Vísir - 30.09.1980, Page 6

Vísir - 30.09.1980, Page 6
vtsm Þriðiudaeur 30. seutember 1980 6 r ~ Dei ía liugmá nnárJm'starfsaidursíista!' ! Steingrímur ! reynlr sæitlr Tæplega átta þúsund svör bárust i getraun Arnar og örlygs. Margir íengu landið sitt Ekkert hefur gengið né rekiö í lausn deilu flugmanna um starfsaldurlistann og hefur þvi máii nú verið visað til Stein- grims Hermannssonar, sam- gönguráðherra. Mun hann ræða við fulltrúa beggja flugmanna- félaganna innan skamms og siöan taka ákvörðun um að- gerðir til lausnar deilunni. Þrátt fyrir mikil fundahöld sáttasemjara , Gunnars G. Schram, með fulltrúum Félags Loftleiðaflugmanna og Félags islenskra atvinnuflugmanna, hafði ekkert þokast i átt til sam- komulags. Skarast hagsmunir félaganna svo, að ekkert útlit þykir nú fyrir að samkomulag náist með samningaviðræðum einum saman. Steingrnnur Hermannsson, samgönguráðherra, sagðist i viðtali við Visi ekkert vilja Steingrimur Hermannsson, samgönguráðherra segja um þær aðgerðir, sem til greina kæmu við lausn deil- unnar. „Þetta mál er hjá mér núna, og það verður tekið mjög fljótlega til meðferðar”, sagði Algreiða ekki bækurtil skól- anna á heilfl- söluverði 5. verölaun, fyrsta bindi af Landið þitt — Island hlaut Grétar Snær Hjartarson, Brekkutanga 30, Mosfellssveit. 6. verölaun, fyrsta bindi af Landið þitt — Island hlaut Anna Rist Rituhólum 9, Reykjavik. 7. verölaun, fyrsta bindi af Landið þitt — Island hlaut Magnús Pálsson, Skildinganesi 35, Reykjavfk. 8. verðlaun, fyrsta bindi af Landið þitt — ísland hlaut Mar- grét Sigurmonsdóttir, Njaröar- holti 8, Mosfellssveit. 9. verðlaun, fyrsta bindi af Landiö þitt — Island hlaut Þórður M. Elefson, Alfhólsvegi 97, Kópavogi. 10. verðlaun, fyrsta bindi af Landið þitt — Island hlaut Bjarni Þorbjörnsson, Krossholti 7, Keflavik . Haft hefur verið samband við verölaunahafa I sima og þeim tilkynnt um verðlaunin. 1 tilefni væntarlegrar útgáfu fyrsta bindis bókarinnar LAND- IÐ ÞITT — ISLAND, sem kemur út i haust hjá Bókaútgáf- unni örn & örlygur hf., efndi bókaútgáfan til verðlaunaget- raunar á sýningunni Heimiliö 80. 1 getrauninni reyndi m.a. á hvort þátttakendur þekktu fjallstindinn Hraundranga I öxnadal, sem er i merki bóka- útgáfunnar. Alls tóku 7763 þátt i getraun- inni og þar af skiluðu 6789 rétt- um svörum. Dregið var úr réttum svörum miðvikudaginn 24. þ.m. aö við- stöddum fulltrúa borgarfógeta og komu upp þessi nöfn: 1. Verðlaun, landið þitt — Is- land, öll fjögur bindin hlaut Inga RósEiriksdóttir, Sæviðasundi 4, Reykjavik. 2. verðlaun, Ferðabók Egg- erts og Bjarna hlaut Gústaf Guðmundsson, Safamýri 50, Reykjavik. 3. verölaun, Feröabók Stan- leys hlaut Asta Þ. Guöjóns- dóttir, Hraunbæ 76, Reykjavik. 4. verðlaun, fyrsta bindi af Landið þitt — tsland hlaut Kristin Ardal, Hjallalundi 170 Akureyri. AlDiðOaár fatlaðra er 1981: Framkvæmdlr begar hafnar hér á landi Svavar Gestsson, félagsmálaráðherra hefur ný- lega skipað sérstaka framkvæmdanefnd i tilefni alþjóðaárs fatlaðra 1981. Jafnframt hefur hann leyst frá störfum þriggja manna undirbúnings- nefnd, sem skipuð var haustið 1979. Framkvæmdanefnd alþjóðaárs fatlaðra mun starfa til ársloka 1981, en helstu verkefni hennar verða einkum tviþætt: 