Vísir - 18.08.1980, Blaðsíða 12

Vísir - 18.08.1980, Blaðsíða 12
Mánudagur 18. ágúst 12 Atvinna óskast 27 ára gamall maður óskar eftir vinnu. Má vera úti á landi. Allt kemur til greina. Uppl. í síma 20648 )búð óskast Óska eftir að taka á leigu íbúð í 6 mánuði frá og með 1. okt. Helst í Breiðholti. Uppl. í síma 71518 HugræktarskóW Sigvalda Hjálmarssonar Gnoðarvogi 82 Reykjavík Sími 3-29-00 ' Athygliæfingar, hugkyrrð, andardráttaræfingar, hvildariðkun, almenn hugrækt og hugleiðing. Næsta námskeið hefst 6. sept. Innritun alla virka daga frá kl. 11.00. TONLISTARFÓLK ATHUGIÐ: NÝ UPPGERÐ ÚRVALS BECHSTEIN PÍANÓ TIL SÖLU ||T~' { ? UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN DIGRANESVEGI 74 K0PAVOGI SiMI 41656 Hárgreiðslustofan Klapparstíg Rakarastofan Klapþarstíg PANTAIMIR 13010 NJÓT/Ð ÚTIVERU Bregðið ykkur á hestbak Kjörið fyrir alla fjölskylduna HES TA LEIGA N Laxnesi Mosfellssveit Sími 66179 . Nauðungaruppboð á fasteigninni Iöaveili 2, Keflavfk talin eign Hauks Guö- mundssonar fer fram á eigninni sjálfri aö kröfu Hákonar Kristjónssonar hdl., fimmtudaginn 21. ágúst 1980, kl. 14.00. Bæjarfógetinn I Keflavik Nauðungaruppboð á fasteigninni Kirkjubraut 3, Njarövik, þingl. eign Vig- dísar Sigurjónsdóttur fer fram á eigninni sjálfri aö kröfu Jóns G. Briem hdl. og Viihjálms H. Vilhjálmssonar hdl., fimmtudaginn 21. ágúst, 1980, kl. 15.00. Bæjarsjóöur Njarövlkur. r-....................... Jafnræði Kjósenda án tllllts til Dúsetu: Gluggaö í skýrslu stjórnar- skrárnefndar Eins og fram hefur komiöf Vísi, iiggur fyrir áfangaskýrsla Stjórn- arskrárnefndar um ýmsar hug- myndir, sem fram hafa komiö i umræöum á fundum nefndarinn- ar. Kjördæmaskipan og kosn- ingafyrirkomulag hefur þar feng- iösérstaka meöferö enda er kveö- iö svo á um f þingsályktun þeirri, er liggur til grundvallar skipan ne fndarinnar. t skýrslu Stjórnarskrárnefndar um hugmyndir um breytingar á kjördæmaskipan og kosninga- fyrirkomulagi kemur fram, aö umræöur um þau mál hafa veriö á breiöum grundvelli en engar formlegar tillögur hafa enn veriö bornar fram i þessum efnum. Hér á eftir veröur stiklaö á stóru um hugmyndir nefndarinnar i þess- um efnum og skal þaö enn ræki- lega undirstrikaö, aö ekki er um aö ræöa neinar tillögur nefndar- innar sem slikrar, heldur aöeins greint frá nokkrum þeim helstu leiöum, sem fjallaö hefur veriö um i nefndinni. Núverandi fyrirkomu- lag Aöur en lengra er haldiö, er rétt aö gera örlitla grein fyrir núver- andi fyrirkomulagi, hvaö varöar kjördæmaskipan. Flestar stjórnarskrárbreyting- ar sem geröar hafa veriö á liön- aö hafa Eiga kjósendur kosningu? meira svigrúm til aö kjósa persónulegri um árum, hafa lotiö aö breyting- um á kjördæmaskipan og er þaö eölilegt, þar sem kjördæmaskip- an er grundvöllur þess, hvernig kjöriö er til löggjafarsamkundu þjóöarinnar og mælir fyrir um á hvern hátt kjósendur fá notiö kosningaréttar sins. Núgildandi kjördæmaskipan var fest i stjórnskipunarlögum 1959 og var þá landinu skipt í 8 stór kjördæmi, þar sem kosiö er hlutfallskosningu. Þessi skipan hefur reynst betur en fyrri skipan iþví efniaö tryggja jafnræöi milli flokka, en hins vegar hefur miklu siöur tekist til meö aö tryggja jafnræöi milli kjósenda aö þvi er varöar vægi atkvæöa þeirra eftir búsetu. Er nú svo komiö, aö kjósendur I sumum kjördæmum landsins hafa allt aö fjór- og fimmfaldan atkvæðisrétt miöaö viö ibúa i öörum kjördæmum. Þaö er því eðlilegt, að margir telja þaö brýnast eins og nú standa sakir, að koma fram leiö- réttingumá kjördæmaskipaninni, hvaö þetta atriöi snertir. Trygging jafnræðis höf- uðmarkmiðið 1 umræöum um kjördæmamál- iöi'Stjórnarskrárnefnd hafa veriö nefnd þrjú grundvallar-stefnu- miö: I fyrsta lagi tryggi ný kjör- dæmaskipan jafnræði milli stjórnmálaflokkanna i landinu, þ.e. aö Alþingi endurspegli sem ýtarlegast fylgi flokkanna. 1 ööru lagi, aö hvert atvkæði vegi sem jafnast i kjördæmum, þannig, aö kjósendur hafi sem jafnasta möguleika á aö hafa áhrif á þaö meö atkvæöi sinu, án tillits til búsetu, hvernig Alþingi er skipað á hverjum tima. 1 þriöja lagi, hvort rétt sé aö gefa kjósandanum meira svig- rúm til þess aö kjósa persónulegri kosningu en veriö hefur fram að þessu. Meö þvi fyrirkomulagi réöi kjósandinn meö atkvæöi sinu meiru um þaö, hverjir fram- bjóðendur veljast til setu á þingi. Fjölgun þingmanna 1 umræöum um breytingar á kjördæmaskipaninni kom fram þaö athugunarefni, hvort unnt yröi aö ná ofangreindum mark- miöum meö þvi aö halda núver- andi kjördæmaskipan i höfuö- dráttum, en gera þó á henni þær breytingar, sem nauösynlegar eru I samræmi viö framangreind sjónarmiö. Iþvisambandi var einkum rætt um fjölgun þingmanna og breyt- ingar á reglum um úthlutun uppbótarþingsæta. Varöandi seinna atriöiö má geta þess, að sú skoöun hefur hlotiö byr i nefnd- inni, aö breyta beri reglum um úthlutun uppbótarþingsæta á þá lund, aö lengur veröi þaö ekki skilyröi til aö flokkur fái uppbót- arþingsæti, aö hann hafi fengiö kjördæmakjörinn þingmann. Gæti flokkur þá fengiö uppbótar- mann.ef hann heföi náö tilskyldu atkvæöalágmarki I kosningum til Alþingis. Fjölgun kjördæma I skýrslu Stjórnarskrámefndar eru nefndar ýmsar leiöir, er til greina koma til breytinga á kjör- dæmaskipaninni, m.a. aö fjölga kjördæmum og fjölga kjördæma- kjörnum þingmönnum en fækka

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.