Vísir - 18.08.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 18.08.1980, Blaðsíða 8
VÍSIR Mánudagur 18. ágúst 8 Utflefandi: Reykjaprent h.f. Framkvcmdastjóri: DavlA Guómundsson. ^ÚMiórar: ölafur Ragnartson oo Ellart B. Schram.-. ,'Ritstjórnarfulttrúar: Bragl Guðmundsson, Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guömundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Frfða Astvaldsdóttir, Halldór Reynlsson, lllugi Jökulsson, Jónlna Mlchaelsdóttlr, Kristln Þorstelnsdóttlr, Magdalena Schram, P4II AAagnússon, Slgurjón Valdlmarsson, Sæmundur Guðvlnsson, Þórunn J. Hafsteln. Blaðamaður á Akureyri: Gfsll Sigur- gelrsson. Iþróttir: GylfI Kristjánsson, Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Bragl ‘Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, Jens Aléxandersson. úflit og hönnunf Gunnar Trausti Guðbjörnsson og Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Siguröur R. Pétursson. Ritstjórn: Sfðumúla 14 sfmi 8óóll 7 llnur. Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8 simar 8óól 1 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholt! 2-4 sfmi 8ÓÓ11. Askriftargjald er kr.5000 á mánuði innanlands og verö I lausasölu 250 krónur ein- í?kið. Visirer prentaður i Blaðaprenti h.f. Sfðumúla 14. Gosib I Heklu er ekki túristagos. Þaö er ljóst aö nú er alvara á feröum. Viö skulum aö- eins vona, aö eldfjalliö sýni okkur miskunn og islendingar standi af sér sllkar náttúru- hamfarir. Þeir , sem lögðu leið sína um sveitir Suðurlands á laugardegi og sunnudagsmorgni, sáu engin merki þess að neitt óvanalegt væri I aðsigi. Þjórsá hlykkjaðist niður farveg sinn og drottning eldfjallanna virtist sofa værum blundi, tilkomumikil en spök. Heklugosið gerði ekki boð á undan sér. Fréttin um að gos væri hafið í Heklu barst eins og eldur úm sinu, og fyrir okkur Sunnlend- inga þurfti ekki frekar vitnanna við. Úti við sjóndeildarhringinn mátti sjá tignarlegan gosmökk- inn teygja sig til himins hærra og hærra. Þetta var fögur sjón en ógnvekjandi. Viðbrögð manna við slíkum náttúruhamförum eru með sér- stökum hætti. Þaðer líkast því að íslendingar bregðist við af lotn- ingu og auðmýkt. Hræðslu eða örvæntingar verður ekki vart. Menn vita sem er, að enginn mannanna verk megna að stöðva náttúruöflin og nálægðin við eld- fjallið laðar fram æðruleysi, þrátt fyrir hættuaf gjöreyðingu. Á undanförnum árum höfum við lifað mörg eldgos og siðasta gos i Heklu reyndist minniháttar „túristagos". Mývatnseldar og Oskjugos hafa ekki valdið um- talsverðu tjóni. En nú virðist meiri alvara á ferðum. Kraftur gossins úr iðrum jarð- ar er slíkur, að menn standa agn- dofa og máttvana. Fjallið virðist loga og krauma og hraun vellur niður allar hliðar. Aska og vikur spýtist yfir gifurlegt landflæmi og enginn veit hvert framhaldið verður. Hvað sem líður fegurð og tign- arleik slíkra náttúruhamfara, eru ógnir og afleiðingar eldgoss- ins svo hrikalegar, að við skulum vera við öllu búin. Aðeins spölkorn frá eldf jallinu eru virkjunarmannvirki við Búr- fell, Sigöldu og Hrauneyjafoss. Hraun og aska eyða gróðri og spilla