Vísir - 21.08.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 21.08.1980, Blaðsíða 9
9 vtsm Fimmtudagur 21 ágúst 1980 Á tslandi rikir djúpstæð stéttaskipting. Þessi stétta- skipting er að þvi leyti frá- brugðin þvi sem almennt gerist meðal annarra þjóða, að hjá okkur eru stéttirnar aðeins tvær, þ.e.a.s. yfirstétt og lág- stétt. Yfirstéttin, stétt þeirra, sem valdið hafa og frelsið til at- hafna, er skipuð forréttinda- mönnum, eigendum stórra at- vinnutækja og fasteigna, brösk- urum allskonar og einstakling- um, sem ráða yfir mikiu fjár- magni. Lágstéttin, stétt þeirra, sem leita þurfa á náðir valdsins, er á hinn bóginn skipuð meginþorra landsmanna, sem upp til hópa eru fátæklingar i nútimamerk- ingu þess orðs. Efnahagsástandið i landinu undanfarin ár hefur stuðlað að þvi, að auka bilið milli þessara þjóðfélagsstétta. Hinir riku hafa orðið rikari og hinir fátæku hafa orðið fátækari. Þeir, sem um frjálst höfuð gátu strokiö, efna- lega séð, hafa orðið frjálsari, en þeir sem aldrei sáu grilla i betri tið, urðu enn svartsýnni og von- lausari en þeir höfðu áður veriö. Ástandið á íslandi er þannig i dag, að meginþorri landsmanna býr við raunverulega fátækt, og það, þrátt fyrir mikið vinnu- álag. Þetta á fyrst og fremst við um almennt verkafólk, ekki sist eldra fólk, sem búið er að slita sér út á erfiðisvinnu allt frá unglingsárum. óhófiegt vinnuálag og félagslegt öryggisleysi Hvergi i heiminum er vinnu- álag eins mikið og á Islandi og þeir, sem geta þvi við komið, vinna tvöfalt starf og jafnvel meira. Þetta á við um lágstétt- ina, verkafólk, skrifstofu- og verslunarfólk, kennara, fólk, sem vinnur við ýmiskonar þjón- ustustörf, hjúkrunarfræðinga, iðnverkafólk og reyndar obbann af launþegum. I þessum hópi eru einnig sjómenn og bændur og nær allir iðnaðarmenn lands- ins. Enda þótt stærsti hluti þjóðar- innar búi i eigin húsnæði, virð- ast engin takmörk fyrir þeirri skattpiningaráráttu, sem hér rikir og virðist stöðugt fara vax- andi. Lágstéttin býr þar af leið- andi við félagslegt öryggisleysi, sem nær hámarki, þegar ein- staklingurinn er kominn á efri ár. Þá má hann horfa fram á árangur erfiðis sins, að skatt- heimtumenn hafa rúið hann inn að skyrtunni. Að visu fær hann, fyrir gæsku kerfisins, svonefnd- an ellilifeyri, niðurlægjandi hundsbætur i augum flestra fá- tæklinga landsins. Koma ekki auga á kjarna málsins A árunum eftir heims- styrjöldina siðari var oft talað um Island sem dæmigert þjóð- félag, þar sem auðvelt væri að koma við áhrifamiklu stjórn- kerfi, sem aörar þjóðir gætu tekiö sér til fyrirmyndar. Augljóst er þó, að raunin hef- ur orðiö önnur. 1 alþingis- kosningunum 1978 var það gert að pólitfsku stórmáli, hvort stefnt yrði að þvi að koma verð- bólgunni niður I 32 stig, 30 stig eða 28 stig. 1 kosningunum 1979 var rætt um verðbólgu i kring um 40 stig. 1 ræðu forsætisráð- herra nú fyrir stuttu er talað um 50 prósent verðbólgu sem viðun- andi lausn i rétta átt. Vandamálið hefur þróast á þann veg, að stjórnmála- flokkarnir eru hættir að tala um einingar en stikla nú einungis á tugunum, enda er þaö I fullu samræmi við önnur áhrif verö- bólgunnar. Margir velta vöngum Það er ekki ofsögum sagt, að mikið hefur gengið á i islensku þjóðlifi siðustu misserin. Allir tala um verðbólguna, og