Vísir - 10.09.1980, Blaðsíða 1

Vísir - 10.09.1980, Blaðsíða 1
 * Miðvikudagur 10. september 1980/ 214. tbl. 70. árg. ¦ Ef bátttaka Luxair bregst: ; Nýtt íslenskt jflugfélag með I ríkisframlagi i B ,,Ef Luxaír hafnar þátttöku f nýju flugfélagi þrátt fyrir eitt- livað viöbótarframlag frá okkur. þá veröur aö sjálfsögðu ekki um aö ræöa samstarf við flugfélag í Luxemborg. 1>;Í er spurning hvort viö getum haldiö Atlants- hafsfluginu áfram einir" sagði Steingrimur Hermannsson samgönguráöherra isamtali vio Vfsi i morgun. Ráðherrann kvaðst hafa lagt framákveðnartillögurum þessi mál á fundi rikisstjórnarinnar i gær og yröu þær ræddar frekar á fundi stjórnarinnar á morgun. Stéingrimur var spuröur hvort Hkur væru á að stofnað yrði nýtt flugfélag hér heima til Atlantshafsflugsins ef þátttaka Luxair brygðist. Hannsagði að það virtist vera mikill skilningur á þessum vanda. Flugið væri orðið at- vinnugrein hér á landi töluvert umfram það sem nauösynlegt væri við innanlandsflug og nauösynleg tengsl yið önnur lönd. „Þetta er rekstur sem hér hefur fest rætur og það er um gífurlega mikið þjóðhagsvanda- mál að ræða, ef hann fellur niður, bæði hafa margir af þessu atvinnu og rikissjóöur L missti verulegar tekjur," sagði Steingri'mur Hermannsson. Stjórnvöld i Luxemborg hafa lagt fram tilboð um fjárframlag til nýs flugfélags. Eins og dæm- ið stendur núna bendir þvi allt til að tillogur Steingrims geri ráð fýrir að islenska rikiö leggi eitthvað fram lika. Að öðrum kostiverði kannaðir möguleikar á nyju félagi hér heima meö þátttöku rikisins, Flugleiða og fólks sem hefði beina atvinnu af flugi niilli tslands og Bandarikj- anna. Blessað sumarið virðist ekki ætla að verða endasleppt, sólin skin á hverjum einasta degi og mannfólkið brosir slnu breiðasta. Þótt kartöflugrösin falli f morgunfrostinu er orðið sólbaðsfært um hádegis- bilið og l'ólk streymir I laugarnar. Þessi mynd Kristjáns Ara Einarssonar úr sundlaugunum I Laugar- dal i gær er táknræn fyrir septemberbliðuna 1980. Hvað segja beir um Flugleiðaskýrsluna? „EKki eins gáfaður 09 úlafur Ragnar „Ég visa þessum fullyrðingum Ólafs Ragnars algörlega á bug og bendi á að talsverðar eignir Flug- leiða eru ekki inní þessu mati" sagði Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða um ásakanir Ólafs Ragnajs Grimssonar i VIsi i gær. „Það er misskilningur hjá Ólafi að Tian sé bókfærð hjá félaginu" sagði ólafur Nilsson löggiltur endurskoðandi hjá Endurskoðun hf., en það fyrirtæki vann skýrslu um eignarfjárstöðu Flugleiöa. „Ég er ekki eins gáfaður og ólafur Ragnar að geta lesið þetta úr skýrslunni um leið" sagði Birgir Guðjónsson,annar eftirlits- manna með fjármálum Flug- leiða. Visir leitaði álits þessara aðila á þeirn ummælum ólafs Ragnars i gær aö Flugleiöaskýrslan væri auglýsingaplagg byggt á fölsunum. Sjá bls 22. SG. Fer pðst- og símamálastjóri með rangt mál? AUÐVELT AÐ SETJA SKREFA- TELJARA Á TðLVUFYRIRTÆKI ,,Það eru engin tækni- leg vandkvæði á því að koma á sérstakri skrefa- talningu fyrir þessi tölvu- væddu fyrirtæki og kostnaðurinn við það yrði ekki mikili", sagði Guð- mundur olafsson, verk- fræðingur hjá Símtækni, í samtali við blaðamann Vísis. Jón Skúlason, póst- og sima- málastjóri, sagði I viðtali við blaðið I gær, að ómögulegt væri að taka upp sérstaka gjaldskrá fyrir fyrirtæki, sem notuðu slma til þess að miðla upplýsingum með tölvu. Með núverandi gjaldtöku- fyrirkomulagi geta fyrirtækin haldið simalinu daglangt án þess að borga meira en sem samsvarar einu simtali, og hef- ur þessi staðreynd verið notuö Tölvuv¥d¥ryrrr7æKi"misnolTslmak^ DAGLANGT SÍMTAL FYRIR 29 KRÓNUR! Aimenninour borgar brúsann með harrl skrelag|ðldum"J| Viðtal VIsis við póst- og slmamálastjóra, þar sem ódýr notkun tölvuvæddra fyrirtækja á simallnum;er talin röksemd fyrir al- mennri skrefatainingu. sem rök fyrir þvi aö taka upp timamælingu innanbæjarslm- tala. „Það er lika rangt, að hægt sé að miðla upplýsingum með tölvu I gegnum sima án vitund- ar stofnunarinnar", sagði Guð- mundur Úlafsson. „Þaö þarf sérstakan útbúnað, sem hvergi fæst nema hjá Pósti og slma, og enginn má tengja nema starfs- menn stofnunarinnar". — P.M.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.