Vísir - 16.08.1980, Qupperneq 29

Vísir - 16.08.1980, Qupperneq 29
VISIR Laugardagur 16. ágúst 1980 " Fyrsta embættisverk dönsku prinsanna: 99 Kampavínsprinsarnir” —voru þeir kall- adir Nú hafa dönsku preinsarnir, Frederik og Joachim, innt af hendi sin fyrstu skyldu- störf á vegum konungs- fjölskyldunnar. Þeir brutu kampavinsflösk- ur og fengu viðurnefnið ,, ka mpavinspr insarn- ir” i Nakskov. Frederik, erfingi dönsku krúnunnar, 12 ára gamall, og bróðir hans Joachim, 11 ára, stóðu sig með mikilli prýði þegr þeir gáfu Stórabeltisferjum DSB (dönsku rikisjárn- brautanna) nöfn, reyndar sin eigin nöfn, Frederik og Joachim. Athöfnin fór fram i skipasmiðastöðinni i Nakskov, en þangað höfðu prinsarnir komið ásamt foreldrum sin- um með konungsskip- inu Dannebrog. Það var margt fyrir- manna i skipasmiða- stöðinni að fylgjast með þessari frumraun prinsanna, svo sem ráðherrar, þingmenn, sveitastjórnarmenn og lögreglustjórar. Það mátti raunar segja, að bærinn væri allur á öðrum endanum. Það jók sjálfsagt áhugann, að Margrét drottning og maður hennar, Hin- rik prins, voru með all- an timann og fylgdust stolt með sonum sin- um. Að athöfninni lok- inni var hátiðarkvöld- verður, en hetjur dags- ins, konunglegu skóla- drengirnir, tóku ekki þátt i honum. Þeir eru enn ekki orðnir nógu gamlir til að taka þátt i slikum skemmtunum, en léku sér á meðan að leikfangajárnbrautum i skipi konungsfjöl-' skyldunnar. m .... > Prinsarnir Frederik og Joachim voru ákaflega stoltir og ánægðir eftir að hafa brotið kampa- vinsflöskurnar. L—...... 29 Hamlet endurborinn! Konungur Parisartiskunnar Yves Saint Laurent, hefur sótt hugmyndir aftur til Endurreisnartimans. Ermar þessa kvöldkjóls minna óneitanlega á búning þann er Hamlet bar. Sýning Y.S.L. á haust og vetrartiskunni var f Paris um mánaðamótin sifiustu. Haust- og vetrar- ttskan frá París Pierre Cardin hefur sniíiö sér aö mini-pilsunum aftur. Einnig hef- ur hann fundifi út hvaöhægt sé aö gera viðgamla „húla-hopp hring- inn, og sett hann f nokkurs konar mini-hopp pils. Þessi úlpukápa er frá Christian Dior. Efniö er brúnt silkiléreft, og pilsiö er úr brúnu flaueli. Hlýr fatnaöur þetta.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.