Vísir - 21.08.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 21.08.1980, Blaðsíða 8
Fimmtudagur 21 ágúst 1980 8 Utgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri: OavfA GuAmundsson. vRíts»jórar: Olafur Ragnarsson og Ellert B. Schram. .. Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guömunasson. Ellas Snæland Jðnsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. BlaAamenn: Axel Ammendrup, Friða Astvaldsdóttir, Halldór Reynlsson, lllugi Jökulsson, Jónina Michaelsdðttir, Kristin Þorsteinsdóttlr, Magdalena Schrarn, Páll Magnússon, Sigurjðn Valdimarsson, Sæmundur Guðvlnsson, Þórunn J. Hafstein. ÐlaAamaAur á Akureyri: Gisll Sigur gelrsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson, Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. útlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson og Magnús Ólafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjórn: Siðumúla 14 simi 86óll 7 linur. Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8 simar 86611 og 822Ó0. Afgreiösla: Stakkholti 2-4 simi 86611. Askriftargjald er kr.5000 á mánuði innanlands og verö i lausasölu 250 krónur ein- lákið. Vísirer prentaöur I Blaðaprenti h.f. Síöumúla 14. VISITOLUFELULEIKURINN Rá&amenn úröllum flokkum vir&ast hafa jafn mikiO dálæti á aOleika sér meö vlsitölur, liggja á hækkunum á vörum, sem gamla visitölufjölskyldan kaupir og hræra I vöru- veröinu meö ni&urgreiöslum. Hætter við, að menn rækju upp stór augu, þegar þeir kæmu til matarinnkaupa, ef verðið á land- búnaðarvörunum væri allt í einu orðið raunverulegt verð, án niðurgreiðslna, verðið, sem það kostar raunverulega að fram- leiða vöruna og dreifa henni. Eilífur feluleikur með vísitölu í þjóðfélaginu hefur orðið til þess, að sífellt er verið að toga í spotta hér og þar til þess að koma í veg fyrir, að útgjöld heimilanna til brýnustu líf snauðsyn ja sem reiknast í vísitöluna, verði ekki of há. Ef við tökum eitt dæmi um niðurgreitt gerviverð annars vegar og raunverulegt verð hins vegar, er smjörið tilvalið. Smjör- kílóið kostar nú í búð 3266 krónur, en með þessu eina kílói eru greiddar hvorki meira né minna en 2580 krónur úr rikissjóði. Ef svo væri ekki, myndi smjörkílóið í búð núna kosta 5.846 krónur. En slíkt verð gengi auðvitað ekki, með því yrði f ramfærslukostnað- ur vísitöluf jölskyldunnar allt of hár fyrir kerfið. Verðlagsmál voru til umræðu í sjónvarpsþætti í fyrrakvöld og varðekki hjá því komist, að vísi- töluleikinn bæri á góma hjá þátt- takendum. Nefnd voru ýmis dæmi um það, hvernig verðlags- yfirvöld keppast við að halda niðri verði á þeim ákveðnu vöru- tegundum, sem vísitalan tekur mið af, en svo er allt i lagi að hækka verðið á öðrum vörum, sem þar eru ekki. Glögglega var sýnt fram á í þættinum, hvernig verðlagshöft og skammtaðar hækkanir á hverju visitölutímabili leiða, þegar til lengdar lætur, til hærra vöruverðs en þörf hefði verið á, og um leið til hækkunar vísitölu. Raunhæfar frjálsar verðhækk- anir á heppilegum tíma, hefðu aftur á móti í för með sér minni hækkunaráhrif á vísitöluna. í þvi sambandi var vakin athygli á því, að með þeim að- ferðum, sem nú er beitt, eru stjórnvöld í raun einungis að berjast við visitölu á ákveðnum tímabilum, en ekki að ráðast gegn verðbólgunni sjálfri. Þetta virðast ráðamenn á ýmsum tím- um hafa átt erfitt með að skilja, og sami skrípaleikurinn hefur viðgengist si og æ, án tillits til þess, hvaða f lokkar hafa átt hlut að viðkomandi samsteypustjórn- um. Nýlegt dæmi um það, hvernig