Vísir - 16.08.1980, Blaðsíða 19

Vísir - 16.08.1980, Blaðsíða 19
vtsm Laugardagur 16. ágúst 1980 Heimalningurinnvarekkimikiðbanginnog leitaði á náð> ir nýja vinnumannsins. Honum virtist fara það verk vel úr hendi. Kovalenko rölti um hlaðið með Hildi túlk og blm. og sýndi það sem honum þótti markverðast. //Nei ég er ekki farinn að keyra traktorinn en þau eru að kenna mér á hann". Aldur, menntun og fyrri störf Victor Kovalenko verður 24 ára í október. Hann hef- ur unnið fyrir sér frá 17 ára aldri við ýmis algeng störf, í málmsmiðju og raftækjaverksmiðju. Auk þess hefur hann verið í hernum og nú siðast á verksmiðjutogaranum sem gerði flóttadraum hans að veruleika. Hann var kominn í 11. bekk í skóla þegar hann hætti námi. Af flóttanum „Við fengum um 33 þús- und íslenskar þegar við fórum í land og venjulega fáum við um einn þriðja af kaupinu í erlendum höfn- um og svo dálítinn hluta í „kúpónum", sem er gjald- miðill, sem er hægt að versla fyrir í sérstökum verslunum heima. Ég var þess vegna ekki í vandræð- um með að taka leigubílinn í ameríska sendiráðið." Kovalenko segir að það muni eflaust taka sig nokkurn tíma að átta sig á þessum mjög svo breyttu aðstæðum og eflaust verði hann lengur að aðlagast nýju þjóðfélagi en að læra málið ef til þess kæmi að hann verði áfram hér. Hann langar þó mest til Ameríku vegna þess að þar eru samlandar hans og býst hann því við að þar muni hann eiga auðveldara með að komast yfir þá erfiðleika sem óhjákvæmi- lega fylgja slíkri ákvörðun og athöfnum. — ÖM Kovalenko var viö mjaltir þegar viö heimsóttum hann. i Vel fór á með Kovalenko og túlkinum okkar, Hildi Haf- stað, enda hefur hann ekki haft mörg tækifæri til að mæla á móðurmálinu síðan hann kom. 'é

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.