Vísir - 24.09.1980, Blaðsíða 7

Vísir - 24.09.1980, Blaðsíða 7
VlSIR Miðvikudagur 24. september 1980. Umsjón: Gylfi Kristjánsson Kjartan L. Pálsson Þa bðlvuou KR- ingar reglunum Tðpuðu fyrlr Víklng I Reyklavíkurmötinu I handknatlleik Vilcingar hefndu ófaranna gegn KR i undankeppni Reykjavikur- mótsins um siðustu helgi, þegar KR-ingar sigruðu þá með 11 marka mun, meö þvi að taka þá niður á jörðina aftur með 23:18 sigri i úrslitakeppni Reykjavíkur- mótsins i gærkvöldi. Þá sigraði Fram Þrótt 27:21 i sömu keppni. Þær óvenjulegu reglur eru i þessu móti, að lið tekur ekki með sér stig úr riðlakeppninni i úrslit- in eins og venja er — t.d. i heims- meistarakeppninni og öðrum stórmótum. Ef svo hefði verið, heföu leikirnir i gærkvöldi aldrei þurft að fara fram og þar sparast eitt leikkvöld. KR-ingarnir bölvuöu þessu a.m.k. hressilega eftir leikinn viö Viking I gærkvöldi, þvi að ef sú regla hefði verið við lýði, væri staða Vikings i úrslitakeppninni ekki eins góð og hún er i dag. Það sama gátu Þróttaramir sagt — þeir væru þá enn með i slagnum þvi að þeir töpuðu fyrir Fram i gærkvöldi.en sigruðu þá aftur á móti í leiknum i riðlakeppninni. Staðan i mótinu væri þá þannig, að KR væri með 4 stig, Vikingur 2, Fram 2 og Þróttur 2, en i stað- inn er hún nú þannig, að Vikingur er með 4 stig, KR 2, Fram 2 og Þróttur ekkert stig. Leikur Fram og Þróttar var heldur „köflóttur” framan af. Fram komast i 6:2, en Þróttur sneri dæminu við og komst i 10:6. Þá kom annar Framsprettur, sem gaf Fram 3 mörk á móti 1, svoaðstaðan var 13:11 Fram í vil i hálfleik. í byrjun siðari hálfleiks náði Fram meiri völdum á vellinum. Þróttarar virtust missa allan áhuga og máttu þakka fyrir að tapa ekki meiru en með 6 marka mun 27:21. Atli Hilmarsson var mark- hæstur Framara með 7 mörk, en Hannes Leifsson skoraði 5. Hjá Þrotti var Lárus Lárusson mark- hæstur með 5,en þeir Ólafur H. Jónsson og Sigurður Sveinsson skoruðu 4 mörk hvor. Leikur Vikings og KR var mikill baráttuleikur. Vikingarnir voru sterkari i orðsins fyllstu merkingu. Þeir léku mjög góðan varnarleik — voru i þaö grófasta að visu um tima i fyrri hálfleik — og þeir bókstaflega „söltuðu” KR-ingana þar. Munurinn i hálfleik var ekki nema lmark —7:6 Vikingi i vil — en þegar á leið síðari hálfleikinn fór að draga i sundur meö liðun- um. KR-ingarnir reyndu hvað þeir gátu til að hanga með en þeir réðu ekki við Islandsmeistarana —hvorki i vöm né sókn — og urðu aö láta sér lynda 5 marka tap, 23:18. Þorbergur Aðalsteinsson var markahæstur Vikinga með 7 mörk, en hjá KR skoraði Alfreð Gislason mest eða 6 mörk. „KR-ingarnir voru einfaldlega ekki tilbúinn i þessi slagsmál”, sagði Hilmar Björnsson, þjálfari þeirra. eftir leikinn. „Þetta er ekki neinn jassballett, og við verðum rassskelltir svona hvað eftir annaö i Islandsmótinu, verði ekki hugafarsbreyting hjá leik- mönnunum. Það þýðir ekkert að gefast upp, þegar hinir eru búnir að skora og menn verða aö halda haus i öllum leikjum, ef þeir ætla aö gera sér vonir um að ná eitt- hvaö lengra en að vera i efnilegu liöi enn eitt áriö”. 