beitilöndum og nálægar sveitir, blómleg byggð á Suður- landi, bíða örlaga sinna án þess að fá rönd við reist. Við getum ekkert aðhaf st annað en beðið og vonað, að Hekla sýni miskunn því fólki og því lífsstarfi, sem liggur við rætur hennar. Þetta mikla eldfjall hefur löngum hrjáðnábúa sína. Fimm- tán sinnum áður hefur það spýtt frá sér eldi og bennisteini, lagt jörð í eyði og valdið hörmungum og búsif jum, eftir að land byggð- ist. Það er auðvelt að gera sér í hugarlund hvílík ógn hefur staðið að Heklugosum fyrr á öldum, þegar vísindaleg þekking var í lágmarki og hvorki myndavélar eða önnur tæki gátu gefið mönn- um hugmyndir um hvers eðlis gosið væri. Jafnvel nú, á tímum tæknivæð- ingar og vísinda, sem hafa gert mannkyninu kleift að leysa hverskyns kyngikraft úr læðingi eða beisla hann að vild, stöndum við ráðþrota og úrræðalaus gagn- vart svo geigvænlegum náttúru- hamförum. Samkvæmt fyrstu lýsingum virðist Ijóst að hér um eitt stærsta Heklugos sögunnar að ræða. Ástæða er til að vara fólk við að fara of nærri gosstöðvun- um og almannavarnir og stjórn- völd þurfa að hafa uppi itrasta viðbúnað í hvívetna. Nóg er samt að gróður eyðist og kvikfénaður veikist, þótt ekki komi til mann- tjóns að óþörfu. Þau miklu tíðindi, sem Heklu- gos eru, minna okkur enn einu sinni á, að náttúruöflin eru óút- reiknanleg og óviðráðanleg. is- lensk þjóð hefur boðið þeim byrginn með búsetu í þessu landi og við skulum vona, að einnig í þetta skipti muni þrautseigja þjóðarinnar standa af sér tíma- bundnar hamfarir. Við sýnum Hekluf jalli lotningu og virðingu, en við játum ekki sigur hennar. I ÞRETTÁN PLÖS Þá hafa verið lögB fram og kynnt drög að nýjum kjara- samningi BSRB og rikisins. Eins og nú horfir, er útlit fyrir, að samningur þessi verði sam- þykktur. Það er nú mestur vindurinn úr þeim, sem I vetur voru mjög hneykslaöir á þvi að kröfur BSRB væru taldar Kári Arnórsson, skóla- stjóri, segir í neðanmáls- grein sinni, að samningur BSRB og ríkisins sé léleg- ur, ekki aðeins fyrir það, hversu lítið hann gefi í aðra hönd, heldur einnig vegna þess, að það hefur tekið 13 mánuði að ná samkomulagi. neðanmdls óraunhæfar. Kröfurnar um grunnkaupshækkun frá 27% til 39% hafa i samningsdrögunum reynst 1% til 4,5%. Auðvitaö fer það ekki á milli mála, að þessi samningur er mjög lélegur. Hann er þó ekki lélegastur fyrir það, hvað hann gefur litið, held- ur fyrir það hve lengi hann hef- ur verið að fæðast. Menn skulu gera sér þess fulla grein, að þab tók 13 mánuði að fá fram þessar „miklu” kjarabætur, sem gilda eiga næstu 13 mánuðina. Það má þvi segja, að opinberir starfsmenn hafi verið snuöaðir. Samningstimabilið er raunar tvö ár og rúmlega það. Fyrstu þrettán mánuðirnir eru liönir og þá fengu opinberir starfsmenn ekkert (nema hækkanir á vöru og þjónustu) og á næstu þrettán mánuðunum fá þeir frá 0% upp i 4,5% og þar af fær meginþorrinn 2,5%. Þaö er reisn yfir BSRB núna. Skattar og laun Um þaö hefur verið rætt i þjóðfélaginu nú i meira en ár, að ekkert svigrúm væri til að hækka grunnkaup. Fáir hafa i raun mælt þessu I mót nema þá helst