Vísir - 18.08.1980, Blaðsíða 13

Vísir - 18.08.1980, Blaðsíða 13
s VÍSIR Mánudagur 18. ágúst 13 uppbótarmönnum. t þvi sam- bandi er minnt á frumvarp Odds Ólafssonar, sem ekki var afgreitt, en þaö geröi ráö fyrir þeim breyt- ingum, aö kjördæmum yröi fjölg- aö Ur átta i' ti'u. Kjördæmakosnum þingmönnum yröi fjölgaö Ur 49 I 56,en landsk jörnum fækkaö Ur 11 i 4. Reykjaneskjördæmi yröi skipti tvö kjördæmi, er hafi hvort 5 kjördæmakosna þingmenn. Kjör- dæmakosnum þingmönnum i Reykjavlk yröi fjölgaö Ur 12 í 14. Stjórnarskrárnefnd hefur ekki tekiö afstööu til þessarar tiUögu, — og þess má geta, aö ýmsir nefndarmenn eru þeirrar skoöun- ar, aö óæskilegt sé aö binda tölu þingmanna i stjórnarskránni. Nægilegt sé aö fjalla um þaö at- riöi I kosningalögum, — enda veröi þá mun auöveldara að gera nauösynlegar breytingar á þing- mannatölunni I hinum einstöku kjördæmum eftir þvisem bUseta i landinu breytist. Einmenningskjördæmi og landslistakosning Annar valkostur er einmenn- ingskjördæmi og hlutfallskosn- ingar á landslista, en það kerfi er svipaö þvi, sem tiökast hefur i Vestur-Þýskalandi frá 1949.Þetta kerfi felur í sér, aö helmingur þingmanna er kjörinn i einmenn- ingskjördæmum, en hinn helm- ingurinn I hlutfallskosningu á landslistum, sem bornir eru fram af stjórnmálaflokkunum. Sami maöurgeturboöiösig fram bæöi i einmenningskjördæmi og tekið sæti á landslista. Hér á landi mætti hugsa sér þetta þannig, aö landinu yröi skipt i 30 einmenningskjördæmi og jafnframt væru 30 þingmenn kosnir á landslista, ef menn vilja halda sig viö óbreytta þing- mannatölu frá því sem nú er. Hlutföllin geta auövitaö veriö ööruvisi, einmenningskjördæmin t.d. fleiri og landslistasætin færri. Ef þessi skipan yröi ofan á, myndu aö meðaltali veröa um 4600kjósendur i hverju kjördæmi. Aö framboöum gætu einstakling- ar staöiö, en jafnframt stjóm- málaflokkar. 1 þessu tilfelli mætti hugsa sér, aö kjósanda sé heimilt að kjósa frambjóðanda flokks A í einmenningskjördæmi, en lista flokks B i landslistakjörinu. Þessi valkostur sameinar aö miklu leyti kosti einmennings- kjördæma, — þ.e. persónuleg tengsl og staöarþekking, svo og hlutfallskosning istóru kjördæmi, i þessu tiifelli landinu öllu. Persónukjör með val- kostum Á írlandi er kosningakerfi sem svipar til þess, er nefnt hefur ver- ið persónukjör með valkostum. 1 þvi feist, aö kjósandinn merkir með raötölum viö nöfn frambjóö- enda á kjörseölinum, sem þarna standa i stafrófsröð. Getur hann þvi koSið frambjóðanda fleiri en eins flokks. Kjósandinn merkir viö. nafn þess frambjóöanda, sem hann helstvill kjósa, meö tölustafnum 1. Siöanviö nafn þess, sem hann vill næst helst ljá atkvæöi sitt með tölustafnum 2, þá meö tölustafn- um 3,o.s.frv. A þennan hátt gefur kjósandinn til kynna, er talning hefst, aö ef 1. frambjóöandi hefur þegar hlotiö nægilegt atkvæöa- magn til aö ná kosningu, skuli atkvæði hans flutt yfir á þann frambjóöanda, sem hann hefur merkt nr. 2,og svo koll af kolli. Hverkjósandi getur þvi á þenn- an hátt kosiö fulltrúa fleiri en eins flokks. Annað auökenni þessa kerfis er, aö með þessu móti hefur mikill meirihluti kjósenda áhrif á kjörið, þ.e. atkvæöi hans fellur ekki dautt. Þær hugmyndir hafa komið fram, aö hér á landi yröu kjör- dæmin sjö eöa átta, ef þetta kerfi yröi tekiö upp. Gert er ráö fyrir aö svipaöur Ibúafjöldi sé i hverju kjördæmi og uppbótarsæti eru engin samkvæmt