Vísir - 16.08.1980, Qupperneq 12

Vísir - 16.08.1980, Qupperneq 12
Laugardagur 16. ágúst 1980 helgarpopp Glansmynd af diskódrottningunni. Hér aö ofan sjáum við Donnu með nýja eiginmanninum og þau eru bara harla venjuleg að sjá. u s s s cd CB e s o Q e D) e * ttl m: Donna hefur gjarnan litlu snotru dóttur sina meö sér á styttri ferðalögum og hermt er að þeim mæðgum komi bærilega saman. Gunnar Salvarsson skrifar. Það hefur farið ósköp lítið fyrir Donnu Summer síðustu mánuðina, söngkonunni sem nefnd hefur verið „diskódrottningin". Ef litið er yfir siðustu tvö árin rengir tæpast nokkur þessa nafngift þó fáránleg sé. Dona Summer hefur vissulega borið hæst i diskótónlistinni á þessu tímabili og aðeins það að heyra orðið diskó nefnt skýtur Donnu uppí kollinn. Astæðan fyrir þvi að Donna læt- ur litiö i sér kræla þessa stundina er sumpart sú, að ósætti kom upp á milli hennar og hljómplötuút- gáfu hennar, Casablanca, og log- ar nú allt i illdeilum þar sem áöur voru kossar og handabönd. Sum- part er ástæöan lika sú, aö Donna vill helga fjölskyldunni einhvern tima og hefur t.a.m. nýlega geng- ið upp aö altarinu þeirra erinda að ganga i örugga höfn hjóna- bandsins meö Bruce Sudano, sem hefur leitt hana sér viö hönd all- lengi. Þá hefur Donna látiö spyrj- ast aö hún eigi von á sér i byrjun næsta árs, svo ekki er hægt að segja aö hún hafi verið aðgeröar- laus þó litiö hafi borið á henni opinberlega. Eiginmaöur Donnu, Bruce Sudano, er gitarleikari og söng- vari bandariskrar diskóhljóm- sveitar Brooklyn Dreams aö Southside Johnny & The Asbury Jukes— Love is a Sacrifice Southside Johnny & The Asbury Jukes er ekki vinsæl hljómsveit á Islenskan mæli- kvarða og fáir sem bera kennsl á þessa bandarisku rokktónlistarmenn. Þar með er ekki sagt að tónlist þeirra sé óburðugri en þekktari tón- listarmanna og það eru gömul sannindi og ný, að gæði og vinsældir leiðast ekki alltaf hönd I hönd. Southside Johnny flytur dæmigerða bandariska rokktónlist, er á köflum alls ekkert ósvipaður risanum Bob Seger, en fetar þó frekar i svipuð spor og Bruce Spring- steen, enda eru þeir miklir mátar og hafa lengi verið. Samt er eins og einhvern herslumun skorti hjá Southside Johnny og Asbury Jukes til þess að ná i markið, einhverja örlitla sérstöðu til að vekja athygli á sér. Þeir sem hins vegar leita að pott- þéttri bandariskri rokktónlist geta Staðnæmst við Southside Johnny. Þeir þurfa ekki að fara yfir lækinn til þess að sækja vat,niö. 7,5 Chicago— Chicago KIV CBS 86118 Fjórtánda breiöskifa Chicago flokksins kom nýlega á markaö og hefur litla eftir- tekt vakiö. Þaö er ákaflega sorglegt til þess aö vita hvern- ig hugmyndabrunnur þeirra Chicagomanna er orðinn þurr- ausinn, þessara merku tónlist- armanna sem settu mikinn svip á tónlist siöasta áratugar. Eftir lát Terry Kath gitarleik- ara fyrir nokkrum árum er eins og sigiö hafi á ófæfuhliö- ina og hljómsveitin hefur ekki náö aö sýna nein þroskamerki. Þó virtist nýtt blóö hafa komið meö Dannie Dacus, en nú hef- ur hann yfirgefið hljómsveit- ina og útkoman er verri en nokkru sinni fyrr. Þó veröa Chicagomenn aldrei lélegir, til þess er reynsla þeirra og hæfi- leikar alltof miklir, en fyrir okkur sem þekkjum sögu þeirra og sigra, er fjórtánda platan mislukkuö og vonbirgð- in veruleg. nafni. Hann gengur nú Mimi litlu i fööur staö, en Mimi er dóttir Donnu af fyrra hjónabandi og er sex vetra orðin. Pabbi hennar er ástralski leikarinn, Helmut Sommer, sem Donna sleit sam- vistum við I upphafi ferils sins sem diskósöngkona skömmu eftir fæöingu Mimiar. Það eru semsagt tæp sex ár siö- an Donna sló fyrst I gegn, þá meö laginu „Love To Love You Baby”, en þá var Donna búsett I Þýskalandi og Þórir okkar Baldursson studdi hana fyrstu sporin út á frægðarbrautina, þar sem enginn hámarkshraöi er. „Mér leiddist hræöilega”, segir Donna þegar hún rifjar upp þenn- an tíma, „ég var ekki aö syngja og maöurinn minn vann nætur- langt meöan ég var ein með Mimi. Einn daginn byrjaöi ég allt I einu að skæla. „Guð ætlar mér ekki þetta hlutskipti”, sagði ég viö sjálfa mig. „Hann gaf mér of mikiö til þess aö ætla mér aðeins þvott á diskum og bleyjum.” Tár Donnu hurfu um leið og hún fór úr eldhúsinu I stúdióin og naut handleiöslu diskóhöföingjanna Ciorgio Moroder og Pete Bellotte. Núna býr Donna ýmist i Los Angeles, Lake Tahoe I Kalifornlu, ellegar i Boston. Hún safnar mál- verkum eins og aörir safna fri- merkjum. Þaö gerir auöurinn. Llf hennar er nokkuð frábrugö- ið þvi sem hún kynntist i bernsku. Hún er fædd I Boston, ein sjö syst- kina og hneigöist snemma aö söng og pianóleik. Einkum dáöi hún þær stöllur Mahaliu Jackson og Janis Joplin og um tima söng hún I rokkhljómsveit. En frá námi sneri hún skyndilega til Þýskalands, höndlaöi frægöina nokkrum árum seinna og varð bæöi diskódis og kyntákn, en diskótónlistin hneigöist fyrst i staö mjög I kynferöislega átt. —Gsal

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.