forysta BSRB framan af ári. Menn hafa gert sér grein fyrir þvi, aö efnahagsvandi okk- ar er stór og allir yröu eitthvað á sig aö leggja til þess að bæta þar úr. Þaö hefur og komið i ljós nú sem oftast áður, að það eru launþegar, sem fyrstir eiga aö riða á vaöiö. Starfsmenn rikis og bæja er sá hópur launamanna, sem ber lang-drýgstan hluta beinna skatta. Nú hefur skattheimta sjaldan verið meiri en i ár og bið ég menn I þvi efni aö halda sig við tölur skattstjóra, en ekki fjármálaráðherra, því að tölur hins sföarnefnda eru blekking. En það er greinilegt, að aukin skattheimta á ekki að standa undir kauphækkunum til fólks- ins innan BSRB (kannski undir launahækkun til þingmanna). Skattahækkunin á heldur ekki aö standa undir auknum fram- kvæmdum, þvi að I þeim efnum er fremur um samdrátt aö ræða. Aukin skattheimta fer sem áður I rikishitina. En hvað er þá rikishitin? Rikishitin er sú margvislega þjónusta, sem við sjálf höfum komið upp og dreg- ur á hverju ári til sin fleiri og fleiri vinnandi hendur og fleiri og fleiri krónur, án þess að þaö sjáist I framkvæmdum. Nú er ég einn þeirra, sem tel, aö skattar, þó að þeir hafi hækk- að.séu ekki mjög háir á Islandi. Ragnar Arnalds, fjármálaráöherra ÞRÉffÁN Hérer átt við beina skatta. Bein skattheimta er mun heilbrigðari heldur en óbein, enda miklu betra fyrir óbreyttan borgara að átta sig á henni. Það er lika löngu sýnt, að skattsvik eru miklu stórfelldari i óbeinni skattheimtu, þar sem skatt- heimtumaður er næstum þvi hver sá, sem selur vöru eða þjónustu. Það er iskyggilega auðveld leið fyrir stjórnendur hverju sinni að hækka óbeina skatta, söluskatt, vörugjald eða aðra slika pósta. Þaö er einnig greinilegt, að þar sem óbeinir skattar eru háir, en beinir skatt- ar tiltölulega lágir, fara há- launamenn mun betur út úr skattgreiöslum. Hverjir fórna næst? Þaö veröur fróðlegt að fylgj- ast með þvi á næstu mánuöum, hverjir það verða, sem rlkis- stjórnin ætlast til aö taki á sig fórnir i baráttunni við verðbólg- una, nú næst á eftir launþegum. EBa er kannski þessi rikisstjórn sama sinnis og starfsstjórn kratanna, að það séu launin, það sé kaupið, sem sé aðalverð- bólguvaldurinn og þvi beri að lækka það hlutfallslega á hverju ári? Með visitölusvindli eins og þvi, sem notað var nú um dag- inn, má svo halda niðri verö- bótunum. Þá er sjálfsagt órðinn óþarfi að vera aö þrasa um mál- in og gera svar formanns BSRB, sem lesa mátti á forsíðu Þjóð- viljans á fimmtudag, að „besti kosturinn sé aö fallast á sam- komulagið”, að eins konar klassisku svari fyrir samninga komandi ára. En ekki kæmi mér nú á óvart, þótt menn færu að hugsa til þess að endurnýja for- ystuna i BSRB eftir þessa út- komu nú. Þaö var taliö I kröfu- gerð BSRB, að 39% hækkun i neðstu flokkum þýddi það, að samningarnir frá 1977 væru I fullu gildi. Fyrir þessu voru færð mjög góð rök. En nú, þegar upp frá þessum samningum er staöið.vantar rúmlega 34% upp á gildi samninganna frá 1977. Er þetta hægt, Matthias? Kári Arnórsson. Kristián Thorlacius, formaður BSRB

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.