4clp-. Austfirðingurinn fór yfir 17 metra markið Pétur Pétursson, frjáls- iþróttakappi frá UtA, náði 6. besta árangri islendings I kúlu- varpi, þegar hann kastaði kúl- unni 17,13 metra á Laugardals- vellinum um helgina. Pétur tók þátt i kúluvarps- keppni tugþrautarmótsins sem gestur og náði þar sinum besta árangri. Var hann ekki nema 4 sentimetrum frá að komast i 5. sætið á afrekaskránni yfir islenska kúluvarpara.en sá listi litur nú þannig út: Hreinn Halldórsson KR.... 21.09 Óskar Jakobsson, tR......20.29 Guðmundur Hermannsson KR......................18.48 Guðni Halldórsson KR.....17.93 Erlendur Valdimarsson tR 17.16 Pétur Pétursson, UtA....17.13 Gamla kempan Gunnar Ituseby KR á svo 7. besta árangurinn 16.74 metra, sem á sinum tima þótti hreint ótrúlegt afrek... -klp-. Það er mikill kraftur i Þorbergi Aðalsteinssyni þessa dagana og hann lætur það ekki stöðva sig, þótt einhver hangi á honum, þegar markið er í nánd...VIsismynd Friðþjófur Gömlu jaxlarnir aftur valdir í landsliðshðp Islenska landsliðið i handknatt- leik leikur um næstu helgi tvo landsleiki gegn Norðmönnum. Fyrrileikurinn fer fram á laugar- daginn oghefst kl. 15.00, en sá sið- ari á sunnudaginn og hefst hann kl. 20.00. Þessir landsleikir koma á slæmum tima fyrir islenska landsliðið þvi að úrslit Reykja- vikurmótsins eru i fullum gangi þessa viku og þvi sem næst eng- inn timi til að undirbúa liðið fyrir leikina. Norðmenn koma hingað með það lið, sem þeir eru að byggja upp fyrir B-heimsmeistara- keppnina I Frakklandi i febrúar, en þar verða íslendingar eirtnig á meðal keppenda. Islenska landsliðið hefur verið valið og er það þannig skipað: Markverðir: Ólafur Benediktsson Val Kristján Sigmundsson Vikingi hann kei m sex 1 ,oma vai auskörí fá ekki Aðrir leikmenn: Ólafur H. Jónsson Þrótti Arni Indriðason Vikingi Bjarni Guðmundsson Val Steindór Gunnarsson Val Gunnar Lúðviksson Val Þorbjörn Guðmundsson Val Ólafur Jónsson Vikingi Sigurður Sveinsson Þrótti Alfreð Gislason KR Þorbergur Aðalsteinsson Vikingi Atli Hilmarsson Fram Kristján Arason FH Einn leikmaður er i hópnum, sem aldrei hefur leikið landsleik áður, «g er það Gunnar Lúðviks- son úr Val. Alls eru fimm Vals- menn i hópnum og fjórir leik- menn úr Vikingi. Athygli vekur, að Ólafur H. Jónsson gefur kost á sér i lands- liðið á nýjan leik, og er það að sjálfsögðu mikill styrkur fyrir lið- ið. Þá leikur Árni Indriðason.Vik- ingi aftur með og mun hann örugglega styrkja liðið mikið sér- staklega i vörninni og Ólafur "Benediktsson er nú aftur kominn i landsliðsmarkið. Aö sögn Hilmars Björnssonar mun landsliðskjarninn verða myndaður endanlega um áramót- in en margir landsleikir eru framundan i handknattleiknum, Hann hefur einnig sagt, að hann ætli að nota þá leikmenn, sem leika erlendis ef hann telji aö þeir muni styrkja islenska liðiö. —SK.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.