i v. v-y j „Þegar þú þarft að kippa í gang hjá vini þínum“ SHELL SUPER PUIS Olían, sem ereins og sniðin fyrir íslenskar aðstæður! Nýja fjölþykktarolían frá Shell tekur langt fram þeim kröfum, sem bifreiðaframleið- endur hafa sett um gæði og endingu olíu fyrir nýjustu gerðir bílvéla. Shell Super Plus myndar níðsterka húð, sem verndar slitfleti vélarinnar allan eðli- legan notkunartíma olíunnar. Vél varin með Super Plus endist lengur og þarfn- ast síður viðhalds. Eiginleikar Shell Super Plus hæfa tíðum hitasveiflum íslenskrar veðráttu. Fjöl- þykktareiginleikar Super Plus gera gangsetningu auðvelda í kulda, og veita hámarksvernd við mesta álag, t.d. þegar kippa þarf í gang hjá kunningja. Sérstök bætiefni Shell Super Plus gefa olíunni styrk og þol til þess að standast mikinn þrýsting og hita, sem myndast í nýjustu bílvélum. Super Plus vinnur verk sitt betur og lengur en nokkur önnur Shell olía hefur áður gert. Olíufélagið Skeljungur h.f. Einkaumboð fyrir ,,SHELL“ vörur

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.