menn falsa vísitöluna eru niður- greiðslurnar, sem ríkisstjórnin ákvað á landbúnaðarvörur á dög- unum. Þar var með einu penna- striki ákveðið að nota nokkra milljarða af því fé, sem tekið er af heimilunum í formi skatta, til þess að lækka verðið á þeim neysluvörum, sem þyngst vega í vísitölunni, þannig að ekki þurfi að bæta þessum sömu heimilum almennar verðlagshækkanir með jafn háum prósentum við næsta vísitöluútreikning. Breyttir neysluhættir lands- manna hafa orðið til þess, að sá grundvöllur, sem vísitalan er byggð á, er orðinn faránlegur. Sem betur fer er verið að vinna aðgerðnýs grundvallar, og getur þá svo farið, að allt aðrir hlutir verði niðurgreiddir en land- búnaðarvörur til þess að rugla nýja visitöluútreikninginn, þegar þar að kemur. Það gæti eins vel orðið bensínið eða sólarlanda- ferðirnar, en þessir útgjaldaliðir vega létt í gamla vísitölugrunnin- um. Það er heldur ótrúlegt, að þeir, sem setjast í ráðherastólana næstu árin, muni beita einhverj- um raunhæf um aðferðum til þess að stjórna efnahagsmálunum. Sömu gömlu og gagnslausu úr- ræðin í þeim efnum eru orðin alveg landlæg og freistandi að grípa þau upp úr ráðuneytis- skúffunum. Ný úrræði gætu líka komið við einhvern, eða æst upp einhvern þrýstihópinn. Nú haidiö þiö sjálfsagt, aöég ætliaö fara aö tala um jafnréttismál kynjanna, eins og tí&kast nú til dags. Þaö ætla ég ekki aö gera aö þessu sinni, enda held ég, a& flestir bla&alesendur séu búnir a& fá nóg af þeirri umræöu I biii og þurfi ákveöinn tima til þess aö melta allt þaö, sem um þau mál hefur veriö rætt undanfariö. Mig langar til aö fara nokkrum oröum um misrétti og mannréttindaskort fólks á tslandi, sem viröist fara eftir þvf, hvar þaö hefur valiö sér búsetu á landinu. JAFNRÉTTI 0G Vald fámennisins Gömul og úrelt kjördæma- skipan veldur þvi, a& áhrif kjós- enda á stjórn landsins eru mjög misjöfn. Kjósandi á Vestfjörö- um til dæmis hefur margföld á hrif á stjórn landsins á vib kjós- anda á Réykjanesi. Þetta er sagt nauösynlegt til þess aö gæta hagsmuna hinna dreiföu byggöa, viöhalda búsetu I land- inu og hvaö þaö nú allt heitir i varnarræöum þeirra, sem vilja viöhalda misréttinu. Nú getum viö hér i þéttbýlinu út af fyrir sig unaö sæmilega viö þaö aö geta meö gó&ri samvisku bent á, aö kjósendur i fámennis- kjördæmunum beri fimm sinn- um meiri ábyrgö á hringavit- leysunni i islensku þjóöfélagi en vib; þeir eigi fimm sinnum meiri sök á óstjórn efnahags- mála hver um sig en viö hér viö Faxaflóanna. Framhjá þeirri ábyrgö komast kjósendur fá- menniskjördæmanna ekki eins og málum er nú háttaö. En sé eitthvaö aö marka þaö, sem stundum er sagt viö hátiöleg tækifæri, aö viö séum ein þjóö i einu landi, dugar slik rök- semdafærsla ekki. Misrétti landsbyggðar- innar Þaö er annars furöulegt, hvernig á þvi stendur, aö þrátt fyrir hin miklu völd lands- byggöarinnar, skuli ibúa hennar stórlega skorta á jafnrétti við þéttbýlisfólkiö á mörgum sviö- um. Þaö er til dæmis litiö jafn- rétti i orkumálum. Fólk úti á landi þarf ab grei&a miklu meira fyrir raforku en viö hér viö Faxaflóann. 