aldrei Ef nahagsástandið í landinu hefur stuðlað að því að auka bilið — hinir ríku hafa orðið ríkari og hinir fátæku hafa orðið fátækari ii Dr. Bragi Jósepsson: Sjónarspil aldarinnar og ríkisstjórnin hafa jafn-margir, jafn-oft og á jafn-stuttum tima reynt að finna lausn á efnahagsvandanum. I megindráttum hafa ríkis- stjórnir siðustu ára verið að hjakka I sama farinu, velta vöngum út af sömu vandræðun- um og leggja til svipaðar úr- lausnir. Engu virðist skipta, hvort i hlut eiga vinstri stjórnir eða hægri. Allt fellur þetta i sama farveginn, ólikar stefnur og hugsjónir, i gegn um hreinsunarbúðir stjórnkerfis- ins, og rennur inn i þjóölifið sem hugmyndafræði þeirrar emb- ættismennsku, sem Islendingar hafa búið við allt frá þeim tíma, er við lutum danskri konungs- stjórn. Uppeldisáhrif staðnaðrar embættismennsku Ekki veit ég, hvort almenn- ingur gerir sér fulla grein fyrir áhrifamætti islenskrar emb- ættismennsku innan stjórn- kerfisins. Að visu hafa stjórn- málamenn oft gagnrýnt emb- ættismennskuna og áhrifamátt kerfisins. En hvort þeir gera sér ljóst, að þeir eru sjálfir I and- legri herleiöingu innan dyra kerfisins, þar sem húsverkin einkennast af siðalögmálum snobbisma og valdahroká, það er annaö mál. Félagsleg og siðræn áhrif þessa uppeldis á þjóðfélagiö I heild endurspeglast i ýmsum alvarlegum vandamálum, sem við Islendingar stöndum frammi fyrir i dag. Skortir hæfileika til að stjórna Þjóðin er kraftmikil og vinnu- söm. I þeim efnum getum við verið upplitsdjörf. A hinn bóg- inn held ég, að flestir séu farnir aö efast um hæfileika okkar til að stjórna þessu landi. 1 þvi sambandi dettur mér I hug saga af konu einni, sem var að tala um son sinn og tengdadóttur. Hún átti fátt gott að segja um tengdadóttur sina, sem hún sagði vera bæði eyðslusama og óreglusama. En um son sinn, hann Jón, sagöi hún, að upplag- ið væri svo gott, að hiö slæma háttalag konunnar gæti ekki eyðilagt hann með öllu. Samlikingin á vel við rlkis- stjórnir undanfarinna ára, sem allar hafa verið eyðslusamar og óreglusamar i viðustu merkingu þess orös. En auk þess hafa þær allar verið ihaldssamar i þeim skilningi, að þeim hefur láðst að koma auga á sérstöðu lands og þjóðar. Aldrei hafa jafn- margir, jafn-oft og á jafn-stuttum tíma reynt að finna lausn á efnahagsvandanum Of þung skattabyrði á fá- menna þjóð Ef litið er á skattastefnu undanfarinna ára er engu likara en stjórnvöld hafi ætlað sér að standa fyrir tæknivæðingu og almennri uppbyggingu, sem undir venjulegum kringum- stæðum væri hægt að leggja á heröar milljónaþjóða. En þótt þjóðin sé kraftmikil og vinnu- söm og upplagið sé gott, erum við þó aöeins rúmlega einn fimmti úr milljón. Skattpiningarstefna undan- farinna ára, og á ég þar bæði við beina og óbeina skattheimtu hins opinbera, hverju nafni sem hf)n nefnist, er óréttlát og sið- laus og ber að mótmæla harð- lega. Dr. Bragi Jósepsson, lekt- or# skrifar um stjórn- málaástandið í landinu, ríkisstjórnina, og ýmis þjóðmál, sem til umræðu hafa verið. Hann segir meðal annars, að þessari ríkisstjórn sé um megn að leysa þau vandamál, sem nú blasi við, og örlög hennar ættu að liggja Ijós fyrir. Þurfum að taka tillit til sérstöðu landsins Ein sérátaða Islands er sú, að landið liggur einangrað, mjög fjarri öörum