Vísir - 24.09.1980, Blaðsíða 23

Vísir - 24.09.1980, Blaðsíða 23
VlSLR Miðvikudagur 24. september 1980. Axel Ammendrup skrifar Sjönvarp klukkan 22. Við kappakstursbrautina. Skyldu menn kannast við leikarana? Asl, afbrýðlseml og erflöielkar barna! Annar þáttur bandariska fram- haldsmyndaflokksins „Hjól” eftir Arthur Hailey verður á dagskrá sjónvarpsins i kvöld. Þeir, sem horfðu á fyrsta þátt- inn fyrir viku, hafa séð, að þessi myndaflokkur likist mjög öðrum bandariskum framhaldsmynda- flokkum, svo sem „Gæfa eða gjörvileiki”, og eru margir leik- arar sem leika i báðum flokkun- um. Fjölskylduvandamál, svo sem ást, afbrýðisemi oe erfiðleikar barnanna, fléttast inn i vandamál bilaiðnaðarins. 1 fyrsta þættinum gerðist þetta einna helst: Sagan gerist i iðnaðarborginni Detroit og snýst einkum um fólk, sem starfar i bilaverksmiðju. Adam Trenton hefur áhuga á að kynna nýjan bil, sem hann telur, að valda muni straumhvörfum i bilaiðnaði, en keppinautar hans um æðstu stööur reyna aö gera litiö úr hugmyndum hans. Þá heldur konan hans framhjá meö frægri kappaksturshetju og Tren- ton er siöur en svo hrifinn af þvi. Sjötti og síðasti þáttur Ara Trausta Guðmunds- sonar um stjörnufræði, „Milli himins og jarðar", verður í hljóðvarpinu í kvöld. Að þessu sinni f jall- ar þátturinn um nám í stjörnufræði, starfsemi áhugamanna og stjörnu- skoðun. Svo sem áður hef ur verið greint frá, gefst hlust- endum kostur á að senda þættinum fyrirspurnir, og ef nógu margar fyrir- spurnir berast, verður spurningunum svarað í sjöunda þættinum að viku liðinni. Úranus. Stjörnufræöingar upp- götvuöu nýlega, aö Úranus, sjö- unda plánetan frá sólu, er með hringi rétt eins og Satúrnus. útvarp Miðvikudagur 24. september 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikasyrpa. Tónlist Ur ýms- um áttum, þ.á.m. létt- klassisk. 14.30 Miödegissagan: „Sig- uröursmali” eftir Benedikt Glslason frá Hofteigi.Gunn- ar Valdimarsson les (3). 15.00 Popp. Dóra Jónsdóttir kynnir, 15.50 Fréttir. Tónleikar. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 Siödegistónleikar. Erik Saedén syngur „En bat meö blommor” op. 44 eftir Hugo Alfvén meö Sinfóniuhljóm- sveit sænska útvarpsins: Stig Westerberg stj./Fil- harmóniusveitin i Stokk- hólmi leikur ,,Oxberg-til- brigöin” eftir Erland von Koch: Stig Westerberg stj„ og „Ljóöræna fantasiu” op. 58, fyrir litla hljómsveit eft- ir Lars Erik Larsson: Ulf BjÖrling stj./Paul Pázmándi og Ungverska fil- harmóniuveitin leika 17.20 Litli barnatlmlnn - Sig- rún Björg ingþórsdóttir stjórnar. M.a. les Oddfriöur Steindörsdóttir söguna „Dreng og geit” — og leik- in verða barnalög. 17.40 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöidsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 Einsöngur i dtvarpsal: Elín Sigurvinsdóttir syngur lög eftir Peter Heise, Ture Rangström, Yrjö Kilpinen, Agathe Backer-Gröndahl og Edvard Grieg: Agnes Löve leikur með á pianó. 20.00 Hvaöer aö frétta? Bjarni P. Magnússon og ölafur Jóhannsson stjórna frétta- og forvitnisþætti fyrir ungt fólk. 20.30 „Misræmur”, tónlistar- þáttur f umsjá Astráös Har- aldssonar og Þorvarðs Arnasonar. 21.10 óviðkomandi bannaöur aögangur. Þáttur um of- beldi i velierð'arþjóöfélagi i umsjá Þórdisar Bachmann. 21.30 „Stemmur" eftir Jón As- geirsson. Kór Menntaskól- ans viö Hamrahliö syngur: Þorgeröur Ingólfsdóttir stj. 21.45 Útvarpssagan: .Jlamr- aöu járniö” eftir Saul Beliow. Arni Blandon les þýöingu sina (9). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.35 „Milli himins og jaröar" Sjötti þáttur: Fjallaö um nám I stjörnufræöi, starf- semi áhugamanna og stjörnuskoöun. Umsjón: Ari Trausti Guömundsson. 23.10 Pianókvintett I A-dúr op. 81 eftir Antonin Dvorák. Ciifford Curzon og félagar i Vinaroktettinum ieika. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. v?XXw UX Miðvikudagur 24, september 20. 00 Fréttir og veöur 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Börnin, byggöin og snjórinn s/h Myndir af börnum og dýrum að leik i snjónum I Reykjavik. Um- sjónarmaður Hínrík Bjarnason. Myndin var áöur sýnd árið 1968. 21.00 Djúpköfun (Divers Do It Deeper) Bresk heimiida- mynd um framfarir i djúp- köfun, Meðal annars er fylgst með köfurum sem vinna erfitt og hættulegt starf viö oliuborun i haf- djúpinu fyrir norðan Hjalt- land. Þýöandi Björn Baldursson. 