Vísir - 21.08.1980, Blaðsíða 4

Vísir - 21.08.1980, Blaðsíða 4
VÍSIR Fimmtudagur 21 ágúst 1980 SKATTSTJÓRINN i Austur/andsumdæmi Auglýsing samkvæmt 1. mgr. 98. gr. laga nr. 40 18. maí 1978 um tekjuskatt og eignarskatt meö síðari breytingum/ um aö álagningu opinberra gjalda á árinu 1980 sé lokið á þá menn sem skattskyldir eru hér á landi samkvæmt 1. gr. greindra laga, þó ekki á börn sem skattlögð eru samkvæmt 6. gr. þeirra. Tilkynningar (álagningarseðlar) er sýna þau opinberu gjöld sem skattstjóra ber að leggja á á árinu 1980 á þessa skattaðila hafa verið póst- lagðar. Kærur vegna allra álagðra opinberra gjalda sem þessum skattaðilum hefur verið tilkynnt um með álagningarseðli 1980 þurfa að hafa borist skattstjóra eða umboðsmanni hans inn- an 30 daga frá og með dagsetningu þessarar auglýsingar. Egilsstöðum, 21. ágúst 1980, Skattstjórinn i Austurlandsumdæmi, Bjarni G. Björgvinsson. Laus staða Staða vélritara við embætti ríkisskattstjóra er laus til umsóknar. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, skal senda ríkisskattstjóra, Skúlagötu57, 195 Reykjavík, fyrir20. sept. nk. Ríkisskattstjóri, 20. ágúst 1980. Dagvistun barna óskar að ráða starfsmann, helst fóstru eða þroskaþjálfa til þess að ann- ast blind börn á dagvistarheimili. Upplýsingar veitir umsjónarfóstra í síma 21584 eða 27277. Felagsrnalastoínm Reykjavíkurborgc UA(>VISTL'N' BARNA. FORNHAGA 8 SlMl 27277 W Viljir þú selja eða kaupa ferð þú að sjá/fsögðu i HLJÓMBÆ Hljómbær markaður hljómtækjanna og hljóðfæranna HLJÓMBÆR Hverfisgötu 108 — Sími 24610 4 t tyrkneska blaöinu „Demokrat” birtust nokkrum sinnum I maf-mán- u&i myndir af þessu tæki, sem sésthér á me&fylgjandi úrklippu úr blaö- inu. Fyrirsögnin felur I sér fyrirspurn til Suleyman Demirel um, hvers konar tæki þetta sé. — Samkvæmt „Demokrat” er þaö smlöaö f einni af verksmiöjum rikisins og gagngert til þess aö pynda fólk meö raflosti. Pvndingar og myrkastofur miðalda enn í fullu llði Amnesty Internation- al, alþjóðasamtök, sem beita sér fyrir þvi, að mannréttindi pólitiskra fanga viða um heim séu virt og að mál þeirra fái lýðræðislega réttarmeð- ferð, fjalía i nýlegu fréttabréfi sinu um pyndingar i Tyrklandi. „Pyndingar i Tyrk- landi eru orðnar svo út- breiddar og kerfis- bundnar, að flest fólk, sem kemst undir mannahendur (lögreglu eða herlagayfirvöld), sætir pyndingum i ýmiss konar mynd, sem i sumum tilvikum hafa leitt til dauðsfalla”, seg- ir i fréttabréfinu. Meðal pyndingarað- ferða eru raflost, ,,fal- anga” (þar sem iljar manna eru barðar með priki) og aðrar likams- meiðingar, þar sem kynfærum manna er ekki hlift. — Samtökin halda þvi fram, að sum- ir hinna handteknu — karlar og konur — sæti eins konar nauðgunum, þar sem lögreglukylfum eða öðrum hlutum er troðið i op likamans. Mikill fjöldi af handtökunum hefur fylgt i kjölfariö á uppþotum eöa óeiröum, án þess þó aö nokkr- ar sannanir liggi fyrir um, aö hin- ir handteknu hafi veriö i tengslum viö óeiröirnar. Þessar pólitisku ó- eiröir og hryöjuverk, sem tröll- riöiö hafa Tyrklandi siöustu tvö ár, hafa kostaö meira en þrjú þúsund manns lifiö, aö þvi er fróöir menn ætla. Ófagrar lýsíngar 1 mai i vor fór sérstök nefnd á vegum Amnesty International (en þau samtök hafa aöalskrif- stofur sinar I London) til Tyrk- lands til þes aö kynna sér eftir bestu getu, hvaö hæft væri i ásök- unum um pyndingar fanga i haldi hjá þvi opinbera. Fjöldi fólks, sem hafði þolaö pyndingar, var yfirheyröur og eins voru lög- menn, læknar, félagar i stjórn- málasamtökum, stéttarfélögum og einnig blaöamenn leiddir til vitnis. Fólk þetta kunni frá mörgum nýlegum dæmum um hrottalega meöferö fanga aö segja. Sautján ára gömul stúdina sagöi frá þvi þegar hún var handtekin 29. april i vor og ásamt fimmtán öörum stúdentum flutt i aöalstöövar lög- reglunnar i höfuöborginni Ankara. Þar var hún bundin á trékross, sem festur var viö vegg og pind meö raflosti i höfuö, var- ir, kviö, kynfæri og ymsa staöi likamáns. Eftir átta daga vist i þessu varöhaldi var hún flutt i Mamak-herfangelsið, þar sem hún sá með eigin augum fanga beitta „falanga” og neydda til þess aö ganga berfættir á gler- brotum, eftir mótmælauppþot i fangelsinu. — Herdómstóll fyrir- skipaði að hún væri látin laus 17. maf. Astæðan til handtökunnar haföi veriö sú, aö byssa haföi fundist i stúdentagaröinum, þar sem þessi sextán voru til húsa. önnur stúdina við háskólann I Istanbul var handtekin og pynduð meö raflosti og barsmiöum, en hennar sök lá i þvi, aö hafa haft i fórum slnum fréttablöð, sem bönnuö voru og áróöurpésa vinstri manna. Drepnir í pyndíngum Al-samtökin höföu örugga vissu um aö minnsta kosti þrjú tilfelli, þar sem fólkiö lést af völdum pyndinga. 