Vísir - 24.09.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 24.09.1980, Blaðsíða 9
9 vism Miðvikudagur 24. september 1980. Nýjar yfirlýs- ingar um Dorskinn: M VERÐUR RR DRAGA ■ÚR SÚKNINNH - seglr Slglús A. Schopka en Slemgrímur Hermannsson seglr slofnlnn ekkl I neinnl uættu „Þetta þýðir það i fyrsta lagi að þorsk- stofninn er i engri hættu,” sagði Stein- grimur Hermannsson sjávarútvegsráðherra þegar Visir leitaði álits hans á nýjum upplýs- ingum frá Hafrann- sóknarstofnun. Hinar nýju tölur eru nokkru hagstæðari en þær sem fram komu i siðustu skýrslu Hafrann- sóknarstofnunar. Mismunurinn stafar af þvi að sambandið milli aldurs og þyngdar þorsks hefur verið endurskoðað með tilliti til umfangsmikilla mælinga fisks, sem fram fóru árin 1978 og 1979 og nú hefur verið unnið úr. Steingrimur sagði einnig að ný spá Hafrannsóknarstofnunar gerði ráð fyrir að með 400 þús- und tonna afla á ári mundi verða hægfara aukning á stofn- inum, en hann teldi ekki senni- legt að aflinn yrði svo mikill i ár. Visir leitaði umsagnar Sigfús- ar A. Schopka fiskifræðings á hinum nýju niðurstöðum. „Þetta eru i sjálfu sér ekki neinar nýjar niðurstöður,” sagði Sigfús, „það eru nýjar þyngdartölur. Það þýðir að meðalþyngd er aðeins meiri en hún var áætluð, og heildarstofn- inn þar af leiðandi, heldur þyngri, en það breytir fjöldatöl- unni ekki. Þetta breytir engu um það, að það verður að draga úr sókninni og núverandi sókn leiðir aldrei til þess hámarksafraksturs, sem við viljum ná, þvi stofninn fer stöðugt minnkandi með þessari sókn.” SV Eru þorskarnir jafnmargir I sjönum og áður, en svolltið þyngri hver um sig? AÐ TRUA - EÐA AD VITA Mér hefur stundum fundist að lakari ihaldsmenn ættu það sameiginlegt með kommúnist- um, að fyrir þeim eru stjórnmál einasta önnur útgáfa af trúar- brögðum. Þegar slikur trúar- legur eldmóður rennur á menn, þá telja þeir öðrum til tekna að „hafa hugsjónir”, „trúa á hug- sjónir”, „standa fastir fyrir”. Þeir tala um menn sem „hafa yfirsýn og staðfestu”. Eins og kommúnistum hættir slikum ihaldsmönnum, sennilega oft án þess að gera sér sjálfir glögga grein fyrir þvi, til að verða manngyðistrúar. Manngyðistrú kommúnista er þekkt sálarein- kenni i stjórnmálum. Sama til- hneiging ihaldsmanna er hins vegar fyrirferðarminni — og einmitt af þeirri ástæðu er kannske einmitt vert að vekja á henni athygli. Ellert tekur viðtal 1 siðasta Helgarblaði Visis birtist ágætlega unnið opnuvið- tal, sem ritstjóriblaðsins, Ellert Schram, hafði tekið við Ingólf Jónsson á Hellu. Ellert hefur augsýnilega hrifist af Hellukempunni, og við þvi er aö sjálfsögðu ekkert að segja. Ingólfur Jónsson hefur verið annálaður dugnaðarforkur, greindur vel og heiðarlegur-en svo kappsfullur fyrir sina um- bjóðendur, aö öðrum hefur oft þótt nóg um. En þessi saga er vissulega efni í viðtal. En ómerktur leiðari i næsta Visisblaði—sem ég giska á,án leyfis þó,að sami Ellert Schram hafi skrifað—minnir á leiðara i kommúnistablaðifyrir 30árum. Leiðarahöfundurinn segir td., þegar hann er að búa til mynd- ina af Ingólfi Jónssyni: ,,... að- eins fyrir örfáum árum átti þessi þjóð foringja og leiðtoga, sem stóðu af sér storma og strið og stýröu þjóðarskútunni i gegnum ölduganginn af öryggi og festu. Þeir létu ekki al- menningsálitiö reka sig fyrir veörum og vindum, en héldu áttum, þegar mest reið á”. Það er nú svo. Eflaust er það gott að sem flestir trúi því að svona hafi þetta verið einu sinni. En svona sagnfræöi á samt meira skylt við trúarhita heldur en alvöru. Staðreynd er hins vegar, að allt frá lýðveldisstofnun og þangaö til svokölluð Viðreisnar- stjórn var sett á laggirnar, þá gengu samsteypustjórnir svo skrykkjótt að nánast var stöðug stjórnarkreppa í landinu. 