löndum. Við þurf- um þvi að greiða há flutnings- gjöld á vöru til landsins og frá. Þetta er óhjákvæmilegur kostnaður, sem kemur til af legu landsins. En þegar stjórn- völd sjá ástæðu til að skatt- leggja landsmenn vegna þessa óhagræðis, er augljóst mál, að skattpiningarstefna hins opin- bera er allsráöandi. Stjórnmálamennirnir eru sjáífir í andlegri herleiðingu innan dyra kerfisins, þar sem hús- verkin einkennast af siðalögmálum snobb- isma og valdahroka Ef við litum á þá stefnu stjórnvalda að skattleggja orku, hvort sem um er að ræða inn- lenda orku, rafmagn og heitt vatn eða innflutta orku, bensin og oliu, þá er einnig augljóst, að skattheimtan vegur þyngra á metunum en það markmiö að örva framkvæmdir, framleiöslu og iðnaö. Kjördæmamálið Eitt af stóru vandamálunum, sem búið er að þvælast fyrir þingi og stjórnvöldum allt frá upphafi lýðveldisins, er kjör- dæmaskipanin. Þar hafa hags- munir einstakra stjórnmála- flokka og einstakra þingmanna staðið i vegi fyrir gagnlegum og réttlátum breytingum. 1 sambandi við þetta mál stöndum við frammi fyrir sömu villunni sem svo oft áður, að út- lendar fyrirmyndir milljóna- þjóða passa hreinlega ekki fyrir okkur Islendinga. Hvað þetta mál varðar hafa að visu komið fram ýmsar hugmyndir og væru sumar þeirra vissulega til bóta frá þvi sem nú er. Sú hugmynd, sem gengur lengst I þessu máli, og mundi leysa mörg vanda- málin, er sú að gera landiö að einu kjördæmi. Þetta yröi raun- sæ lausn, sem mundi ekki að- eins leysa vandann um vægi at- kvæða, heldur mundi þetta fyrirkomulag draga stórlega úr þvi fyrirbæri, sem kallað er hreppapólitik. Ef við litum aðeins frekar á þessa hugmynd, er augljóst, að staða stjórnmálaflokkanna yrði sterkari. 1 forkosningum eöa prófkjöri flokkanna losnuöu flokksmenn við harðvitug innanflokksátök, en um slikar kosningar þyrfti aö sjálfsögðu að setja lög og reglur. Ef miðað er við 60 þingmenn, mundi hver stjórnmálaflokkur bjóða fram lista með 60 fram- bjóðendum, sem áður væri búið að velja I prófkjöri. 1 kosningun- um sjálfum mundi kjósandinn merkja við þá frambjóðendur, sem hann vildi styöja eöa flokkslistann I heild. Eitt afbrigði, sem oft hefur veriö nefnt, er að kjósandinn megi greiða atkvæði frambjóð- endum úr mismunandi flokkum. Ég er þeirrar skoðunar, að slikt fyrirkomulag yrði mjög til bóta og kæmi til móts við kröfur al- mennings um aukið valfrelsi. Félagsleg og siðræn áhrif þessa uppeldis á þjóðf élagiö í heild endurspeglast í vanda- málum, sem við stönd- um frammi fyrir Annár þáttur stjórnar- skrármálsins Þá vil ég einnig nefna vanda- mál, sem mjög hefur sett svip sinn á stjórnmál undanfarinna ára. Þaö er nokkuð augljóst mál, að hið svonefnda fastafylgi flokkanna er ekki eins fast fyrir og áður var. Fólk vill hafa rétt til að skipta um skoðun,ef þvi finnst flokkurinn hafa brugðist vonum sinum. Einnig má benda á, að fólk, i vaxandi mæli, er farið að hugleiða meira en áður hverskonar stjórn það kunni aö kjósa yfir sig, með þvi að kjósa þennan eöa hinn frambjóðand- ann. Ég er þeirrar skoðunar, aö breyta eigi stjórnarskránni á þann veg, aö forsætisráöherra sé kjörinn i almennum kosning- um. Þetta er stjórnskipulag, sem við þekkjum ef til vill best frá Frakklandi og hefur gefið góða raun. Ég tel, að slikt fyrir- komulag