21. april siöasta skýröu tyrknesku dagblööin „Cumhuri- yet” og „Demokrat” frá þvi, aö Yasar Gundocdu, ritari samtaka orkuiönverkafólks, heföi látist á sjúkrahúsi eftir aö hafa veriö i haldi i aöallögreglustööinni i Ankara. Læknar skýröu frá því, aölikamihans heföi veriö þakinn sárum, og banameiniö voru heila- skemmdir vegna pyndinga. Maöur aö nafni Osman Mehmet Onsoy var handtekinn 5. mai og fluttur til lögreglustöðvarinnar i Gayreteppe I Istanbul. Hann var siöar fluttur meövitundarlaus til Haydarpasa-hersjúkrahússins, þar sem hann andaöist af meiösl- um sinum 22. mai. Oruc Korkmaz var handtekinn 9. janúar I Kars, en fannst siðar látinn I fangaklefa sinum. Lækn- ar segja, aö banamein hans hafi einnig veriö heilaskemmdir, og móöir hans fullyrðir, aö hann hafi dáiö undir pyndingum. Hefur hún krafist opinberrar rannsóknar. Blaöiö „Demokrat” segir einn- ig frá ungri konu, Gulseren Kay- in, sem handtekin var i mótmæla- aögeröum vegna banns viö kröfu- göngum 1. mai. A mai-hátiöis- daginn var hún færö til hinnar svonefndu „27. mai”-lögreglu- stöövar i Ankara. Var hún pynduö svo hrottalega, aö þann 3. mai var hún lögö inn á Hacettepe-sjúkra- húsiö, þar sem gera varð skurö- aögerð á kynfærum hennar. — Læknarnir, sem hana skoðuðu, sögöu, aö pyndingar heföu fariö svona meö hana. Blóðpyrst réttarfar Þetta eru hrollvekjandi fréttir svo aö segja frá næsta bæ, þar sem Tyrkland er i Evrópu. Minni furðu vekja ef til vill fréttir um pyndingar og aftökur hjá þjóöum, sem fjær búa og þykja skemmra á veg komnar i menningarlegu tilliti. tsama fréttabréfi Amnesty Int- ernational er fjallað um, hve dauðadómum hefur fjölgaö I trak á þessu ári. Er þar sagt af þvi, aö i mars og fyrrihluta mai hafi nær hundraömanna veriötekiö aflifi fyrir pólitiskar sakir mestmegn- is. Samtökin segja, aö á árunum 1974 til 1978 hafi aö minnsta kosti 100 manns á ári verið tekiö af lifi af pólitlskum ástæöum. Þær sakir þurfa ekki aö vera miklar i augum siðaöra manna. Sem dæmi má nefna, aö þaö er dauöasök, ef dáti i her Iraks stendur I tengslum viö einhver önnur stjórnmálasamtök en Ba’ath-flokkinn, sem er stjórnar- flokkur i trak. Eöa fyrrverandi dáti, sem losnaö hefur úr her- þjónustu eftir 1968. Al-samtökin gáfu út i júni i sumar lista meö nöfnum 257 manna, sem heyrst hefur, aö tek- inn hafi verið af lif i á árunum 1978 og 1979. Flest þetta fólk var af trúflokki Shiita-múhameös- manna, eöa Kúrdar, eöa embætt- ismenn stjórnarinnar eða fyrr- verandi hermenn. (Helmingur traka eru Shiitar, eins og þeir, sem stóöu aö islömsku bylting- unni i tran. Hinn helmingurinn eru Sunnitar og fara þeir meö völd). Um leið berast einnig fréttir af fjöldahandtökum og pyndingum, sem viröast svo nærtækar og eilift viöloöandi réttarfar i múhameös- trúarrikjum. Af pyndingunum fara samt ekki miklar fréttir, þvi aö ekki er meðal múhameöstrú- armanna i austurlöndum nær gert svo mikiö orö á þvi, þótt fangar séu beittir höröu til aö leysa frá skjóöunni. — Eitt dæmi nefnir Amnesty International um nafngreindan vélaverkfræöing, sem sakaður var um samvinnu við skæruliöa Kúrda, dæmdur til dauöa og tekinn af lifi. Þaö var 1977. Þegar hinn dauðadæmdi var leiddur til aftökunnar, gekk niöur af honum blóðiö vegna maga- blæöinga , sem hann hlaut af þvi að vera neyddur til þess aö gleypa nagla. Flestir dauöadómarnir eru kveðnir upp af byltingardómstóln- um i Bagdad eöa sérstökum dóm- stólum settumá laggirnar af bylt- ingarráðinu. I öllum tilvikum fara réttarhöldin fram fyrir lukt- um dyrum. I flestum tilfellum nýtur hinn ákæröi ekki ráögjafar verjanda. Enginn æöri dómstóll er, sem hinn dæmdi getur áfrýjaö dómnum til, Sjaldnast er að- standendum tilkynnt um hand- tökuna, sakargiftir eöa málaferl- in. Oft eru dómarnir byggöir á játningum, sem fengist hafa i pyndingum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.