Vísir - 16.08.1980, Side 5
£ „
Laugardagur 16. ágúst 1980
d í Bifreidaeftirlitinu
samvista vift verkfærin. Okkar
menn þurftu reyndar ekki á þvi
aö halda þvi Jón lumaði á skrúf-
járni af stærri gerðinni.
Bölv- og ragnkaflinn sem nú
kom verður ekki hafður eftir en
islensku númerin virðast passa
illa á ameriska bila. Þannig
jþurfti að beygla og skæla númer-
in á alla kanta til að koma þeim á
bflana að framan.
Inn aftur
Númerin á sinum stað og þá inn
aftur að athuga hvort sú stund
væri upp runnin, að gjaldkerinn
hefði fengið tilskilin gögn og hægt
væri að þynna veskið ofurlitiö.
Ekki stóð á gjaldkeranum og Jón
fékk að borga 19.300 krónur en
Sigurður 16.800. Mismunurinn lá i
skeytakostnaðinum. Skoðunar-
vottorðin fóru nú i smá ferðalag
meðfram afgreiðsluborðinu og nú
kom smá hinkr.
„Á ekkert að borga hér?"
Svo birtust vottorðin og okkar
menn voru kvaddir að borðinu til
að taka við þeim á nýjan leik
ásamt smá miða með númeri á.
Það númer táknar skoðunarröð-
ina. Fyrir þetta þurfti ekkert að
borga og þeim voru meira aö
segja boðnar skrúfur i númerin.
Skyldu þær vera gratis.
Sjalf skoðunin var ekkert mál.
Eftirlistmaðurinn vildi ekki einu
sinni hreyfa Plymmann enda
nánast nýr bill en Novuna tók
hann aðeins i með þeim afleiðing-
um að miðinn varð grænn en ekki
hvitur. Það er nefnilega talið afar
æskilegt að bremsur séu i góðu
lagi að auðveldara sé aö stöðva
bifreiðina. Ekki satt?
Reddum þessu í hvelli
Jón sagðist auövitað borga við-
geröina á bremsunum, hann hefði
selt bilinn i skoöunarfæru ástandi
og nú væri málið bara að finna
verkstæði, sem gæti reddað þessu
i hvelli. Sem við höfðum rétt kvatt
þá Jón Viggósson og Sigurð
Sverrisson sem höfðu verið svo
vinsamlegir aö leyfa okkur að
hnusa utani þeirra mál vikur sér
að okkur Nojari (maöur frá
Noregi) og spyr á góöri islensku
með nokkrum hreim: „Hvernig
er það þarf maður að fara eitt-
hvaö þarna inn áður en maður
lætur skoöa?”
Áttú annan fimmtíukall
Þetta gekk tiltölulega lipurt hjá
þeim Jóni og Sigurði en við fylgd-
umst með fleirum sem þarna
voru á ferð. Sérstaka athygli okk-
ar vöktu yngri hjón sem voru
komin með bil til skráningar eftir
að númerin höfðu legið inni um
nokkurt skeið. Það mál var allt
nokkuð þyngra i vöfum. Fyrst
reyndi frúin á meðan bóndinn var
úti að stússa i bflnum en þegar
hún var komin i þrot hóaði hún i
hann og hann skundaöi vasklega
inn. Það var sama sagan, veð-
bókarvottorðið vantaði i sim-
skeytisformi I þetta skipti frá Sel-
fossi. Og hringingarnar þangað
voru með skemmtilegra móti þ.e.
fyrir þann sem með fylgdist.
Fyrsti fimmtiukallinn var fljótur
að hverfa og aðvörunarsónn
heyrðist. Hófst þá mikill umsnún-
ingur vasa i örvæntingarfullri leit
að öðrum og auðvitað rofnaði
sambandið I miðjum kliðum.
Annar fannst um siðir og nú tókst
manninum að koma erindinu til
skila.
Bíddu augnablik
Biddu augnablik, sagði stúlkan
við hinn enda línunnar kurteis-
lega. Á þessu augnabliki gleypti
siminn ótölulegt magn fimmtiu-
kalla og aftur heyrðist
aðvörunarsrfnn og stúlkan kom i
simann og spurði hvaöa númer
hefði „aftur” verið á bilnum? Að-
ur en ráðrúm gafst til svara hafði
sambandið rofnað. í þriðju til-
raun hafðist árangur sem erfiði
og stúlkan tók vingjarnlega aö sér
það hlutverk, að hringja i Bif-
reiðaeftirlitið og tilkynna að
skeyti væri á leiðinni. Það nægir
sem sagt og maðurinn fékk
skoðunarnúmer og númeris-
plöturnar sinar, sem hann hafði
lagt inn fyrir nokkrum mánuðum.
Hann kenndi okkur aðferð til að
koma i veg fyrir að númer sem
manni væru hjartfólgin hyrfu á
vörslum „Eftirlitsins”. Pakka
skal maður þeim inn og merkja
sér vandlega. Það er allur gald-
urinn.
Rauður miði
A skoðunarplaninu stóö fákur-
inn glæstur *>g eftirlitsmaðurinn
tók á honum með járnum eins og
titt er. Smá ökuferð sannfærði
hann fljótlega um að þessum
vagni mætti ekki aka. Eigandinn
fékk rauðan miða, sem þýðir að
hann má aðeins aka bilnum til og
frá verkstæöi. Greinilega ekki
hans dagur.
Við kvöddumst þessa umdeildu
stofnun. Vist þekkjum við sögur
um erfiðleikana og seinaganginn
sem oft er kvartað undan þar.
Þær sögur eru eflaust um margt
sannar og þegar við það bætist
vanþekking þeirra sem á þjónust-
unni þurfa að halda er auðvitað
ekki von á góðu. Það gerði
kannski ekkert til þótt gefinn yrði
út bæklingur með leiðbeiningum
um hvað hafa þarf meðferðis i
hinum mismunandi tilvikum.
Bæklingurinn gæti legið frammi i
öllum mjólkurbúðum ef ekki væri
búiö að leggja þær niður.
—ÓM
8. Skrúfa...
14. Málið leyst, miðarnir komnir á. Veriöi sæl.
13. Hinkra ögn. Gjöra siðansvo vel aöaka bilnum inn á planiö.
12. Inn aftur að borga. Alit fyrir ánægjuna.
11. Réttnúmer á réttan bil. Plymminn orðinn G ogNóvan P.
íu. ...gaia
9. ...beygla