Vísir - 30.09.1980, Page 16
vlsm
Þribjudagur 30. september 1980
'Umsjón:
Gylfi Kristjánsson
Kjartan L. Pálssoi
Tililinn
lór tii
Vikinas
Reykjavikurmótinu i hand-
knattleik lauk á fimmtudags-
kvöldiö. Vikingur varö meistari
eftir aö liöiö sigraöi Fram meö 27
mörkum gegn 21. Vikingar höföu
forustuna allan leikinn og komust
i 8:1 i byrjun og geröu þar meö Ut
um leikinn.
1 siöasta leik mótsins sigraöi
KR Þrótt
Lokastaöan I Reykjavlkurmót-
inu varö þessi:
Vikingur..........3 3 0 Q 72:56 6
KR................3 2 0 1 72:65 4
Fram..............3 1. 0 2 66:72 2
Þróttur...........3 0 0 3 62:79 0
Pétur
imiimn
Pétur Pétursson lék ekki meö
liöiö sinu Feyenoord i hollensku 1.
deildinni i knattspyrnu um helg-
ina, en þá sigraöi Feyenoord i
viöureigninni viö NAC Breda 4:0.
Hollenska sjónvarpiö skýröi frá
þvi að Pétur myndi ekki leika
meö Feyenoord næstu sex vik-
urnar a.m.k. og yröi erfitt fyrir
Feyenoord aö finna markaskor-
ara i hans gæöaflokki á meðan.
Pétur hefur átt viö meiösli i hné
að striöa nú aö undanförnu, en
forráðamenn Feyenoord hafa
ekki viljað láta hann ganga undir
aðgerö fyrr en i lengstu lög. Hafa
þeir viljaö biða og sjá, hvort hann
næði sér ekki og m.a. hvilt hann
við æfingar, en látiö hann aftur á
móti taka þátt i leikjunum.
Jolmson
áfram
Bandariski körfuknattleiks-
maöurinn John Johnson, sem lék
með Fram i úrvalsdeildinni um
tima sl. vetur er kominn aftur til
tslands.
Hann mun leika og þjálfa meö
2. deildarliö Akraness i vetur, en
meö Skagaliöinu lék Johnson eftir
aö hann fór frá Fram. Likaöi hon-
um dvölin á Skipaskaganum svo
vel, aö hann ákvaö aö koma aftur
og veröur þetta þvi þriöji vetur-
inn, sem hann dvelur hér á
landi....
— klp —
Þærsovésku
sterkastar
í kðrfunni
Sovétkonur uröú sigurvegarar i
Evrópukeppni kvenna i körfu-
knattleik, sem lauk i Banje Luka i
Júgóslaviu um helgina.
Þær sovésku sigruðu þær
pólsku i úrslitaleiknum meö 95
stigum gegn 49. Júgóslavnesku
stúlkurnar hlutu bronsverðlaunin
meö 61:57 sigri yfir Tékkó-
slóvakiu. en silfurliöiö frá
Olympiuleikunum i Moskvu,
Búlgaria, varö i 5. sæti eftir 71:38
sigur yfir Hollandi....
—klp —
Lárus Grétarsson, hinn ungu nýliöi I Fram, sést hér misnota besta færi Framara I leiknum gegn Hvidovre. Lárus fékk knöttinn eftir góöan
skalla frá Gústafi Björnssyni, en markvöröur Hvidovre náöi aö verja skot hans. Vlsismynd Friöþjófur.
Framlínan hélt ekki
hita á markmanninum
Fram álll melra í Evrópuleiknum vlð Hvidovre en varð samt að gera sér að
,,Ég átti aldrei von á þvi, aö
þetta yröi svona auðvelt hér á
heimavelli Fram. Viö vorum allir
dauðhræddir við aö tapa og jafn-
vel það stórt að viö yröum siegnir
út úr Evrópukeppninni”, sagði
John Sinding, þjálfari dönsku
bikarmeistaranna Hvidovre, eftir
að hans menn höfðu sigrað Fram
2:0 í siöari leik liðanna i Evrópu-
keppni bikarmeistara i knatt-
spyrnu á Laugardaisvellinum á
sunnudaginn.
Þeir dönsku höföu sigrað 1:0 i
fyrri ieiknum og átti þvi Fram að
eiga möguleika á hefnd hér
heima. En sú varð ekki raunin.
Þaö voru þeir dönsku, sem fóru
brosandi i baðið eftir leikinn og
biða nú spenntir eftir að vita
hvaða kappa þeir fá i næstu um-
ferð.
Þessi sigur Dananna var ekki
fyUilega sanngjarn. Framarar
áttu öllu meir i leiknum og betri
marktækifæri i heildina, en þau
voru þó ekki fleiri en það, aö
markvöröur Dananna sá sig til-
neyddan tU að fara i auka peysu
og sfðar buxur I hálfleik til að
halda almennilega á sér hita.
,,Ég hefði dáið úr kulda ef ég
hefði ekki gert þaö’’ sagði hann
eftir leikinn. „Þaö var ekkert aö
gera hjá mér þarna i markinu og i
þau fáu skipti, sem ég þurfti að
verja hafði ég meiri áhyggjur af
þvi að ég myndi missa boltann inn
vegna þess hvaö mér var kalt en
að Framarar skoruöu sjálfir”.
