Vísir - 24.09.1980, Blaðsíða 12

Vísir - 24.09.1980, Blaðsíða 12
Miövikudagur 24. september 1980. 12 Miðvikudagur 24. september 1980. 13 Meistaraflokkar Þórs í knattspyrnu, þeir sem unnusigupp f 1. deild 1976 f aftari röAinni, en þeir sem unnu það afrek iáreru f þeirrifremri Skrúðgangan á leiö frá Ráðhústorgi á iþróttasvæðið • • Þflfl VAR SNEMMA RISME SE ST AR M Þörsarar á Akureyri vfgöu á sunnudaginn grasvöll. sem félagarnir lögðu í mikla gjafavinnu ,/Það er kjarnmikið fólk í Þór, sem getur gert kraftaverk með dugnaði sínum. Það hafa félagarnir lika gert með sjálfboðaliðavinnu við völlinn, án þeirra framlags hefði þetta aldrei tekist sem komið er, og án þeirra tekst okkur aldrei að Ijúka því sem eftir er", sagði Sigurður Oddsson, formaður íþróttafélagsins Þórs á Akureyri, í samtali við Vísi. Það var hátíð hjá Þórsurum á sunnudaginn, því þá vigðu þeir nýjan grasvöll á svæði félagsins „Það voru nokkrir strákar á Eyrinni, sem stofnuðu iþrótta- félagið Þór 6. júni 1915”, hélt Sigurður áfram. „Grasvöllurinn er þvi kærkomin afmælisgjöf til félagsins og enn eykur það á ánægjuna, að knattspyrnulið okk- ar vann sig upp i 1. deild i sumar. Auk þess stóðu yngri flokkarnir sig meö miklum ágætum i tslandsmótinu i knattspyrnu og viö kviöum ekki framtiöinni Þórsarar, siður en svo. Viö fögnum þessum áfanga, en það er mikiö eftir enn. Má nefna gerö grasvallar til æfinga, mal- bikaðs handbolta-og tennisvallar, nýs malarvallar, sem ætlaður yröi fyrir skautasvell á vetrum, svo nokkuð sé nefnt. Einnig þarf að girða svæðiö og rækta gróður- belti, svo ekki sé minnst á félags- heimilið, sem verður næsta stór- verkefni félagsins”, sagði Sigurð- ur. 220 manns unnu við að þekja völlinn. I vallarnefnd Þórs eru: Harald- ur Helgason, Guöjón Steindórs- son, Hallgrimur Skaptason, Ivar Sigurjónsson, Hilmar Gislason, Samúel Jóhannsson, Herbert Ilallfreður Tryggvason, einn af stofnendum Þórs, tekur fyrstu upp- hafsspyrnuna á nýja grasvellinum. Jónsson, Ævar Jónsson og Sæ- björn Jónsson. Verkfræðilegur ráðunautur nefndarinnar hefur veriö Haukur Jónsson, verkfræð- ingur. Mikiö hefur mætt á nefndinni við gerð vallarins, en formaöur henn- ar er Haraldur Helgason, fyrr- verandi formaður félagsins. Hann var spurður um tilurð vallarins? „Ég tók fyrstu skóflustunguna að vellinum á 60 ára afmæli félagsins 1975”, sagði Haraldur. „Siðan hefur verið lögð mikil vinna i völlinn. 1 hann hafa verið flutt 30 þús tonn af jarövegi, frá- rennslislögnin er 1 1/2 km að lengd, um það bil 150 tonn af hús- dýraáburði voru sótt út um allar sveitir, svo eitthvaö sé nefnt. 1 sumar hófumst við svo handa við að rista þökur af túni á Leifs- stööum, sem félagið hafði fest kaup á. Það voru kraftakarlar úr lyftingadeild félagsins, sem sáu um að koma þökunum á bila, og urðu farmarnir 100. „Ég held það sé ekki ofsagt, að um 220 manns, karlar konur og börn, hafi siðan unniö við að leggja þökurnar á völlinn, auk þeirra 50 manna, sem sáu um aö rista þær að Leifsstöðum. Þegar upp var staöið var búið að þekja 14.420 fermetra svæði, sem er nálægt þvi að duga fyrir tvo full- komna velli. Unnar höfðu verið 4000 stundir i gjafavinnu, enda var snemma risið og seint sest að. Ég held að svona framkvæmd sé nær einsdæmi, en þetta er hægt, enda samstilltir hópar að verki og skipulagning góð”, sagði Harald- ur. Akureyrarbær og íþróttasjóður fjármagna fyrirtækið. Akureyrarbær, ásamt tþrótta- sjóði rikisins, sem fjármagnar 40% af kostnaði við mannvirkja- geröina, bera kostnaðinn af iþróttasvæðinu. Unniö er að gerð samsvarandi iþróttasvæðis i Lundahverfi, sem verður vettvangur KA, en það svæði er skemmra á veg komið. Þórsarar vigðu nýja völlinn með pompi og prakt á sunnudag- inn. Gengu þeir fylktu liði undir fánum frá Ráðhústorgi á iþrótta- svæðið. Þar voru fluttar ræður, en siðan fór fram formleg vigslu- athöfn. Haraldur Helgason klippti á borða, sem strengdur hafði ver- iö á miðju vallarins og Sigurður Myndir og texti: GIsli Sigurgeirs- son, blaða- maöur Visis á Akureyri Oddsson stakk einseyringi, sem sleginn var á stofnári félagsins 1915, niður i miðjupunktinn. Siðan hófst knattspyrnuleikur milli tveggja Þórsliða, þeirra sem unnu sig upp i 1. deild 1976 og þeirra sem unnu það afrek i ár. Upphafssparkið tók Hallfreður Tryggvason, einn af stofnfélögun- 5. flokkur Þórs sigraði KA og þarna eru þeir ásamt þjálfurum sinum, Arna Stefánssyni og Þresti Guð- jónssyni. um. Var leikurinn hinn liflegasti og þaö var Arni Stefánsson, liðs- maður „yngra” liösins, sem skor- aði fyrsta markið á nýja vellinum með þrumuskoti, sem Samúel Jóhannsson i marki „gamlingj- anna” átti engin tök á að verja. En Jóni Lárussyni tókst aö jafna metin og lauk leiknum I sátt og samlyndi með jafntefli. Siðan iéku liðsmenn 5. flokks Þórs við jafnaldra sina úr KA. Þá var ekkert gefiö og lauk leiknum meö sigri Þórs, 2-0. Þar voru margir efnilegir knattspyrnu- menn á ferðinni, sem siðar eiga eftir að gera garðinn frægan hjá báðum félögum. Að lokum sýndu trúðar fimleika með miklum til- þrifum. Björn Kristófersson, garð- yrkjumaöur frá Reykjavik, leið- bendi Þórsurum við gerð vallar- ins. Hefur vel tekist til, þvi völlur- inn er vel gróinn og fallegur, þó ekki séu nema rúmir tveir mán- uðir siöan þökur voru lagöar. Þá eru áhorfendasvæði eins og best veröur á kosið, að mestu frá náttúrunnar hendi. G.S./Akureyri. „Markamaskina” 5. flokks Þórs, Arnljótur Davlösson, harðdugleg- ur og slvinnandi leikmaður, sem hefur skorað yfir 30 mörk fyrir félag sitt I sumar. Efni I góðan knattspyrnumann ef rétt er á spilunum haldið og þaö sama má segja um marga jafnatdra hans bæði I KA og Þór.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.