1 fyrsta lagi að gera tillögur um heildar- stefnu í málefnum fatlaðra, m.a. með samræmingu gildandi laga og reglugerða sem snerta málefni þessara þjóöfélagshópa og með tillögugerð um átak i atvinnumál- um, umhverfismálum, kennslu- málum o.s.frv. Grundvöllur stefnumótunarinnar er að fatlaðir öðlist jafnrétti á við aðra þjóð- félagsþegna. I öðru lagi er megin- verkefni nefndarinnar að beita sér fyrir kynningu á málefnum fatlaðra í skólum landsins og fjöl- miðlum. Að sögn Svavars Gestssonar hafa framkvæmdir þegar verið hafnar I tilefni alþjóðaársins og má þar nefna sundlaugina við Sjálfsbjargarhúsið og við Grens- ásdeild Borgarsjúkrahúsinns. Þá benti Svavar á, að koma Rune Andreasen væri einnig i tengslum við þetta verkefni, en Rune er ráðgjafi i varnaraðgerðum gegn umferðarslysum á vegum Alþjóð- legu heilbrigðismálastofnunar- innar. Að sögn Þórðar Guð- mundssonar, starfsmanns Alfa- nefndarinnar var óskað eftir upp- lýsingum frá hinum ýmsu félög- um, um það hver helstu markmið eigi að vera i stefnumótun fatl- aðra, til þess að skapa grunn að stefnumótun fyrir nefndina. Að sögn Þórðar urðu nokkrir málaflokkkar ofan á og má þar nefna atvinnumál fatlaðra, ýmis umhverfis- eða ferlimál fatlaðra, fræðslumál og almenn trygginga- mál. Að sögn Svavars Gestssonar, félagsmálaráðherra, er nú unnið að samræmingu á reglugerðum varðandi fatlaða sem nú eru á annan tug. — AS Þaö er vel búiö aö nemendum i tölvufræöi I Verslunarskóia Islands. Visismynd- KAE verslunarskólinn tðlvuvæOlst „Bókaútgefendur og bókainn- flytjendur hafa bundist samtök- um um að afgreiða ekki bækur til bóksala skólanna i heildsölu eins og venja hefur verið undanfarin ár,” segir I fréttatilkynningu frá Landsambandi mennta- og fjöl- brautaskólanema. Stjórn LMF hefur mótmælt þessu harðlega, þar sem þetta hafi i för með sér stóraukna út- gjaldaaukningu, sem nemi allt að 25 prósentum. Jafnframt segir, að útgjaldaaukning á hvern nem- enda vegna þessa veröi allt að 10 þúsund krónum. — KÞ Vcrslunarskólinn hefur fest kaup á 26 borötölvum. Tölvurnar veröa notaöar til kennsiu I forrit- un og tölvufræöi og voru þær teknar I gagniö i siöustu viku. Borðtölva er rafreiknir eða tölva, sem hefur allt i senn inn- byggt: skjá, lyklaborð og sjálft reikniverkið með stýrikerfi og innra minni, og er vart fyrir- ferðameiri en venjuleg rafmagnsritvél. Hér á landi hafa borðtölvurnar verið notaðar hjá fyrirtækjum og stofnunum, meðal annars við út- skrift reikninga, launaútreikning, verkþáttabókhald og jafnvel fjár- hags- og viðskiptabókhald. Þá hafa 14 skólar, aðallega mennta- og framhaldsskólar, tekið þessar tölvur i notkun við kennslu i for- ritun og öðrum greinum. Verslunarskóli Islands er fyrsti framhaldsskólinn, sem tekur upp það fyrirkomulag að einn nem- andi sér um hverja tölvu i kennslustund i forritun, en það fyrirkomulag tiðkast viða erlend- is. Auk tölvanna 26 hefur verslunarskólinn fest kaup á prentara- og diskettustöð og er þetta fjárfesting upp á 20 milljón- ir. Tölvurnar eru af gerðinni Commodore, en innflutning á þeim hóf Þór hf. fyrir rúmum tveimur árum. Er Commodore mest selda borðtölvan hér á landi, sem og I Evrópu. — ATA

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.