þessum val- kosti. Hannyrðir gjafir sem gteðja a//a HOF Ingólfsstræti 1 (gegnt Gamla bió) fjölga þingmönnum. Aukið persónukjör Stjórnarskrárnefnd hefur nokk- uö fjallaö um leiöir til þess aö auka möguleika kjósenda til þess aö hafa áhrif á, hvaða frambjóö- andi af lista viö alþingiskosningar nær kjöri. t þvi sambandi má nefna prófkjör, núgildandi reglur með breytingum, val milli lista- kjörs og persónukjörs, kjör fram- bjóðenda en ekki lista og óraöaðir framboöslistar. Hugmyndir þess- ar veröa hér reifaðar i stuttu máli. Prófkjör. Prófkjör hafa aukiö möguleika kjósenda á aö hafa áhrif á skipan framboðslista enda nú farin aö tiökast I vaxandi mæli. I Stjórnarskrárnefnd hefur veriö rætt um, hvort æskilegt væri aö setja sérstaka löggjöf um framkvæmd prófkjörs. A þaö var þó bent, aö vafasamt gæti veriö aö skylda flokka til aö halda próf- kjör, en hins vegar æskilegt aö setja um samræmdar reglur, m.a. til aö koma i veg fyrir mis- beitingu. Röö frambjóöenda og útstrikanir. 1 lögum eru nil skráöar reglur um, hvernig reikna skuli fram- bjóöendum atkvæöistölur og jafn- framt hvaöa tillit skuli tekiö til breytinga, sem kjósandi hefur gert á röö frambjóðenda eöa út- strikana. Samkvæmt lagagrein- inni er aöeins tekiö aö einum þriðja tillit til sllkra breytinga. 1 umræöum nefndarinnar um þessi atriöi hefur komiö fram, aö sá valkostur komi til greina aö breytingarog útstrikanir á listum hafi fullt vægi en ekki að einum þriöja eins og nú er. Listakjör eöa persónukjör. Þessi aöferö er fólgin i þvi aö gefa kjós- andanum kost á þvi að kjósa ann- aö hvort lista flokks eöa ákveöna frambjóöendur á listanum, þ.e. greiöa persónulegt atkvæði. 1 ,Danmörku hefur reynslan sýnt, að um helmingur kjósenda not- færir sér þá heimild að kjósa persónukjöri. Kjör frambjóöenda en ekki lista. Sá valkostur er fyrir hendi aö mæla svo fyrir i lögum, aö kjós- andi skuli velja frambjóöendur, einn eöa fleiri, en ekki lista. Slikt fyrirkomulag tiökast m.a. i Finn- landi. Þar ritar kjósandi númer þess frambjóöanda, sem hann viil kjósa, á kjörseöilinn og kýs hann þá persónukosningu einn fram- bjóðanda og jafnframt þann flokk, sem frambjóöandinn til- heyrir. óraöaöir framboöslistar.Þáer sá möguleiki fyrir hendi, að fram- boöslistar skuli vera óraöaöir og kjósendum gefinn kostur á aö merkja viö nöfn þeirra frambjóö- enda (tölusetja) i þeirri röö, sem þeir vilja kjósa þá. Með þessari aöferö er i rauninni verið að sam- eina prófkjör og sjálfa kosning- una og svipar þetta mjög til frum- varps, sem Jón Skaftason, bar fram á þingi 1977, en hlaut ekki afgreiðslu. Hér mætti einnig hugsa sér aö veita flokkum heim- ild til aö ákveöa hvort þeir bera fram raöaða lista eða ekki. Hér hefur verið stiklaö á stóru á þeim hugmyndum, sem fram hafa komiö i umræðum Stjórnar- skrárnefndar um breytingar á kjördæmaskipan og kosninga- fyrirkomulagi. Eins og áöur er getiö, hafa engar tillögur veriö bornar fram i nefndinni i þessum efnum og lesendur geta þvi, a.m.k.á meöan, velt þessum hug- myndum ogleiöum fyrir —Sv.G. sér. 20.-24. ágúst 1980 Smjörlíki hf. og B. í. K. R. gangastfyrir Alþjóðlegri Rally keppni,:Ljóma Rally’80 20.—24. ágúst. Ræst verðurfrá Austurbæjarskóla miðvikudaginn 20. kl. 09.00. Bílarnir hafa viðdvöl í Reykjavík, fimmtudagskvöldið 21. Keppninni líkur við Austurbæjarskólann sunnudagskvöldið 24.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.