Guðmundur Baldursson I
markinu hjá Fram hafði þó enn
minna aö gera en Curlei Nilsen I
hinu markinu. Hann varð samt aö
ná tvisvar i knöttinn i netiö hjá
sér.
Fyrra skiptið var á 10. minútu
leiksins. Þá höfðu Framarar sótt
heldur fast og Simon Kristjánsson
gleymdi að hafa eins góðar gætur
á Englendingnum þeidökka,
Leroy Ambrose og I fyrri leikn-
um. Hann slapp þvi i gegn og var
þá ekki að sökum að spyrja.
Framarar sáu i bakhlutann á
gððu að tapa heimaleiknum
honum um leið — enda maðurinn
óhemju fljótur að hlaupa — og
hann skoraði með þvi að renna
knettinum undir Guðmund, sem
virtist renna til i markinu, áður
en hann kastaði sér.
Síöara markið var hrein endur-
tekning á markinu sem Danir
skoruöu I fyrri leiknum. Sóknar-
maður var feildur á mörkum
vítateigs og lét sig detta inn i teig-
inn með miklum tilþrifum.
Dómarinn norski, dæmdi um-
svifalaust vftaspyrnu, sem Sten
Hansen skoraði út. Þetta var
fimmta vitaspyrnan, sem
Hvidovre fær á þennan hátt i sfö-
ustu ieikjum sínum — þar af tvær
á móti Fram.
Bestu marktækifæri Fram I
leiknum áttu þeir Lárus Grétars-
son sem fékk knöttiiui óvænt á
markteig en markmaðurinn varði
vel. Hafþór Sveinjónsson hitti svo
ekki knöttinn I opnu færi og þeir
Gústaf Bjömsson og Marteinn
Geirsson áttu skot, sem Curlei
rétt varöi.
Vörnin var sem fyrr besti hluti
Framliösins. Trausti Haraldsson
var þó óheppinn i vitinu, en þetta
var f þriðja sinn i röð, sem hann
brýtur af sér á sama máta og fær
dæmt á sig viti — þeas f báðum
leikjunum við Danina og I lands-
ieiknum viö Tyrki.
Gústaf Björnsson og Gunnar
Guðmundsson höfðu gott pláss á
miöjunni og unnu þar vel. Gústaf
gaf marga góða bolta á framlinu-
mennina, en þeir náðu aldrei að
vinna aimennilega úr þeim.
Framlinan og getuieysi hennar
uppivið markið var nú veikasti
hlekkurinnhjá Fram og má segja
að á þvi hafi Evrópudraumur
liösins endað i þetta sinn.— kip —
La Louviere aðeins með
eitt stig i 2. deildinnl
Frá Kristjáni Bernburg
fréttaritara Visis i
Belgiu:
— Asgeir Sigurvinsson var með
allra daufasta móti þegar
Standard Liege fékk Waregem i
heimsókn i 1. deildinni hér i
Belgiu á sunnudaginn. Var hann
svo ólikur sjálfum sér í leiknum
að Hapel þjálfari Standard tók
hann útaf i hálfleik.
Standard sigra.öi I leiknum 2:1
og er nú i efsta sæti í deildinni
með 10 stig eöa einu stigi meir en
Anderlecht, sem tapaöi 4:1 fyrir
Beveren um helgina og RWD
Molenbeek, sem sigraði Liegeois
2:1.
Lokeren er nú i 7. til 10. sæti
með 7 stig ásamt CS Bruges og
FC Bruges. Lokeren tapaði á
sunnudaginn gegn Winterslag á
útivelli 2:0 og var Arnór, sem er
nú búinn aö ná sér af meiðslum,
með I þeim leik.
Ástandið hjá Karli Þórðarsyni
og félögum hans i La Louviere er
allt annað en gott þessa stundina.
Liðiö tapaöi 2:1 heima fyrir
Oderenderde og er nú neðst i 2.
deildinni með aðeins eitt stig...
ÞRÍR FÚRU HOLU
í HttGGI Á HttFH
Þrir islenskir kylfingar fóru
„holu í höggi” á golfvellinum á
Höfn i Hornafirði um helgina.
Tveir þeirru gerðu þaö i opna
golfmótinu, sem þá fór fram, en
sá þriöji, er hann var aö æfa sig
fyrir mótið.
Þaö var Vestmannaeyingurinn
Leifur Gunnarsson, sem þetta
gerði á 4. braut á vellinum á
föstudagskvöldið. Keppnin
byrjaöi svo á laugardeginum og
þá haföi Einar Guðnason GA þaö
loks af að komast i Einherja-
klúbbinn með þvi að fara „holu i
höggi” á 5. braut. Hefur hann
leikiö golf i 27 ár, en samt aldrei
fyrr farið „holu i höggi”.
Daginn eftir lék fulltrúi sýslu-
mannsins á staðnum, Björgvin
Þorsteinsson, þetta eftir honum á
sömu braut. Hann er aftur á móti
oröinn vanur að fara „holu i
höggi” þvi að þetta var i 3ja sinn
sem hann nær þessu drauma-
höggi allra kylfinga... —klp—