22.00 Hjói Bandariskur fram- haldsmyndaflokkur, byggöur á skáldsögu eftír Arthur Hailey. Annar þáttur. Efni fyrsta þáttar: Sagan gerist i iönaöarborg- inni Detroit og snýst einkum um fólk, sem staríar i bila- verksmiðju. Adam Trenton hefur áhuga á aö kynna nýj- an bii, sem hann telur aö valda munu straum- hvörfum i bilaiönaði, en keppinautar hans um æðstu stöður reyna aö gera litið úr hugmyndum hans. Þýöandi Jón O. Edwalds. 23.35 Dagskrárlok Hljóðvarp kluKKan 22.35: SíDasii bállur- inn um silðrnu- IræOl Fóreldrar taka stjómína í sínar hendur Þá viröist svo komiö aö foreldrar hafi tekiö mál i sinar hendur, og visi nú kennurum frá starfi, sem þeir telja óhæfa. Keraur þetta fram á sama tfma og Novosti, rússneska frétta- stofan á tsiandi, er aö undirbúa aö senda áróöursplögg i skólana i fullri vissu þess aö meöal kennaraliös eigi þeir vinum aö mæta i miklum meirihluta. Kennari I Grindavlk, sem deila hefur staöiö um aö undanförnu, hefur lýst þvi yfir I Dagblaöinu, að foreldrar í Grindavik ástundi nú pólitiskar ofsóknir á hendur sér. Þannig hefur hann sjálfur skýrt frá ástæöunum fyrir þvi, að foreldrar vilja ekki aö hann kenni börnum sínum. í Bol- ungarvik er annaö kennaramál i gangi, en sá kennari, sem þar er deilt um, hefur ekkert látiö enn fara frá sér um ástæöurnar. Þess vegna veröur ekki á þessu stigi málsins rætt um pólitiskar ofsóknir á hendur honum, þótt heldur sé þaö trúlegt aö hann liti þannig á máliö. Þannig viröist almenningur ætla aö takast á hendur aö leiörétta pólitiskar misgeröir menntamálaráöu- neytisins á hendur börnum á skólaaldri, enda er alveg eins vist, aö fleiri kennaramál skjóti upp kollinum á þessum vetri. Varla er annars staöar frá aö vænta þess andófs, sem aug- sýnilega hefur legiö i láginni hingaö til út af litaöri kennslu, en eins ogalkunna er vinnur menntamálaráöuneytiö aö þvi öllum árum, aö börn fái rétt „uppeldi” á skólabekk, þótt þaö út af fyrir sig kæri sig ekki um aö Novosti taki aö sér útgáfu kennslubóka aö sinni, samanber yfirlýsingu ráöuneytisstjóra þess efnis að menntamálaráöu- neytiö ráöi enn vali kennslu- gagna. Þar sem fyrin liggur vitnis- buröur eins kennara um pólitiskar ofsóknir er ekki úr vegi aö benda á, aö alveg fram aö þessu hafa allir aðrir en rauðliðar i kennarastétt veriö beittir pólitiskum ofsóknum. Kennslugögn eru valin af hóp- um fólks, sem henda út öllu efni, sem er ekki eftir „rétttrúaöa” i fræðunum og hefur veriö svo lengi. Þetta hefur einkum komiö berlega i ljós, þegar valiö hefur veriö lestrarefni eftir innlenda höfunda. Þá hefur fortakslaust veriö valin sú leiö aö fylla slikar lestrarbækur meö pólitisku þrefi eftir vandræðaskáld, enda litiö svo á af starfsfólki mennta- málaráöuneytisins, sem meö þessi mál hefur aö gera, aö því fyrrsem innrætingin byrjar, þvi traustari veröi atkvæöamassinn þegar á fulloröinsárin kemur. Til þess aö kenna hin rauðu fræöi i skólum þarf auövitaö fólk, sem hefur bæöi geö og inn- ræti til aö ljúga aö börnum. Þess vegna framleiðir nú heimspeki- deild háskólans og kennaraskól- inn fyrst og fremst kommissara handa skólum. Þegar svo foreldrar andmæla siendur- teknum innrætingartilraunum, sem m.a. miöast aö þvi aö snúa börnum gegn foreldrum i skoðunum, þá heitir þaö pólitiskar ofsóknir á máli kenn- aranna. Allar sögur um þaö aö meö þessu sé verið aö siga börn- um á kennarana eru úr lausu lofti gripnar. Þess hafa aldrei veriö dæmi aö börn hafi getað skipulagt mótmæli og staöiö saman um þau. Menntamálaráðuneytiö hefur löngum veriö hálfgerö dára- kista. Þaöan er runnin sú stefna I kennslumálum, sem nú neyöir foreldra i stööugt rikara mæli til aö sameinast gegn innrætingu. Starfsfólk þaö, sem fæst viö kennslumálin, hefur veriö valiö af mikilli natni. Þaö heidur raunar hvcrjum menntamála- ráöherranum á fætur öörum föngnum, enda hafa t.d. tveir siöustu framsóknarmennirnir i stööu menntamálaráöherra sýnt aö þeir eru varla sjálfráöir geröa sinna, hvaö sem þeir ann- ars láta út úr sér um valdiö. Þetta vita foreldrar og sjá auðvitaö um leiö, aö þeir veröa sjálfir aö taka til höndum. Lag- færingin kemur aldrei ofan frá. Þaö er svo huggulegt fyrir núverandi menntamálaráö- herra aö þurfa aö horfa upp á hiö rauða menntakerfi springa I höndum sér, af þvi foreldrar hafa ákveðið aö hingaö skuli gengiö og ekki lengra. Svarthöfði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.