1 öllum sam- göngumálum viröist Reykjavik nafli alheimsins á Islandi. Um leiö og maöur er kominn upp fy r- ir Elli&aárnar, þarf aö borga meira fyrir allar vörur, vegna flutningskostnaöar, aö ekki sé nú minnst á þá dæmalausu ósvifni ab skattleggja óhagræö- iö, þegar borga þarf söluskatt til rikisins af flutningskostnaöin- um. Þá er óþarft aö gleyma simamálunum. Til eru sta&ir á Islandi, þar sem simasam- bandslaust er vikum saman, af þvi aö simayfirvöld sinna ekki viögeröum og þaö kostar mann utan af landi margfalt meira en okkur i þéttbýlinu aö eiga simtöl viö opinberar stofnanir, sem flestar eru I höfuðborginni. Verslunarmenn i Reykjavlk vila sumir hverjir ekki fyrir sér aö láta fólk aka landið hálft erind- isleysu. Þvi er lofaö viöskiptum, jafnvel á ákveönum klukku- tima, en þegar þaö birtist, er einhver misskilningurá feröinni og ,,þú veröur aö koma seinna, góöi”. Svona má nefna mýmörg dæmi. Þaö er meö ólikindum hvaö fólk úti á landsbyggöinni býr viö mikib misrétti á mörg- um svi&um, þrátt fyrir þau óe&lilegu völd, sem þaö hefur meö atkvæðum sinum. Er verið að versla? Hvererskýringiná þessu? Af hverju kippa umboösmenn Jandsbýggöakjósendanna þessu ekki I lag? Tæplega er þaö af þvi, aö þeir vilji þaö ekki — eöa hvaö? Völd skipta miklu máli, jafn- vel I litlu þjóöfélagi eins og okk- ar. Hver sem þjóðfélagsgeröin er, þá ráöa valdhafarnir fjár- magnsstreyminu. Hringinn i kringum landiö sitja valdamikl- ir smákóngar i þægilegum stól- um I skjóli fjármagns. Þeim er mikils viröi, aö ekki veröi hrófl- aö viö þvi valdakerfi, sem skipt- ir fjármagninu I dag. Þeir hafa engar áhyggjur af þvi, þótt „óbreyttir” beri þyngri byröar en nauösynlegt er. Þaö hefur hingaö til tekist aö afsaka þaö allt meö „helvitunum fyrir sunnan”. Þessir menn eru þýbingarmeiri hlekkur i valda- keöjunni en menn gera sér al- mennt grein fyrir. Þeir vilja ekkert hringl I þjóöfélagsgerö- inni og valdajafnvæginu og þeir eru I öllum stjórnmálaflokkum og snúa alltaf bökum saman, þegar á reynir. Hvað myndi gerast? Mönnum er haldið i ótta viö þaö, aö ef misrétti þaö, sem rik- ir I atkvæ&agildi eftir búsetu, yröi lagfært, myndi landiö sporöreisast og ekkert fjár- magnyröi afgangs handa lands- byggöinni. Ég held, aö þessi ótti sé ástæ&ulaus. Viö þurfum áfram aö éta hérna viö Faxafló- ann og viö viljum fá okkar land- búnaöarvörur. Viö þurfum lika á þvi aö halda, aö útgerö sé stunduö hringinn i kringum landiö. Ef annaö hvort af þessu brygöist, þá heföum viö einfald- lega ekki gjaldeyri til þess aö bæta okkur þaö upp, hvaö svo sem einstaka lukkuriddarar segja. neöanmóls „Astandið í efnahags- málum versnar fjanda- kornið ekki mikið f rá því, sem nú er, þótt við hérna fyrir sunnan yrðum svona hálfdrættingar á við ykkur hin við kjör- borðið", segir Magnús Bjarnfreðsson i grein sinni um kjördæmamálið. En þessu myndi samt sem áö- ur fylgja breyting á fjármagns- streyminu. Viö myndum vilja meiri fjölbreytni i •atvinnulifi. Okkur er ljóst, aö i framtlöinni veröur hart sótt aö lifskjörum okkar vegna gifurlegra breyt- inga i framleiöslutækni meö öörum þjóöum. Viö veröum aö byggja atvinnuvegi okkar upp meö hli&sjón af umheiminum, meö hli&sjón af viöskiptaþjóö- um okkar handan Atlantsála. Jafnrétti i raun Hiö óumdeilda jafnrétti i bú- setu næst aldrei. Til þess er mat mannanna of misjafnt. En viö eigum aö jafna lifskjör okkar eins og framast er unnt. Viö eig- um aö útrýma misrétti i þeim, um leiö og viö útrýmum þeim mannréttindaskorti, sem viö i þéttbýlinu búum við i kosning- um. Viö skulum láta fjármagns- baráttu smákónga og atvinnu- vega lönd og leið. Okkur mun ekki veita af aö snúa bökum saman á næstu áratugum. Og aö lokum — ástandiö i efnahagsmálum versnar fjandakornib ekki mikiö frá þvi sem nú er, þótt viö hérna fyrir sunnan yrðum svona hálf- drættingar á viö ykkur hin við kjörboröiö! Magnús Bjarnfreðsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.