Vísir - 30.09.1980, Síða 1
&Jr
Ö
Þriðjudagur 30. september 1980, 228. tbl. 70. árg.
[riTinmiimiiiiinii m
HelgarblaO
Vísis kemur
út í dag
Helgarblað Visis, sem
gefa átti út i siðustu viku
en stöðvaðist vegna
verkfalls prentara,
kemur út i dag. Blaðið
verður sent til áskrif-
enda Visis, en selt sér-
staklega i lausasölu.
r "frtggFa"mili jar öa"safa"RÍigreTöaTplögunnF \ öiiif 1
i Júgóslavar hættlr i
ivlð flugvélakauplnli
Litlar likur eru nú taldar vera
á að Júgóslavar geti látið verða
af kaupunum á tveimur eldri
Boeingþotum Fiugieiða. Flug-
féiagið Air Adria i Júgóslavfu
hefur hins vegar hug á að taka
aðra þotuna á leigu og ef allt
gengur saman mun flugvélin
fara þangað á morgun.
Savæmt þeim upplýsingum
sem Visir aflaði sér hjá Sveini
Sæmundssyni blaðafulltrúa
Flugleiða i morgun hélt forstjóri
Air Adria fundi með forráða-
mönnum Flugleiða um helgina.
Ný lög I Júgóslaviu gera félag-
inu nú mjög erfitt fyrir um að
staöfesta samninginn um kaup
á þotunum tveimur.
Hins vegar var gengið frá
samningum um að önnur
Boeingþotan, sem ber ein-
kennisstafina FLH og hét áður
Gullfaxi, verði leigð Air Adria i
einn mánuð með möguleika á
framlengingu. Samningurinn er
gerður með fyrirvara en ef
ekkert óvænt kemur upp á mun
vélinni veröa flogið til
Júgóslaviu á morgun og fylgja
henni tvær stjórnklefaáhafnir.
Einnig mun ein flugfreyja fara
með til aö annast þjálfunarstörf
fyrir júgóslavneska flugfélagið.
Salan á Boeingþotunum
tveimurheföi gefið Flugleiöum
um þrjá milljarða króna i aðra
hönd.
..Fagieg
velta h|á
Jónl s.l”
Jón S. Halldórsson veltir BMW-inum sinum. t þessari veltu sannaði I rall-kross bllum. Blllinn lenti á þakinu, en þakið lagðist ekki saman og
veitigrindin enn einu sinni ágætisitt.en veltigrind verður að vera I öllum ökumanninum varö ekkert meint af. VIsismynd:KAE
Eignír Fluglelða eru allar fullveðsettar:
BEIBNI UNI RÍKISABYRGB
MUN FAM FYRIR ÞINfilfl
„Þessi beiöni er nú i athugun
hjá rikisábyrgöasjóöi, en hún er
af þeirri stærðargráöu, aö ég býst
við aöatbeina Alþingis þurfi til að
veröa við henni”, sagði Svavar
Gestsson, þegar blaðamaður
Visis spurði hann I morgun, hvað
liöi afgreiðslu rikisstjórnarinnar
ábeiöniFlugleiðaum rikisábyrgð
fyrir sex milljarða króna
rekstrarláni. Svavar gegnir störf-
um fjármálaráðherra I fjarveru
Ragnars Arnalds.
Svavar sagöi það hafa komiö
fram, aö eignir Flugleiða væru
þegar veösettar að fullu, en þess
væru mýmörg dæmi, að veittar
heföu veriö rikisábyrgðir um-
fram eignastöðu viðkomandi
fyrirtækja, þannig að þaö segöi
ekkert um endanlega afgreiðslu
málsins. „Rikisábyrgðarsjóður
athugar nú þessa veösetningu og
markaösverð eigna fyrirtækisins.
Einnig veröur aö athuga
rekstrarhorfurnar. Það verður
engin rikisábyrgð veitt fyrr en
þessi atriði liggja á hreinu”,
sagði Svavar Gestsson.
— P.M.
Strax I fyrsta hringnum i fyrsta
riðli rallkross-keppninnar á
Kjalarnesi á laugardaginn velti
Jón S. Halldórsson bilnum sinum.
„Þetta var mjög fagleg velta
hjá Jóni”, sagði Ólafur Guö-
mundsson hjá Bifreiðaiþrótta-
klúbbi Reykjavikur.
„Jóni mistókst i startinu og
reyndi hvað hann gat að ná hinum
bilunum. Hann var um þaö bil aö
fara fram úr Birgi Þór Braga-
syni, þegar Birgir fór ofan i poll
og vatnið blindaði Jón, sem ók á
malarbing og valt heila veltu.
Hann lét þetta ekkert á sig fá og
var búinn að skipta um gir þegar
billinn lenti á hjólunum og fór
þegar af stað aftur.
Sigurvegari i rall-krossinu varð
Þóröur Valdimarsson á
Volkswagen.
—ATA
Prentaradeilan:
Langir
fundlr
„Þaö er óljóst ennþá, hvort
eitthvað hefur miöað i sam-
komulagsátt. Það eru nokkur
atriði, sem geta orsakaö það, að
öll sú vinna sem lögö hefur verið
i lausn deilunnar sé árangurs-
laus, þegar upp er staöið”, sagöi
Ólafur Emilsson formaöur Hins
isl. prentarafélags, en Visir
ræddi viö hann i morgun.
Fulltrúar bókagerðarmanna
og viösemjenda þeirra hafa set-
ið á fundum sl. fjóra daga og
hafa viöræður staðið fram á
nótt. Þar hefur einkum verið
rætt um tækni- og atvinnu-
öryggismál prentara, og stóöu
viðræður til kl. hálffjögur i nótt.
Hafa deiluaöilar verið boðaöir
til næsta fundar kl. 2 i dag.
„Þetta er erfitt mál og viö
sjáum ekki fyrir endann á þvi”,
sagöi Guðlaugur Þorvaldsson
sáttasemjari, i viötali viö Visi.