Vísir - 24.09.1980, Blaðsíða 1
áj£2®k
Miðvikudagur 24. september 1980/ 226. tbl. 70. árg.
Hvað verður í félagsmálapakkanum?
, JETTA ER ALLT
í VINNSLU"
- segir Svav-
ar Gestsson
félagsmála-
ráðherra
„Það er eftir að útfæra þessa hluti og þetta er
allt i vinnslu, þannig að það liggur ekki ljóst fyrir,
hversu mikið rikisstjórnin er tilbúin til að gera
varðandi félagsleg atriði samninganna", sagði
Svavar Gestsson, félagsmálaráðhera, i viðtali við
Visi i gær.
Sagöi Svavar, að á fundum,
sem ríkisstjórnin hefði átt með
fulltrúum ASl að undanförnu,
hefðu verið rædd tiu atriði, sem
yrðu liklega i væntanlegum
félagsmálapakka. Þar á meðal
væru réttindi farandverkafólks,
lögskráning sjómanna, sjó-
mannastofur, orlofsheimili, or-
lofsvextir, ellilifeyrir, fæðingar-
orlof, skattamál og dagvistar-
mál. Hefði verið lagður fram
vinnutexti að yfirlýsingum eða
öðru i þessu sambandi og væri
nú unnið að þessum málum,
bæði innan rikisstjórnar og
Alþýðusambands.
Aðspurður um, hvort félags-
málapakki ASI myndi hafa
svipað vægi og félagslegar um-
bætur til opinberra starfs-
manna, sagðist Svavar ekkert
vilja tjá sig um það. Um slikt
væri ekkert hægt að segja.
—JSS
Undanfarnarhelgarhefurveriöréttaö vlðsvegar um land oger þaðmál manna, aö féö komi velgengið af fjalli. Talsvert er um þaö á Akureyri,
að bæjarbúar eigi nokkrar kindur, sér til ánægju og dundurs I frlstundum. Fjárstofn Akureyringa hefur þó minnkað verulega siðustu árin, en
hestum hefur fjölgað. Akureyringar réttuðu um s.l. helgi og er þessimynd tekin I Jaðarsréttinni. Að sjálfsögðu tóku allir, jafnt ungir sem
gamlir, þátt I drættinum.
NÆR 90 MANNSI tiUUffiMAFLUG
1 morgun hófst pilagrlmaflug
Flugleiða i Nigeriu. Flogið er frá
Maiduguri i Nigeriu, en einnig er
áætlað að fljúga frá Kanó, en að
sögn Sveins Sæmundssonar,
blaðafulltrúa Flugleiða, er ekki
fullgengið frá þvi. Það flug á að
byrja á morgun og verður þvl
málið ljóst i dag.
Alls fara um 87 manns til
Nigeriu vegna þessa verkefnis,
þar af 68 flugliðar, sem héldu ut-
an i morgun og siðastliðinn
mánudag.
Flugvélarnar tvær sem eru
notaðar, eru af geröinni DC 8.
Flogið verður með pilagrima til
Mekka, bg mun flugið að likind-
um enda 8. október. Þá hefjast
flutningar með pllagrimana til
baka 23. október og stendur það i
tæpan mánuð.
„Sumarönnunum er lokið og
um þetta leyti dregur þvi úr
áætluninni, en þarna kemur inn
verkefni, sem lengir vinnutima
þessa fólks hér um 2 mánuði",
sagði Sveinn Sæmundsson.
Um önnur væntanleg verkefni
Flugleiöa sagði Sveinn:
„Það eru ýmis verkefni i athug-
un og sum eru nokkuð fast sett
eins og leiga á DC 8 til Senegal og
aö llkindum byrjar það verkefni
strax eftir pilagrlmaflugið, þar
veröa 3-4 áhafnir utan flugfreyja
eða um 12 manns. „Þetta verk-
efni verður aö likindum til eins
árs.
Þá mun ein 3 manna áhöfn af
Boeing 727 vera nýfarin til Gineu
á vesturströnd Afriku og verður
þar i 6 vikur. en þá tekur önnur is-
lensk áhöfn við. —AS
Flugfreyjur biða enn I óvissu eftir
fréttum af endurráðningu.
Bidurráðningar
flugfreyja
Stjörnin
biður
um frest
Þess hefur verið farið á leit við
forráðamenn Flugleiða að þeir
fresti tilkynningum um endur-
ráðningu flugfreyja. Var það
Steingrlmur Hermannsson sam-
gönguráðherra sem beindi þess-
um tilmælum til Flugleiða á fundi
siðdegis I gær og hafa forráða-
menn félagsins þau nú til athug-
unar.
Eru þessi tilmæli samgöngu-
ráðherra i framhaldi af rlkis-
stjtírnarfundi sem haldinn var i
gær. Þar voru endurráðningar
flugfreyja teknar til umræðu.
„Ég lagði til þar og tel eðlilegt að
flugfreyjur yrðu endurráðnar
samkvæmt starfsaldurslista",
sagði Svavar Gestsson, félags-
málaráðherra, er Visir ræddi við
hann I gær. „Samgönguráðherra
tókslðanaðséraðræða þetta mál
við stjórn Flugleiða".
—JSS
Smygl flnnst
um borð f
fiskiskipi
Tollverðir I Keflavlk og frá
Reykjavik fundu i gær smygl-
varning um borð i vélba'tnum
Hamrasvani frá Rifi.en báturinn
var að koma úr söiuferð til
Þýskalands. Við leit um borð I
bátnum fundust 120 kassar af
bjór, 16 áfengisflöskur, 4 frysti-
kistur og 2 þvottavélar.
Er báturinn kom til heimahafn-
ar eftir Þýskalandsferðina var
honum synjaö um tollafgreiöslu i
heimahöfn og honum beint til
Keflavikur. Kristinn Ólafsson,
tollgæslustjóri sagði i samtali við
VIsi I morgun að bátnum hefði
verið synjað um leyfi til toll-
skoðunar i heimahöfn og beint til
Keflavikur sem væri ein af 13
aðaltollhöfnum á landinu. Sagði
hann að engin sérstök ástæða
hefðilegiðþaraðbakiönnurensú
að af og til væri gripið til slikra
ráðstafana við komu fiskiskipa úr
söluferðum.
—Sv.G.