1 Ný- sköpunarstjórninni var fjórð- ungur af þingflokki Sjálfstæðis- flokksins i opinberri stjórnar- andstöðu ( einn af þeim var ein- mitt Ingólfur Jónsson) — vegna þess að þeir sökuöu Ólaf Thors um að brjóta gegn grundvallar- stefnu Sjálfstæöisflokksins. 1 stjórn Stefáns Jóhanns var stöðug og óvægin stjórnarand- staða innan Alþýðuflokksins, svo dæmi sé tekið, 1 helminga- skiptastjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, sem að- eins var mynduð eftir að Sveinn Björnsson hafði hótaö með utanþingsstjórn, var stöðug stjórnarandstaða innan Fram- sóknarflokksins, og þar fór fyrir Hermann Jónasson, formaöur flokksins. 1 þeirri vinstri stjórn, sem siðan fór I hönd, var rýting- urinn stöðugt uppi í erminni á þátttakendum, uns Hermann Jónasson baðst lausnar eftir Alþýöusambandsþing. En leiðarahöfundur segir um Ingólf: „Þeir voru fastir fyrir i hugsjónum slnum, tókust á um grundvallarstefnur, og voru brimbrjótar og jarðýtur þegar kom til raunverulegra átaka’.’ Amen. Viðreisn. En svo kom Viðreisnin. Og hún var vissulega sérstæð meðal samsteypustjórna fyrir það, að flokkarnir komu sér saman um stjórnarstefnu, og vörðu hana með kjafti og klóm. Slikt samstarf milli stjórnmála- flokka hefur ekki veriö i annan tima siðan kerfi. samsteypu- stjórna varð til á íslandi, hvorki fyrr né seinna. En fyrir hvað skyldu flokkarnir hafa verið skammaðir af andstæðingum sinum — með réttu? Auövitað fyrir það að slá af grundvallar- stefnu sinni. Sennilega var það frekar Sjálfstæðisflokkurinn sem var skammaður fyrir aö hafa gengið kratisma á hönd, a.m.k. á fyrri hluta þessa stjórnarsamstarfs. Og þegar svo Viöreisnarflokkarnir kol- töpuðu í kosningum 1971, þá var þaðmeðal annars vegna þess að þeim var legið á hálsi, að ekki væri hægt að gera greinarmun á stefnuskrám þeirra. „Þeir tókustá um grundvallarstefnur, og voru brimbrjótar og jarðýtur þegar kom til raunverulegra „átaka”. Þetta getur verið ágætt I bibliusögum, en er afleit sagnfræði. Sá er þessar linur ritar á það sammerkt með höfundi leiö- arans að telja Viðreisnarstjórn- ina hafa verið góða rikisstjórn. En einnig I þeim efnum veröum við aö meta kalt og forðast trú- arlegan ákafa. Viðreisnin ^erði auðvitað mistök. Þegar hún framkvæmdi fullkomna kerfis- breytingu i efnahagsmálum á árunum 1959-1961, sem var afrek, þá hins vegar þorði hún ekki að stiga raunvaxtaskrefið til fulls, koma á jafnvægi i vaxtamálum. Þá erum við þó að tala um tölur sem virðast hlægi- legar I dag. Þetta vandamál var auðvitað smámál þá, hjá þvi sem það varð siðar. En þá eins og nú þótti ráðamönnum gott aö hafa völd i bönkum og sjóðum. Þetta ástand varð svo snar- brjálað skömmu eftir 1971. Ingólfur og Lúðvik. Verra var hitt að „kratismi” Viðreisnarstjórnarinnar náði ekki til landbúnaöarmála. Þar var þvert á móti farið út á fram- sóknarbraut aukinna niður- greiðslna og útflutningsbóta. Um tvo stjórnmálamenn af þessari kynslóð var það sér- staklega haft á oröi, að þeir hefðu veriö „vinsælir” meöal framleiðenda, sem til þeirra starfa heyröu. Það var sagt um Lúðvik Jósepsson að hann hefði verið „vinsæll” meðal útgerð- armanna. Og það var sagt um Ingólf, að hann hefði verið „vin- sæll” meöal bænda. Og þá skipti ekki máli I hvaða flokki út- gerðarmennirnir eða bændumir voru. En af hverju var þetta svo — og er? Vegna þess að framleið- endur eru eins og aörir mennsk- ir menn og falla fyrir fyrir- greiöslupólitik, sem er þeim I hagsvonafyrstistað. Lúövíkog Ingólfur hafa báðir verið botn- lausir millifærslumenn, annar I sjávarútvegi, hinn i landbúnaði. Viöreisnin afnam uppbdtakerfið I sjávarútvegi, þegar hún kom til valda, sem var meiri háttar afrek. En hún jók við og marg- faldaði millifærslukerfið I land- búnaði — og þakka skyldi Ingólfi Jónssyni á Hellu. Þetta er þvi miöur rétt sagnfræði. „Þeir mótuðu viðhorf, i stað þess að draga dám af þeim. Þeir sögðu álit sitt i stað þess að lepja það upp á gatnamótum”, prédikar leiðarahöfundur. Það er nú það. Ef hér er átt við hressilegar setningar, sem menn segja hverjir viö aöra og neðanmóls Vilmundur Gylfason alþingismaður skrifar hér grein i tilefni af leiðara Visis á mánu- daginn þar sem meðal annars var sagt að fyrir nokkrum árum hafi þjóðin átt leiðtoga sem stýrðu þjóðarskút- unni af öryggi og festu og Ingólfur Jónsson þar nefndur til. Vilmundur segir að i þessum leið- ara birtist söguskoðun sem felist i þvi að nú sé ekki hægt að koma á starfhæfri rikisstjórn meðal annars vegna þess að nú sé enginn Ingólfur Jónsson. Þetta er rangt, segir Vil- mundur Gylfason. jafnvel hverjir um aðra á þing- flokksfundum eða I kokteil- partium, þá getur þetta efalaust vel verið. En ef hér er i alvöru verið að tala um grundvallar- stefnur I stjórnmálum og sam- skipti milli stjórnmálaflokka á siðustu áratugum, þá er þetta einfaldlega haugalygi. Af hverju hættulegar rangfærslur? Leiðarahöfundur skrifar um fullorðinn sómamann og dugnaðarfork, sem hefur dregið sig i hlé. Leiðarahöfundur er augljóslega hrifinn af mannin- um, og láir honum enginn. Eru slik leiðaraskrif, jafnvel þó hvimleið séu, réttmæt ástæða heillar blaöagreinar? Já. Vegna þess að i leiðaran- um felst söguskoðun, jafnvel þó hún sé ekki sögð berum oröum. Sú söguskoðun er að við búum nú við óvenjulegt ástand: þaö sé ekki hægt að koma á starf- hæfri rikisstjórn, og þetta sé svona meðal annars vegna þess að nú sé enginn Ingólfur Jóns- son. Þetta er rangt. Siðan hér varð til fjögurra flokka kerfi ár- ið 1942 hefur alltaf gengið illa að koma saman rikisstjórn. Flokk- ar hafa alltaf þurft að fóma grundvallarstefnusinni, eðasvo og svo miklu af henni. 1 raun hafa rikisstjórnir verið mynd- aðar út úr neyð og utan um óbreytt ástand, ef frá eru taldar Nýsköpunarstjórnin að hluta, en þá tókst samkomulag um að eyða striðsgróðanum (!) og samt fór fjórðungur af þingflokki Sjálfstæðisflokksins I stjórnar- andstöðu, þeirra á meðal Ingólf- ur Jónsson, og siðan Viöreisnar- stjórnin. Og af hverju er þetta svo? Vegna þess að þessi veikleiki er innbyggður i fjölflokkakerfi. Það er þetta kerfi sjálft, sem viö þurfum aö fara aö skoða gagn- rýnið. Þaöerþess vegna háska- legt að búa til söguskoðun um þaö, að þaö sé I sjálfu sér allt i lagi meö kerfið, aðeins ef menn eins og Ingólfur Jónsson fá að dafna I þvi. Ingólfur Jónsson hefur sjálfsagt verið ágætur, en hann á ekki skilið að nafn hans sé notað I þessum tilgangi. Af þvi að þetta er ekki rétt og var aldrei rétt. ViImundurGylfason.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.