mundi henta mjög vel á tslandi og mundi væntanlega stuðla aö meira jafnvægi i is- lenskum stjórnarháttum. Hvernig ætlar rikis- stjórnin að bregðast við? í upphafi þessarar greinar vék ég að stéttaskiptingarein- kenni þjóðarinnar eins og það kemur mér fyrir sjónir. Sömu- leiöis benti ég á, aö efnahags- ástandið i landinu og verðbólgu- þróunin hafa stuðlað að þvi að auka biliö milli hinna riku og fá- tæku. Aratugum saman höfum viö setið uppi meö niðþungt stjórnunarkerfi og embættis- mennsku, sem ætti að heyra for- tiöinni til. Stjórnmálamenn okk- ar hafa ekki getaö rifið sig út úr þessum fjötrum, þrátt fyrir við- leitni örfárra einstaklinga. Þannig er ástandið hjá okkur I dag. Og nú höfum við eina rikis- stjórnina ennþá, sem hefur sett sér þaö markmið að draga úr verðbólgunni og koma efna- hagslifinu i eölilegt horf. Og hvernig verður þetta svo gert? An þess að fara út I einstök smá- atriði er augljóst, að rikisstjórn- in stefnir að þvi að bæta hag landsmanna — með langtima- markmið i huga — svona tuttugu, þrjátiu ár — með þvi að rýra kjör almennings, auka skattaálögur og draga jafnt og þétt úr kaupmætti launa. Stjórnmálamenn okk- ar hafa ekki getað rifið sig út úr þessum f jötr- um, þrátt fyrir við- leitni örfárra einstakl- inga Vonlaus ríkisstjórn Það er augljóst mál, að þess- ari rikisstjórn er algerlega um megn að leysa þau vandamál, sem nú blasa við. Sú aöferð að krefjast þess, að skattpindur al- menningur þessa lands þurfi nú, á góðæristimum, þegar þjóðar- tekjur eru hærri en nokkru sinni fyrr, að herða sultarólina, til þess að viðhalda sama óreiðu- ástandinu, sýnir að þessi rikis- stjórn er sama markinu brennd og fyrri stjórnir. Henni er um megn að gera þær grundvallar- breytingar, sem nauösynlegar eru, og beinast að orsökum efnahagsvandans og öörum félagslegum vandamálum þjóð- félagsins. Stjórnarsamstarf ið — skrýtin en gagnslaus samsetning Við Islendingar þurfum á sterku stjórnmálaafli að halda, stjórnmálaafli, sem er i sam- ræmi við grundvallar-viöhorf landsmanna. Þetta viðhorf kemur hvergi eins sterkt fram og i jafnaðarstefnunni. Stjórnmálaflokkarnir, sem standa að núverandi rikisstjórn, eru I molum. Það veit allur al- menningur. Stjórnarsamstarfið er stærsta sjónarspil, sem sett hefur verið á sviö i islenskum stjórnmálum alltfram á þennan dag. Orlög þessarar rikisstjórn- ar ættu þvi að liggja ljós fyrir. Nútíma vaxtarverkir — þar er von Það er þvi mikilvægt fyrir okkur Islendinga að slá skjald- borg um Alþýöuflokkinn, hinn gamalreynda baráttuflokk Is- lenskra jafnaöarmanna, og gera hann aö sterkasta aflinu i islenskri pólitik. Þannig hafa frændur vorir á Norðurlöndum staðið að málum, og það til fyrirmyndar. Allt frá þvi fyrir kosningarnar 1978 hafa mikil umbrot veriö i Alþýðuflokknum. Þar hafa nú- tima vaxtarverkir þjóðfélagsins fengið útrás. Þrátt fyrir mikil átök og harðskeytta stjórn- málabaráttu er Alþýðuflokkur- inn samt eini samstæði stjórn- málaflokkurinn i landinu. Astæðan fyrir þvi er sú, að Al- þýðuflokkurinn stendur á föst- um grunni jafnaðarstefnunnar, en berst jafnframt fyrir róttæk- um þjóðfélagsbreytingum, sem eru i samræmi við nútimalegan hugsunarhátt, frelsi, jafnrétti og bræðralag. Bragi Jósepsson, lektor.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.